Leita í fréttum mbl.is

Óskar svíkur lit

Sóley Tómasdóttir segir að Ólafur F. hafi verið tilbúinn að hleypa Margréti Sverris að til að greiða fyrir endurnýjun Tjarnakvartettsins og nú fullyrðir málgagnið það einnig.

Óskar Bergsson kaus frekar samstarf með Sjálfstæðisflokki.

Það er auðvitað rétt sem mér var sagt þegar ég var krakki, að Framsóknarmaddamman væri pólitísk mella (fyrirgefið orðbragðið).

Það er ábyggilega mannskemmandi að ástunda refskákir stjórnmálanna og í ráðhúsinu virðast klækjastjórnmálin vera í algleymi.

Það er svei mér þá þunglyndisvaldandi að horfa upp á þetta allt saman gerast einn ganginn enn.

Og svo skín sólin bara eins og ekkert sé.


mbl.is Ólafur vildi Tjarnarkvartett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta minnir óneitanlega á Dallas forðum daga. Hver svíkur hvern og hversvegna, framhald í næsta þætti .

Framsóknarmaddaman hefur nú alltaf verið fremur lausgirt og laus í rásinni, en þetta er ekki búið og við gætum séð enn einn valsinn tekinn á dansgófi pólítíkinnar áður en kjörtímabilinu lýkur.

Tommi (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hvernig væri nú bara að efna til aðgerða þar sem við knýjum fram kosningar í borginni?

Hvað skildi þurfa til?

Baldvin Jónsson, 14.8.2008 kl. 15:28

3 identicon

Af hverju er Óskar að svíkja lit með því að vilja ekki vinna með neikvæðu fólki sem fylgja VG og SF maður þakkar bara fyrir að skynsemin hafið komið hjá Óskari og snúa sér að Sjálfstæðisflokknum,betra en að fá þetta vinstri lið í borgina allt betra en það.

Gísli Magg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:30

4 identicon

Hvet þig til taka allavega eitthvað við þunglyndinu.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:31

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Það væri það eina rétta að kjósa aftur.

Elísabet Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 15:32

6 identicon

Pólitísk mella? Hvað kallarðu það þá að vera í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn, ganga úr honum og verða varaformaður í allt öðrum flokki, Íslandshreyfingunni, en taka svo við embætti sem borgarfulltrúi í gamla flokknum og hóta að ganga gegn stefnu þess flokks í einu og öllu? Heilindi? Ef einhver er pólitísk mella á kjörtímabilinu er það Margrét Sverrisdóttir.

Af hverju hefði Óskar átt að kjósa frekar samstarf við Kommana? Síðast þegar ég vissi réðu Kommarnir ekki Framsókn, það voru þrír ólíkir flokkar í minnihluta í borginni; af hverju á það að vera sjálfgefið að þeir geri alltaf allt eins og hafi sömu skoðanir á öllum hlutum? Það er til merkis um hrokann í Kommunum að krefjast þess að allir aðrir dansi eftir þeirra höfði og annað sé bara bannað.

Annars væri ég til í að fá hvern sem er í borgarstjórn ef það þýddi að skrípið hann Ólafur færi út, en samt ekki að fá Kommana aftur til valda, það tekur heilan mannsaldur að laga til höfuðborgina eftir óstjórn þeirra flokka.

En gaman að sjá hversu vitsmunalega þið vinstraliðið tekur á þessu máli, og hversu fullorðin þið eruð í þessu sambandi.

Klækjastjórnmálin eru stunduð af miklum móð á vinstrivængnum og greinilegt að örvæntingarfullar tilraunir hafa farið fram hjá BDSM liðum um að ræna völdum aftur með aðstoð Margrétar Sverrisdóttur, ókjörins varaborgarfulltrúa fyrir flokk sem bauð ekki fram í kosningunum síðast. Slíkt valdarán var sett á svið fyrir ári síðan og entist í 100 daga (hundadagar hinir síðari) og nú átti að reyna sama leik. Já, Kommarnir hafa lítið til að vera stoltir af.

Jónas (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:34

7 identicon

Hallur Magg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:35

8 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hvernig er það, á ekki að efna til mótmæla? Ætlar fólk að sporðrenna þessu eins og fúlu eggi? Hefur einhver reiknað það út hvað þetta kostar Reykvíkinga í milljónum eða milljörðum talið, burtséð frá öllum töfunum? Ég skora á fólk að láta þetta ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust!!!

Sigurður Hrellir, 14.8.2008 kl. 15:35

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég segi nú bara fjúkkit, af tvennu illu er þetta "betri" kosturinn. En samt hefði ég viljað kosningar og það strax, en það má víst ekki.

Sævar Einarsson, 14.8.2008 kl. 15:38

10 Smámynd: Daði Garðarsson

Í tilefni dagsins.

Framsókn er eins og finleg mey

Heldri mönnum hjá

þegar hún segir nei nei nei

þá meinar hún auðvitað já.

Daði Garðarsson, 14.8.2008 kl. 15:42

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mikil hrörnun í gangi!

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:50

12 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sjukkitt mar.

ÞArna munaði sko mjóu, að Dagur egó flippari hefði orðið annar ,,keðjumaðurinn" í röð.

Nú verður það kona.

greind og falleg kona.

Vinkona oddvita VG.

Hefði samt helst viljað VG+D= sönn ást í meinum.

Miðbæjar--æ þú veist mín elskelig

Bjarni Kjartansson, 14.8.2008 kl. 15:57

13 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

- Við kjósendur erum ekki fífl!- Við Heimtum Kosningar annars B-orgarastyrjöld. Ég þoli ekki fleyri áföll

Eva Benjamínsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:03

14 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Fleiri áföll, sorrý

Eva Benjamínsdóttir, 14.8.2008 kl. 16:06

15 identicon

Hérna, Jenný Anna, án þess að mér komi það við en hvað gerirðu annað en að blogga um fréttir dagsins?

r.jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:09

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ótrúlega heimskuleg framkvæmd og sýnir innri mann Ólafs að bjóða Margréti sætið aftur, eins og hann er búinn að tala um hana og hina flokkana. Annars var einn kall að stinga upp á því í Reykjavík síðdegis að ráða Pólverja í djobbið. Þetta er bara fáránlegt allt saman.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 16:16

17 identicon

Ég held að Jenny Anna eigi ekkert líf frekar en aðrir í VG sjá svart í öllu sem þau fá ekki að eyðileggja.Ég hef ekki séð neitt hjá vinstra liðinu sem væri uppbyggjandi fyrir borgina.

María Sveins (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:18

18 identicon

NÁKVÆMLEGA maría, jenný anna, eignastu líf fyrir utan bloggið, VG hafa gert meira að segja gert það... :)

r.jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 16:32

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dobbi og Kristjón: Ekki vera fullir á blogginu strákar.  Fífl sem skilja eftir netföngin sín og rífa kjaft í kommentakerfum.  Muhahahahaha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:40

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir umræðuna.  En þið sem eruð með persónulegt skítkast haldið ykkur úti og ég meina það.  Hef engan tolerans fyrir fíflum.

Axel Jón: Það er fyrir neðan virðingu þína (vona ég) að vera að gefa í skyn andleg veikindi.  Það er frekar ruddalegt og ég nenni þér ekki.

Nú bíð ég eftir fréttum krakkar sem eiga að bresta á á hverri stundu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:46

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sævarinn: Auðvitað á að kjósa.  Þetta er fjórði meirihlutinn á rétt rúmlega tveimur árum.  Breyta reglum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:47

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baldvin: Já hvað þarf til.  Mér er spurn.

Gísli Magg: "Kom skynsemin" hjá Óskari?  Hvert hafði hún farið og hvaðan kom hún?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 16:49

23 identicon

Ef það er tilfellið að Ólafur F. hafi komið þessum skilaboðum á framfæri þá held ég að það hefði verið mjög óskynsamlegt að treysta þessu tilboði hans. Ég held reyndar að enginn í minnihlutanum hefði þorað að treysta neinu slíku frá Ólafi F. Ólafur F. gæti skipt um skoðun á morgun og hætt við að hleypa Margréti inn. Hann hefði aldrei sagt af sér sem borgarfulltrúi, til þess þykir honum of vænt um völdin. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 17:15

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna: Ég hefði ekkert endilega viljað sjá Tjarnarkvartettinn taka við ruglinu í borginni.  Ég er bara að benda á að samkomulagið sem SF, VG og Óskar gerðu með sér um að taka ekki þátt var brotið af honum.

Auðvitað á að kjósa aftur og þangað til þar til það verður gerlegt vegna laga þá á íhaldið bara að sitja í súpunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 17:31

25 Smámynd:

Drífið þið ykkur öll niður í Ráðhús og mótmælið. Held að ég mundi gera það ef það væri svona rugl í mínum bæ. Svo er bara að kjósa rétt næst kæru Reykvíkingar. Gangi ykkur vel.

, 14.8.2008 kl. 18:20

26 identicon

Ég ætla ekki að vera með skítkast en verð að segja að það þarf ekki mikið til að átta sig á stöðunni. Aðstoðarmenn Ólafs F. taka fyrir að hann hafi boðið Margréti að skipta við sig svo þeir hljóta að vita hvað þeir segja. Ekki ætti Óskar að fara með Ólafi því þá myndi allt þetta bloggarafólk fara að grenja. Hvað á Óskar að gera? Fólk áttar sig ekki á því að Tjarnarkvartettin er ekki flokkur. Það eru fjórir flokkar sem þarf til í samstarfið og þegar þeir eru bara þrír þá gengur það ekki.

Óskar gerir bara það sem er best fyrir borgina svo þið skuluð hugsa ykkur um áður en þið tjáið ykkur

Sigfinnur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 19:35

27 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst þetta bara svo skrítið, það er eitthvað sem ekki gengur upp í þessum skrípaleik öllum. - En ég get einhvernveginn ekki alveg sett fingurinn á hvað, það er. - En það er eitthvað verið að "kóa", svo mikið er víst. -  Það er verið að fela eitthvað. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 21:05

28 identicon

Fyrirgefðu Jenný, ég ætlaði mér alls ekki að grínast með þína andlegu heilsu. Tók bara svona til orða vegna þess að þú varst sjálf að grínast með að þetta væri "þunglyndisvaldandi." Hef sjálfur reynslu af þunglyndi og finnst það alls ekki neitt til að skammast sín fyrir.

Vitna í orð þín. "Það er svei mér þá þunglyndisvaldandi að horfa upp á þetta allt saman gerast einn ganginn enn."

Svo skal ég auðvitað ekki kommenta meira hjá þér. Afsakið.

Kveðja

Axel 

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:20

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Axel Jón: Fyrirgefðu hvað ég var fljótfær og endilega ekki verða fúll út í mig.  Má alveg telja upp að 10. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 21:23

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ég má telja upp að tíu. Híhí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 21:23

31 identicon

Jenný: Ég er alls ekki fúll út í þig. Hef fylgst lengi með þér á blogginu og af því að dæma ertu yndisleg og góð kona sem auðvelt er að þykja vænt um. Rétt eins og allir hinir sem hafa hjarta.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 21:30

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Axel Jón: Takk og þá hendum við þessu og höldum áfram. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.8.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.