Laugardagur, 13. september 2008
Lítil typpi koma sterk inn
Ég veit ekkert um það hvort karlmenn eru mikið í að bera saman typpin á sér.
Enda ekki nema von ég er ekki karlmaður og hef aldrei verið fluga á vegg í búningsklefunum þeirra eða í einkapartíum.
Það getur vel verið rétt að þeir slengi líffærunum á borðið og mæli lengd og breidd þegar þeir koma saman en ég held ekki. Ætli þetta séu ekki einkarannsóknir hvers og eins, þeir gjóa svona létt og löðurmannlega á hvorn annan í sturtuklefum heimsins.
Annars nenni ég ekkert að dvelja við þetta rannsóknarefni vegna þess að mér gæti ekki staðið meira á sama um annarra manna tittilinga.
Ég veit bara eitt og það er að ég hef hingað til ekki hitt þá konu sem segir að stærðin skipti ekki máli, þær hljóta bara að segja það við viðkomandi örtyppi til að særa það ekki.
Einu skiptin sem ég pæli verulega í annarra manna typpum er þegar ég lendi í að hafa stóru jeppana á undan, eftir eða til hliðar við mig í umferðinni.
Hvað kemur karlmönnum til að fjárfesta í torfærubifreiðum sem gleypa endalaust af bensíni bara til þess að bregða sér á milli hverfa? Það getur ekki verið af hagkvæmnis ástæðum. Fæstir þeirra sem kaupa þessi fallustákn nútímans stunda fjallaferðir, myndu varla þekkja fjöll og dali þó hvorutveggja væri klístrað á handarbakið á þeim.
Það er í jeppunum sem litlu typpin koma sterkt inn.
Litlu typpin eru sum sé stórhættuleg í umferðinni.
Litlu typpin menga ógeðslega mikið og taka viðbjóðslega mikið pláss á götum borgarinn.
Litlu typpin eru greinilega að taka yfir heiminn. Þau eru hinn nýji óvinur nútímans.
What can I say?
Farið í lengingu, það er ódýrara en að þjösnast á náttúrunni og eyða dýrmætu bensíni.
Við þurfum að skipta yfir í betri bíla strákar mínir.
Úje.
Stærðin skipti greinilega máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 16
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987302
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég var einmitt að setja inn hjá mér lista yfir það hvernig þessir karlar haga sér á klóinu..... Var reyndar ekki með þennan Indverja inná....
Helga Dóra, 13.9.2008 kl. 09:39
Skemmtileg kráarferð eða hitt þó heldur! Lítil typpi og stórir jeppar eru hliðstæð - hvað með konurnar á stóru jeppunum? Skildi einhver hliðstæða vera þar?
Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:54
So true. Haha ...þeir eru líka ekki ófáir sem ég kannast við sem aka um á nánast sérsmíðuðum tryllitækjum, ekkert nema hávaðinn og eyga það sameiginlegt að hafa brotna sjálfsmynd og beyglaða sjálfsvirðingu sem liggur í útblásturskerfi bílsins....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:55
Vona að þetta sé rétt hjá þér.....ég ek Susuki..
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:59
Þú ert óborganleg!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.9.2008 kl. 10:02
Ég er í krampa, þú ert óborganleg stelpa
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 10:04
Í viðamikill könnun með a 19-49 ára kvenna í USA (hvar annarsstaðar) um afstöðu þeirra til stærðar og lengda á typpum, voru niðurstöðurnar eftirfarandi.
18% sagði að lengd væri mjög mikilvæg., 22% sagði að gildleiki væri mjög mikilvægur.
57% sagði að lengd væri nokkuð mikilvæg og 53% sagði að gildleiki væri nokkuð mikilvægur.
25% sagði að lengd væri ekki mikilvæg og 25% sagði að gildleiki væri ekki mikilvægur.
Eitthvað eru kynsystur þínar í USA á skjön við þínar skoðanir Jenný mín. En þess verður að gæta að í annarri viðamikilli könnun sem gerð var á meðal kvenna í USA kom í ljós að 68% tók kúr og kjass fram yfir alvöru kynmök.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.9.2008 kl. 10:28
~Vegna blogglegz ofbeldis er til sölu FORD jeppi...~
Steingrímur Helgason, 13.9.2008 kl. 10:45
Kræst! Auðvitað skiptir stærðin máli!!! Þær konur sem segja annað a) hafa ekki lent í 5 cm mönnunum sem eru til (JÁ! Þeir eru til!!!!) b) eiga 5 cm mann og láta þetta smáatriði ekki trufla sig of mikið. Kúra kannski bara frekar eins og þær bandarísku.
Berglind Inga, 13.9.2008 kl. 10:55
Varðandi konur á stórum jeppum, þá hljóta þær að eiga menn með lítið typpi
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir, 13.9.2008 kl. 10:55
þeir fá samúðarkveðjur sem eru með lítið undir sér...
en hvað með kvenmannsklof.. sumar eru nú bara svo víðar að það liggur við að menn geti stundið hausnum´á sér inn í þær... Eða það væri skárra fyrir menn að dingla félaganum á sér í volgri vatnsfötu og pota í svona víð göt hehehe
Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.9.2008 kl. 11:05
Sigvarður: Getur ekki verið að þú fyllir bara ekki betur upp í sumar konur?
Berglind Inga, 13.9.2008 kl. 11:25
Eva Benjamínsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:44
Ég á Fíat Júnó
Þröstur Unnar, 13.9.2008 kl. 12:08
Segi nú bara eins og Siggi gamli sjóari: Jedúddamía en sleppi mellunum; Jenný .. ertu farin að halda hér úti "porn" síðu!!!.. .....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 12:25
Ég á pínkuponsulítinn Opel
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 12:31
ég á ekki bíl
Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 12:39
Yndislegt
Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2008 kl. 13:05
Ó... var ég búin að segja þér að Bretinn keyrir um á Yaris? það yrði bara stílbrot og ósannindi ef hann settist undir stýri á jeppa.
Svo finnst mér Steingrímur ekkert nema fyndinn ARGH
Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2008 kl. 13:07
Tove Ditlefsen, komin staðfesting.
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 13:10
fylli vel upp í ;) þröngt er samt betra en vítt ;)
Sigvarður Hans Ísleifsson, 13.9.2008 kl. 13:40
Jenný - hvar ertu vúman ? .... Sigvarður, af einhverjum ástæðum finnst mér þessi umræða þín um klofvíddir (sérstaklega sú efri) svolítið klámfengin, og er ég engin tepra - en það er þá að sjálfsögðu spurning hvort að tippastærðarumræðan er það líka. Hvað finnst ykkur?
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 14:00
Ja hérna hér ! Soldið lágstemmd ummræða hjá Jenny um kynfæri karla. Skrítið að sjá hér konur lofa hana fyrir þetta blogg-efni !Ég hef oft áður séð svona minnimáttakendar pælingar um bílatærð og kynfæri ökumannanna. Það held ég að sé mjög óvísindalega sannað að þar sé eitthvert samhengi. ( en þeir sem keira vörubíla- eða rútur?) En varðandi limastærðina, þá er hér dæmi tilskoðunnar. Þegar keppt er í stangatstökki eru allir keppendur með sömu LENGD af stöng til þess að koma sér yfir slána. Eins og við vitum,- komast margir ekki lágmarkshæð- aðrir fljúga hátt hátt og setja met. Gagnkynhneigðar samfarir (karl/kona) er ástarleikur tveggja einstaklinga. Limlengd karlmannsins er svona 5% af því hvort báðir aðilar njóta leiksins. Ein fallegasta kona landsins, fyrrv. fegurðardrottning, vaxinn eins og Pamela Anderson: er eins og steipt í kopar í rúminu. Köld og hreyfingarlaus. Ekkert risatyppi gæti breytt því. Mér finnst svona eins og konur sem eru ófullnægðar í kynlífinu vitni í þessa typpa-stærðar-kenningu sér hugarhægðar þegar einhver hefur legið illa á þeim.
Rétt hjá Jóhönnu Magnúsar - og Völudóttur; soldið púkaleg umræða.
Bjarni Baukur, 13.9.2008 kl. 14:26
Jónína Dúadóttir, 13.9.2008 kl. 15:08
Bjarni Baukur, nú færðu á baukinn fyrir að leggja mér orð í munn! .. Ég sagði ekki að umræðan væri púkaleg heldur klámfengin, en minntist í því samhengi á fyrra innlegg Sigvarðar
Þú bætir nú ekki í með að fara að draga forna (og eflaust brjóstgóða ef hún minnir á frk. Anderson) fegurðardrottningu í umræðuna og eflaust þína misheppnuðu reynslu af henni (ekki frk. Anderson heldur þeirri íslensku).
Það er fín lína milli kláms/gríns/erótíkur og kannski misjafnt hvað fólk upplifir sem klám.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.9.2008 kl. 15:42
Lítil typpi lengjast mest ... undir stýri
Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.9.2008 kl. 16:19
Gat nú verið að einhver tæki þetta óstinnt upp. Þetta er grín og ekki alvöruvottur á bak við þetta.
Get a live.
Jóhanna: Ekki bera mig saman við ógeðiskarlinn sem klæmdist á blogginu.
Steingrímur: Ég er í kasti.
Þið eruð öll frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 16:28
Ég vissi alveg að þetta væri grín, svona eins og þegar við strákarnir tölum um að þið kellingarnar eigið bara heima í eldhúsinu og eigið að vera stiltar og sammála manninum ykkar af því að þið hafið ekkert vit á málunum, þið eruð jú einu sinni kellingar.Það virðist samnt enginn ykkar ná því gríni. En svona er húmor manna og kvenna misjanf.
Svo hélt ég að þú værir á móti því að stilla fólki upp sem eitthverskonar "sex objects", mér sýnist nú á þessu bloggi að þú sjáir okkur kallana ekki nýtanlega í neitt nema bólferðir, og meira segja með því skilyrði að við séum með stórt typpi. Svo lýsir þetta blogg bullandi fordómum í garð karlmanna á Jeppum, en jeppamenn eru líka fólk alveg eins og þið konurnar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 16:36
Ef tippið er lítið og taprekstur stór,
á tilfinningamálum þínum öllum.
Í sturtu þú húkir og starir ósköp mjór,
á stærðarinnar tippi á öðrum köllum.
Þá hafa skaltu í huga, heillavinur góður
Ráð sem ætti að duga er herðist kynlífsróður:
Lítil tippi lengjast mest, lítil tippi endast best
Athugaðu góði bæði upphátt og í hljóði að lítil tippi lengjast mest.
Og vertu ekki mæddur þó að mjór er mikils vísi,
þó að mamma þín skellihlæji að þér í baði.
Og hafð þú ekki áhyggjur þó að hátt hann ekki rísi
því að betri er hálfur skaði en enginn skaði.
Veit ekki hvort karl faðir minn hafi verið að tala af eigin reynslu en hann keyrir allavega um á lítilli bíldós þessa dagana.
Sigurður Eggertsson, 13.9.2008 kl. 17:25
Er þetta nýjasti brandarinn í femínistahópnum ? Hihi, lítil typpi. Segi nú bara eins og sumar femínistur segja þegar þær fárast yfir glápi karla á berrössuðum konum. Eiga þeir ekki dætur ? Eigið þið syni ? Hihi, hvernig er typpið sonur, haha. Nei, ekkert klám við þetta eða óeðli. Vanadís : Við skulum vona að þú þurfir ekki að leita í dýraríkið "til að fylla vel í". Haha, smá grín í mínum.
Eigum við að taka umræðuna á hinn veginn. Karlar koma sama og ræða klof kvenna, t.d. í veiðiferð. Ræða mismunandi stærð og lykt og fleira. Þetta hefur reyndar ekki gerst svo ég viti. En hvað myndu þessir menn vera kallaðir (aðallega af konum) ? Örgustu klámhundar og ógeð.
Óskar Jó (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 20:35
Tæki þetta óstinnt upp
Rut Sumarliðadóttir, 13.9.2008 kl. 20:39
Rut: Hehe.
Óskar: FEMÝNYSTAR allra landa sameinist.
SE: Brilljant.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2008 kl. 21:12
Ég skora á jeppaeigendur að feta í fótspor Steingrímz hins óviðjafnanlega.
Laufey B Waage, 13.9.2008 kl. 21:24
enginn er verri þótt hann sé perri ;) en varðandi bíla að þá finnst mér best að eiga bara einn sparneitin :P
Sigvarður Hans Ísleifsson, 14.9.2008 kl. 03:15
Ég held að þetta sé rétt hjá þér með faratækin og bílana, ég er ekki með eitt einasta tippi og ég ek um á Jeppa! Ég held að ég skipti um faratæki
Sporðdrekinn, 14.9.2008 kl. 05:17
Fyndin færsla hjá þér Jenný. Hafandi unnið ´á total karlavinnustöðum (sjó) hálfa ævina get ég upplýst að typpastærðir eru fjarri því að vera almennt umræðuefni karla. Vaxtarlag og raunar allir eiginleikar kvenna eru okkur körlum mun hugleiknari. En þar sem ég stunda sund á hverjum degi hef ég ekki komist hjá því að sjá hversu misjafnlega karlpeningurinn er vaxinn niður og telst því sérfróður um málefnið., ég er t.d. ekki frá því að stærð dinglumdanglsins sé oftar en ekki í öfugu hlutfalli við aðra líkamsstærð. Annars er þessi annars kenning í engu samræmi við mína reynslu: Ég minnist kennara sem var tröll að vexti en með typpi á stærð við rúsínu og keyrði um á rauðum wolkvagen og reyndi að húkka unga drengi. Síðan þá hef ég verið haldinn sjúklegum fordómum á mönnum með lítil typpi.
Sigurður Þórðarson, 14.9.2008 kl. 08:20
Sigurður: Þú ert KRÚTT með húmor. I love it.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2008 kl. 08:44
Mér finnst við ættum að taka þessa ábendingu Sigga alvarlega og vera á varðbergi gagnvart rúsínutyppamönnum á rauðum fólksvögnum! Skemmtileg frásögn.
Jenný - litlu typpin koma ekki aðeins sterk inn, heldur eru þau orðin heitust!!! (í umræðunni, svo enginn misskilji neitt).
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.9.2008 kl. 09:08
Jóhanna, rétt hjá þér að litlu typpin koma heitust inn en þau koma jafnframt linust út úr þessum umræðum s.b.r. dæmi um öku- og barnaníðinga.
Sigurður Þórðarson, 14.9.2008 kl. 11:12
Sigurður, hvað segirðu ertu mikið að skoða typpin. Einhver sérstakur áhugi á málinu ? En svona miða við þessa umræðu þá held að miklu heilbrigðara hefði verið að leyfa mót strippara hér á Sögu um árið, heldur en að vera smáklípa þetta undir rós. Fólk virðist hafa mikinn áhuga á kynfærum, konur sem karlar. Hvers vegna þá að vera með tepruskap og banna sýningar á því ? Þið hljótið að mótmæla nýlegri samþykkt borgarráðs.
Óskar Jó (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:06
Óskar minn það var nú ekki meiningin af minni hálfu að uppljóstra um öfuguggahátt, þó ég meðgengi að fara í sund á hverjum degi. Þú mátt heldur ekki draga of víðtækar ályktanir af því þá það sé uppi typpið á konunum og við séum með smá saklaust grín.
Sigurður Þórðarson, 14.9.2008 kl. 12:51
Sigurður, ekkert mál félagi, bara létt grín. En hvers vegna ekki að leyfa fólki að hafa gaman nekt og kynfærum hins kynsins (nú eða sama kyns ef svo ber undir) ? Þ.e. hver á skipta sér nektarstöðum, glápi á sundstöðum eða typpaumræðu á netinu ? Borgarráð ? Nokkuð langt seilst fyrir minn hatt.
Kannski þessi umræða uppl. fyrst og fremst um hræsni þegar kemur að forpokaðri umræðu um nektarstaði ? Sérðu ekki hið fyndna, þ.e. setningin "Ég veit bara eitt og það er að ég hef hingað til ekki hitt þá konu sem segir að stærðin skipti ekki máli".
Spurning: Hvað þurfa konur að hafa kynnst mörgum typpum til að þetta sé tölfræðilega marktækt, 10, 100, 1000 ? Þ.e. miða við aðra eiginleika mannana.
Ég hallast að síðustu tölunni, líklega hærri tölu. En svo kalla þær okkur dólga og saurlífisseggi fyrir að vilja berja naktar konur augum. Nú stendur (orðið) á mér !
Óskar Jó (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:28
svo hjartanlega sammála þér með jeppana. hví í ósköpunum er fólk að kaupa sér bensínsvelgi (sérstaklega á þessum tímum), keypta á 100% okurlánum sem fólk ræður varla við að greiða, til að rúnta milli hverfa?
rétt eins og þú, sé ég aðeins eina skýringu
Sigvarður: er víddin ekki bara merki um notkun og reynslu? ergó, kunnáttu
Brjánn Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 18:15
Ja hérna hér. Er enn verið að skrifa om typpin ! Sálfræðingur sagði mér að hægt væri að sjá stærð vaginu kvenna á því hversu stór veski konurnar væru með á handleggnum ! Getur þetta verið viðmið (eins og með jeppana). Ég á jeppa vegna þess að ég fer mikið út í sveit, fer t.d. á gæsaveiðar, fer í rjúpu og stangveiði. Litill Yaris myndi ekki henta mér.
Sænsk vinkona mín sagði að mesta helv. sem hún hefði lennt í var þegar hún svaf hjá finnskum manni sem var með stórt typpi. Hún sagði að það hefði verið sársaukafull nótt og ein martröð. Þetta sgði hún blessunin.
Bjarni Baukur, 15.9.2008 kl. 11:41
Ég skildi ekkert í því að hverju kynbræður mínir tóku þessu saklausa gríni svona óstinnt upp. Einn viðhafði t.d. klámfengin og jafnvel meiðandi ummæli um konur hverra mjaðmagrind hefur víkkað líklega eftir barnsburð. Mér var ekki um sel(gefið). Forvitnin rak mig til að lesa fréttina sem bloggið var tengt við. Þá rann upp fyrir mér að þetta virðist skipta karlmenn máli. Kann að vera að Jenný hafi þarna komið sé óafvitandi út á jarðsprengisvæði?
Sigurður Þórðarson, 15.9.2008 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.