Leita í fréttum mbl.is

4056 kvikindi

Ég dáist innilega að stjórnmálamönnum eins og Marsibil Sæmundardóttur sem ætlar ekki að taka þátt í að styðja nýjan "meirihluta" í borginni.

Ég hef lesið fullt af bloggum þar sem Marsibil er sökuð um ábyrgðarleysi, að það sé skylda hennar að taka þátt í að gera borgina starfhæfa.

Halló, vakna gott fólk, er búið að gleyma því að fyrsta og fremsta skylda hvers stjórnmálamanns er að fylgja samvisku sinni og sannfæringu?

Það er reyndar ekki skrýtið að fólk gleymi því, þetta grundvallarprinsipp á nefnilega ekki upp á pallborðið hjá vel flestum stjórnmálamönnum dagsins í dag.

Og svo eru það strákarnir.  Óli Eff kvartar yfir svikum Sjálfstæðismanna gagnvart sér.  Og ég trúi honum, þó fráfarandi borgarstjóri eigi ekki að vera í pólitík að mínu mati þá held ég að hann sé vænsti maður.  Sumir segja að vænir og hrekklitlir menn eigi ekki heima í pólitík. 

Óli Eff sveik Dag og það sem mest er um vert að muna að hann gekk framhjá varamanni sínum Margréti Sverrisdóttur.  Hefur sennilega ekki talið að henni kæmi það við hvað hann gerði né heldur fundist það skipta máli hvort hún hefði á því aðra skoðun en hann.

Óskar Bergsson sveik lit og stökk í spennuhlaðið hjónaband með Hönnu Birnu og lét hjá líðast að reikna með að varamaðurinn hefði skoðanir.

Þetta er gamla sagan.  Strákarnir eru fyrst og fremst í leiknum, loforð og prinsipp eru ekki issjú þegar möguleiki til að ver´ann er í sjónmáli.

En allir strákarnir hvar í flokki sem þeir standa ættu að hafa varann á héðan í frá áður en þeir útdeila sér völdum í reykfylltum bakherbergjum.  Þeir eiga að muna að þeir eru í flokkum, ekki á eigin vegum og konurnar sem eru með þeim á listanum gætu haft öðruvísi áherslur en þeir.

Menn í flokkum eiga ekki að stunda einleik á valdatrommuna.

Svo mætti Óskar Bergsson muna að í síðustu kosningum til borgarstjórnar voru það 4.056 Reykvíkingar sem kusu Framsóknarflokkinn og miðað við nýjustu skoðanakannanir þá eru þeir flestir farnir eitthvað annað.

Frjálslyndi flokkurinn fékk þó 6.527 atkvæði þannig að nokkuð fleiri Reykvíkingar höfðu trú á honum. 

Góðan daginn annars og ég hrópa ferfalt húrra fyrir stjórnmálamönnum sem fylgja sannfæringu sinni og láta ekki lyktina úr kjötkötlunum villa sér sýn.

Lára Hanna hefur klippt saman ruglið í borginni frá áramótum.  Kíkið endilega á okkar "heiðarlegu" stjórnmálamenn.


mbl.is Er ekki á leiðinni í nefndarformennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ótrúlegt, að enn skuli vera til fólk, sem telur það skyldu stjórnmálamanna, að fylgja í blindni fyrirfram ákveðnum skoðunum síns flokks.

Trúverðugleiki er aðall hvers stjórnmálamanns að mínu mati. Sá stjórnmálamaður sem ekki hefur hugrekki til að koma heiðarlega fram með sína sönnu sannfæringu, - er ekki trúverðugur. 

Ég hef meira að segja gengið svo langt, að láta mér - að sumu leyti - vel líka við (a.m.k.) einn sjálfstæðisþingmann, bara vegna þess að maður veit hvar maður hefur hann. Sjaldgæfur eiginleiki á þeim bæ.  

Laufey B Waage, 16.8.2008 kl. 09:59

2 Smámynd: Ragnheiður

"Svo mætti Óskar Bergsson muna að í síðustu kosningum til borgarstjórnar voru það 4.056 Reykvíkingar sem kusu Framsóknarflokkinn og miðað við nýjustu skoðanakannanir þá eru þeir flestir farnir eitthvað annað."

Já flestir farnir annað og munu aldrei viðurkenna að hafa kosið með þessum hætti hehe. Marsibil hefur alveg sýnt mér að hún er líklega eini almennilegi framsóknarmaðurinn, hún stendur með sinni sannfæringu og ég er þrælánægð með hana !

Ragnheiður , 16.8.2008 kl. 10:17

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Flott færsla hjá þér. Ég er sammála þér að Marsibil virðist vera eina manneskjan sem stendur heil eftir þessa síðustu lotu.

Hrannar Baldursson, 16.8.2008 kl. 10:21

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Mér finnst trúverðuleiki þessa fólks orðin að engu.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 10:35

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Great minds think alike

Heiða B. Heiðars, 16.8.2008 kl. 10:35

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sammála með Marsibil, ég stend með svona fólki.

Hafðu góða helgi

Elísabet Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 10:51

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Maður er orðin ringlaður yfir þessu öllu. Bara kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2008 kl. 10:52

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Flott færsla

Jónína Dúadóttir, 16.8.2008 kl. 11:20

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er líka umhugsunarvert þegar allt uppeldi og félagsmótun stjórnmálamanna frá blautu barnsbeini og í rauninni áður en hann fæddist í báðar ættir er í sama flokki eins og kemur fram í viðtali við Óskar í Morgunblaðinu í dag. Þetta lítur út fyrir vikið sem erfðir sem ekki má rifta.

Það er einn hluti þess að vera í pólitík að vinna saman og hópa sig saman í flokk eða fylkingar, en það er ekki skrýtið að vel hugsandi manneskja eins og Marsibil og þar að auki kona fylgi ekki svona bulli ens og hún orðaði það svo vel einhversstaðar.

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 11:33

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Marsibil er flott!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.8.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband