Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Íslandi allt - úje
Þegar Íslendingar byrjuðu að flykkjast í sólarferðir voru fjöldafylleríin svakaleg. Flugvélarnar dúuðu og ölóðar kerlingar og karlar hræddu líftóruna úr starfsfólkinu um borð.
Svo var djammað og djúsað í þessar vikur sem dvalið var á Spáni og það vita allir sem kæra sig um að íslenska þjóðin var sér til skammar á Spánarströndum fyrir að kunna ekki að haga sér í ferðalögum.
Svo má ekki gleyma matnum sem fólk tók með sér, það átti ekki að fara að éta baneitraðan hroðbjóð spánskra villimanna - ónei, hangikjötið, fiskbúðingurinn og saltfiskur var tekinn með.
Sumir voru að selja saltfisk í fríinu. Jabb, þetta var skrautlegur tími.
En það var þá.
Í Danmörku hér á árum áður var talað um að þekkja mætti Íslendinga og Svía á Strikinu án þess að heyra hvaða mál þeir töluðu.
Svíarnir þekktust af því þeir þvældust á göngugötunni dauðadrukknir.
Íslendingarnir þekktust af því sama plús að þeir voru með milljón innkaupapoka í eftirdragi.
Það eru alltaf einhver alkahólíseruð þjóðarbrot að þvælast út um heimsbyggðina í leit að fjöri. Svei mér þá ef þetta skiptist ekki reglulega á milli þjóða.
Svíar vilja meina að Finnar séu nánast óalandi og óferjandi með víni. Þeir fari í flokkum og hafi hátt. Vilji slást. Satana perkille.
Og nú er enska þjóðarsálin að gera sig fræga á Spáni vegna fylleríishegðunnar sem oft endar með sjúkrahúsvist.
En hvaða þjóðarbrot göslast hér um á Íslandi eins og bilaðir valtarar?
Finnar?
Danir?
Fólk frá Balkan?
Englendingar?
Svei mér þá ef nokkur þjóð toppar okkur Íslendingana í fönninu.
Við erum best í öllu. Ávallt og allsstaðar.
Sjáið handboltaliðið í Peking.
Íslandi allt - úje
Breskir ferðamenn hegða sér illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Búkolla: Muhahaha, man það. Þessir með glansáferðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 11:43
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:47
Bara að óska þér góðs dags
Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 11:51
Innlitskvitt
Anna Margrét Bragadóttir, 13.8.2008 kl. 11:54
OMG harðfiskur,hangikjöt og grænar frá ora
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:57
Hvað með handboltalandsliðið? Missti ég af einhverju hérna erlendis?
Heimir Tómasson, 13.8.2008 kl. 12:13
Handboltaliðið er best í heimi sko. Ekkert brennivín á þeim drengjum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 12:24
Ah. Hélt kannski að einhverjir hefðu verið teknir fullir. Hvað veit maður?
Heimir Tómasson, 13.8.2008 kl. 12:34
Var að pæla í þessu í morgun. Við höfum nú svo sem orðið að henda út Íslendingum af okkar veitingastað fyrir ólæti, þó erum við ansi þolinmóð hjón svona í eðli okkar.
Einu sinni varð ég að gerast dyravörður og stóð eins og kona úr víking og spurði alla hvort þeir ættu pantað borð. Kvöldið áður hafði komið hópur Íslendinga sem gjörsamlega umturnuðust þarna inni og voru með þvílík ólæti og orðbragð sem myndi aldrei þorna hér á síðunni ef ég hefði það eftir.
Ég beið alltaf eftir stórfrétt í blaði landsmanna: Íslendingum meinaður aðgangur að Íslenska staðnum Reykjavík í Prag. OK þetta var nú fyrir nokkrum árum.
Bretar eru bara stórtækir í djamminu þá sérstaklega ef þeir komast í ódýrt öl en verst eru steggjapartyin sem er búið að loka fyrir hér á mörgum stöðum.
Segi eins og þú hvað með alla hina Skandinavisku vini okkar þeir eru sko ekkert betri þegar vín er haft um hönd. Geta gert hvern mann gráhærðan með góli sínu.
Ía Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:18
Hef aldrei skilið Mörlandann og matinn með til útlanda,- með mat á heilanum . Kalla þig góða Jenný mín að muna filleríið
Rosalega stóð handboltaliðið sig vel í nótt, gaman, gaman
Eva Benjamínsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:19
Ég verð nú að segja að það er liðin tíð, þegar landar okkar höguðu sér ílla. Skiltið "Íslendingum er bannaður aðgangur" sést ekki lengur.
Smyrill (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.