Leita í fréttum mbl.is

Blogg um bloggara

Með leiðinlegri bloggum sem ég les eru blogg um aðra bloggara.

Þegar fólk fer hamförum vegna þess að þessi bloggar svona en ekki hinsegin.

Ég verð þó að játa að ég hef misst mig nokkrum sinnum þarna líka, en ég reyni að taka mig á, með misjöfnum árangri, en ég reyni. 

Bloggararnir sem eru með attitjúd út í heilu bloggsvæðin fara í taugarnar á mér.  Ég hefði getað skrifað óteljandi pirringsfærslur um þetta lið sem er að láta sér líða illa yfir Moggablogginu til dæmis.

Er vitneskjan um að manni er frjálst að lesa eða sleppa því, hulin helling af fólki?  Situr það alveg og rífur í hár sér og veinar í himininn: djöfullinn sjálfur ég á eftir að lesa þennan asna og fíflið hana Jenný Önnu með sitt bölvað úje?

Ég veit um bloggara á öðru svæði sem hætti að blogga út af því að almúginn streymdi fram á bloggvölinn á Moggabloggi, skrifandi pöbull var meira en ritsnillingurinn gat afborið.  Það er ekki allt í lagi heima hjá fólki!  Mér finnst bara jákvætt að sem flestir setji hugsanir sínar á blað.  Ef fólki ferst það illa úr hendi þá nær það ekki lengra.

Mér er löngu hætt að standa á sama hvort þessum eða hinum líkar það sem ég skrifa.  Ég var reyndar mjög upptekin af því í upphafi, en svo rjátlaðist það af mér sem betur fer.  Úje. 

En allir hafa tilfinningar og það er hægt að særa þær með ýmsum hætti.

Stebbi Fr. er ekki skemmtilegur bloggari að mínu mati en truflar það mig að hann skuli ekki  skrifa að mínum smekk?  Ekki vitund og ég get alveg gert grín að nákvæmum fréttafærslum hans og haft gaman að.  Það góða við Stebba Fr. að hann lætur fólk ekki skjóta sig í kaf og bloggar áfram algjörlega ósnortinn, að því er virðist, þó verið sé að draga hann sundur og saman í háði.

En stundum er farið yfir mörkin gagnvart fólki og húmorinn verður illkvittninni að bráð og mér var ekki hlátur í hug þegar ég las þetta.

Svo hvet ég alla til að blogga eins og þeir best geta og vilja. 

Fólk er að minnsta kosti farið að skrifa aftur án þess að það sé nánast eingöngu í formi sms-skeyta.

Það er bara hið besta mál.

Kveðja frá bloggfíflinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það þarf enginn að lesa neitt ! Ég skrifa aldrei um leiðinlega bloggara af því að ég les bara ekki þá sem mér finnst leiðinlegir... ekkert flóknara en þaðEn þessi síða þeirra um Stebba Fr. finnst mér alls ekkert fyndin, þetta er lélegt og ómerkilegt...

Jónína Dúadóttir, 11.9.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er opinbert einelti, sem maðurinn verður fyrir þarna og þeir sem taka þátt í því eiga skömm skilið.

Einelti byrjar stundum vegna afprýðisemi gerenda gagnvart þolanda, skildi það vera raunin þarna?

Sigrún Jónsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Linda litla

Hvað er að fólki ?? Ef að maðurinn er svona leiðinlegur bloggari, hvað er fólk þá að lesa bloggið hans ??

Ég hef aldrei séð bloggfærslu frá þessum manni, og hef þar með ekkert út á hann að setja.

Linda litla, 11.9.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Jenný mín ég les alltaf bloggið þitt og hef gagn oft og gaman að.  Ég blogga mér til skemmtunar og les annara blogg af sömu ástæðu.  Sumir bloggarar eru reiðir, pirraðir, ósýnilegir, glaðir...ég vel.  Ærumeiðingar eru hrein skömm !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 11.9.2008 kl. 13:27

5 Smámynd: Bara Steini

Mér persónulega finnst öll flóran góð.Hér inn t.d dettur maður inn til að brosa aðeins og að sjá góðar færslur og annað fer maður ef maður vill auka blóðþrýstinginnn með illum eða jafnvel leiðinlegum færslum.

Bara betra að hafa allt í gangi. En mannaveiðar og níð að fólki er að mínu hálfgerður barnaskapur og ekki að mínu skapi.

Ekki veit ég hvað fólki finnst um mín skrif enda nokkuð sama þanning lagað séð.

Bara Steini, 11.9.2008 kl. 13:56

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samfélagið er í góðum málum ef fólk hefur ekki yfir neinu verra að kvarta en "leiðinlegum-að-eigin-mati" bloggara...

Kolbrún Hilmars, 11.9.2008 kl. 14:21

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ég er alveg sammála þér Jenný, þessar árásir á Stebba greyið eru fyrir neðan allar hellur. Stefán er mjög áhugasamur drengur, skrifar um allt og ekkert, venjulega með takmarkaða yfirborðsþekkingu að vopni og er ekkert nema gott um það að segja. Með þessari facebook síðu er hann orðinn númer, sem hann veldur varla. Alveg óþarfi að stappa svona á grey Stebba.

Guðmundur Auðunsson, 11.9.2008 kl. 14:30

8 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Heimskulegt er þetta.  Það er ekki skrítið að einelti viðgangist í þjóðfélaginu.

Elísabet Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 14:36

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mikið er alltaf sárt að sjá hvað fólk getur lagst lágt. Ég les ekki blogg Stefáns en svona hagar maður sér ekki! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.9.2008 kl. 14:58

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þessi síða gegn Stefáni er ekkert annað en ósmekklegt og skítlegt einelti....við eigum að rísa upp manninum til varnar....og þetta á að heita fullorðið fólk...

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.9.2008 kl. 15:10

11 Smámynd: Brynja skordal

 Arrgggg verð reið þegar ég verð vitni af svona hvurslags lið er þetta fuss og svei bara já sammála Hrafnhildi!! Hafðu annars góðan dag Jenný mín

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 15:15

12 Smámynd: Ragnheiður

Algerlega sammála Krummu, þetta er allt of langt gengið. Meðan bloggið hans Stebba (sem ég les oft) er ekki notað sem pyntingaraðferð á þessa óvini hans þá er þeim engin vorkunn að sniðganga það bara.

Og við hin eigum að rísa gegn svona framkomu annars erum við að samþykkja hana !

Ragnheiður , 11.9.2008 kl. 16:05

13 Smámynd: halkatla

Ógeðslega er ég mikið sammála þér um efni færslunnar og sérstaklega um þennan misheppnaða félagsskap gegn ákveðnum bloggara Ég kannast við nafnið á einum aumingjanum í fréttinni en þeir eru víst 27 - hvað er að fólki? Ég segi einsog Horsí, rísum upp, leyfum þeim ekki að komast upp með þetta!

halkatla, 11.9.2008 kl. 16:23

14 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið finnst mér þetta ósmekklegt, ég les stundum Stefán og stundum ekki....sumu hef ég gaman að ...öðru ekki.  En þetta er alveg ótrúlega rætið og ljótt! Ég er algjörlega sammála því að það eigi ekki að láta fólk komast upp með svona framkomu, einelti líðst á meðan engin segir orð....það er svo einfalt! Um leið og einhver rífur þögnina þá er hringurinn rofinn. Þú gerir það Jenný með þessari færslu og um leið kemur fjöldi fólks í athugasemdakerfið og mótmælir þessum aðgerðum gegn Stefáni! Það þarf að gera þetta víðar, mótmæla svona hegðun og hugsa sér að þetta sé fullorðið fólk sem gerir þetta, spurning um meðalgreindina hér !

Sunna Dóra Möller, 11.9.2008 kl. 16:38

15 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Faðir minn heitinn sagði oft klökkum rómi, þá hann sá fólk sem einhverra hluta vegna var ekki með andlega eða líkamlega burði í takt við það sem við köllum normal "Eyminginn" og hann meinti það svo innilega og sú meining var falleg og hlý.

Ég segi um þetta fólk sem hagar sér svona: Eymingjarnir!

Svo er það með blogg að ef manni hugnast ekki lesningin nú eða bloggarinn, þá lætur maður viðkomandi síðu vera. Alveg eins og on og off takkar viðtækjanna.

O svei attan.

Einar Örn Einarsson, 11.9.2008 kl. 16:42

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég held að aðalárangur þessarar síðu sé að gera Stefán að frægasta bloggara landsins. Ég vissi ekkert um hann áður en nú fór ég að leita að blogginu hans og ég er viss um að svo sé um fleiri.

Annars er þetta afskaplega lítilmannlegt og engum til skammar nema þeim sem að þessu standa.

Helga Magnúsdóttir, 11.9.2008 kl. 16:44

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

furðulegt félag. jæja, hef þó fengið staðfest að margir eigi mun meira bágt en ég

Brjánn Guðjónsson, 11.9.2008 kl. 17:04

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er nú ekki til í að fara stofna einhvern hóp til að mæla gegn þessu, finnst þetta ekki svo alvarlegt mál en þetta er ömurlegur "húmor" og eitthvað verulega bogið við fólk sem lætur sér detta þetta í hug.

Þeir hljóta að vera afskaplega vissir um eigið ágæti.

En að öðrum málum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2008 kl. 17:09

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er lángsammálastur!

Steingrímur Helgason, 11.9.2008 kl. 19:28

20 Smámynd: Jens Guð

  Það mættu fleiri taka þetta á sínum bloggsíðum og fordæma uppátækið.  Svona einelti er bara til leiðinda.

Jens Guð, 11.9.2008 kl. 20:34

21 identicon

ósmekklegt af þessu fólki, það verður að segjast.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 20:35

22 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ja hérna hér

Jóna Á. Gísladóttir, 11.9.2008 kl. 22:59

23 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Stefán er ágætis penni, ég kíki oft á síðuna hans. Þetta aumingja fólk sem er að agnúast út í bloggið hans, er það ekki bara að drepast úr öfund því Stefán er skárri penni en þau ? 

Jens Sigurjónsson, 12.9.2008 kl. 12:21

24 identicon

Sæl.

Alltaf munu verða til menn og konur sem vilja ekki að þessi eða hinn hafi sama rétt til að tjá sig og sá sem vill hinn útaf SAKRAMENTINU.

Ég hefði séð hann afa minn og fleiri sjósóknara snúa við á seglbátunum með hjálparvélunum  sem þeir  reru til fiskjar í hvert sinn sem blés á móti ,eða einhver ágjöf var.

Nei.þessi hópur fólks sem hér á í hlut, ætti að líta sér nær.

Vona að ég særi enga/nn

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband