Fimmtudagur, 4. september 2008
Áfram stelpur
Ég hef bloggað um það áður hvað mér finnst orðið ljósmóðir fallegt. Ég held svei mér þá að það sé fallegasta orðið á íslensku. Man að minnsta kosti ekki eftir neinu fallegra í augnablikinu.
Ljósmæðurnar sem ég hef hitt í lífinu og fengið þjónustu hjá hafa allar eignast sess í hjarta mínu.
Líka þessar tvær sem sigldu eins og júfertur um ganga Fæðingarheimilisins og sögðu gerðu svona, ekki svona, ætlarðu að missa krakkann stelpa?!! Jájá. Þær voru í minnihluta og tilheyrðu gömlu stéttinni og þær voru börn sinnar tíðar. Það fór ekki fram hjá okkur stelpunum að þær vildu okkur vel.
Ég hef verið afskaplega vond við nokkrar ljósmæður. Þær tóku því vel.
Ég lét henda einni út úr fæðingastofunni á Fæðó þegar ég átti hana Mayu mína. Mér fannst konan með svo kaldar hendur. En svona dómaskapur á það til að grípa um sig hjá konum sem eru að drepast úr fæðingaverkjum. Þær brosa bara ljósmæðurnar.
Eins og segulbandsspólan með Huldu Jens á Fæðó, þessi sem átti að fá mann til að slappa af, hún var æðislega ljúf röddin hennar Huldu en þegar sársaukinn var kominn yfir ákveðin þolmörk þá langaði manni til að henda segulbandinu eins og það lagði sig í vegginn og gera Huldu arflausa, atvinnulausa og landlausa.
Ljósmæðurnar sem hafa sinnt dætrum mínum eru allar englar í mannsmynd.
Það er eins og þær verði betri og betri með árunum, ljúfari, skilningsríkari og svo finnst mér þær allar með tölu svo fallegar.
Það er auðvitað ekki skrýtið vegna þess að þær taka þátt í hamingjusömustu stundum okkar í lífinu.
Og að þessu sögðu þá ætlast ég til að dýralæknirinn og íslensk stjórnvöld kippi launum ljósmæðra í liðinn og það strax.
Þetta þjóðfélag er með svo undarlega forgangsröðun að ég næ ekki upp í nefið á mér.
Ég dáist að ykkur stelpur og held með ykkur alla leið.
Áfram, áfram
Lára Hanna var að klippa þetta myndband um kjarabaráttu stelpnanna.
.
Eitt barn fæddist á LSH í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála síðustu ræðukonu
Margrét (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:44
Ég er svo sammála þér að ég stend á öndinni. Minn eldri er fæddur 73 og hinn 93. Ég fann alveg muninn á ljósmæðrunum á þessum 20 árum, allt miklu afslappaðra og persónulegra í seinna skiptið. Ekki að hitt hafi verið svo slæmt, bara öðruvísi.
Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 15:10
Sæl Jenný
Hérna er hægt að nálgast flyers sem má prenta út og klístra á hvaða flöt sem er. allt fyrir ljósurnar okkar!
www.draumafaeding.net/flyer
Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:45
Mætum á Austurvöll kl. 12:15 á morgun
Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:04
áfram ljósmædur
María Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 16:46
Sammála !
Sunna Dóra Möller, 4.9.2008 kl. 17:34
Ég eins og allir aðrir stend með ljósmæðrum....spáið í ruglið að ljósmóðir sem hefur 2 ár umfram hjúkrunarfræðing í námi skuli eftir 2 ára starf vera með lægri laun en hjúkrunarfræðingurinn... Ég færi pottþétt niður á Austurvöll ef ég væri fyrir sunnan...verð með í anda.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 4.9.2008 kl. 19:15
Hahaha! Gera Huldu arflausa!! Jú kill mí vúman.
Annars er ég sammála með þetta heiti "ljósmóðir" ... finnst það über flott og sæmandi.
Hugarfluga, 4.9.2008 kl. 19:38
Heyr heyr!!
Laufey B Waage, 4.9.2008 kl. 19:53
Hverskonar trunta er þessi fjármálaráðherra Íslands mér er spurn?
Hver skyldi hafa tekið á moti honum? Hann hefur útlit einmannkenndar! Kannski tók engin á móti honum, ekkert ljós, bara myrkur!
Edda Agnarsdóttir, 4.9.2008 kl. 20:25
Áfram Ljósmæður,ég er nú dóttir ljósmóður sem starfaði 48 ár sem slík, en það er eitt líka orðið ljósmóir er rosalega fallegt en hefur þú skoðað merki ljósmæðrafélagsins það finnst mér líka fallegt og tákknærnt merki fyrir ljósmæður.
Kveðj Heiður
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.9.2008 kl. 21:51
Eins og ég er nú sammála því að launajafnrétti sé sem mest milli karla og kvenna, kvenna innbyrðis og sambærilegra starfsstétta, að sjálfsögðu, þá er ég samt dálítið hræddur við ef laun ljósmæðranna yrðu nú hækkuð sem þær vilja, eða leiðrétt um 25%, að allar hinar stéttirnar létu ekki sitt eftir liggja í kjölfarið, það er bara gömul saga og ný. SVo er ´samdráttur og við vitum ekki hvar eða hvernig hann endar, en ef niðurstaðan yrði líkt og í kringum 1990 þegar Þjóðarsáttin var gerð og allar stéttir eða flestar allavega samþykktu að taka á svo verðbólga og atvinnnuleysi yrði ekki viðvarandi, þá myndi vera til lítils nú að hafa fengið þessa leiðréttingu, hún væri annað hvort þá þegar brunnin upp í verðbólgunni eða yrði skert verulega í krafti samtakamátarins líkt og raunin var um '90!
Svo langar mig líka að velta því upp í ljósi þessarar mismununar milli ljósmæðranna í launum og hjúkrunarfræðinganna, sem minnst er á he´rna að ofan og er auðvitað furðuleg, hvernig eiginlega standi þó á að þetta hafi þó viðgengist svo mótsagnakennt sem það hljómar!? Eina sem ég get hugsað mér sem svarið við því, er einfaldlega staðreyndin sem ég minntist aðeins á óbeint áðan, að það hugsar einfaldlega hver um sitt og það á vherjum tíma, hver stétt hugsar um sinn hag í það og það skiptið. Hef samt enga sérstaka samúð með stjórnvöldum, dýralækninum og hans liði í þessu, en get alveg ímyndað mér að þetta spili inn í hjá þeim hví ekki er eða hefur verið gengið að kröfum ljósmæðra.
Afsakaðu annars Jenný mín langlokuna, en svona hef ég aðeins verið að pæla í þessu blákalt!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 22:17
Heyr heyr
Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 23:10
Áfram ljósmæður!!
alva (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.