Leita í fréttum mbl.is

..og þau kysstust - ó svo krúttlegt

hanna 

Nýr "meirihluti" er kominn til valda.  Svei mér þá ef maður er ekki orðinn háður nýjum meirihlutum svona þrisvar á ári.  Þetta er að verða eins og með árstíðaskiptin, maður brennur í skinninu eftir að þau eigi sér stað.

Kossarnir, þessir pólitísku sleikir eru jafnan fylgifiskur nýs meirihluta þar sem sjálfstæðismenn eru potturinn og pannan.  Tungur mætast í heitum þreifingum.  Merkilegt hvað allir þurfa alltaf að hanga á vörunum hvor á öðrum og haldast í hendur og svona, þrátt fyrir að þetta sama fólk hittist daglega á fundum og í nefndum.

Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.  Þau byrjuðu á að kyssast og knúsast þau Hanna Birna og Óskar áður en þau læstu sig inni.  Samt eru þau saman í vinnunni á hverjum degi. 

Eru ráðandi öfl í borginni svona tilfinningalega svelt?  Þurfa þau meiri nánd og strokur?  Er það ástæðan fyrir minnihlutaskiptunum, ekkert flangs, ekkert káf með Ólafi?

En í morgun þegar ég sat með kaffibollann og las blöðin sá ég frétt sem jók strax gleði mína, enda veitti ekki af þar sem mitt dapra geð var komið í sögulegt hámark.

Marsibil Sæmundsdóttir ætlar ekki að styðja nýja meirihlutann og hér tíundar hún ástæður sínar fyrir því.

Það sem gleður mig er að þarna er kona sem ekki stekkur með á valdavagninn og gefur skít í hugsjónirnar.  Það er ennþá til almennilegt fólk í stjórnmálum. 

Það er hreint ótrúlega hressandi og gleðilegt einkum nú þegar uppboðspólitíkin hjá Sjálfstæðisflokknum er að koma okkur öllum á kaldan klaka.

Ég steinþagði á meðan ég horfði á tíu fréttir RÚV í gærkvöldi og hélt í mér pirringnum yfir "framhaldsmeirihlutanum" (nb. EKKI nýja meirihlutanum, þau voru sko bara í pásu D og B) þangað til Hanna Birna sagði að þetta væri allt gert með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi.W00t

Og þá varð mér að orði;

"Please don´t do me any more favours"

Annars góð bara.

Later!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hagsmunir borgarbúa

Hagsmunir borgarbúa eru að losna við þetta valdabrölt

Hólmdís Hjartardóttir, 15.8.2008 kl. 08:30

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér fannst svo obbosslega sætt af henni að hugsa svona eingöngu um ykkur borgarbúana og alls ekkert annað

Jónína Dúadóttir, 15.8.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

203 dag er er það langt ? hum þetta er orðin svo mikil skrípaleikur þarna við tjörnina hvað eru 4 borgarstjórar á launum núna ? eitthvað kosta þetta borgina.

Kveðja til þín Jenný og takk fyrir. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 09:14

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er ekkert skrýtið að fólki verði tíðrætt um að opna þurfi fyrir möguleika á kosningum við svona aðstæður. Og ég er auðvitað sammála varðandi Marsibil.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.8.2008 kl. 09:19

5 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Já, það er naumast hvað þeim er umhugað um okkar hag og fórna eigin hagsmunum umhugsunarlaust til þess að vinna að hagsmunum okkar!

En svona að öllu gamni slepptu þá finnst mér að þetta lið geti bara séð sóma sinn í því að hætta þessu rugli og farið bara að vinna saman að því að stjórna þessari borg, burtséð frá því í hvaða flokki þau eru. Það er vonandi að málefnin séu ekki þess eðlis að þau þoli ekki málefnalega umræðu án flokksaga.

Ef við ætlum að vera með heilan her af borgarstjórum á launum er lágmark að við fáum loksins eitthvað fyrir peninginn okkar.

Rún Knútsdóttir, 15.8.2008 kl. 09:49

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Íslendingar geta skipulagt leiðtogafund á tíu dögum en geta ekki athugað breytingar á kosningalögum í lýðræðisátt í áraraðir. Við verðum bara að sætta okkur við fólkið sem við kusum ekki yfir okkur.

Ég trúi ekki öðru en að þessu verði breytt á þann hátt að menn geti ekki misnotað aðstöðu sína með valdaráni. -  Að fólkið geti tekið þátt í lýðræðislegri kosningu um framhaldið. Tveir Borgarstjórar á kjörtímabilinu er meir en nóg. En að hafa fjóra Borgarstjóra á launum í eitt kjörtímabil, er út í hött.

Eva Benjamínsdóttir, 15.8.2008 kl. 10:30

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Himmalingur

Er ekki tími til kominn fyrir borgarbúa að hætta að tala og GERA eitthvað í málunum? Á meðan sauðsvartur almúginn lætur taka sig í the gat og lætur sér vel líka, þá gerist ekkert! MÓTMÆLIÐ! Farið að ráðhúsi Reykjavíkur og MÓTMÆLIÐ! Farið að heimilum borgarfulltrúa og MÓTMÆLIÐ!

Himmalingur, 15.8.2008 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.