Leita í fréttum mbl.is

Gleymdu börnin í Breiðavík

Ég hef þekkt til tveggja Breiðavíkurstráka um ævina.

Annar fyrirfór sér ungur að árum, hinn lést úr alkóhólisma fullorðinn maður.

 Ég ætla ekki að fullyrða að dvöllinni í Breiðavík sé um að kenna en eftir að ofbeldið sem þar var ástundað í öllum sínum myndum kom í ljós, finnst mér það ekki ólíklegt.

Mér fannst ömurlegt að sjáforsætisráðherra vera í heví fýlu í fréttunum í kvöld vegna þess að Breiðavíkursamtökin leyfðu sér að fara með upplýsingar um gang mála í fjölmiðla.

Er ekki nóg komið af leyndarmálum?

Mér finnst enn ömurlegra að sjá þessar  snautlegu upphæði nefndar og sárt til þess að hugsa að draga eigi þessa menn fyrir nefndir þar sem á að meta þjáningu þeirra upp á nýtt. 

Sönnunarbyrðin er enn einu sinni lögð á hendur þeirra manna sem voru sem börn settir þarna út í einskismannsland þar sem þeim var þrælað út, þeim misþyrmt á allan hugsamlegan máta.

Ef einhverntíma hafa verið til gleymd börn á Íslandi þá voru það drengirnir í Breiðavík.

Íslenska ríkið er ber þá ábyrgð og á að láta hér með staðar numið.

Það hlýtur að vera hægt að gera upp málin við þá sem eftir lifa á þann máta að þeir fái að halda reisn.

Nógu andskotans mikið eru þeir búnir að þurfa að ganga í gegnum.


mbl.is Harma framgöngu forsætisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frú Jenný Anna ég segi bara amen á eftir efninu!

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alveg sammála.  Það er ég viss um að þetta mál á eftir að enda hjá mannréttindadómstólnum.  Það kemur ekki glæta frá íslenskum stjórnvöldum þessa dagana.......hvernig verður þessi þingvetur

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Ég man hvað mér brá þegar ég sá þessa mynd um Breiðavík. Fram að því hélt ég að ég þekkti ekki til nokkurs sem þarna hefði verið og því varð sjokkið enn meira þegar ég sá hver sá hafði verið, sem ekki treysti sér til að fara á fornar slóðir og tók frekar eigið líf. Elli heitinn hafði málað hjá mér nokkrum sinnum og enn þann dag í dag hugsa ég alltaf til hans þegar ég þríf pensla og rúllur eftir málningarvinnu, enda kenndi hann mér hvernig ganga skyldi um slík áhöld. Ég vissi svo sem að hann hefði gengið í gegnum eitt og annað en á þessum árum sem við kynntumst var hann á góðu róli og á ég ekkert nema góðar minningar um þann Breiðavíkurdreng.

Ég skammast mín fyrir það að vera íslendingur þegar menn, kosnir af okkur og þeirra embættismenn, margir með milljónir í laun eru svo ódýrt innréttaðir að þeir getir hugsað sér að bjóða þessum fórnalömbum slíkar smánarbætur. Og ekki hafa þeir sér það til afsökunar að hafa verið vistaðir í henni Breiðavík.

Og ætlast svo til þess ofan á allt annað að fórnarlömbin mæti, eins og Olover Twist forðum með súpuskálina, og þurfi að biðja um þessar smánaðbætur. Svei attan. 

Þorsteinn Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 00:32

4 Smámynd: Gulli litli

Mér var í æsku oft hótad med Breidavík en sem betur fór adeins hótad....Ríkisstjornin á ad taka sig til og leysa Þetta mál vel og drengilega, ekki koma med svona brandara..

Gulli litli, 5.9.2008 kl. 00:40

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Þakka þér færsluna Jenný.

Segi það satt, að mig tekur það sárt að hugsa til þess að láta þessa blessuðu menn fara í gegn um þennan sársauka enn og aftur.

Þeirra skaði er svo stór og mikill og verður aldrei metinn til fjár, og ekki nema von að útbelgdir peningapúkar sem aldir eru á fjósbitum ofurgróðafjósanna í dag geti skilið það. Þar er mælt í öðrum gildum, því er nú ver.

Hvaða mæliker eru í gangi? Satt að segja þá er þetta samfélag hérna að stefna í eitthvað sem mér hugnast illa.

Einar Örn Einarsson, 5.9.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

heyr heyr... fillilega sammála þér...þetta er skömm að gera þetta svona... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.9.2008 kl. 01:54

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er ekki búið að níðast nógu mikið á þeim ?

Jónína Dúadóttir, 5.9.2008 kl. 05:49

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir orðin hennar Sigrúnar ætli þetta mál endi ekki hjá mannréttindadómstólnum, ekki yrði ég hissa.

Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2008 kl. 06:27

9 Smámynd: Tína

Þessar bætur sem þeim er boðið er til háborinnar skammar. Svo mikið er víst.

Eigðu góða helgi Jenný mín.

Tína, 5.9.2008 kl. 07:39

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

sammála

Edda Agnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 07:41

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sammála hverju orði

Sunna Dóra Möller, 5.9.2008 kl. 07:57

12 Smámynd: Laufey B Waage

Innilega sammála þér, rétt einn ganginn.

Laufey B Waage, 5.9.2008 kl. 08:02

13 Smámynd: Linda litla

Ég er svo sammála öllum sem talað hafa hér á undan mér. Þessar lúalegu upphæðir sem í boði eru, alveg fáráðnlegt. Og  líka þá get ég ekki séð að pengingar geti bætt þeim þetta upp, þar sem að þeirra líf var eyðilagt. Ég sá ekki myndina á sínum tíma, en það skiptir mig ekki máli, ég er ekki viss um að ég hefði höndlað að sjá þetta.

Menn fyrirfara sér og deyja úr alkóhólisma....... tilviljun að þeir hafi verið á Breiðavík ?? Nei, miðað við þessar lýsingar sem að ég hef heyrt um þá skil ég að sumir hafi fyrirfarið sér og jafnvel einhverjir drukkið til að deyfa og gleyma.

Þetta er sorglegt en það verður að takast á við þetta, ekki loka á þessa menn, þeir þurfa hjálp og stuðning.

Með þessari framkomu er ekki verið að gera rétt. Hjálpum þessum mönnum, þeir þurfa á því að halda.

Forsætisráðuneyti !!!  Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.

Linda litla, 5.9.2008 kl. 08:30

14 Smámynd: Ragnheiður

Frábær færsla hjá þér Jenný !

Það er löngu búið að níðast nóg á þeim Breiðavíkurstrákum !!

Ragnheiður , 5.9.2008 kl. 09:11

15 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála, snautlegar bætur. Viðmiðið 375.000 við eitt stykki líf,  þeim til skammar sem setur slíkt fram.

Rut Sumarliðadóttir, 5.9.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband