Föstudagur, 22. ágúst 2008
Frá sjónarhóli konu
Ég settist við sjónvarpið með mínum ástkæra og var ákveðin í að horfa á handboltann.
Jafnvel þó að ég sé sannfærð um að þeir sem ég haldi með tapi. Mér er sagt að svona hugsunarháttur sé meðvirkni á háu stigi. Só?
Eftir fyrstu mínúturnar gat ég ekki meir, ég var friðlaus, vonir mínar vaknaðar af værum blundi.
Ég fór fram í eldhús og skrúfaði frá báðum krönum og byrjaði að þrífa. Ég vildi ekki heyra hrópin í þulunum.
Við vaskinn hét ég á Paul Ramses, nokkur góðgerðarsamtök og Götusmiðjuna, bara ef við ynnum.
Svo þreif ég eldhúsið, hvern míkrósentimeter, á meðan fyrri hálfleikur rann í gegn.
Í hálfleik hætti ég mér fram úr eldhúsinu og spurði tíðinda. Ég hentist inn aftur um leið og sá seinni hófst og hringdi í frumburð. Hún er á fyrsta degi í sumarfríi.
Ég: Ertu að horfa.
Hún: Nei, ég get það ekki, þeir tapa ef ég horfi (jesús minn hún hefur tekið upp þennan eftir mér) og ég er að neyða mig til að horfa á sápu.
Og við möluðum og töluðum þangað til að húsband kallaði og sagði mér að við værum fimm mörk yfir og leikurinn væri að verða búinn eftir smá.
Ég: Er það öruggt? Ég meina getur það tölfræðilega breyst?
Hb: Nei, kona og þú getur ekki haft áhrif á það þrátt fyrir að þú haldir að sól og máni, loft og lögur sé á þínum vegum. Komdu.
Og ég settist fyrir framan sjónvarpið og horfði á síðustu mínúturnar og öskraði og gargaði og hoppaði og skoppaði.
Það er stundum gaman að fyllast þjóðernisstolti.
En það er beisíklí mér og frumburði að þakka að við unnum.
Við héldum okkur hlés.
En ég skulda hellings pening í áheit. Maður verður að borga svoleiðis.
Hér er landsliðið í handbolta með kennslu í fagni.
Æfa sig fyrir sunnudaginn.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 2986831
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Óleyyyy óleyyy...
Ester Sveinbjarnardóttir, 22.8.2008 kl. 14:33
Allir að samfagna öllum út um allan bæ, svona á þetta að vera (og líka út af Paul Ramses).
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.8.2008 kl. 14:44
Þetta var fagurt!!!
Og allir grétu, og ég grét.
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 14:44
Ég brunaði til vinkonu minnar í hálfleik, svo við gætum öskrað saman, ekki alveg eins halló og að hoppa einn á öskrinu....nú verð ég að hafa sama háttinn á á sunnudag
Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:02
Til hamingju
Vildi að ég fengi þessa þrifáráttu við leik. Ekki enn farin í haustverkin
M, 22.8.2008 kl. 15:10
Rosalega var þetta flottur leikur, ég var alveg viss um styrk strákana frá upphafi, veit ekki af hverju, þeir eru garlakallar ef þeir vilja.
TIL HAMINGJU ÍSLAND
Eva Benjamínsdóttir, 22.8.2008 kl. 15:14
Hey má ég ekki bjóða þér í heimsókn þegar leikurinn er á sunnudaginn??!!
Dísa Dóra, 22.8.2008 kl. 15:24
Aldrei að vita DD nema að ég mæti með moppuna.
Eva: Þeir eru nú þegar komnir fram úr öllum væntingum. Í mínum bókum eru þeir lögnu búnir að vinna. Gullið verður bónus. VEI
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 15:29
Var svo orkumikil eftir leikinn að ég réðist á ryksuguna og djöflaðist um allt og svo moppað á eftir skrítið kallinn flúði út ennnn ég beið samt eftir að leikurinn væri búinn tilitsöm alltaf hreint En veiiii Gullið já það verður sko Bónus
Brynja skordal, 22.8.2008 kl. 15:51
'Eg stökk nokkrum sinnum upp úr stólnum ein heima,smsaðist við sjómanninn og synina á meðan á leik stóð.
Það lág við að ég færi að væla með strákunum að leik loknum
Þetta er bara æðislegt og glæsilegur árangur
'Afram ísland
Anna Margrét Bragadóttir, 22.8.2008 kl. 16:06
Virðumst vera á sama báti vinkona en það var nú ekki hægt annað en að fylgjast með endalokunum
Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 16:32
Aumingja þú, Jenný, ég upplifði mínar bestu mínútur á meðan ég horfði á leikinn...... ég var í þvílíkri geðshræringu þegar leiknum lauk að ég er fegin að ég var ekki á Players eða öðrum fjölmennum stað....
Lilja G. Bolladóttir, 23.8.2008 kl. 00:30
Þetta er að taka okkur öll á tauginni og hvernig haldið þið að þetta verði á sunnudaginn. GMG.
Hólmar: Ég lofa að horfa ekki ef þú leyfir mér að horfa á endursýninguna. Díll?
Ég get ekki skemmt neitt með því ha?
Þið eruð frábær.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.