Leita í fréttum mbl.is

Mamma sefur í hausinn á sér

 

Í morgun ætlaði ég að tala við hana Söru dóttur mína og mömmu hennar Jennýjar Unu.

Jenný Una þriggja ára gömul svaraði í símann.  Áður en ég náði að blikka sagði sú stutta:

Ér alein heima há mér.  Pabbi er að svæfa Lilleman í garðinum og mamma er að sofa í hausinn á sér hún er alltaf að læra í nóttinni.

Amman: Ertu ein?!!!W00t

JU: Já ég er að horfa á sjóvartið á Lóu en amma ér orðin 19 ára og þrítugasta desember verð ég 6.  Ég er alveg mjög stór og þú getir ekki lengur haldið á mér.

Amman (að drepast úr krúttkasti); Þú ert svakalega dugleg Jenný mín.

JU: Já ég veit það.Halo  Ertu búin að pakka? (Amman að deyja hérna).

Amman: Ég ætla að gera það í dag og mamma þín ætlar að hjálpa mér.

JU: Ég get kannski hjálpað þér á eftir en nú er ég að fara að leika við Míu ég nenni ekki að tala meira.

Bæ.

Og hún lagði á.

Pabbi hennar stóð á ganginum og var að kafna úr hlátri.

Hann sagði mér að hann biði eftir að hún færi að leigja sér.

Jájá.  Lífið er ljúft.

Síjú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 16:39

2 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Snilld.

Mín er stundum alein úti á götu á kvöldin í myrkri, og bíll keyrir á hana.

Þröstur Unnar, 13.9.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Hugarfluga

Þessar krúttsögur af Jennýju Unu eru tú dæ for!!

Hugarfluga, 13.9.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún Jenný Una er ofsalagt krútt.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2008 kl. 17:54

7 Smámynd: Helga skjol

krúttið

Helga skjol, 13.9.2008 kl. 19:12

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg er hún litla prisnsessan

Sigrún Jónsdóttir, 13.9.2008 kl. 19:21

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 20:01

10 Smámynd: Laufey B Waage

Krúttkast.

Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 21:14

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

 Dásamleg hún nafna þín.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:26

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

OMG ég var að sjá þetta fyrst  núna. Er krakkinn krútt eða hvað!!

Jóna Á. Gísladóttir, 15.9.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2987296

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.