Leita í fréttum mbl.is

Potemkintjöldin í Kína

Það er ekkert nýtt að sett séu upp leikrit til að blekkja fjöldann.

Potemkin reisti stærsu leiktjöld sögunnar þegar hann fór með Katrínu miklu á yfirreið yfir ríki hennar og reisti þar hús sem voru framhliðin ein,  fékk hálfdauða bændur og búalið til að standa með blóm við veginn ásamt fjölmörgum fleiri blekkingum og Katrín mikla og fylgismenn hennar féllu fyrir öllum sjónhverfingarpakkanum.

Þannig að ég er ekki hissa þó Kínverjar sem eru meistarar blekkinganna, grípi til þess ráðs að blekkja heimsbyggðina og kínverskan almenning í leiðinni.

En þeir ættu ekki að þurfa þess, ráðamenn víða úr heiminum vaða á leikana og taka þátt í eða leggja með þeim hætti blessun sína yfir mannréttindabrot gestgjafanna án þess að vera að velta fyrir sér eitthvað sérstaklega hvað að baki býr, hvað er blekking og hvað er raunveruleiki.

Annars sé ég ekki hverju skiptir hver syngur og hver sést.

Hvort flugeldar eru tölvugerðir eða alvöru.

Eða hvort áhorfendur á pöllum eru sjálfboðaliðar eða gestir sem hafa borgað sig sjálfir inn á leikana.

Allt eru þetta algjör aukaatriði.

Það er raunveruleikinn sem ég gapi yfir.

Meðferðin á kínverskri alþýðu er það sem mér finnst hreint skelfilegt að vita um og  enn skelfilegra  til þess að hugsa að íslenskir ráðamenn skuli taka þátt fyrir mína hönd og annarra landsmanna.

Blekkingar hvað?


mbl.is Allt í plati í Peking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Menn leggja sannarlega mikið á sig til að líta vel út, út á við....! Svo er einhvern veginn ekkert á bak við nema þjáningar og kúgun fólksins. Ótrúlega sorglet að skyggnast svona á bak við glansmyndina og sjá hið sanna !

Sunna Dóra Möller, 12.8.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Já thad eru mannréttindamálin sem skifta øllu máli, og thar eru greinilega deildar meiningar um hvernig madur kemur best hreifingu á málin í Kína. Thetta hefdi verid gott tilefni til ad sýna Kínverskum rádamønnum ad manni sé ofbodid. Mér finnst allt of fáir hafa "boykottad" leikana. Ég hef enga trú á, eins og margir segjam, ad leikarnir í sjálfu sér séu med til ad breyta mannréttindamálum í Kína.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:43

3 identicon

En þá segja sumir: "pólitík á ekki að blanda við íþróttir".

Hinsvegar í ljósi þeirra staðreynda að Ólympíusáttmálinn sé brotinn af kínverskum yfirvöldum (sér í lagi fimmta grein) og fjölmiðlum óheimilt að miðla fréttum ritskoðunar-frítt úr Peking, finnst mér það einmitt ekki í anda Ólympíhugsjónarinnar að mæta á leikanna með bros á vör og gagnrýnislaust. Sú viðleitni virðist akkurat pólitísk í eðli í stað einhvers konar virðingu við íþróttir eða Ólympíuhugsjónina, en ekki viljum við gera valdaklíkuna fúla með því að benda þeim á að ólympíuleikarnir eru ólöglega framkvæmdir af þeim og þeir hafa svikið loforð sem voru forsendur fyrir að halda leikana þar í land. 

Nei nei.. það væri of "pólitískt"

En ef mannréttindi og manngæska eru flokkað sem pólitík, er þá ekki ólympíusáttmálinn sjálfur hápólitískur?

Fundamental Principles of Olympism


1. Olympism is a philosophy of life, exalting and combining in a balanced whole the qualities of body, will and mind. Blending sport with culture and education, Olympism seeks to create a way of life based on the joy of effort, the educational value of good example and respect for universal fundamental ethical principles.


2. The goal of Olympism is to place sport at the service of the harmonious development of man, with a view to promoting a peaceful society concerned with the preservation of human dignity.


3. The Olympic Movement is the concerted, organised, universal and permanent action, carried out under the supreme authority of the IOC, of all individuals and entities who are inspired by the values of Olympism. It covers the five continents. It reaches its peak with the bringing together of the world’s athletes at the great sports festival, the Olympic Games. Its symbol is five interlaced rings.


4. The practice of sport is a human right. Every individual must have the possibility of practising sport, without discrimination of any kind and in the Olympic spirit, which requires mutual understanding with a spirit of friendship, solidarity and fair play. The organisation, administration and management of sport must be controlled by independent sports organisations.


5. Any form of discrimination with regard to a country or a person on grounds of race, religion, politics, gender or otherwise is incompatible with belonging to the Olympic Movement.


6. Belonging to the Olympic Movement requires compliance with the Olympic Charter and recognition by the IOC.

http://multimedia.olympic.org/pdf/en_report_122.pdf

Hafþór Sævarsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:59

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jenný mín!

Eini ráðamaðurinn í raun sem heðan fór, allavega svo opinberlega hfur verið fjallað um, er Þorgerður.Forsetin er ekki í raun neinn ráðamaður. Honum og að ég held Þorgerði líka var boðið að fara og burtséð frá því hvar leikarnir eru haldnir, þá eru þau að sækja þennan stærsta viðburð heimsins og það hans vegna, en ekki að heiðra yfirvöld sem slík með nærveru sinni. SVo verða þú og aðrir sem gagnrýna þetta og að leikarnir séu haldnir þarna,að skilja, að svo kaldranalegt sem það nú er, þá erum við mun nær um Kína og ástandið þar en ella og því værir þú núna eða aðrir sem það gera bara ekkert að gagnrýna mannréttindamál sérstaklega!

Kína væri ekki einu sinni til umræðu.

Ekki mjög vel orðað, en þú skilur vonandi við hvað ég á Jenný góð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

En sagnfræðilega samlýkingin skemmtileg hjá þér, ert kona lesin vel. En Kínverjarnir þó ekki betri en þetta samt að blekkja, það komst jú strax á kreik kvittur um að allt væri ekki alveg eins og það sýndist. Annars finnst mér þetta sem þér ekki mikið mál og í ljósi þess hve menn voru að gagnrýna mengunina yfir borginni og fjalla um hana, þá var nú bara hið besta mál að hún var minni en leit út fyrir.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og er þetta þá eina blöffið sem okkur hefur verið sýnt síðustu ár og áratugi, eru ekki fleiru undir þennan sama hatt sett?? spyr sú sem ekki veit.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mér er svo sem sama hverjir mæta þarna en íþróttir og pólitík eiga engan vegin saman eða alla vega ættu ekki að eiga neitt sameiginlegt.  Góð söguleg samlíking hjá.  En okkur er jú oft sýndur rjóminn ofan á tertunni en ekki það sem raunverulega býr undir.  

Ía Jóhannsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:07

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jamm það er ekki nóg að hafa fallega framhlið.....

Jónína Dúadóttir, 13.8.2008 kl. 07:10

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

innlitskvedja hédan

María Guðmundsdóttir, 13.8.2008 kl. 07:24

10 Smámynd: Tína

Knús inn í daginn þinn Jenný mín og hafðu það truflaðslega gott og skemmtilegt í dag.

Tína, 13.8.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, og þá má einnig segja að það hafi verið sannkallaður Phyrrosarsigur hjá Kínverjum því Pótekímtjöldin voru fljót að falla.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 09:59

12 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Skil ekki hvað fólk er alltaf að tala um að pólitík og íþróttir eiga ekki saman. Er ekki hvorutveggja hluti af lífinu og eins og allt óaðskiljanlegt.

Birgitta Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:35

13 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Þetta er með ólíkindum.  Sorglegt hvað fólkið er bælt niður þarna, það virðist ekki geta risið upp og mótmælt. 

Elísabet Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 11:11

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafþór: Takk kærlega fyrir þitt framlag.

Magnús Geir: Þú ert ágætlega skiljanlegur.

Ía og fleiri: Lífið sjálft er pólitík.  Hver ákvörðun sem við tökum er pólitík.  Pólitík er einfaldlega lífskoðun og stefna sem við tökum þegar við framkvæmum.

Íþróttir sérstaklega Ólympíuleikar eru hápólitískir og hafa alltaf verið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.