Mánudagur, 25. ágúst 2008
Þekki ekki bónda í sjón - me
Það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að hafa skoðanir á landbúnaði, þ.e. ef maður er ekki samansúrraður bændaaðdáandi.
Ég held að íslenska lambakjötið sé með því besta sem hægt er að fá og jafnvel þótt það væri hægt að kaupa erlent lamb myndi ég aldrei gera það. Ekki þó það væri ókeypis.
En ég er þreytt á matarverðinu. Ég er þreytt á því að nánast allir peningar fari í mat, amk. þannig að á þessu heimili er ekki mikið aflögu fyrir annað.
Ég læt ekki hvað sem er ofan í mig unnið kjöt er eitt af nónóum þessa heimilis.
En að kjarna málsins. Einu sinni enn kemur þessi dulda hótun frá bændum, að þeir séu að hugleiða að bregða búi.
Fyrirgefið, þannig er lífið, ef þetta gengur ekki strákar mínir og það með alla þessi styrki sem þið fáið, þá er lífið stundum svona. Maður snýr sér að öðru.
Ég veit að ég blaðra út í bláinn, þekki ekki bónda í sjón þó hann gargaði á mig, kann varla að beygja orðið, en ég kaupi afurðirnar frá honum og hef ekki eitt andskotans val um það.
Ég veit líka að það eru styrkir á styrkir ofan sem halda sumum bændum gangandi.
Er ekki hægt að samræma og skoða reksturinn upp á nýtt?
Það tíðkast í fjölbýlinu.
Arg, ekki gott að lesa þetta í morgunsárið. Bændur pirra mig, sko ekki þeir persónulega heldur landbúnaðarstefnan.
Ef ég myndi hugleiða það að bregða búi af því að heimilisreksturinn gengur fyrir bjartsýninni einni saman þá myndi það ekki koma í Mogganum.
Fólk myndi segja: Só?
Bændur hugleiða að bregða búi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
.´Só ? Góð í morgunsárið
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 09:07
Já góðan daginn
Jónína Dúadóttir, 25.8.2008 kl. 09:11
Góðan dag, darling. Ansi hár matarreikningurinn á mínu heimili þrátt fyrir sparnað og aftur sparnað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.8.2008 kl. 09:23
Alltaf er nú íslenska lambið best, við fáum það bara allt of sjaldan hér á þessu heimili. Vona að það rætist úr þessu hjá bændum annars verðið þið bara að fara að kaupa norskt forekjött. Oj bara þá vil ég frekar benda ykkur á það nýsjálenska, næstum alveg eins og okkar meeee.....
Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 09:32
Þetta er svossem alvg rétt hjá þér Jenny. Ég er bóndi reyndar kúabóndi en alveg sama, Það sem pirrar mig mest er það að þú kaupir lambalæri í búðinni á 1700 til 2000 kr kílóið en bóndinn fær bara um 480 kr/kg frá sláturhúsinu fyrir lambið . Síðan fær hann , ef hann á framleiðslurétt , greitt frá þér og öllum öðrum skattborgurum landsins eitthvað um 100 -150 kr /kg að auki. En það er með þennan rekstur eins og allan annann að ef tekjurnar duga ekki fyrir gjöldum þá er útlitið svart. En mér finnst sjálfsagt að ræða það .
Sigurður Baldursson, 25.8.2008 kl. 09:41
Ætli hluti vandans liggi ekki einmitt í þessu litla orði "sláturleyfishafar" sum sé einokun. Milliliðir sem ráða bæði verði út í búð og hvað bóndinn fær greitt. Þetta eru nú orðið örfáir aðilar, sem einoka alla slátrun, og passa vel upp á sitt. Til að lækka sláturkostnað held ég að þyrfti að gera skurk í að leyfa heimaslátrun í meira mæli. Það er til dæmis óþolandi að bændur á Vestfjörðum skuli þurfa að aka með fé sitt í annan landsfjórðung, yfir a.m.k. fimm til sjö sauðfjárveikivarnagirðingar, með tilheyrandi sulleríi og tilheyrandi dauða lamba sem ekki þola troðning, eða ofkælingu nautgripa sem fluttir eru í opnum búrum beint úr hlýju fjósinu. Hvar eru dýraverndunarsamtök hér ? Þau hafa ekkert látið í sér heyra í sambandi við þessi mál.
Í noregi eru bændur með lítil hagkvæm sláturhús, sem þeir sameinast um. Þaðan selja þeir svo sínar afurðir beint. Svo eru líka til færanleg sláturhús á hjólum. En "sláturleyfirhafar", vilja ekki svona samkeppni, þeir vilja alveg eins og L.Í.Ú hafa þetta allt í sinni helgreip, græða nóg og allt er þetta gert í nafni hagræðingar.
Bændur eiga að fá leyfi til að slátra og vinna sitt kjöt sjálfir og selja fólkinu í þessu landi. Þá værum við að tala um samkeppni. Þess vegna er þýðingarmikið að þeir vinni áfram að hugmyndinni um Frá haga til maga. Eða beint af býli. Einokun er aldrei til góðs.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 09:59
Segi eins og Sigurður Baldursson. Mér finnst sjálfsagt að ræða afkomuvanda sauðfjárbænda!
Ég les það nú ekki sem neina hótun af þeirra hálfu þótt þeir hugleiði að bregða búi! Ef maður lifir ekki af tekjum sínum er þá ekki bara sjálfsagt að hugleiða önnur úrræði? Útlitið hjá þeim er dökkt! Því verður ekki mótmælt!!
Ef ég væri með þeirra tímakaup þá væri ég að íhuga að skipta um vinnustað!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:06
Veit lítið um þetta, en það sem ég veit er að maginn á mér er eins og ég sé komin 2 mánuði á leið vegna mikils lambakjötsáts um helgina = ég ber lamb undir belti!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 10:23
Sigurður: Takk fyrir þetta. Fróðlegt, ég veit minna en ekki neitt um þessa hluti.
Ásthildur: Sömuleiðis þín athugasemd. Ég held að þetta sé athugandi, þetta gengur amk. ekki svona. Kjötið er svo dýrt að það á sér enga hliðstæðu annars staðar.
Hrönn: Ég tek þetta sem hótum, eða orða það öðruvísi; þetta er ekki að gera sig, ef við fáum ekki aðstoð erum við hættir að framleiða.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 10:39
Jóhanna: Ég ber lamb undir belti líka og maginn tútnar út.
Keli: Takk.
Ía: Vinkona mín hún Brynja (tengdó hennar Mayu minnar) keypti í kjötsúpu í fyrra (úti í London) af nýsjálensku. Það var óætt algjör viðbjóður. En hún hefur kannski lent á slæmu kjöti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 10:40
...þá spyr maður sig! Er ekki í lagi að borga meira fyrir góða vöru?
Og þetta með hótunina! Jú jú það má svosem skilja það þannig! En það er líka oft þannig að ef við berum ekki úr býtum það sem okkur finnst við eiga skilið að fá er oft gripið til þessa ráðs!
Hver þekkir ekki úrræðið að hóta því að segja upp vinnunni/eða að það hafi verið boðið betur í þig annarsstaðar en þú sért nú tilbúin að halda áfram: "ef þú færð hærri laun, bílastyrk, greiddan símakostnað ...... " eða hvað það nú er sem við viljum fá í gegn!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 10:48
Það eru milliliðir sem eru að ganga frá bændum, tek undir með Sigurði. Ég lít ekki á þessi ummæli sem hótun, frekar staðreynd.
Rekstrarumhverfi bænda er ansi erfitt.
Ég myndi vilja fá að kaupa beint lambakjöt frá búinu, milliliðalaust.
Ég tek hinsvegar undir hjá þér með að erlent lambakjöt myndi ég ekki kaupa.
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 10:50
Hrönn: Er ekki í lagi að borga meira fyrir góða vöru? Jú en þú verður að hafa val um annað. Hér erum við tvö í heimili ég kaupi það sem hugnast mér. Það er ekki mannmargt á þínu heimili heldur.
En stór hluti íslensku þjóðarinnar eru barnafjölskyldur. Ég held að þær hafi margar ekki efni á að borga meira fyrir betri vöru.
Í staðinn er verið að kaupa unna kjötvöru ofan í krakkana og það er gert í skólamötuneytum líka. Börnin eiga betra skilið.
Ragga: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:03
Hér er reyndar hægt að kaupa lambakjöt beint frá bónda. Þetta er ekki stórt en endilega skoðið það sem hafið áhuga. http://www.austurlamb.is
SE (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 11:05
Kærar þakkir SE
Þetta set ég strax inn hjá mér, ég hef verið að leita að þessu um allt
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 11:18
Takk SE, prufa þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:28
Takk fyrir þetta SE! Ég keypti einu sinni kjöt af Austurlambi - var að reyna að rifja upp hvaðan ég hafði keypt það! Mjög gott kjöt!! Mæli með því
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:30
Jenný! Vissulega er mitt heimili ekki þungt! Sé samt ekki hvað það kemur vanda sauðfjárbænda við!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:31
Hrönn: Þú hefur bloggað nánast jafn lengi og ég.
Við höfum átt ágætis samskipti.
Það er í fínu að hafa ólíkar skoðanir en í gær og í dag ertu á bakinu á mér kona.
Var ég valin sérstaklega?
Þú talar um að það sé í lagi að borga betur fyrir góða vöru.
Þá ertu væntanlega að tala um sjálfa þig.
Þess vegna bendi ég á að fámörg heimili eru ekki aðal fórnarlömb glæpsamlega háu matarverði.
Capíss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:36
Fámörg heimili, hm.. á að vera fámenn heimili. Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 11:41
hallelúja!!
láttu samt ekki Guðna heyra til þín. öll gagnrýni á hans ástkæra miðstýrða niðurgreiðslukerfi veldur honum of háum blóðþrystingi
Brjánn Guðjónsson, 25.8.2008 kl. 11:51
Ætla að kíkja á Austurlamb, takk SE.
Ég er svo hjartanlega sammála með börnin, það væri langeinfaldast og ódýrast að vera með þau á unnum kjötvörum en auj það er ógeð og mjög óhollt, ég vil ekki sjá þennan mat á mínu heimili en það er meira en að segja það að kaupa bara hollan mat, miklu dýrara.
Elísabet Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:58
Farðu nú ekki að persónugera þetta!
Mér líkar ljómandi vel við þig! Ég er bara ekki sammála þér! Ekki í dag og ekki í gær!!
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 12:05
Ég held að flestar þjóðir og þjóðasambönd (ESB) stundi niðurgreiðslur á sínum landbúnaðarvörum. Ég tek undir með þeim sem telja að milliliðir s.s. sláturhús og aðrir umboðssölumenn eigi stærsta sök á "okrinu".
Síðast þegar ég borðaði "Nýsjálenskt" yfirgnæfði lopakeimurinn kjötbragðið....algjörlega óætt!
Ég kaupi ekki íslenskt lambakjöt, nema um Jólin......hef einfaldlega ekki efni á því! og ég er mjög fámennt heimili....bara ein.
Sigrún Jónsdóttir, 25.8.2008 kl. 12:05
já, það eru milliliðirnir sem eru að drepa niður fjár búskapinn hér á landi, ég þekki marga bændur og þeir eru að sligast og þá skiptir ekki máli hvort búin eru stór eða lítil og vinna þeir nánast allir við eitthvað annað samhliða sinni búgrein og hrikalegt vinnuálag á þeim og þeirra fjölskyldum. Það er hrikalegt okur á milliliðunum, þeir bera ábyrgðina á því að bændur eru að fara á hausinn eða að sligast vegna vinnuálags, því þetta snýst ekki bara um það að slátra og koma kjötinu í verslanir, það þarf að fóðra dýrin, bera á túnin og hirða þau, halda við útihúsum og annað, gefa alskyns bóluefni, rýja og ég veit ekki hvað, þarna eru líka milliliðir sem eru viðbjóslega dýrir...og dýralæknar, þar er nú meira helvítis okrið + það að það er varla hægt að fá dýralækni á bæina, þeir eru svo fáir á Íslandi. En fólk almennt gerir sér ekki grein fyrir öllum aukaliðum í þessu.
kveðja frá sveitastúlku..
alva (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 12:22
Hrönn: Alltaf gott þegar fólk fer að segja skoðanir sínar. Til hamingju og tuðaway.
Alva: Takk fyrir upplýsingar.
Sigrún: Svíarnir segja að lambakjöt bragðist eins og golla. Hvað sem til er í því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 12:36
Bíddu! Ertu þá að segja að ef ég er ekki á sama máli og þú þá sé ég að tuða?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 12:47
Um..... ekki sammála með þetta Nýsjálenska, e.t.v. hefur bæði Brynja og Sigrún fengið gamlan sauð, þetta verður að vera lítið lamb svona oggu sætt meee.... bauð einu sinni fólki hér í mat og átti einn ísl. hrygg í frysti en vantaði ábót, keypti Nýsjálenskt og steikti báða um leið. Það fann engin mun og þetta voru allt landar mínir sem ég bauð hingað í mat.
Elskiði svo friðinn stelpur mínar.
Ía Jóhannsdóttir, 25.8.2008 kl. 13:25
Nei, ég er að segja að þetta er orðið þreytandi. Já og þegar fólk getur ekki hætt þá er það tuð.
Viltu ræða sauðfjárbændur eitthvað meir?
Ía: Þetta er misjafnt ábyggilega hvernig kjöt maður fær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 13:36
Alltaf gott að hafa skilgreiningarnar á hreinu
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 13:46
En hvurn röndóttan á ég að éta þegar verður búið að koma sauðfjárbændum á hausinn ?
Ég hef áhyggjur af þessu !!
En ég ætla að panta hjá www.austurlamb.is
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 13:48
Ég er að pæla í því Ragga af hverju maður þarf að panta á sértökum bæ, ég veit ekki hvort það er munur á bæjum. Ég vil heiðalamb.
Láttu mig vita ef þú finnur út úr þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 13:54
Það er ekki málið, veldu Hákonarstaði. Það ætla ég að gera .
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 14:00
Ókí en verð ég að kaupa heilt lamb?
Spurning um geymslu. Ók, redda því. Ertu búin að panta?
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 14:08
Ég er ekki búin að panta, vantar frystipláss í augnabliki en ætla að leggja það fyrir nefnd á eftir. Sko þegar nefndin kemur heim úr vinnunni.
Það eru mismunandi pakkingar þarna, smellir bara á austurlamb 1-4 og þá sérðu hvað innihaldið er.
Svo er greinilega hægt að kaupa bara lærin undan rollunum eða hryggina ofan af þeim. Svaka patent..!
Ragnheiður , 25.8.2008 kl. 14:14
Meeeeee.....
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.8.2008 kl. 15:35
Við skulum ræða sauðfjárbændur!
Þú segist ekki þekkja þá í sjón. Ég þekki þá marga og kannast við enn fleiri!! Þeir hafa það skítt – þrátt fyrir alla þá styrki sem þú og fleiri eru að sjá ofsjónum yfir til þeirra! Þeir vinna baki brotnu og koma með ágætis kjöt á markað sem þú, ég og vonandi fleiri hafa ánægju af að bæði elda og borða. Margir hverjir vinna önnur störf samhliða bústörfum. Í sauðburði vaka þessir bændur svo til sólarhringunum saman yfir lambánum og á haustin fara þeir um fjöll og firnindi við misjafnar aðstæður í öllum veðrumog safna fénu saman til slátrunar.
Eitt að lokum! Það kæmi mér ekki á óvart þótt mogginn slægi því ekki upp á forsíðu að þú værir að hugleiða það að bregða búi enda mér vitanlega ekki í neinni framleiðslu! Ég mundi persónulega sjá meira eftir þeim bændum sem bregða búi sínu vegna framfærsluerfiðleika.
Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 15:35
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 15:37
Ó Hrönn las ekki seinni málsgreinina fyrr en núna.
Var einhver að tala um að gera þetta ekki persónulegt!
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 15:55
Það er bara blezzuð blíðan, hvað segja bændur við því, bregða búi ?
Mitt ket mætir á mitt heimili á fæti, bóndinn rukkar eitt Bónusbúðarlæri fyrir gjörvallann vel heiðaralinn skrokkinn & telur það hinn besta díl. Alltént betri en hann fær frá sláturhafa, með styrkjum.
Steingrímur Helgason, 25.8.2008 kl. 17:44
Ég ætla að panta mér lamb frá austurlamb. Það er díll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 25.8.2008 kl. 22:56
Éttu þá þetta ofan í kjattinn á þér,.
(einz & lángafi zagði....)
Steingrímur Helgason, 26.8.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.