Leita í fréttum mbl.is

Að sökka í samböndum og gráta úr sér augun

Enn ein rannsóknin á undarlegheitum hefur litið dagsins ljós.

Nú eru það karlmennirnir sem eru með gen sem kemur í veg fyrir að þeir þori að binda sig.

Mennirnir með genið eiga erfiðara með að tengjast mökum sínum en þeir sem eru án gens.

Þetta er öflugt kvikindi sem gerir það að verkum að þeir sem það hafa sökka í samböndum.

Að sama skapi skilst mér að þeir sem eru með þessum ósköpum fæddir fari ekki í ástarsorg vegna þess að þeir eru svo tilfinningalega flatir.

Ástarsorg er vond, minnir mig, alveg ferlega svíðandi tilfinning en sam smá ljúf.

Þið kannist kannski við tilfinninguna þegar ykkur finnst sólin skína af algjöru tillitsleysi við ykkar skelfilegu líðan.  Gula fíflið sendir ykkur stórt fokkmerki og hlær ofan í bringuna á sér.

Og á meðan maður er í sárri ástarsorg þá fer fólk í vinnuna, kaupir í matinn, horfir á fréttir án þess að skenkja því þanka að þarna úti er manneskja sem ÞjÁIST.

Svo er það tónlistin.  Hún spilar stóra rullu í ástarsorginni.

Lögin sem ÞIÐ hlustuðuð á.  YKKAR lög.  Þú villt ekki heyra þau en auðvitað hefur útvarpsfjandinn og þeir sem þar stjórna lagt sig fram um að spila hvert einasta friggings lag sem hefur með ykkur tvö að gera.

Og við verðum sorgmædd þegar við komum á ákveðna staði.   Staði þar sem þið voruð saman.  Aljört búhúhú.

Ég var fyrir nokkuð löngu síðan í heví ástarsorg.  Ég og Svala Norðdal vinkona mín fórum í ferðalag sem var þegar upp var staðið, eitt af þeim skemmtilegri sem ég hef ratað í.

Þegar við keyrðum í gegnum Akureyri fór ég að gráta af því þar höfðum ég og þessi maður verið í rómans.

Svala vinkona mín þurfti að leggja sig alla fram við að hlægja ekki eins og bestía.

Það er auvitað hallærislegra en tárum taki að gráta sig gegnum Akureyti, þennan fallega bæ. En ég var BUGUÐ.  Hehe.

Ég þarf að blogga meira um svona ástarsorgir. 

Ástarsorgirnar eru svo skemmtilegar eftirá.

Og ekkert helvítis búhú með það.

Annars góð bara.

Later


mbl.is Verður hægt að forðast ástarsorg í framtíðinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ja hvur sjálfur... geta þeir núna bara afsakað sig með overdós af genum ef þeir virka ekki almennilegaÉg MAN svona ástarorgadrama... mööörg

Jónína Dúadóttir, 3.9.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Hvernig veit ég hvort ég er gæddur þessu geni...?!?

Garðar Valur Hallfreðsson, 3.9.2008 kl. 14:02

3 identicon

Alkagen,ekki giftast gen,svartgen,hvítt gen.Kemur svo pilla við öllu saman.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Dísa Dóra

jahérna flest er nú hægt að genatengja haha

Já hver þekkir ekki svona ástarsorgardrama

Dísa Dóra, 3.9.2008 kl. 14:11

5 identicon

Hehe.. já það væri ferlega skemmtilegt að fá nokkrar svona frá þér.

Þú seigir svo fjandi skemmtilega frá kona.

Knus

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:12

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þú ert bara skemmtileg, meiri skrif!

Rut Sumarliðadóttir, 3.9.2008 kl. 14:28

7 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh yndislegt... hefur sem sagt ekkert með mig að gera ... ég lendi bara alltaf á geninu... djöf...
Ég grét líka einu sinni inn á Akureyri út af horfinni ást. Og skil ekkert af hverju fólk er yfirleitt hamingjusamt þegar ég er í ástarsorg - Ætli sé til lyf við þessu - eða jafnvel hægt að fara í genaflutning eins og líffæraflutning ? Spurning

Linda Lea Bogadóttir, 3.9.2008 kl. 15:12

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Hef komið til Akureyris og finnst staðurinn sorglegur aþþí hann er svo langt í burtu, en grenja ekki yfir því.

Mundi frekar grenja yrði mér boðin hrísgrjón og nanóbrauð.

Þröstur Unnar, 3.9.2008 kl. 15:25

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ástarsorgirnar eru svo skemmtilegar eftirá.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.9.2008 kl. 16:26

10 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég get varla talið það hvað ég lenti oft í ástarsorg og öll lögin sem ég hlustaði á og grenjaði yfir vegna þess að textinn sagði nákvæmlega líðan mína þá stundina.....Celine Dion og Toni Braxton...voru á topp 5 listanum um ástarsorgarlög...

Sunna Dóra Möller, 3.9.2008 kl. 18:06

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef einu sinni lent í ástarsorg fyrir alveg rosalega löngu. Þá flutti kærastinn til Svíþjóðar, þannig að ég losnaði allavega við að sjá hann með einhverri annarri. Síðan hef ég verið sæmilega hress bara.

Helga Magnúsdóttir, 3.9.2008 kl. 19:04

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er 'genetízkt' lauz við þetta, enda hangi einz & gálgi utan um hálzinn á konudýri mínu.

Verra er, að ég get ekki flogið, flugvélarlauz!

Pézi Panhópur hvað ?

Hnuzz...

Steingrímur Helgason, 3.9.2008 kl. 20:36

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hjarta!

Edda Agnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:43

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Aldrei hef ég upplifað neitt "ljúft" við ástarsorg... hún er bara vond, sár og í besta falli hundleiðinleg.

Það ljúfa kemur eftir á þegar maður uppgötvar hvað maður var mikið endemis fífl að hafa tekið þetta svona nærri sér og grátið einlægum sorgartárum yfir einhverju fíflinu.

 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:54

15 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Alltaf jafn hressandi að líta við hjá þér, kæra Jenný.

Lagið "Söknuður" með Ara - "Dimmar rósir" með Töturum og "I know it's kind of late" með einhverjum sem ég man ekki lengur hver var. Bú hú hú - bööööö .. sniff.

Takk fyrir mig - góða nótt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.9.2008 kl. 22:55

16 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Þú ert svo flottur penni og pælari.  Ég spurði áður:  Hvenær kemur út bók eftir þig ????

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:15

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gömul lög minna mig ekki endilega á gamlar ástir heldur dregst ég inn í liðna tíma með ljúfsárum söknuði.  Þess fleiri rauðvínsglös - þess meiri söknuður.  Oh - mannstu Hollywood - oh mannstu 80´ og lakkskóna, rúntinn, Hallærisplanið þar sem maður gat verið viss um að hitta þann eina rétta, bara ef maður skipti um hring.  Auðvitað á þeim aldri voru allir með þetta gen (hver bindur sig 15 ára).  Síðan er bara spurningin hvort genið þroskast með manninum eða ekki.  Menn geta verið svo seinþroska að það er ekkert ólíklegt að einhver gen nái aldrei fullum þroska..... he he .  Af hverju geta ekki konur fengið svona gen? Afhverju fá karlarnir allt svona sem gerir ástarvesenið auðveldara?  Alger mismunun!!!!!!!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:44

18 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Oft gaman að lesa bloggið þitt, ekki hefði ég ímyndað mér þig í ástarsorg samt hehe. 

 Lagið Ástarsorg með Röggu Gísla var svona lag sem hægt var að grenja yfir í gamla daga.

Sigríður Þórarinsdóttir, 3.9.2008 kl. 23:45

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti hérna, þið eruð svo skemmtileg að það er ótrúlegt.

Við ættum að fá þetta gen eins og Lísa bendir á djöfulli myndum við rokka stelpurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 23:55

20 Smámynd: Leifur Ellert Guðmundsson

Gen.... pfft það er nú bara ódýr afsökun.

Afsökun fyrir ljóta mislukkaða karlmenn sem geta bara laðað að sér feitar og óhirtar konur en vilja að sjálfsögðu ekki giftast einhverju þannig ferlíki.

Ég skil ekki feitt fólk. 

Leifur Ellert Guðmundsson, 4.9.2008 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.