Leita í fréttum mbl.is

..og ég vissi það!

 Erill2

Hann borðaði steiktar kótelettur með raspi, grænum Ora baunum og brúnuðum kartöflum.

Hann skvetti á sig vatni úr vaskinum, mátti ekki vera að því að baða sig, skellti á sig Old Spice.

Hann klæddi sig í rauðdoppóttu skyrtuna og fór í fermingajakkafötin frá Drengjafatavinnustofunni, en þau voru farin að glansa smá af notkun og voru tveimur númerum of lítil.  Hvað, sagði hann við sjálfan sig, það er innihaldið sem telur ekki lúkkið sjálft.

Hann náði sér í Vodkann og kókið og settist út á svalir.  Drakk þar til upphitunar áður en hann fór ofan í bæ með vinunum sem áttu líka fermingarföt frá Drengjafatavinnustofunni.

Þeir þvældust um götur miðborgarinnar, klipu í rassa sem áttu leið fram hjá þeim og þeir höfðu hátt, þeir sungu til dæmis "Undir bláhimni" og "Harðgerða Hanna".

Þeir slógust smá, duttu hér og þar og gerðu háreysti á börum.

 Þetta var hið fullkomna föstudagskvöld enda allir í svaka stuði út af handboltanum.

En þetta var samt bara upphitun fyrir það sem hann kallar "Ómenningarnótt".

Eftir að hafa keypt sér kjamma á Umfó var haldið aftur ofan í bæ og nokkrir miðborgargestir voru ónáðaðir til viðbótar, bara svona til að setja punktinn yfir i-ið á þessu fullkomna kvöldi.

Löggan kom og tók hann vegna þess að hann blóðgaði einhvern nörd utan að landi.

Þetta var Erill gærdagsins.

Konan hans sagði mér þetta.

 Hvað var ég ekki búin að segja, börnin góð.


mbl.is Erill hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

kúdós

halkatla, 23.8.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ómæ... hann hefur greinilega alltaf nóg fyrir stafni hann Erill...ætli vid séum skyld..?

hafdu thad gott

María Guðmundsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:26

3 identicon

Kunnugleg frásögn,.Þetta með jakkafötin er staðreynd.Ég og Krumma þekkjum svoleiðis dæmi.Fleiri en eitt.Daginn frú

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

æji...krúttið þitt....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Brynja skordal

það þarf að fara svæfa þennan Eril... strax eftir kvöldmat vonum að Erill.. verði til friðs á menningarnótt En þessi mynd þarna no comment

Brynja skordal, 23.8.2008 kl. 11:28

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

örugglega verið fjör í gærkvöldi svona miðað við höfðatölu

Rut Sumarliðadóttir, 23.8.2008 kl. 11:37

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hann verður að halda upp á eitthvað allar helgar aumingja kallinn.  Svo missir hann bara af leiknum í fyrramálið, gott á hann.

Ía Jóhannsdóttir, 23.8.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: M

Svo mætir Múgur og öll hin margmennin í dag til að troðast niður í bæ

M, 23.8.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

muuhhaaaaaaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 13:09

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ekki alveg rétt. við sungum Harðsnúna Hanna.

að öðru leiti allt satt og rétt. makalaust hve vel má nýta þessu kúl jakkaföt.

Brjánn Guðjónsson, 23.8.2008 kl. 13:17

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Keli: Ég dey.  Hláturskast í gangi.

Brjánn: Sorrí en hver er munurinn Harðsnúna, harðgerða bæði flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 13:37

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Ekki ert þú Erlína? Muhahahaha, nei við erum vinkonur.

Hallgerður: Erill er nægjusamur, hávær, drykkfeldur, leiðinlegur en nægjusamur.

M: Jösses satt segirðu.

Sara: Takk hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 13:38

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já við þekkjum öll Erlana, þeir eru alls staðar þar sem eitthvað er að gerast.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 13:39

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, góður þessi Erill!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.8.2008 kl. 14:31

15 identicon

Ekki gleyma Annríki! Hann er alltaf virkur á þessum sömu kvöldum og Erill.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.