Leita í fréttum mbl.is

Úllendúllendoff aðferðin

Ég vann ekki stóra vinninginn í Lottóinu, djöfuls óréttlæti.

Ó, fyrirgefið, ég var ekki með en það er sama ég hefði átt það svo innilega skilið.

En það eru mánaðarmót á morgun!

Mér líður yfirleitt vel alla daga mánaðarins, mis vel auðvitað, en ég held að ég sé þokkalega ánægð með mig og mitt svona á heildina litið.

Nema fyrsta dag hvers mánaðar.

Þá finn ég svo óþægilega fyrir því hvað manni vantar upp á til að endar nái almennilega saman.

Ég er alltaf með hjartslátt þann fyrsta, alveg fram yfir hádegi.

Þangað til að búið er að borga hverja krónu sem inn hefur komið en þá fer liturinn að koma aftur í andlið og þrýstingur verður eðlilegur, svona nokkurn veginn.

Samt grunar mig að það komi að því hér á mínu heimili og víða annars staðar að maður verði að taka úllendúllendoff aðferðina á reikningana.  Strax á morgun reyndar.

Það er borga þennan - bíða með þennan - borga þennan og svo framvegis.

En það er ekki kreppa, ISG sagði það í Viðskiptablaðinu.

Á morgun ætla ég að segja upp öllum óþarfa áskriftum af fjölmiðlum. 

Það er sparnaðaraðgerð nr. 1

Æi, ég er alls ekki að kvarta.  Hef það ágætt og sérstaklega miðað við marga aðra.

Þjáist bara af smávegis mánaðarmótaskjálfta.

En það hefði verið asskoti gott að vinna í Lottóinu.

Verð með næst.  Jeræt.


mbl.is Fyrsti vinningur gekk ekki út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú hefðir alveg mátt fá vinninginn

Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sunnudagskveðja

Ía Jóhannsdóttir, 31.8.2008 kl. 09:03

3 Smámynd: Helga Dóra

Æi, ég er sammála þér.... Hefði langað í einn vinning.... Ekkert endilega 60 millur.... Bara 3-5 væri fínt til að komast á núll og geta farið í ferðalag með börnin sem ég hef ekki getað í 6 ár. Með smá vinning þyrfti ég ekki að hafa áhyggjur af fermingu frumburðarins í vor...... Var að spá í að ganga í Vottana og sleppa við ferminguna og hefði fengið í bónus að þurfa ekki að halda jól....

Já, ég er fúll á móti þegar kemur að jólum......

Eigðu góðan dag....  

Helga Dóra, 31.8.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vann ekki heldur, enda keypti ég ekki lottómiða. Möguleikarnir á að einhver dytti í lukkupottinn vikulega voru gerðir minni þegar tölunum var fjölgað. Væri reyndar alveg til í vinning upp á 100 millur einhvern daginn. Úje. Góðan daginn annars.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góðan daginn fagra mín!

Ég gæti alveg þegið svona pening, sérstaklega til að gleðja mína nánustu.

Edda Agnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:57

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...ohhh...gleymdi að lotta...hefði alveg verið til í smá aukapééééning....

Verð bara að halda mig við úllendúllen aðferðina enn um sinn....

Bergljót Hreinsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:32

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Það hefði verið gaman að lesa hér um að þú hafir fengið lottóvinning.  Úllen....aðferðin !  Prófaðu hana.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:35

8 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ég heiti hér með á bloggvini mína næs út að borða og fleira skemmtilegt svo kaupi ég myndlist fyrir afganginn, ef ég vinn.

Eva Benjamínsdóttir, 31.8.2008 kl. 11:55

9 Smámynd: M

Þótt oft sé sagt að peningar skipta ekki öllu máli, þá myndi það létta heilmikið að komast af út mánuðinn án magapínunnar.  Að hafa nóg í sig og á ætti að vera skilyrði en það er því miður ekki þannig á mörgum heimilum. 

En góðan daginn  

M, 31.8.2008 kl. 11:57

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krakkar: Getraunir eru alltaf að vinna í Lottóinu.  Hafið þið tekið eftir því?  Hehe,

Eva: Díll.  Og lottaðu þá.  Ég hinsvegar er algjörlega búin að gera það upp við mig að treysta á sjálfa mig í lífsins lottói. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.8.2008 kl. 12:36

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er eins um mán.mót...er ekki róleg fyrr en ég sé hvað ég á og hvað fer í reikninga......nóg af þeim þessi mánaðarmótin, sérstaklega með þrjú börn sem eru í grunnskóla.....bara skólamáltíðir og heilsdagsvistun kosta nærri 20.000 og svo bætist allt hitt ofan....rándýrir neocolor litir ofl..ofl..... samt er skólaskylda á Íslandi ! Jamm...en það er svo sem ekki skylda að setja börnin í skólasel.....en maður á svo sem engra kosta völ þegar vinnan er annars vegar!

Ég er hætt að tuða...enda hvíldardagur og upprisudagur og þá á ég að vera glöð ...smæla framan í heiminn !

Eigðu góðan dag...

Sunna Dóra Möller, 31.8.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30