Mánudagur, 8. september 2008
Gerilsneydd lífsgredda
Ég sá að Petafólkið var að mótmæla á tískusýningunni hjá DKNY í New York. Af því Donna, sem er frábær hönnuður, notar pelsa eða er í einum slíkum sjálf væntanlega. Gó görlí segi ég.
Ég er á móti illri meðferð á dýrum auðvitað en ég skil ekki þessa móðursýki.
Sama og með hvalina. Fólkið úti í heimi, margt af því sem aldrei hefur nálægt sjó komið er í huglægu ástarsambandi við hvali. Ekki misskilja mig ég er á móti hvalveiðum en bara af því að það er glatað Péerr að veiða þá. Ég myndi ekki borða hval þó ég væri búin að gefa upp öndina.
Það er eins og hellingur af fólki hafi eitthvað skelfilega mikið á móti eðlilegri hringrás náttúrunnar.
Fólk er bara með grimmt attitjúd á fæðupíramídann. Kommonn.
Hvað hefur haldið lífi í íslensku þjóðinni fram að þessu? Nákvæmlega inn- og útmatur. Þið vitið hvað ég meina.
Ekki borða kjöt það er ljótt, þú ert að borða á þig slæmt karma og ladídadída.
Mér finnst lömb á fæti sæt, en sætust eru þau í neytendapakkningum á leiðinni á mína pönnu og hana nú.
Annars dauðlangar mig í pels.
Pelsar eru flottir. Amma mín átti mink alveg rosalega flottan. Svoleiðis pels langar mig í.
Einu sinni eða tvisvar á hippó þá keypti ég mér tvo notaða pelsa á Portobello Road markaðnum í Londres. Haldið þið ekki að kvikindin hafi bæði verið mölétin og enn er ég pelslaus kona.
Það er eins og mig minni að allt frá Nihanderthalsmanni og konu hafi fólk hlaupið um í dýrahúðum. Ég vil gera það áfram. Nýta það sem nýtilegt er enda endar allt í moldinni hvort sem er.
Ég vil forgangsraða mannúðarmálunum og á meðan erum við miskunnsöm í slátruninni og sonna en auðvitað borðum við áfram kjöt, því þar er lífsorkan mín, allaveganna. Grænmeti og ávextir eru bráðnauðsynlegir líka en ég lifi ekki á baunaspírum klíði einu saman.
Það verður orðið svo vandlifað í pólitískri rétthugsun að fólk verður orðið að vakúmpökkuðum englum og það verður búið að gerilsneyða úr okkur öllum lífsgredduna ef heldur fram sem horfir.
Við byrjum á að útrýma fátækt, hungri og sjúkdómum og við skiptum réttlátlega á milli okkur af nægtaborði jarðarinnar og okkur getur öllum liðið vel.
Ég skal leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
En ég er til í að gera það í pels.
Aðlaðandi er konan ánægð. Ég las það í bók.
Later!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Er svo sammála þér.Annars eru pelsar í minni búð.Ekki af dýrum en voru einu sinni dýrir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 15:04
Jónína Dúadóttir, 8.9.2008 kl. 15:07
Mér finnst alveg hellingur að því að rækta dýr til þess eins að drepa þau svo fólk geti verið í pels
Heiða B. Heiðars, 8.9.2008 kl. 15:24
Rosalega er ég sammála þér. Ég man að hafa setið inni í fataskápnum hennar mömmu til að klappa minkapelsinum hennar. Hann var alveg dásamlega mjúkur og ég væri sko alveg til í einn svoleiðis.
Helga Magnúsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:25
Heiða: Ég veit að ég á örugglega að skammast mín en ég sé ekki út úr vandamálum lifandi fólks og mig langar í pels guð fyrirgefi mér.
Já stelpur, kjöt, kjöt, kjöt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 15:34
Guð skapaði dýrin fyrir okkur að nýta þau.... Mér finnst alltilagi að rækta dýr til borða og klæðast..... Það þarf ekkret endilega að fara illa um dýrin á meðan þau eru að stækka. Ég er á móti því að farið sé illa með dýr...
Æi, fattiði muninn.... En hvar værum við ef við hefðum ekki dýrin til að éta, klæðast og prufa á????
Langar ekki í pels núna... Kannski þegar ég er aðeins eldri... En mig langar í flottan leðurjakka og leðurbuxur,,, eða ekta rússkinn.. En það er önnur saga og tengist mótorhjólafetismanum mínum....
Helga Dóra, 8.9.2008 kl. 16:30
Guð minn almáttugur, ég ætti nú ekki annað eftir en að troða mér í pels. Ég er sko EKKI pelsamanneskja, en finnst þeir oft fallegir, en ekki á mig.
Eigðu góðan dag.
Linda litla, 8.9.2008 kl. 16:40
Saflaskinn eða minkur, sauðskinnskór eða anúrakk úr selsskinni o.s.f.r. Er þetta ekki spursmál um öfgar og jafnvægi eins og í öllu?
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 16:48
Algjörlega sammála þér hér, nema mér finnst hvalakjöt gott og svo á ég líka pels.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2008 kl. 17:51
þú getur alveg ímyndað þér hvað ég er fúl yfir þessu því þetta kemur óorði á eina göfugustu og nauðsynlegustu baráttu heims (bætt siðferði varðandi dýr) og sýnir algjörlega siðblinda forgangsröðun hjá svona öfgafólki oft á tíðum. Ég er öll fyrir öfga en verð virkilega pisst útaf svona liði
EN ALDREI GANGA Í PELS VINIR MÍNIR - ÞÁ SKAL ÉG SENDA YKKUR NÓG AF HUGSUNUM
Aldrei gæti ég verið í flík sem hefði kostað lifandi spendýr ólýsanlegar kvalir, stundum eru það bara fóstrin sem eru tekin og notuð, rétt fyrir fæðinguna... pelsar eru bara hið illa í nútímanum, það eiga þá fáir sem er kalt
halkatla, 8.9.2008 kl. 18:03
og ég á við að pelsar séu "illir" as in að t.d "risaverslunarmiðstöðvar eru hið illa" - ég er ekki að reyna að hrista uppí neinum, vil það ekki, heimurinn er nógu erfiður hvorteðer
halkatla, 8.9.2008 kl. 18:04
Veit ennþá ekki um neinn sem hikar við að ganga í leðurskóm.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.9.2008 kl. 18:45
Jóga: Flottur punktur.
AK: Sjúkk ég hélt að þú myndir ganga frá mér brjálæðingurinn þinn. Krútt.
Jón Arnar: Þetta er spurning um smekk - matarsmekk.
Svanur: Sammála, mér er meinilla við öfgar.
Takk öll fyrir að vera svona fróðleg og skemmtileg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 20:08
Allavega er pistillinn skemmtilegur - en efasemdir pelsklæðnaðs hafa læðst að mér undanfarin ár. Mig langar í pels.
Edda Agnarsdóttir, 8.9.2008 kl. 20:34
Ég mundi aldrei gera það í pels, en mig langar í súran hval.
Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 20:42
Heyr heyr Jenný!!! Þín forgangsröðun er í lagi og ég fíla hana. Mig langar samt einhverra hluta vegna ekkert í pels, hefur alltaf fundist pels hálf kellingalegur.......
Lilja G. Bolladóttir, 8.9.2008 kl. 20:42
ég hef lengi sett spurningarmerki við MANNúðlega meðferð á dýrum, ég hélt að mannúð væri fyrir menn ... og ég elska pels
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.9.2008 kl. 21:13
Þú myndir borða 'kvalræði' beint af pönnunni minni & 'Óliver Twizda' eftir ábótinni, er mér til grunz.
Konur, á háaldri sem að eiga ekki pelz, hafa aldrei búið karlmönnum sínum nægjilega gott ból.
Steingrímur Helgason, 8.9.2008 kl. 21:30
Eg er bara gjörsamlega sammála Heiðu.
Pældi lítið sem ekkert í þessu þangað til Eiki fór að vinna á minkabúi. Það held ég að hann geri aldrei aftur.
Finnst allt annað mál ef fólk þarf að éta.
Við erum t.d með ponsu kanínu rækt, ekki byrjuð að drepa samt, og ef eitthvað verður drepið er það einfaldlega til að við sveltum ekki í vetur.
Eg elska súran hval
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 21:38
Algjörlega sammála þér Jenný Anna!! ....nema að ég borða hvalkjöt - nýtt/reykt og þykir meira en æðislegt
En hvernig er með þá skó sem við flest klæðumst?? !!!!
Plastskór eru ógeð - það geta allir skrifað undir - líka aðstandendur plastskóeiganda!!
Og bæ the way... ég elska pelsana mína .. mink, sauðskinns og ref...!
Hvar eru mörkin??
Edda (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:54
Er ekki eðlilegast og hollast fyrir okkar að borða það sem landið gefur af sér
Þóra Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 22:55
Edda: Við leitum jafnvægis, hvorki of né van. Pelsar og skór er hægt að lifa án þessara nauðsynja? Hehe.
Þóra: Rétt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2008 kl. 23:38
Mig hefur alltaf langað í pels....síðan, svartan...vill þó verða aðeins þroskaðri fyrst .....hef alltaf dáðst í laumi af konum í glæsilegum pelsum.......*dæs* og *andvarp*!
Sunna Dóra Möller, 9.9.2008 kl. 09:30
Við þurfum ekkert að klæða okkur í alvöru pelsa því eftirlíkingar eru alveg eins nema mínus þúsundir rebba og minka grey........
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 10:01
Rosalega er ég sammála þér Jenný! Mér finnst pelsar æði og ekkert að því að ganga í svoleiðis flík. bara flott ef hann fer þér vel. Sé akkúrat engan mun á pels og leðurjakka. Þetta Peta fólk er svo firrt og undarlegt einhvern veginn. Held að fólk sem er á móti pelsum af sömu ástæðum og PETA hljóti að lenda oft í mótsögn við sjálft sig í lífinu.
Soffía (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.