Leita í fréttum mbl.is

Botnlaus bömmer í borginni

 sad-unhappy-sick-green-face

Löðrið í borginni freyðir sem aldrei fyrr.  Allir miðlar eru fullir af samsæriskenningum og í hádegisfréttunum var Geir Haarde spurður um þreifingar íhalds á Framsókn og hann var eins og sprúttsali í framan þegar sagðist ekki kannast við neitt slíkt.  Ekki mikið pókerandlit á Geir.

Og Gísli græni hjólar úr borgarráði.  Ég skil hann vel, reyndar er hann með geðþekkari Sjálfstæðismönnum í borginni.  Maðurinn er bara í röngum flokki eins og svo margir.

En svona "grænn" eins og Gísli er þá er það verulega "bláeygt" af honum að ætla að fljúga á fundi tvisvar sinnum í mánuði.  Kommon Gísli veistu um mengunina sem svona flugmaskínur búa til?

Hafi ég einhvern tímann reynt að telja mér trú um að pólitík væri fyrst og fremst framin af hugsjónamönnum sem vildu vinna fyrir almúgann (já ég veit ég er bæði græn OG bláeygð) þá hefur sú útópía fokið út um gluggann við undirspil Ólafíumeirihlutans.

Refskákin sem er spiluð þessa dagana í borginni hefur sannfært mig um að það þurfi sterk bein til að vera í pólitík og tölverða klækjakunnáttu líka. 

Fer Ólafur út og Óskar inn?  Verða bæði Ólafur og Óskar inni með íhaldinu?

Löður hvað?

Ég geri mér ekki miklar vonir um að Óskar láti eiga sig að hlaupa til og hjálpa Sjálfstæðismönnum ef Óli verður rekinn.

En auðvitað væri það hið eina rétta.  Láta meirihlutann sjálfan um að þrífa í kringum sig.

Vei þeim flokki sem fer með íhaldinu í nýjan meirihluta og hjálpar þeim að sitja við völd á eftir það sem undan er gengið.

Sá flokkur verður líkalega minnið eitt eftir næstu kosningar.

Nema að ég sé svona græn og bláeygð og hafi ekki hundsvit á því hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni.

Ég vona sannarlega að ég sé ekki svo mikill klækjarefur að kunna að lesa í þetta sjónarspil í Borg óttans.  Ég kýs frekar að botna ekki neitt í neinu, vita ekkert og vera bara með andlitið í núllgír.

Eins og Geir Hilmar Haarde í sjónkanum í hádeginu.

Oghananú.


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar mínúturnar er verið að kanna hvort sé laust skólapláss fyrir Ólaf F í Skotlandi. Það leysir vanda meirihlutans og nýr myndast!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

VAr að vona að Hanna Birna notaði sinn sjarma og fengi Svandísi vinkonu sína í lið með okkur um, að gera góða borg betri.

Ég er nebbnilega svo obbodsleg svo svag fyrir Nýsköpun, bæði í Borg og Ríki.

Nýsköpunin hefur í för með sér mikil umrót og miklu meiri tækifæri en Krataismi.

Miðbæjaríhaldið

alltaf sami Nýsköpunarsinninn.

Bjarni Kjartansson, 13.8.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

úff, þetta er orðin meiri dellan, þetta bull í borginni.
maður veit ekki hvort skuli hlegið eða grátið

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 13:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Gerum bæði, það sakar ekki.  Híhí.

Bjarni minn: Dream on (eða getur verið að hún Svandís mín láti íhaldið blekkja sig?), æi er ekki kominn tími á smá hvíld hjá þínum flokki?  En þú mátt eiga það íhaldið þitt að þú ert bjartsýnn og jákvæður.

Gísli: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fanst alveg hægt að sjá á Geir að hann var ekki að segja alveg satt, veit ekki hvar þetta endar allt, steinhætt að skilja allt þetta plott og baktjaldamakk, hef bara ekki hugarflug í svona, en mér líst vel á Svandísi og vil hafa hana við völd, það gustar af henni stelpunni.  Vona að það rætist úr þessu og að Ólafur verði sendur í Svartaskóla í París, er hann ekki annars enn starfræktur.  ??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 13:45

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

héddna..... hvernig eru sprúttsalar í framan?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

svona eru sprúttsalar í framan ->

Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sprúttsali er leyndardómsfullur í framan.  Hann er svipbirgðalaus og verður að vera það ef löggan fer að spyrja hann út í vöruna.

Kommon, vitiði ekkert?

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 14:19

9 Smámynd: Linda litla

Ég er alveg búin að sjá það út að ef að ég ætla að geta tekið eitthvað þátt í þínum umræðum hérna á blogginu, þá ætti ég kannski að fara á námskeið í pólítík..... ég hef ekkert vit á þessu og veit aldrei neitt um þetta fólk.

Linda litla, 13.8.2008 kl. 15:58

10 identicon

Ásdís Sig. skiftir það þig einhverju máli hvort að Geir var að ljúga eða segja satt? munt þú ekki brosandi merkja X við D í næstu kosningum?

Arnar (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:11

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll Arnar, heppinn varstu að ég merkti við þessa grein og sá þessvegna kommentið þitt.  Vona að þú hafir ekki haft miklar áhyggjur af því, hvað ég kýs.  En ég get huggað þig með því að dómgreind mín er svo einstaklega góð að ég mun merkja við þann flokk sem ég tel að komi til með að standa sig í landsstjórninni.  Sáttur??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 20:21

12 Smámynd: Halla Rut

Ég er nú bara jafn hissa og Arnar á kommenti þínu Ásdís.:)

En mér líkar svar þitt vel. Enda á engin að fylgja stjórnmálaflokki blint.

Halla Rut , 13.8.2008 kl. 22:16

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fatta ekki hvað gerir ykkur hissa, er greinilega ekki mjög fattin þessa dagana. Væri einhver til í upplýsa mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 22:22

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er svona erfitt að skilja í þessu kommenti Ásdísar?  Nú er ég eitt spurningarmerki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 22:29

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þá erum við tvö spurningarmerki, ég var bara að lýsa skoðun minni á þessum lygavef sem ofinn er í borginni af D og B, það er allavega mín skoðun að slíkt sé í gangi.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 22:36

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, það var fyndið að sjá Geir í hádeginu, mér fannst eins og hann væri alveg við það að skella uppúr,  þegar hann missti pókerfeissvipinn,  það var einhver prakkarasvipur sem kom á hann og svo sagði hann að hann og Hanna Birna hefðu talað saman enda tali þau oft saman. - Svo hann sagði ekkert ósatt, - hann sveigði bara hjá, sannleikanum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:22

17 Smámynd: Halla Rut

Nú, þú hefur hingað til stutt Sjálfstæðisflokkinn í einu og öllu. Oft komið með varnarhanska fyrir hann. En samt sem áður hef ég fundið fyrri breytingu hjá þér, kæra vinkona, undanfarna mánuði. Þú hefðir átt að tala við mig fyrir fáum árum. SF var allt og það eina rétta. Svo fattar maður lífið og tilgang þeirra í stjórnmálum og þá fær maður antipat.

Halla Rut , 14.8.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.