Leita í fréttum mbl.is

Mykjudreifarar

Algjörlega stórundarlegur dagur,  þessi í dag sko.

Í fyrsta lagi rigndi, í öðru lagi breytti ég um útlit á síðunni minn og svo var ég hálf rúmliggjandi líka og það telst vera í þriðja lagi.  Einhver að telja?

Og ég talaði við gamla vinkonu í síma sem spjallaði um heima og geima. 

Í miðju spjalli sagði hún:

V: Ég er svo fegin að haustið er að koma og vetrarstarfið að hefjast!

Ég: Ha, vetrarstarfið?  Ertu í Framsókn?

Hún: Noj ertu ekki í lagi, hjónaklúbburinn og leirnámskeiðið er að byrja?

Ég: Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey.

Og við hlógum.

En aftur að Framsóknarflokknum sem ætla mætti að ég væri komin með á heilann, en það er ekki þannig.  Ónei.

Þegar ég var stelpa heyrði ég á haustin auglýst fyrir kvöldfréttirnar í útvarpinu: Framsóknarmenn, Framsóknarmenn, vetrarstarfið er að hefjast, vinsamlegast skráið ykkur í félagsvistina sem fyrst. 

Og ég spurði ömmu hverjir væru í Framsóknarflokknum (það fólk spilaði stöðugt alltaf fjör hjá þeim) og amma sagði mér í ekki svo fáum orðum að þeir væru beisikklí bændur.

Síðan þá hefur "vetrarstarf" og þannig fyrirkomulag  verið tengt bændum í Framsókn órjúfanlegum böndum í hausnum á mér.

Og svo glumdi í útvarpinu fyrir hádegisfréttir; Bændur og búalið, bændur og búalið.  Vorum að taka upp mykjudreifara. 

Síðan hefur alltaf verið í mér einhver andskotans óhugur gagnvart Framsóknarflokknum.

I wonder why?

Hm...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Man eftir Framsóknarvistinni, amma sótti þessi spilakvöld stíft en var þó það mesta íhald sem ég hef kynnst.  Henni fannst bara svo gaman að spila við þessa pótintáta eins og hún kallaði þá stundum.

Ía Jóhannsdóttir, 21.8.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Hulla Dan

"Ha, ertu svona mikill lúði kona, ég dey"

Hulla Dan, 21.8.2008 kl. 19:37

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Heheheehhe - ég græt, bernskuminningar á fullu eða sollis, þetta er nebbilega ekki svo ýkja langt síðan!

Edda Agnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:26

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 21.8.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:20

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Góð samlíking

Elísabet Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 21:31

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

maður heyrir bara Jón Múla og Pétur. Bændur og búalið, eða Hellubúar og nærsveitamenn. nostalgían allsráðandi. annars var éhg að skella inn hjá mér smá klippu af Guðna landbúnaðarnátttrölli og bullinu í honum. ætli hann sé nærsveitamaður, eða bara búalið?

Brjánn Guðjónsson, 21.8.2008 kl. 21:37

8 Smámynd: halkatla

undirmeðvitundin geymir allskyns svona gullmola, réttari en margt sem fólk þorir að horfast í augu við

halkatla, 21.8.2008 kl. 23:36

9 Smámynd: Linda litla

sjúddírarírei......

Linda litla, 21.8.2008 kl. 23:39

10 identicon

ég var alltaf að pæla í þessu búa-liði...

alva (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:10

11 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Alveg ertu dásamleg Jenný Anna.

Eva Benjamínsdóttir, 22.8.2008 kl. 00:41

12 identicon

Elska nýja lúkkið þitt ! Lavender er liturinn

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:44

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir skemmtileg komment.

Ég elska ykkur öll addna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 00:57

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta var skemmtilegt.

Sigurður Þórðarson, 22.8.2008 kl. 02:25

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

.....ertu ekki til í að hringja og segja eitthvað fyndið í símann minn??....kannski betra að ég finni símann fyrst!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2986832

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.