Leita í fréttum mbl.is

Djúpar samræður á dada-ísku

 krummi2

Í morgun hefur mér verið skemmt af litlum sjö mánaða kút sem heitir Hrafn Óli og þar sem skólinn hjá mömmunni er byrjaður og pabbinn á hljómsveitaræfingu, þá tók ég yngsta barnabarnið og passaði það.

Á því hef ég lært ýmislegt.

Ég veit núna að að það er í raun nóg að geta sagt dadada í hinum ýmsu tóntegundum til að gera sig skiljanlegan.

Dadada (rómablítt og smá væmið í fallegri merkingu þess orðs): Mér líður vel amma.

Dadada (ákveðið en samt með smá húmor): Amma, ætlarðu að knúsa mig í klessu, kommon ég er ungabarn!

Dadada (ergilegt og alveg á gargmörkunum): Ég hef ekki sofið síðan ég vaknaði kl. 7 kona, komdu mér í vagninn, núna! 

Dadada (yfirpáta pirringslegt og skerandi): Ég er svangur, hvað get ég sagt, mig vantar graut, nema auðvitað að það sé boðið upp á annað.

Og svo lékum við okkur, barn er kominn í skriðstellingu þ.e. að segja núna skríður hann afturábak.

Skelfing er ég heppin að eiga svona skemmtileg barnabörn.

Krúttkrampi

En nú er það Westurbærinn, elsta barnabarn bíður.

Hírækomm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tungumálakunnáttu þinni er viðbrugðiðÞú ert heppin

Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 14:01

3 Smámynd: Brynja skordal

Dad-íska er fallegt mál

Brynja skordal, 25.8.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hér er töluð dada-íska mjög mikið og aðaldadarinn talar dada líka upp úr svefni.  

Elísabet Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta getur ekki verið betra - að fá að vera svona nálægt þessum elskum.

Ég var að koma heim úr vinnu til barnabarns og hún er sofandi. Afinn er búin að sýna henni fjóra róluvelli og hún var í skýjunum. Þetta er alveg yndislegt.

Edda Agnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

æi hvad hann er sætur, og heppinn ad eiga ømmu sem kann ad tala dadísku.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dada

Hólmdís Hjartardóttir, 25.8.2008 kl. 17:34

8 identicon

Samgleðst þér að eiga svona yndislegt barna-barna-barn!

Og er ekki þeirra mál einfalt og auðskiljanlegt...

Jón Bragi (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 06:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.