Leita í fréttum mbl.is

Að láta hafa sig að fífli

Egill Helga er dedd á því að þessi umrædda sólarvörn í fréttinni sé pottþétt.

Ég trúi honum því ég sá hann í sjónvarpinu rétt eftir að hann kom heim frá sælulandinu og hann var fölur eins og Íslendingur einn getur verið.  Litarefni húðarinnar í sögulegu lágmarki.

En vonandi er fólk ekki að trúa auglýsingum um sólarvarnir, snyrtivörur og húðvörur.

Ésús mínn, langt síðan að ég tók þann pakka.

Ég hef t.d. keypt tonn af sjampói sem á að þykkja hárið, láta það glansa þannig að hægt sé að nota haddinn sem spegil og áfram gæti ég talið.  Árangur: Hreint hár og ekki millimeter umfram og það er nóg fyrir mig núorðið. Er hætt að bíða eftir kraftaverkum í sjampóflösku.

Svo eru það snyrtivörurnar.  Maskararnir sem eiga að lengja og þykkja augnhárin.  Mín eru reyndar alveg nógu löng en lengi má við þau bæta.  Á svoleiðis auglýsingum eru módelin undantekningalaust með gerviaugnahár.  Svo skildi ég aldrei í því afhverju mín urðu ekki nógu löng til að ég gæti þurrkað af með þeim.

Varalitirnir sem eiga að vera fastir á vörunum frá morgni til kvölds.  Halló, einhver fallið fyrir því?  Ég hef gert það margoft, ekkert tollir á munninum á mér lengur en mínútu eða tvær.  Lygi og uppspuni frá rótum.

Eða meikin sem heita "age perfect" "aldaylong cover", "soft beauty" og "no more aging".  Jájá, halló, það hefur enginn beðið mig um skilríki í ríkinu síðan ég var 28 ára.  Reyndar er ég edrú og versla ekki við ríkið en mér segir svo hugur að ég sé ekki enn orðin 12 ára í framan þrátt fyrir öfluga notkun á aldurseyðandi meiki.

Nú að kremunum.  Þessum sem bana hrukkum, slétta á þér háls og andlit, taka bauga, strekkja á enni (er einhver í þörf fyrir það?) og taka öldrunarlínur í kringum munn.  Töff shitt en það virkar ekki, algjörlega fullreynt  af mér og mínum vinkonum.

Þess vegna skil ég ekki af hverju maður er í því að halda fullt af fólki í vinnu við að láta ljúga að sér.  Nei ég er ekki að tala um pólitíkusana sem við kusum yfir okkur síðast, hehemm... en sá misskilningur á fullan rétt á sér.

Heill bransi sem veltir milljörðum gengur út á að hafa konur að fíflum.  Er ekki í lagi - ha?

En lífið yrði svo leiðinlegt ef við létum ekki glepjast annað slagið af gylliboðunum um eilífa æsku í dós eða túbu.

Við konur erum líka búnar að ná skýrum skilaboðum frá fegrunar- og tískuiðnaðinum.

Hann er sá að daginn sem við verðum 25 ára erum við komnar með aðra löpp í gröf útlitslega séð og þurfum að byrja að bera á okkur eins og enginn sé morgundagurinn.

En það er bannað að auglýsa í þriðja stigi lýsingarorða.  Það má ekki segja að vara sé best, ódýrust, eða fallegust á markaði.

En ætli það megi segja að hún sé skást?

Fjandinn að ég viti það.

 

 


mbl.is Fullyrðingar um sólarvörn bannaðar í auglýsingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sko, sjáðu til mín kæra.

Altso, ef varafarfi væri fastur á og ,,kossekta" eins og það hét á mínum sokkabandsárum (ef ég átti þau einher, minnist ekki að hafa verið með sokkabönd en hvað með það, nafngiftin á árin milli tektar og tvítugs mega alveg heita ,,Sokkabandsár" mín vegna) hefði ekkert komið á kragan minn og ég ekkert verið í fári, að reyna að má af sönnunargögnin.

ÞEssvegna ræktaði ég með mér smekk á konum, sem þurftu ekkert að vera að gefa yfir með litun sköpunarverkið.  Miklu miklu minna vesen, færri ,,höld" og hindranir á ókunnum vegum.

Hummmmm verð að hætta, hugurinn er að fyllast af endurminningum.

Farvar og krem eru söluvara, fá reynast eins og þau eru sögð reynast, við eldumst STÓR PUNKTUR..

Hef svosem ekki enþá heyrt af nokkrum, sem komist hefur tá efri ár, án þess að eldast nokkuð.

Ekki heldur um nokkurn sem lifði lífið af.

Miðbæjaríhaldið

man gamla tíma í rósrauðri móðu Glaumbæjar, Félagsgarðar í Kjós, Minniborgar, og fl og fl.

 að ógleymdum þúfunum í móunum vísðvegar, berjamór og alles

Bjarni Kjartansson, 28.8.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Er að pæla í því að láta tattúera varirnar, er nefnilega eins og þú sleiki allt af mér á nóinu.  

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég læt hafa mig að fífli svo oft .....samt ber ég mig yfirleitt vel !

Sunna Dóra Möller, 28.8.2008 kl. 11:58

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef aldrei haft nægilegan áhuga fyrir snyrtivörum yfirleitt, nema vatni og sápu, til að láta blekkjastÉg er með hrukkur og hef engar áhyggjur af því, viss um að ef ég fer að hafa áhyggjur af því þá fæ ég bara áhyggjuhrukkur Iss ég glotti bara út í annað yfir svona auglýsingum

Jónína Dúadóttir, 28.8.2008 kl. 12:15

5 Smámynd: M

Þetta er allt sama sullið í sömu túpu .  Á ekki gyllinæðakrem að vera gott augnkrem og hárnæring góð fyrir naglaböndin og.....

M, 28.8.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Extra Virgine Olive Oil best á allt, húð, hár og neglur.

Því dýrari sem snyrtivaran er því betri á hún að vera.  Kjaftæði sko.

Elísabet Sigurðardóttir, 28.8.2008 kl. 13:05

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helvíti er Egill hvítur,
hunda gamall skítur,
allt hans meik,
er óttalegt feik,
og lyginn út hann lítur.

Þorsteinn Briem, 28.8.2008 kl. 14:08

8 identicon

Hæ mamma. Viltu setja þetta inn svo að þetta sé aðgebgilegt fyrir alla. Love u http://www.miniature-earth.com/me_english.htm

Sara dóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:09

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vonandi hefur þú reddað dótturinni, en semsagt,

Jenný Anna = Tildurrófa!?

Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 23:31

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Nú verð ég að halda uppi vörnum fyrir þessa vöru. Hvort sem þeir ljúga nú í auglýsingum eða ekki, þá er þetta það eina sem virkar. Ég er frekar illa haldin af sólarexemi og hef prófað átjánþúsund tegundir (sirka) af sólarvörn. Klikkaði á því að fara með ProDerm dótið til Ítalíu þaráður og þurfti helst að halda mig inni við, ekkert sem við keyptum þar úti virkaði hót og mig klæjaði til andskotans og til baka. ProDerm í barnastyrkleika heldur því hins vegar alveg í skefjum.

Ólífuolíu nota ég á neglur og húð, Elísabet, en ekki í sólbað, hjálpi mér, það er ekki vörn heldur sólarolía sem ýkir virkni sólarinnar, væntanlega verður maður brúnni en geislarnir verða líka bara skaðlegri. M, nei, þetta er nefnilega ekki alveg sama sullið í mismunandi dollum.

(Disclaimer: Ég tengist á engan hátt þeim sem flytja inn eða selja ProDerm - bara hæstánægður kúnni :D )

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband