Leita í fréttum mbl.is

Þú bloggar ekki um þetta Jenný Anna

Ég fæ hverja rannsóknina á fætur annarri upp í hendurnar í dag.

Reyndar hef ég legið í rúminu fárveik en það bráir af mér á milli og þá kíki ég á Moggann, nema hvað?

Og nú eru það mennirnir sem velja konur sem líkjast mæðrum sínum og v.v.

Látum okkur nú sjá, hugs, hugs.

Ég með alla mína fjölmörgu og breytilegu eiginmenn get ekki skrifað upp á þetta.  Þeir líkjast pabba mínum ekki vitundarögn.

Tommy Lee úr Mötley Crüe sagði: Varið ykkur strákar og farið rólega í sakirnar þangað til þið eruð búnir að hitta mömmurnar.  Það er náttúrulögmál að dömurnar eiga eftir að stökkbreytast í þær einn daginn.

Ég spurði húsband hvort ég væri lík mömmu hans.

Hann: Lík mömmu, í útliti?  Þið eruð eins og svart og hvítt.

Ég: Nei í mér held ég?

Hann: Það veit ég ekki, af hverju?  Ég hef aldrei pælt í því.

Ég: (Að fiska eftir gullhömrum); Hvernig er ég öðruvísi en mamma þín?

Hann: Ég get ekkert svarað því, þú ert þú og hún ert hún.  Ekki frekar en ég get sagt þér muninn á þér og Díönu prinsessu, þið eruð einfaldlega sitthvor konan.  Það sem þér dettur í hug KONA.

(Þarna hefði ég getað bent mínum heittelskaða á nokkuð stóran mun á milli mín og Díönu, ég lifi en hún ekki, en ég fékk mig ekki til þess - fann að það var ekki stemmari fyrir því við hirðina).

Vá erfitt að koma samræðunum á strik hér, sama hvað ég reyni.

Ég:  Heldurðu að þú hafir gifst mér af því ég minnti þig á mömmu þína, það er sko rannsókn sem bendir til þess að það sé sollis.?

Hann: Jenný ertu að fíflast í mér?  Þið eruð tvær ólíkar manneskjur, ég elska ykkur báðar en ég get ekki borið ykkur saman, það er ekki RAUNSÆTT.

Og þegar hér var komið sögu þá rann upp fyrir mér ljós.

Húsband er alveg eins og pabbi.

Þeir eru með báðar lappir á jörðinni og hafa skotið þar rótum.

Og svo leit hann á mig og sagði:

Þú bloggar ekki um þetta samtal Jenný Anna.

Ég: Nei, nei, ég ætla að fara og blogga um smá pólitík bara.Whistling

Hann: Hmrpf!

Ég er mamma mín!

 


mbl.is Konur velja menn sem líkjast pabba þeirra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Góð og kannski er bara eitthvað svolítið til í þessu.

Annar sagði mér strákur eitt sinn að mamma hans sagði honum þegar hann var að date- a stelpurnar og kominn á alvarlegt stig, að athuga mömmur þeirra. Hvort þær væru feitar eða ekki

Falleg veganesti eða hvað ?

Góða nótt. Svefn er góður við flensu

M, 3.9.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhahahah, snilllllllld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég gladdist fyrir þína hönd að fá enn eina rannsókn að skrifa um

Hólmdís Hjartardóttir, 4.9.2008 kl. 00:02

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þú ert snillingur... mundu það... og ég er sammála því ég vel EKKI menn út frá föðurmínum ALLS ekki ég hleyp eins hratt og ég get ef þeir lýkjast honum eitthvað.. úff.. mig hrillir við hugsunina...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 4.9.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Gulli litli

Frábært...

Gulli litli, 4.9.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

takk fyrir elsku Jenný Anna fyrir að takast alltaf að fá mig til að skella upp úr... ég er hund lélegur kvittari en ég les alltaf bloggið þitt - það er svo skemmtilega bjart með kolsvörtum jaðri gálgahúmorsins.

p.s. ég þoli ekki heldur dans og söngvamyndir:) og ég ætla ekki þrátt fyrir allt að plebbast á mamma mía, þó allir segja að hún sé æði.

Birgitta Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta gengur ekki lengur, nú tek ég Vilberginn með mér norður í húzfeðraorlof í viku & kynni hann í leiðinni fyrir mömmu minni til að afsanna þitt mal.

Steingrímur Helgason, 4.9.2008 kl. 00:13

8 identicon

Ha,ha,ha,ha, ha...haa,haa ha,ah,ha, ..... bara frábær Jenný! Spurðu Vilberginn, hvort hann muni nokkuð eftir "stelpuskottunum" Lúlu og Eddu .. (7- 10ára)  frænkum Magga á Nönnugötu.. í okkar augum var E.Vilberg alveg á við Bítlana og Rolling Stones!! 

Edda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hahaha en snilld.  Kvittaðu kona á bloggið mitt rétt einu sinni, það væri mér heiður.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 00:40

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert svona hress í flensunni, góð pæling. Gerðu ósjálfráða teikningu af húsband í huganum á blað og ég þori að veðja við þig að myndin kemur á óvart. Svo bara að lita hana á eftir. Góðan bata.

Eva Benjamínsdóttir, 4.9.2008 kl. 01:23

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég er ekkert allt of viss um að við sem veljum maka sem líkist föður okkar viti af þessu! Ég var alla veganna búin að vera gift í rúm 10 ár þegar að ég fór að taka eftir því hversu líkir þeir eru að mörgu leiti. Ekki svo mikið útlitlega, þótt að báðir séu vel byggðir og karlmannlegir . Það eru svona lítil atriði hér og þar, ég veit ekki hvort að hjálpar til en þeir eru í sama merkinu

Þú og þín pólitík

Sporðdrekinn, 4.9.2008 kl. 02:56

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað bloggaðir þú ekkert um þetta samtal...

Jónína Dúadóttir, 4.9.2008 kl. 07:08

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 nei hvernig datt húsbandi thad i hug thú rokkar Jenný,sem og alltaf

María Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 07:12

14 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Þú ert snilligur þó þú sért með flensu og frábært samtal við húsbandið...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.9.2008 kl. 08:15

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

...snilld !

Sunna Dóra Möller, 4.9.2008 kl. 08:48

16 Smámynd: Tína

Eins gott að maðurinn sem ég deili skugga með fór ekki eftir þessu með að skoða mömmuna fyrst, því ef hann hefði gert það þá hefði ég séð skósólana snúa að mér med de samme og hverfa strax á braut. Mamma mín er nefnilega hnöttótt í bókstaflegri merkingu og eiginlega bara jöfn á alla kanta. Hún er samt yndisleg þó hún geti verið erfið.

Er annars alveg að sjá fyrir mér þetta samtal ykkar hjóna

Kramkveðjur á þig tjelling. Mér finnst þú æði

Tína, 4.9.2008 kl. 08:48

17 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þetta er sko blogg sem kemur manni svo sannarlega í gott skap að morgni til   Verð að ræða þessa rannsókn við húsbandið mitt

Dísa Dóra, 4.9.2008 kl. 09:01

18 identicon

Góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:24

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ekkert lík tengdó sem er nú dáin blessunin, skal lofa þér því.

Hressar kveðjur héðan úr sveitinni. 

Ía Jóhannsdóttir, 4.9.2008 kl. 10:17

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mammans Tryggva dó þremur dögum eftir að við litum hvort annað augum og er orðin engill   svo við erum alveg eins!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.9.2008 kl. 11:21

21 Smámynd: Linda litla

Þú er snilld, og þú stendur við þitt...... að blogga ekki um þetta

Linda litla, 4.9.2008 kl. 11:41

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er eins ólík mínum tengdamæðrum, fyrrverandi og heitinni, og mögulegt er. Minn fyrrverandi leyfði sér einu sinni að spyrja hvort ég gæti ekki eldað kjötbollur eins og mamma hans. Það fauk í mig og ég sagðist myndu gera það þegar hann þénaði jafnvel og pabbi minn. Málið útrætt.

Helga Magnúsdóttir, 4.9.2008 kl. 11:54

23 Smámynd: Sporðdrekinn

Helga M.:  Snilldar svar

Sporðdrekinn, 4.9.2008 kl. 12:41

24 Smámynd: Einar Örn Einarsson

 fékk algjört hláturskast.

Einar Örn Einarsson, 4.9.2008 kl. 13:09

25 Smámynd: Jens Guð

  Fréttaflutningur af niðurstöðu rannsóknarinnar hefur verið mjög villandi.  Þetta með útlitið hefur ekkert að gera með hæð,  holdafar eða hárlit.  Sjá http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/633156

Jens Guð, 4.9.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30