Leita í fréttum mbl.is

Þungur dómur, en er hann nógu þungur miðað við glæpinn?

Ég legg það ekki í vana minn að lesa kynferðisdóma gagnvart börnum í smáatriðum.

Ég veit út á hvað þeir ganga og mér nægir að kynna mér þá í stórum dráttum.

Ég hef ekki taugar til að setja mig inn í þá frá a-ö.  Ég verð algjörlega niðurbrotin eins og flestir ímynda ég mér.

En nú hefur fallið þyngsti dómur hingað til fyrir kynferðisafbrot gegn barni og ég lét mig hafa það að setja mig inn í málið frá byrjun til enda.

6 ár er þungur dómur miðað við þá dóma sem áður hafa gengið og eru okkur til skammar.

Ég trúi ekki að fangelsi geri menn að betri mönnum en það eiga að vera skýr skilaboð dómskerfisins og þjóðfélagsins alls til níðinganna,  að ofbeldi á börnum verði ekki liðið.

Málið er svo ógeðslegt svo grimmilegt og ljótt að mig langaði til að loka augunum og hætta að lesa.

Refsiramminn leyfir mun þyngri refsingu og í þessu tilfelli hefði dómurinn mátt vera mun hærri við vitum að hér á landi sitja menn aldrei allan tímann.

Og ég velti fyrir mér hvað gerist svo?

Á svona manneskja að hafa frjálsan aðgang og möguleika á að nálgast börn?

Við erum í vondum málum á Íslandi.

Hér eru ákæruliðirnir.

a.     í nokkur skipti strokið brjóst stúlkunnar innan klæða,

b.     í nokkur skipti sett fingur inn í kynfæri hennar og endaþarm,

c.      í nokkur skipti látið hana halda um getnaðarlim sinn,

d.     í eitt skipti haft munnmök við hana,

e.     í 5-6 skipti fengið hana til að hafa við sig munnmök,

f.     í fjölmörg skipti haft við hana endaþarmsmök,

g.     í fjölmörg skipti, allt að tvisvar sinnum í viku, haft samræði við stúlkuna.

 

Hér má lesa málsskjölin.


mbl.is Sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Þetta er hræðilegt....ég veit ekki hvort ég get lesið þetta, ég verð svo sorgmædd þegar ég les um svona mál en kannski hefur maður gott af því að lesa um þessi mál og sjá hversu mikill raunveruleiki kynferðisbrot gegn börnum eru í samfélginu okkar og hversu stór mein þau eru !

Sunna Dóra Möller, 14.8.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Góð færsla hjá þér.  Ekki hef ég kjark til að lesa skjölin. 

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég tel að enginn dómur fyrir svona geti orðið nógu þungur.

að mér skilst að svona menn fái einnig óblíðar móttökur samfanga sinna, enda hafi þeir unnið sér það fyllilega inn.

Brjánn Guðjónsson, 14.8.2008 kl. 19:41

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það er ekki til svívirðilegri hegðun. Ég er algjörlega á móti dauðarefsingu, en myndi drepa þann sem færi í dætur mínar án þess að hugsa mig um í augnablik.

Dómar fyrir svona eru hlægilegir á Íslandi, svo við þurfum sjálf að refsa svona fólki. Myndbirtingar og opinber niðurlæging eru ágætis byrjun.

Haraldur Davíðsson, 14.8.2008 kl. 19:42

5 identicon

Mér finnst skylda mín að lesa allann dóminn ,til að geta myndað mér skoðun í málinu. ég er sammála að svívirdilegri hegðun gagnvart börnum er ekki til - enginn dómur er nógu þungur!!!

Haraldur : drengir eru í sömu áhættu og stúlkur gagnvart misnotkun- ég segi eins og þú - ég gæti hreinlega drepið þann sem mundi gera mínum litla mein á þennan hátt.  þetta er barns-sálarmorð og er til nokkuð verra?  

Birna Gudmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Birna Guðmundsdóttir

gleymdi alveg einu- Jenný Anna takk fyrir að benda á vandann í svona málum- nei svona maður á aldrei ad koma nálægt börnum!!

Birna Guðmundsdóttir, 14.8.2008 kl. 19:56

7 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Auðvitað var dómurinn ekki nógu hár, lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði væri réttur dómur

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.8.2008 kl. 20:03

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Eða dauðarefsing

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.8.2008 kl. 20:04

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alfarið á móti dauðarefsingum og það er engin lausn.

Helmingi þyngri dómur amk. væri nærri lagi.

ARG.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 20:08

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hvað svo?

Það hefur verið gripið til þess að taka karlmenn úr sambandi þannig þeir hafa ekki kynlöngun og það finnst mér eina alminnilega refsingin, því þeir halda áfram þótt síðar verði.

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 20:13

11 Smámynd: Birna M

Mér er óglatt eftir lestur fréttanna og nægir það, ég hef mig ekki til að lesa málsskjölin. Mér finnst þetta persónulega of lítið þó vissulega sé þetta kannski aðeins þyngra en gengur. Þetta má vel þyngjast mikið meira og það á að gefa skýr og afdráttarlaus skilaboð útí þjóðfélagið að svona verði ekki liðið. Í mér er samt aðallega reiði yfir meðferðinni á barninu.

Birna M, 14.8.2008 kl. 20:23

12 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

AF hverju ertu á móti dauðarefsingum? Það ætti að loka hann í lífstíð án möguleika á skilorði það er meira réttlæti að taka hann af lífi í staðinn fyrir að loka hann inni að elífu.

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.8.2008 kl. 20:35

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Að taka ógeðinn úr sambandi hefur ekki dugað þeir nota aðra hluti til að misnota börn ég vil ekki fara nánar út í það Loka þá inni að elífu eða taka þá af lífi er eina lausnin

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.8.2008 kl. 20:36

14 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er svo sorglegt og þótt þessi dómur sé ekki nándar nærri nógu harður miðað við glæpinn þá er ég samt sátt við að þetta sé í rétta átt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 20:37

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já sem betur fer er stefnan í rétta átt. En gleymum því ekki að maðurinn þarf líklega bara að sitja af sér 2/3 tímans.
Mér finnst það ætti amk að breyta lögunum þannig að svona afbrot fengju engan afslátt

Heiða B. Heiðars, 14.8.2008 kl. 20:50

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ojbarasta...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.8.2008 kl. 21:13

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já þetta er í rétta átt en verum raunsæ.  Það hefur sýnt sig að menn sem misnota börn gera það aftur og aftur.  Afhverju eru engar lausnir á einhverskonar meðferð í pípunum?

Skilningsleysi og afneitun gerir það að verkum að kerfið kemur alltaf af fjöllum.

Alexander: Lífsýn okkar og skilningur er svo ólík að þú myndir aldrei skilja afhverju ég er á móti dauðarefsingum og illri meðferð á fólki.  Ég trúi einfaldlega ekki á hugmyndafræðina auga fyrir auga...

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 21:15

18 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Blóð fyrir blóð er endalaus saga, en við eigum ekki endalaust af blóði.

Dauðarefsing hljómar illa fyrir ýmsar sakir Alexander, " þú drapst mann og það er bannað, þessvegna ætlum við að drepa þig " ?!?

Ég geri mér grein fyrir því Birna að drengir eru líka áhættuhópur og ekki eru allir gerendur karlkyns, ég nenni bara ekki þessu kynjakjaftæði, fólk er fólk og ofbeldi er ofbeldi.

Haraldur Davíðsson, 14.8.2008 kl. 21:32

19 identicon

Dómurinn er ekki nógu þungur það er rétt.

Aftur eru þeir að þyngjast sem þýðir að dómarar þessa lands hafa heyrt óánægju fólks með þeirra störf svo núna er bara að hafa hærra en nokkur tíma fyrr og fylgja því eftir

Loki (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:36

20 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Thetta er mjøg sorglegt og ég er alveg sammála ad dómurinn  mætti alveg vera thyngri. Sérstaklega thegar refsiramminn leyfir thyngri refsingu. Mér finnst líka sorglegt ad lesa ad madurinn var sjálfur misnotadur sem barn. Thad er ekkert óalgengt ad misnotamenn sjálfir hafi verid misnotadir, og sýnir hvad thetta er hryllilega eydileggjandi.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:00

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Mig minnir að ég hafi lesið að austuríski stærðfræðingurinn Fritz, sem bíður dóms, hafi haft óhreina sakaskrá eftir barnaníð þegar loksins komst upp um hann. Hann beið bara í sex ár þá var málð fyrnt og næsta fórnarlamb var dóttir hans, sem hann hélt í gíslingu í útspegúleraða kjallaranum í 24 ár og átti með henni 7 börn. Patar geta verið svo ''brilliant'' og blandast vel inn í hópinn, eins siðblindir og þeir eru.

Þannig finnst mér að lífstíðar fjarvist úr mannheimum vera vel við hæfi. - Barnið líður alla ævi, hvers vegna ekki glæpamaðurinn?

Eva Benjamínsdóttir, 14.8.2008 kl. 22:02

22 identicon

Hvað er að gerast hér? Síðuhöfundur hefur margoft sagt að Svíþjóð sé hin fullkomna þjóð í siðferðismálum og eigi að vera Íslandi til fyrirmyndar. Hvernig ætli þessi lög séu þar?  Ég skal uppfræða síðuhöfund:

A person who has sexual intercourse with a child under fifteen years of age or who with such a child carries out another sexual act that, having regard to the nature of the violation and the circumstances in general, is comparable to sexual intercourse, shall be sentenced for rape of a child to imprisonment for at least two and at most six years

Svíþjóð er jú siðferðislega besta þjóð í heimi svo síðuhöfundur ætti að fara að berjast fyrir því að refsirammi kynferðisbrota verði SNARLÆKKAÐUR á Íslandi til að vera á sama háa siðferðisplaninu og Svíþjóð. 

Svo við förum nú á aðeins lægra plan en Svíþjóð þá er m.v. í Bretlandi (viðmið sem dómsmálaráðuneytið segir dómstólum að vinna eftir) að refsing fyrir nauðgun á barni sé 10 ára dómur.

Refsingar í öðrum löndum fyrir nauðgun á barni:

Tékkland: Hámarksrefsing 8 ár                                                             

Danmörk: Hámarksrefsing 8 ár

Færeyjar: Hámarksrefsing 6 ár 

 Bosnia and Herzegovina: Hámarksrefsing 8 ár

Belgía: Hámarksrefsing 15 ár

Eistland: Hámarksrefsing 3 ár

Finnland: Hámarkrefsing 4 ár

Germany: Hámarksrefsing 10 ár

Ungverjaland: Hámarksrefsing 5 ár

Lettland: Hámarksrefsing 4 ár

Luxembourg: Hámarksrefsing 5 ár

Noregur: Hámarksrefsing 5 ár

Pólland:  Hámarksrefsing 5 ár

Oddi Pattason (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 22:04

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 22:19

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oddi Pattason: Og?????

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 22:34

25 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Heiglar að hafa ekki hærri dóm í þessum löndum þá eini rétti dómurinn í svona málum er lífstíðafangelsi án möguleika án skilorð eða dauðararefsing og jenný ég trúi einmitt á auga fyrir auga tönn fyrir tönn :)

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.8.2008 kl. 22:40

26 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Viðbjóður

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:32

27 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég skil ekki alveg athugasemd Odda Pattason!

Er enski textinn ætlaður Svíþjóð?

Edda Agnarsdóttir, 15.8.2008 kl. 00:10

28 identicon

Þegar þú talar um þyngri dóm, ertu þá að tala um fleirri ár í fangelsi ?

Eitthvernveginn held ég að það virki ekki neitt og geri eingum gangn, nema ef honum yrði haldið inni til æviloka.

Ég held að við ættum frekar að vera tala um eitthverskonar sérrúrræði eða stofnanir þar sem er hægt að vista svona kalla á.

Svo væri líka bara hægt að gelda þá, held að það væri langeinfaldast og ódýrasta lausnin. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:36

29 identicon

Til Eddu: Já, enski textinn er þýðing á sænsku lögunum. Það er sem sagt 6 ára hámarksrefsing í Svíþjóð.

Oddi Pattason (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 01:14

30 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Einhverntímann sá ég þátt sem sýndi fram á að gelding væri engin lausn, þetta er allt í hausnum á þessu fólki sem misnotar.  Það virðist ekki vera nein sérstök meðferð eða langtíma fylgni með þessu sjúka fólki. 

Persónulega langar manni að ganga miklu lengra en lög leyfa og auðvitað ætti dómurinn að vera mun þyngri án reynslulausnar, þetta er versti glæpur sem til er að mínu mati.

Elísabet Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 01:21

31 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

elísabet eins og ég sagði dauðarefsing er svarið

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2008 kl. 01:50

32 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Hmmm, fæst orð bera minnsta ábyrgð og allt það. Segi bara takk fyrir að vekja athygli á þessu Jenný, veitir ekki af að opna þessa umræðu upp á gátt. Bestu kveðjur.

Berglind Nanna Ólínudóttir, 15.8.2008 kl. 02:30

33 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Þetta er hreinasti viðbjóður og menn sem gera svona eru náttúrlega bara fársjúkir. Eins og einhver sagði hér að ofan, þá er ekki vel tekið á móti svona mönnum í fangelsum og verður það líklega hans harðasta refsing. 6 ár eru hlægileg fyrir þennan glæp, ætli stúlkan verði búin að gleyma þessu og sárin á hennar sál búin að gróa að fullu eftir 6 ár? Nei, líklega gera þau það aldrei....

Ég treysti mér ekki til að lesa málsskjölin en ég las bara fréttina, og það eina góða í þessu máli að mínu mati, er að þessi misnotkun skyldi ekki ganga á í lengri tíma en þessa fjóra mánuði, og hversu hratt hefur verið unnið að málinu í dómskerfinu síðan það komst upp. Það eru ljósir punktar í þessu hryllilega máli.

Lilja G. Bolladóttir, 15.8.2008 kl. 03:16

34 Smámynd: María Guðmundsdóttir

fyrir manni er liklega engin refsing nógu løng. en ad svona menn sitji kannski inni 3-4 ár og komi svo gallvaskir aftur útí thjódfélagid er bara hrædileg tilhugsun. en af hverju i óskøpunum er ekki refsiramminn nýttur til hins ýtrasta i thessum málum??

gódan føstudag Jenný

María Guðmundsdóttir, 15.8.2008 kl. 04:39

35 Smámynd: Hulla Dan


Ég hef heyrt eins og Elísabet að gelding sé engin lausn þar sem allar brenglaðar hugsanir fara fram í höfði gerandans.
Lífstíðardómur finnst mér það eina rétta í svona málum.
Finnst samt svo hræðilegt að hugsa til þess að fólk, í svo mörgum tilfellum, verður svona brenglað einmitt vegna þess að það er sjálft fórnarlömb. 

Hulla Dan, 15.8.2008 kl. 07:22

36 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

ÞAð er rétt Hulla gelding virkar ekki það er hægt að misnota börn með öðru en typpinu Viðbjóður , það eina sem dugar er að loka þá inni í lífstíð eða taka þá af lífi, þá á ekki að hleypa þeim aftur út til að eyðilega líf fleiri barna

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2008 kl. 08:42

37 identicon

Alexander, það að 1 manneskja sé drepin fyrir glæp sem hún framdi ekki er nóg til að ég sé á móti dauðarefsingum. Trúðu mér, ég er ekki að hugsa um þetta ógeðslega fólk, heldur þá sem hafa verið dæmdir fyrir verknað sem þeir frömdu ekki!

Finnur (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:57

38 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þetta er allt of vægur dómur.

Hvað eru sex ár og tvær milljónir á við þá misþyrmingu sem þarna hefur orðið á mannslífi?

Það er til skammar að dómskerfið skuli ekki nýta refsirammann betur þegar svona skelfileg brot eru framin.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.8.2008 kl. 11:24

39 identicon

Tóku aðrir eftir því hversu miklu þyngri dómar í Þýskalandi og Belgíu? Það er varla til refsing sem hæfir sekt þessara manna, já ég sagði manna því að langsflestir eru karlmenn, konur eru í undantekningartilfellum gerendur. Get ekki skrifað undir það að þetta sé vegna þess að þeir/þær sjálfir hafi verið misnotuð sem börn. Ætti það fólk ekki einmitt að skilja það best sem hefur orðið fyrir slíku? Þetta er álíka og að kenna foreldrum sínum um allt sem miður fer þó fólk sé sjálft orðið fullorðið.

Trúi því ekki frekar en þú Jenný að fangelsi séu betrunarstaðir. En auga fyrir auga endar með að allir verða blindir. Get samt fullyrt að ég sæti ekki aðgerðarlaus hjá ef slíkt kæmi fyrir einhvern mér náinn. Miðað við skaðann sem slíkir valda er engin refsing nógu mikil því fólk lifir með hann æfina á enda, það er klárt.

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:13

40 Smámynd: Linda litla

Þetta er viðbjóður, og ég má ekki sjá svona fréttir, ég verð alltaf svooo reið. Ég vil dauðarefsingu, þarna er maðurinn búinn að eyðileggja sálarlíf stelpunnar, hvers vegna ætti hann skilið að fá að lifa ?? Hann þarf refsingu, ekki bara einhver 6 ár sem verða svo örugglega aldrei nema kannski 2.

Mér finnst þetta svo mikill viðbjóður að ég vil að gerendur séu drepnir hægt, brytja þá smátt og smátt niður. Mér er alveg sama þó að fólk verði hissa eða hneykslað á minni skoðun. En þetta er bara það sem að ég vill, ef að einhver gerði mínu barni eitthvað.... hann myndi ekki lifa lengi eftir það, það er alveg ljóst.

Úfffff..... vá, þetta var góð útrás.

Linda litla, 15.8.2008 kl. 12:24

41 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Fangelsi er klárlega ekki staður fyrir pedófíla, en skortur á öðrum úrræðum hér er til skammar.

Víst má loka níðinga inni ævilangt, en það þarf að geyma geðsjúka glæpamenn á viðeigandi stofnun. Í mörg ár hefur verið talað um að bæta réttargæsluúrræði hér en ekkert gerist.

Samfélagið ber ábyrgð á öllum sínum börnum líka svörtu sauðunum, það er einmitt þessi afneitun á ábyrgð sem t.d. heldur mörgum geðsjúkum við ömurlegar aðstæður á götunni.

Samfélagsábyrgð nær líka yfir ljótu hlutina.

Haraldur Davíðsson, 15.8.2008 kl. 18:23

42 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég þoli heldur ekki að í ákærum og dómsorði er alltaf talað um munnmök,-samræði !!  Hvaða fjandans munnmök er hægt að eiga við barn,- og hvaða samræði,- eða kynmök.  Nauðgun er eina rétta orðið.  Það er bara ekki hægt að hafa kynmök,munnmök,samræði við börn.  Ég tel að það þurfi bráðnauðsynlega að taka upp ný orð og þá rétt orð í ákærum og dómsorðum. 

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.8.2008 kl. 20:25

43 identicon

Þetta er léttur dómur... barnaníðingar eru það versta af því versta.

Auðvitað eru þetta fólk fársjúkt, en svona bottom line: Hærri dóma + staðsetningartæki eftir að einstaklingur kemur út + reglulegar mætingar hjá sála/geðlækni eftirleiðis, gefið lyf til að deyfa langanir blah

Hærri dómar munu væntanlega halda aftur af þeim sem eru bara "heitir" fyrir þessu... kerfið tæki síðan þá verstu sem láta ekkert aftra sér.. eitthvað í þá áttina.
En ekkert mun stöðva svona algerlega.. því er nú verr og miður.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 20:59

44 identicon

Ég held að það sé kominn tími til að fara að íhuga það alvarlega hér á landi að einhver meðferðarstofnun verði til fyrir svona fólk, það þarf að fara að taka alvarlega á svona fólki og þessum glæp, auðvitað á það að sitja inni í langan tíma fyrir þetta en sérmeðferð í langan tíma þarf virkilega að fara í gang hérna hjá ríkinu.

Og svo annað, ég veit um kynferðismál sem er búið að veltast í kerfinu í eitt og hálft ár núna, ákæra hefur verið gefin út, gerðist loks eftir næstum ár frá því að uppgötvaðist með misnotkunina á barninu.  Þessi maður gengur laus og Guð einn veit hvað hann er að stunda á meðan málið tefst óeðlilega mikið hjá saksóknara, þetta er óafsakanlegt fyrir fórnarlambið og aðstandendur alla að málið tefjist svona

en bestu kveðjur til þín, 

alva (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 21:03

45 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Laissez-Faire, hvaða hræsni er þetta hjá þér seinast þegar ég vissi studdir þú dauðarefsingu?

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2008 kl. 22:39

46 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Barnaníðningar eru oftast ekki haldnir neinum geðveillum, þeir vita fullvel hvað þeir eru að gera og hverjar afleiðingar af því eru.

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2008 kl. 22:41

47 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

"Hærri dómar munu væntanlega halda aftur af þeim sem eru bara "heitir" fyrir þessu... kerfið tæki síðan þá verstu sem láta ekkert aftra sér.. eitthvað í þá áttina.
En ekkert mun stöðva svona algerlega.. því er nú verr og miður."

DoctorE, þess vegna mæli ég með byssukúlu aftan í hnakkan á þeim ;)

Alexander Kristófer Gústafsson, 15.8.2008 kl. 22:42

48 identicon

Þessi málaflokkur er sorglegri en tárum taki.  Tjónið er gríðarlegt og ómælanlegt.  Öllum ber saman um það.  Réttarkerfið fær svo það ómögulega hlutverk að útdeila réttlæti, rétta hlut þeirra sem brotið er á og finna hæfilega refsingu fyrir hinn seka samkvæmt gildandi lögum.  En allt er þetta ómögulegt.  Hvernig getur dómstóll fellt dóm sem réttir hlut þolanda?  Það er ekki hægt.  Hvernig getur dómstóll dæmt mann til sanngjarnrar refsingar fyrir brot af þessu tagi?   Það er ekki hægt.  Í fyrsta lagi er refsiramminn takmarkaður (þótt mér sýnist hann vera talsverður miðað við samanburð hér að framan) og í raun erfitt að sjá hvaða refsing er nægilega þung miðað við alvarleika brotsins.  Löggjafinn ákveður refsirammann og tekur við það tillit til mannréttindaákvæða, banns við dauðarefsingum, kostnað við afplánun fangelsisrefsinga, möguleika á betrun og þar fram eftir götunum.

Ég skil umræðuna mjög vel.  Tilfinningar mínar segja að dómurinn sé vægur, bæði hvað varðar refsingu og bætur, en mér sýnist að miðað við lög og dómafordæmi sér hér um strangan dóm að ræða.

Miðað við hugarheim hins venjulega manns þá mætti ætla að aukin fæling fylgdi harðari refsingum.  Reynslan sýnir hins vegar að lengri fangelsisrefsingar hafa ekki þau fælingaráhrif sem ætla mætti.  Um það vitna ítrekaðar rannsóknir erlendra sérfræðinga.   Þetta á einnig við hérlendis því að kynferðisbrotum hefur ekki fækkað, þrátt fyrir hækkun refsinga undanfarin ár, fíkniefnabrotum fjölgar þrátt fyrir háar refsingar og langa fangelsisdóma og ölvunarakstur hefur ekki dregist saman þrátt fyrir að refsingar vegna hans hafi verið þyngdar.

En málið er flókið og eðlilega tilfinningaþrungið.

HE (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.