Leita í fréttum mbl.is

Er hann alki?

 p

Eftir að ég fór í meðferð og ákvað að fara ekki með það eins og mannsmorð, lenti ég nokkrum sinnum í að missa mig í þá regin vitleysu að reyna að svara fólki sem bar það undir mig hvort þessi eða hinn, sem drykki svona eða hinseginn, gæti verið alki.

Það er nefnilega þannig að margir halda að óvirkir alkar séu sérfræðingar í alkóhólisma.

Eins og það sé alkóhólismi 201 áfangi á Vogi og í eftirmeðferðinni.

Ég sem sé steig inn á þetta sprengjusvæði fyrstu misserin eftir að ég varð edrú og reyndi að svara eftir bestu getu.

Það leið ekki langur tími þangað til að ég áttaði mig á að þetta var pottþétt leið til að losna við vini og kunningja, þ.e. að segja þeim hvað mér fannst um drykkjumynstur þessa og hins af því ég var þráspurð og svo var ég pínulítill og hrokafullur meðferðarfulltrúi í hjartanu.  Var svolítið í því að trúa að ég væri fullnuma í þessu lífsverkefni (vá hvað ég var úti á túni).

Og ég hætti að svara. Sem betur fer segi ég því ég veit ekkert um alkaóhólisma annars fólks og rétt svo að ég nái utan um minn eiginn.  Ég næ því sem ég þarf að ná, ég get ekki drukkið, ekki tekið lyf eða önnur efni sem virka á miðtaugakerfið og ég veit að ég þarf að gera ákveðna hluti til að vera í bata og þarf að vinna að batanum á hverjum degi.

Lengra nær mín kunnátta ekki, enda dugir hún mér einn dag í einu. Fólk á brauðfótum á að læra að ganga áður en það fer að hlaupa víðavangshlaup.

Til að gera langa sögu stutta þá er ég ekki til viðtals um hvort þessi eða hinn sé alki.  Bara alls ekki.

En sumir eru ekki á því að gefast upp.

Dæmi: Ring-ring.

Hæ, gússígússi þetta er Lúlla Lalla (eða þannig) heldurðu að kallinn minn sé alki?  Hann drekkur sóandsó, svona oft og er sóandsó eftir fyllerí.

Ég: Ég bara veit það ekki.  Það sem skiptir máli er hvort honum finnist það sjálfum.  Ekki hvað mér eða þér finnst.

Lúlla Lalla (æst): Og á ég að bíða eftir því að hann ákveði að hann sé alki, það verður aldrei hvað er að þér kona, ertu ekki alki sjálf, ætlarðu ekki að leiðbeina mér??????

Ég: Nei ég veit ekkert meira en þú.  Maðurinn þinn er sá eini sem þarf að svara þessari spurningu fyrir sjálfan sig held ég. (Segi síðan konunni frá göngudeild SÁÁ og leynisamtökum fyrir aðstandendur).

Lúlla Lalla (farin á límingum og raddböndum):  Jájá, er ÉG vandmálið?  Á ÉG að leita mér hjálpar?Svona eruð þið þessir alkar, alveg eins og helvítið hann Lalli og nú þú.  Þið eruð að drepast úr eigingirni, hugsið bara um ra..... á sjálfum ykkur.  Djöfull sem alkahólistar eru leiðinlegt og sjálfsupptekið fólk. 

Skellir á.  Búmm Pang.

Einhvernveginn svona getur þetta gert sig- en slétt sama boðskapur færslunnar er sá að maður á ekki að vasast í annarra manna alkóhólisma.

Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Æðruleysi, æðruleysi.

Lalalalalalala  er meirihlutinn sprunginn rétt á meðan ég bloggaði þennan vísdóm?

Nefndin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er alla vega sprunginn,,,,úr hlátri.

Þröstur Unnar, 13.8.2008 kl. 16:37

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Annars er þetta ágætis saga. Ætli þetta eigi við um fleiri sjúkdóma sem herja á miðtaugakerfið?

Þröstur Unnar, 13.8.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

í gamla daga fór ég á námskeið hjá atvinnurekandanum mínum (Reykjavíkurborg) til að bera kennsl á ALKA. Meðal þess sem ég man að ég ætti að aðgæta er; mætir hann í vinnu á mánudögum, er hann farinn að dansa af tilhlökkun yfir helgum á fimmtudögum, hvernig hagar hann sér í kring um útborgun? (þetta var fyrir heimabanka, þegar fólk þurfti að fara í bankann og leysa út tékkann). Og svo framvegis, minnir að ég hafi líka átt að veita tiltekinni hegðun í starfsmannapartíum eftirtekt. Reyndin var að yfirleitt furðaði fólk sig á þeim starfsmönnum sem þeir fóru í meðferð. "Guð ekki hefði ég trúað að þessi eða hinn væri alki. Hún drakk nú ekki svoooo illa. Hún er ekki alltaf full. Hvað er þetta ekki bara ímyndað vandamál?" Eru dæmi um athugasemdir samstarfsfólks.

Kristín Dýrfjörð, 13.8.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert svo á réttri leið

Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 17:17

5 identicon

Já þetta er spurningin einmitt, er þessi eða þessi alki? Er ég kannski alki? Svo svarar maður sjálfum sér því að já, líklega er ég alki eða amk þá er ég kominn í einhverja vitleysu. Og þá fer maður í meðferð, vinnur á meininu með þeim einu aðferðum sem þekkjast í dag og kemst að því að ég er alki.

Svo er maður edrú í 4 - 5 ár en ákveður svo að prófa aftur að nota áfengi. En hvað skeður. Jú, maður var með því að fara í meðferð búinn að lýsa því yfir að maður væri alki fyrir utan að manni var sagt að maður mætti alls ekki vera í afneitun og þess vegna ætti maður að segja fólki að maður væri alki ef sú spurning væri borin á borð. Fallinn, fallinn, fallinn segja allir. Hvað ertu að segja, er hann fallinn? Æææææ. En þremur árum seinna er samt bara allt í lagi,...en samt er það alltaf þarna, þessi féll og er ennþá að drekka. Drekkur samt ekkert illa hmm, alltaf að passa sig?

Svo ekki sé minnst á gömlu AA félagana. Á ekkert að fara að koma aftur ha, með glotti.

Er maður semsagt alki for life ef maður hefur á einhverjum tímaounkti í lífi sínu talið ástæðu til að leita aðstoðar vegna áfengisneyslu?

Bruno (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:28

6 Smámynd: Hulla Dan

 Muhahahah Þú ert góð!
Vona nú þín vegna að þú sért ekki mikið að lenda í svona símtölum

Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Héddna helduru nokkuð að ég sé alki ???

Sunna Dóra Möller, 13.8.2008 kl. 18:25

8 identicon

Góð

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 18:33

9 Smámynd: Linda litla

Nákvæmlega, eða...... hann er ekki alki hann drekkur bara þegar hann er í landi, ekki daglega.

Linda litla, 13.8.2008 kl. 18:34

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er þetta ekki bara þessi týpíski (íslenski) hugsunarháttur, að hafi einhver svo mikið sem komið nálægt einhverju á hann að vera orðinn útlærður sérfræðingur?

í gamla daga, meðan ég var að nema rafeindavirkjunina, gerði ég tilraun til að drýgja tekjurnar. námslánin gera víst fáa ríka

ég ætlaði mér sumsé að hafa upp á tiltölulega vel með förnum, en biluðum þvottavélum, sem stæði til að henda og ég fengi þess vegna gratís. gera við þær og selja fyrir sanngjarnt verð. mig minnir að ég hafi náð þremur stykkjum þegar ég gafst upp. öll ættin, ásamt vinum og vandamönnum, kunningjum þeirra og afabræðrum var farin að herja á mig ef eitthvað bjátaði á í þvottamálunum. allt í lagi svo sem að fólk leiti til manns, en þegar ætlast er til að maður sinni neyðarútköllum um hvippinn og hvappinn þegar maður ætti heldur að vera að sinna heimalærdómnum, er komið nóg.

reyndar hef ég „sloppið“ ótrúlega vel eftir að ég lauk rafeindavirkjuninni og síðan tölvunarfræðinni. aðeins mínir nánustu vinir og systkyn sem leita í mínar læknandi hendur  og það vitanlega sjálfsagt mál að vera sínum nánustu til taks.

held þetta sé svipað dæmi. þú „átt“ náttúrulega að vera Cand. mag. í alkóhólisma

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 18:38

11 Smámynd: Kolgrima

Úff hvað ég er heppin að vera í bókageiranum. Ég er í hæsta lagi spurð hvort ég viti um einhverja góða bók að lesa. Það stendur nú ekki á svörunum.... sem fara n.b. alveg eftir því hver spyr!

En ég hef ennþá áhyggjur af því að þú skulir ekki hafa lesið Guðrúnu frá Lundi, Jenný - Dalalíf er alveg frábær

Kolgrima, 13.8.2008 kl. 18:50

12 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

alkahólimsi er ekki sjúkdómur frekar en sígarettuisti

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.8.2008 kl. 19:12

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alexander: Hvað kostar þessi ráðgefandi brilljans hjá þér?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 19:15

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kolgríma: Muha, en ég hef lesið Karlson stýrimann eftir Magneu frá Kleifum.  Jájá.

Brjánn: Það er þó starfsmenntun sem fólk vill leita til þín með ég er hinsvegar með fokkings sjúkdóm sem læknar sjá um að meðferða.

Hahaha, annars eruð þið frábær öll með tölu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 19:16

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn þú ert meina ég með starfsmenntun og getur þess vegna miðlað úr þínum vitneskjubrunni er nokkurnveginn það sem ég vildi sagt hafa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 19:17

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég veit Jenný mín. alkóhólismi er sjúkdómur og ekkert annað. ég er ekki að mæla gegn því.

þríþættur sjúkdómur.

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 20:05

17 identicon

Alexander: Smá munur þarna á, gæskurinn. Alkóhólismi er sjúkdómur, að geta ekki hætt að reykja er addiction.

Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að orðið "alkóhólismi" sé til, en ekki orðið "sígrettuisti"... ;) 

Agnes (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 20:18

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nikótínisti, Agnes... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 20:21

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG ætla að vera slök þangað til ég fer að sjá bleika fíla, einhver sagði að það væru pottþétt einkenni   Elephant  Elephant skil að þú nennir ekki svona ráðgjafastörfum, alkinn verður sjálfur að játa og fá svo meðferð.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 20:29

20 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skemmtilegur pistill og skemmtilegar umræður.

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:42

21 identicon

alkóhólismi 201!! Þú ert svooo frábær!!!

alva (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 00:15

22 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Djöööö...... er þetta góður pistill hjá þér Jenný!  - Og þetta á við um alla sjúkdóma,  hvort heldur er Alkóhólismi, þunglyndi,  eða veikgeðja pólitíkus.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:34

23 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Snilld!  Bara grenjandi snilld, Jenný.

Sigríður Sigurðardóttir, 14.8.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.