Leita í fréttum mbl.is

Búhú aumingja ég

 boltaires

Það rignir og þá verð ég öll svo mössímössí að það er tæpast eðlilegt.

Ég verð væmin og kveiki á kertum.  Kveiki á reykelsi - eða myndi örugglega gera ef ég myndi eftir því.

Ég vil troða mér í sófann í stofunni með eiturgræna flísteppið mitt, sódavatn og hvíta stauta sem rýkur úr (uss) og bara njóta lífsins með bókina mína.

Og þar sem ég er búin að ala upp börn og gifta mig fjölda manna, bý með einungis með mér plús manni, þá leyfi ég mér að gera eins og ég vil.  Ekkert kjaftæði og gerðu þetta gerðu hitt, ég ræð mér sjálf.

Og nú er ég að lesa alveg stór merkilega bók.  Hún heitir "Hjarta Voltaires" og ég er alveg heilluð.  Bókin er öðruvísi en flestar bækur sem ég hef lesið, sko stíllinn, hún er skrifuð í ímeilum.  Ég held að ég mæli með henni hér með. 

caricature-woman-drunk-by-h

En.. að listinni að skrifa, lifa, spila og mála .....

Einu sinni ætlaði ég að verða gítarsnillingur, ji hvað það er eitthvað lítið rokkað að vera að læra á kassagítar þegar maður er 10 ára og það er ekki únsa af töffara búinn að koma sér fyrir í manni.

Og kennarafjandinn, kerling á Bárugötunni var full og barði á fingurna á mér ef ég spilaði vitlaust.  Svo lét hún míg æfa "det var en lördag aften" út í eitt í heimaæfingum og ég varð að atlægi í hverfinu.  Allir görguðu upp í gluggann alveg: Ertu ekki að verða búin að ná þessu?  Verður þetta klárt fyrir FERMINGUNA þína?  Svo lág pöbullinn í verkó sem auðvitað var gjörsneyddur hæfileikanum til listrænna upplifana, í hlátri milli þess sem þau tróðu upp í sig verkamannasnakki eins og hundasúrum, slátri eða öðru álíka spennandi.  En hvað veit ég um pöbul, þræl eðalborin og með langa-langa-langa- danakonungsafa.

Ég hugsaði með mér þegar ég fór skíthrædd í tíma til kerlingarinnar að maður yrði að þjást fyrir listina.

Koníakslyktin af konunni læðir sér af fullum þunga í vitin á mér þegar ég hugsa um hana.

Þegar ég hóstaði því út úr mér heima að konan væri bæði full og ósjarmerandi, kannski ekki með þessum orðum, var mér kippt snarlega úr tónlistarnáminu.

Og auðvitað spila ég ekkert á gígju.  Allt þessari alkóhóliseruðu kerlingu að kenna.

Alveg er ég viss um að allar mínar raunir í lífinu orsakast af þessu ofbeldi í gítartímunum.

Ég er amk. saklaus eins og nýfallin mjöll.

Alltaf glöð - alltaf góð.Halo

Jeræt og ég er farin að sofa.

Búhú

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Tad ætla ég ad vona ad tú sofir vel á tínu græna núna

Slíp rigtig gúd

Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú lærðir þó Det var en lördag aften og það er meira en ég kann, á gítar. - En ég get spilað á althorn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.8.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mig langaði alltaf svo mikið að læra á píanó en fékk bara að læra á blokkflautu.  Glamraði samt mikið á píanóið hjá ömmu minni og lærið meira að segja að spila eftir mínu höfði.  Þar sem ég var lang elst af mínum systkinum þótti þetta alveg nóg.  Öll hin fengu síðar að mennta sig í tónlistaskólum, fiðla, selló og trompet.  Aumingja hún ég snillingurinn var alltaf svona frumraun hjá foreldrunum.

Æ ég vaknaði bara svona í morgun.  Farin að fá mér kaffi og sígó.

Ía Jóhannsdóttir, 22.8.2008 kl. 06:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Uss pöbullinn, hann kann nú aldrei neitt gott að meta...

Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 06:18

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég hef bara heyrt um að það sé slegið á putta í píanónámi..... Þú hefur ekki verið nógu fingrafim ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 06:47

6 Smámynd: Linda litla

Ætli kjéllingin hafi ekki komist í Þórsmerkur fílíng þegar þú spilaðir þetta lag og skálað í leiðinni.

Linda litla, 22.8.2008 kl. 08:38

7 identicon

*Hrollur*  Ég fór í píanónám, og átti að spila fjandans "Fur Elíza" allann veturinn.

Ég hætti, tók upp á því að spila eftir eyranu, lærði þannig að spila á píanó, skemmtara, gítar, og flautu.  Ekkert Fur Elíza lengur .. who the f*** is Eliza ???

Ég skal bara koma og kenna þér að glamra á gítarinn.. ekki vandamálið.

Knús úr Klettaborg, mín kæra.. og til hamingju með nýtt lúkk.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 08:46

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Aldrei of seint að læra á gítar. Ertu ekki með fyrirtaks gítarkennara í heimilisverkunum, sem gæti nýst í gítarkennslu án söngs.

Góðan dag......

Þröstur Unnar, 22.8.2008 kl. 08:58

9 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hvet þig til að fara í gítarkennslu kona.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 22.8.2008 kl. 09:06

10 Smámynd: Tína

Mér finnst alveg komin tími á að þú gefir út bók með bloggin þín, sem eru undantekningarlaust hrein snilld. Ef hægt er að gefa út bók í e-mail formi þá hlýtur að vera hægt að gefa út bók í bloggformi!!! Pant fá fyrsta eintakið. Áritaða takk

Knús inn í helgina þína skemmtilega kona.

Tína, 22.8.2008 kl. 09:50

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Góðan og blessaðan daginn, morgunsopinn stæði í mér ef ég gæti ekki lesið þig með því, fín blúndan, ertu þá orðin blúndupíka?

Rut Sumarliðadóttir, 22.8.2008 kl. 09:54

12 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætla alls ekki að vera dónaleg en þetta hugtak "blúndupíka" lýsir ákveðinni tegund af konu ( í mínu kreðsi) en ég er ekkert hrædd um að þú sért ein slík. Bara smá grín á leiðinni inn í daginn

Rut Sumarliðadóttir, 22.8.2008 kl. 09:56

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pé ess: Mér finnst nýja útlitið á síðunni þinni mjög smart

Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 10:02

14 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Skelltu þér bara í gítarnám núna, hlýtur að vera rosalega gaman að spila á þennan grip.

Síðan er flott og blúndan er æði, eitthvað svo modern.

Elísabet Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 10:13

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég fór í orgelnám í 2 vikur en hætti þegar kennarinn sagði að ég væri með of stutta putta.  Stuttu puttarnir ollu mér sálarflækju, þar til ég áttaði mig á að engin gæti sakað mig um að vera "fingralöng".

Sigrún Jónsdóttir, 22.8.2008 kl. 10:33

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið eruð svo skemmtileg að ég ligg í hlátri yfir athugasemdunum.

Ég er blúndupíka, sko í meiningunni töffarablúnda.

Maður er smá svona konameðblúndur einhversstaðar í hjartanu.

Farin að horfa á leik.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 11:57

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rut komin með blogg?  Til hamingju.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 11:57

18 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk, nei varla, varð að skrá mig inn til að geta komið með komment, en hver veit, kannski fær maður kjark og þor frá þér til að láta vaða. Kannski í pirringskasti, það verður þó varla um borgarmálin í henni Reykjavík því ég er komin með upp í kok af þeim málaflokki Áttu næringu í æð?

Rut Sumarliðadóttir, 22.8.2008 kl. 13:26

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað síðan þín er flott!!!

Kláraði Hjarta Voltaires í gær í heitu baði ... engin leið að hætta að lesa. Fannst þetta flott bók og ótrúlega skemmtileg miðað við ritstílinn, mikil snilld að geta gert þetta svona áhugavert þannig að maður flissi og missi sig í spennu á köflum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.8.2008 kl. 14:26

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rut: Þú byrjar að blogga ég veit það.  Við þolum ekki að geta ekki tekið þátt.  Borgarmálin.  Talaðu ekki um þau.  ARG.

Gurrí: Algjörlega sammála, tók mig smá tíma að venjast stílnum og svo sleppti ég ekki bókinni fyrr en ég var búin að lesa.

Ég gleymi þessari amk. ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 2986831

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband