Þriðjudagur, 12. ágúst 2008
Eðlileg sýn á konur?
Í tilefni þessarar færslu og umræðnanna í kjölfar hennar hef ég verið að hugsa um muninn á karllægri hugsun og kvenlægri.
Allsstaðar í þjóðfélaginu sjáum við merki um karllæga stjórnun og áherslur.
Eins og t.d. auglýsingar.
Dæmi:
Hérna tek ég örfá dæmi um auglýsingar, bæði nýjar og gamlar.
Hugsunin um hvað selur og hvernig konur eru hlutgerðar hefur ekki mikið breyst.
Konur eru kynverur, það er vísað í fjöldanauðgun, að þær séu húsdýr og áfram má telja.
Hvað finnst fólki og hvernig slá þessar myndir þann sem sér?
Til að sjá textann á sumum myndum verður að klikka á þær til að stækka.
Uppfærsla fyrir þá sem vilja sjá að auglýsingar af þessu tagi séu til á íslensku. Fékk þær inni hjá Sóley.
Og ein lólítuauglýsing sem höfðar til barnagirndarinnar og eru sívinsælt sölutrikk.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:56
Það eru til mun fleiri auglýsingar sem sýna nákvæmlega hið gagnstæða, þar sem "yfirburðir" konunnar er notaðir til að minnka karlmanninn. En, sumir sjá bara það sem þeirra blöðkur leyfa. Lífið er undarleg kýr.
Lolitalitla, 12.8.2008 kl. 15:11
Ég hef ekki séð neina af þessum auglýsingum. Eru ekki til íslensk dæmi.?
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 15:22
Mikil væri gaman ef kventröllið "Lolitalitla" myndi sýna okkur "mun fleiri" auglýsingar sem sýna hið gagnstæða.
Það myndi flokkast undir að færa rök fyrir máli sínu - sem reyndar er ekki sterkasta hlið allra.
Ég bíð spennt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:22
Linkurinn virkar ekki.
Kolgrima, 12.8.2008 kl. 15:24
Kolgríma: Takk kærlega, búin að laga.
Lára Hanna: Þessi með insestnafnið er svo gegnsæ að ég nenni ekki að rífast við hana, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hanns eða hennar að koma af stað rifrildi. Boooooring.
Svo væri gaman ef insestið kæmi með dæmi. Bíðumog sjáum.
Ásdís: Af hverju íslensk dæmi? Þessar auglýsingar eru þekktar úr tímaritum um víða veröld, þær nægja til að sýna hvað um er að ræða. En þær eru örugglega til íslenskar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 15:33
Íslenskar? Mér dettur strax í hug Kók-Zero dæmið allt saman...
Ég veit, Jenný... ég veit. Bíðum og sjáum hvort eitthvað kemur frá honum/henni.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:35
Nákvæmlega Lára Hanna Zeroið sem var bannað.
Og ég man eftir fleirum. Ætla að athuga málið, ef það breytir umræðunni svakalega að heimfæra hana upp á íslensku.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 15:36
Lára, hér er ein frá D&G sem sýnir væntanlega sýn á karlmenn sem þú ert sátt við:
http://img213.imageshack.us/img213/627/dolcegabbanawu7.jpg
Og önnur svipuð:
http://www.saintmarys.edu/~medi0639/eroticmale.jpg
Ein sem sýnir að karlmenn eru svo miklir dónar:
http://farm1.static.flickr.com/166/388477195_c47f00464d.jpg
Mikið væri nú gaman ef rauðsokkur landsins myndu taka ofan þröngsýnisgleraugun og hætta að sjá samsæri gegn konum í hverju horni.
haukur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:44
andskotinn sjálfur bara! er slétt sama hvort leynist ein og ein auglýsing sem sýnir hid gagnstæda,thad tharf enginn ad reyna ad segja manni ad thad séu jafnmargar og thessar med konur i hlutverki "veika kynsins". Breytir mig persónulega engu hvort thú finnur thær á islensku, held thad hljóti samt ad finnast.
María Guðmundsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:46
Þakka þér fyrir þessa innsýn, Haukur... en ég hef aldrei sagt að ég sé eitthvað sáttari við auglýsingarnar þótt hlutverkunum sé snúið við.
Ég var einfaldlega að biðja "Lolitulitlu" að rökstyðja þá fullyrðingu sína að til væru "mun fleiri" auglýsingar sem sýna hið gagnstæða.
Ég minntist ekki einu orði á að karlmenn væru dónar eða að ég sæi samsæri í hverju horni og skil ekki hvernig þú gast mögulega túlkað orð mín á þann hátt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 15:52
Haukur: Myndirnar sem þú vísar í sýna einmitt karllæga sýn á konuna. Súludansararnir sem hafa hið fullkomna kynferðislega vald yfir karlmanninum. Heldurðu virkilega að þessi auglýsing sé séð með augum konu? Að þetta sé kvænlæg auglýsing.
Og já við verðum að sjá hlutina með gagnrýnum augum kyngleraugnanna því annars hættum við að sjá það sem hrópar í himininn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 15:55
Lára Hanna: Kíktu aftur.
Og ég bíð spennt eftir Lólítu (arg).
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 15:56
Takk fyrir að taka þetta fram, Jenný Anna. Þetta er nefnilega kjarni málsins; ef konur eru sýndar sem undirgefnar kynverur í auglýsingum er það merki um yfirgang karla og karllæga sýn á konur, og ef karlar eru sýndir sem undirgefnar kynverur í auglýsingum er það LÍKA merki um yfirgang karla og karllæga sýn á konur.
Ergó, konur sem vilja sjá kúgun karla í hverju horni fara létt með það og geta snúið bókstaflega öllu upp í "karlar eru svo vondir við konur" umræðu. Konur hafa meira að segja búið til heila "fræði"grein sem á að "sanna" þessa hluti og rannsaka, svo rík er þörfin að finna blóraböggla hjá helmingi mannkyns.
Ég vil að lokum minna á að Sóley Tómasdóttir, sporgöngukona íslenskra nútíma-rauðsokka, mótmælti einu sinni uppröðun flipa á mbl.is og sagði þá lýsandi dæmi um karllægar áherslur á ritstjórn þess miðils. Viðskipti (sem hún telur að séu víst bara fyrir karla), íþróttir (af því að það eru bara karlar sem hafa áhuga á íþróttum líkast til), og fréttir af fræga fólkinu (af því að karlar halda að bara konur vilji lesa um Britney Spears eða í þá veruna)... ætli það hafi ekki verið hennar röksemdarfærsla.
Það er vonlaust að rökræða jafnréttismál við fólk sem er jafnfordómafullt í garð karlmanna og íslenskar rauðsokkur, og þess vegna óska ég íslenskum rauðsokkum alls hins besta í nornaveiðum sínum og er viss um að ef nógu vel er leitað má finna bullandi kvenfyrirlitningu í veðurfréttum á Rás 1.
Af hverju eru t.d kraftmikil veður alltaf karlkynsorð (stormur, stinningskaldi, bylur), en aumingjalega og mjúka veðrið (gola, súld, þoka) kvenkyns? Er ekki tími til kominn að þið breytið þessu líka?
Bara hugmynd
haukur (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:15
Haukur: Ég harðneita því að hafa fordóma gagnvart karlmönnum enda eru það ekki persónunar karlmenn sem ég er að tala um. Ég er að tala um þá hugmyndafræði sem notuð er víðast um hin vestræna heim. Hugmyndafræði hvítra miðaldra karla. Það er ekkert séríslensk fyrirbrigði og íslenskar rauðsokkur (eins og þú kýst að kalla jafnréttissinna) hafa ekki fundið það upp.
En takk fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 16:21
en Jenny. þótt þú sért ekki að tala um 'persónurnar' karlmenn ertu samt að því. þegar þú tengir ákveðna hugmyndafræði eða hugsunarhátt beint við karlkynið eru í leiðinni að segja að það sé almennur eða týpískur hugsunarháttur persóna af karlkyni. ergó, þú ert að stimpla okkur. ekki flóknara en það.
Brjánn Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 16:25
annars væri fróðlegt að vita hverjir höfundar ofangreindra auglýsinga eru. ég er alls ekki viss um að það séu allt karlmenn.
Brjánn Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 16:38
Eg hef enga trú á því að þessar auglýsingar séu eftir konur, Brjánn. En ef þú átt eftir að rekast á efstu myndina með auglýsingu á sjálfstýringu í skip, báta og flugvélar, gæti öðru máli gegnt.
Eins ef þú sæir nautasæðisauglýsingu í Bændablaðinu með allsberum, vansköpuðum karli á fjórum fótum með fróunarpumpur á báðum tippunum.
Kolgrima, 12.8.2008 kl. 16:53
Brjánn. Þessu er ég ósammála. Það sem Jenný er bara einfaldlega að tala um er feðraveldið og hvernig hugmyndir þess hafa áhrif á t.d auglýsingar.
Feðraveldið er til og ég held að það sé engum greiði gerður með því að neita tilvist þess. Hugmyndir karla og viðhorf þeirra hafa litað samfélagið frá ómuna tíð og það er ekki fyrr en nýlega sem eitthvað hefur þokast í að minnka þessa einokun.
En betur má ef duga skal og þess vegna er nauðsynlegt að halda áfram baráttunni gegn t.d svona viðbjóði eins og þessar auglýsingar eru.
Guðrún (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 16:54
Síðasta tilraun til að skrifa hjá þér... Eyðist alltaf áður en ég næ að ýta á senda.
Í stuttu máli.
Sammála Brjáni... Væri til í að vita hvort karl eða kona standi á bak við þessar auglýsingar.
Skil ekki alveg heldur þetta tal... "karllæg" og kvennlæg"
Hvernig er ekki hægt að taka því þannig að átt sé við karlmenn og svo kvennmenn.
Kveðja á þig og kæmpe knús.
Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 16:55
Kolgíma. það er allt of mikil einföldun að halda (fram) að karlar geri svona auglýsingar og konur einhvernvegin hinsegin. staðreyndin er sú að konur eru víðast algengir starfskraftar á auglýsingastofum og ég tel líklegra en hitt að konur hafi komið að einhverju leiti að einhverjum þessara auglýsinga.
með að taka sérstaklega fram, „auglýsingu á sjálfstýringu í skip, báta og flugvélar“ sem eitthvað sem sérstaklega myndi höfða til karla umfram kvenna, ertu í raun sjálf að gera þig seka um þann hugsunarhátt sem hér er verið að gagnrýna og kalla karllægan.
málið er nefnilega að þessi karllægi hugsunarháttur er jafn ríkur hjá konum og körlum. einhverjar staðalímyndir um hvað höfði til karla og hvað til kvenna. burt séð hvað í raun höfði svo til fólks.
auglýsingabransinn nærist nefnilega á þessum staðalímyndum og því jafn líklegt að kona sem karl hanni auglýsingu í þessum stíl. auglýsingastofan velur nefnilega að gera það sem hún telur selja. auglýsingastofur standa nefnilega hvorki í jafnréttisbaráttu eða annars konar hugsjónastarfi. þær eru gróðafyrirtæki.
Brjánn Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 17:23
Ég verð að hryggja ykkur með því að konur gera svona auglýsingar ekkert síður en karlar.
En það ætti ekki að koma neinum á óvart... Ekki hægt að ætlast til þess að businessinn í landinu sjái okkur fyrir siðferðiskennd... þeir eru bara í því að búa til peninga. Kvenkyns auglýsingahönnuður getur ómögulega hannað auglýsingar út frá öðru en því sem talið er virka á markaði
Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 18:23
MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:37
Svona auglýsingar eru gerðar af konum fyriri konur, ekki vera að blanda karllægum hugsunarhætti í þetta.
En ég skil ekki hvað er svona slæmt við þessar auglýsingar, það er einfaldlega verið að tengja kynlíf við vörurnar, sem mér finnst hið besta mál. Áhrifin sem þetta hefur á venjulegt fólk eru svo teljandi lítil að það tekur því ekki einusinni að tala um það.
Ég sé ekkert að því að stilla konum eða körlum upp sem kynlífshlutum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:02
Það sem ég les út úr þessari grein þinni og eins athugasemdunum sem þú hefur fengið er fyrst og fremst gremja yfir virðingarleysi gagnvart hinu kyninu, karlmennirnir sjá ekki síður niðurlægingu síns kyns í auglýsingunum en við konurnar. Við getum kannski öll verið sammála um það að það sé ömurlegt að höfða til niðurlægingar/yfirburðar kynjanna í auglýsingum en er það ekki hreinlega vegna þess að þær VIRKA. Af hverju? Það erum við sem ráðum því hvort við kaupum vöruna sem er verið að auglýsa, það erum við sem getum stoppað þessa auglýsingamennsku. Ég persónulega get ekki hugsað mér að kaupa þetta blessaða LU kex eftir að auglýsingin með vælandi konunni kom fyrst fyrir sjónir mínar. Sumir sjá einhverja kómík í þeirri auglýsingu en mér finnst hún niðurlægjandi fyrir mig og mitt kyn. Ekki eru allar niðurlægjandi auglýsingar með karlmann gnæfandi yfir okkur sem allsráðandi og yfirburða. Við getum stjórnað því hvort auglýsingarnar virka eða ekki.
Helga J
Helga J (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:25
Auglýsingar virðast bara þvi miður of oft stílaðar inn á eitthvað allt annað en varan/þjónustan sem er verið að auglýsa.
Hvað eiga t.d fljúgandi peningaseðlar að segja okkur um gæði dömubinda?
Eða sílikonbrjóst um gæði bíls?
Ég er ekki sammála því að við stjórnum því hvort auglýsingar virka eða ekki........þó svo að við kaupum vöruna/þjónustuna ekki af því að auglýsingin misbýður okkur á einhvern hátt þá eru auglýsingar, dulbúnar og ekki, svo risastór þáttur í upplifun okkar á hverjum einasta degi. Og þær eiga þar af leiðandi mikinn þátt í að móta hugarfarið
Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 20:03
Ég viðurkenni það Heiða að auglýsingar eru risastór þáttur í upplifun okkar en þá kemur einmitt að þessu stórkostlega sem við öll höfum "sjálfstæður vilji" "sjálfstæð hugsun". Ég vona allavega að flest okkar hafi reynt af öllum mætti að innræta börnum okkar einmitt þetta tvent. Vega og meta hlutina en ekki láta mata okkur af einhverjum sora og (fyrirgefið orðbragðið) skít. Ekki láta glamúrinn villa okkur sýn heldur horfa raunhæft á það sem er verið að reyna að selja okkur og eins hvernig það er sett fram
Helga J
Helga J (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:17
mér er það minnisstætt þegar ég horfði á stand-up disk, íslenskann. þar komu bæði fram karlar og konur. það var eins og konurnar töluðu með píkunni því það kom bara sori úr þeim.
en spurning til ykkar kvenna. afhverju klæða konur sig ekki eftir veðri?
fellatio, 12.8.2008 kl. 21:14
..góða nótt!
Sunna Dóra Möller, 12.8.2008 kl. 22:28
Mér finnst þessar auglýsingar ömurlegar og ef ég væri feministi þá væru þær ömurlegar líka,...þarna eru auglýsingar á lágu plani.
Góða nótt kveðja
Eva Benjamínsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:39
Brjánn segir: "þessi karllægi hugsunarháttur er nefnilega jafn ríkur hjá konum og karlmönnum"
Það er kannski fullmikið að leggja það að jöfnu við hugsunarhátt karla, en ég er sammála því að konur hugsa karllægt margar. Það er heldur ekkert óeðlilegt við það, þar sem karllæg gildi eru fyrirmyndin og okkur konum hefur fyrst og fremst verið kennt af karlmönnum um atvinnumarkaðinn og fleira. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur konur að þora að vera þær sjálfar, en ekki taka upp taktík karla. Karlar og konur þurfa að vinna og vera saman á sínum forsendum en ekki á forsendum karllægra gilda.
Það er rétt hjá Brjáni að minnsta kosti veit ég um eina af þessum auglýsingum sem birt er hér að ofan sem búin er til af konu eða hún ber ábyrgðina í öllu falli. Það er lyftaraauglýsingin frá TOYOTA. Hún er búin til af Auglýsingastofu Guðrúnar.
Og ég er aðvitað ekki ánægð með það að kynsystir mín skuli ekki sjá í gegn um hræsnina sem felst í því að nota sitt eigið kyn til að græða á í kynferðislegu tilliti.
Aglýsingin frá veiðibúðinni er ósmekkleg heimtilbúin og stolin. Eins er auglysingin með límböndin ósmekkleg og eflaust heimatilbúin, veit það samt ekki. Hinar erlendu auglýsingarnar fjalla að mestu um kynlíf þar sem konan er hlutgerð í því sambandi.
Annars finnst mér gott að fá innlegg karlmanna og við þurfum stanslaust að vera í þjálfun á þessu sviði alveg eins og í fótboltanum.
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:40
eins og þú tókst líklega eftir Edda, en skilaði sér ekki í tilvitnun þína í mín orð, er að ég skáletra orðið karllægi.
mér finnst nefnilega rangt að kyngera einhverja tiltekna tegund hugsunarháttar, þegar ljóst er að hann er langt í frá bundinn við annað kynið.
eins þykir mér heldur billegt að tala um að karllæg gildi séu eitthvað sem konum hafi verið kennt af karlmönnum, eða fara að tala um , eins og Guðrún gerir. mikið svakalegur fórnarlambsleikur er það.
hvernig innprentast fólki karllæg hugsun? er það vegna áhrifa frá föður eða móður (sem hefur það þá hvaðan? frá föður eða móður?)
hver ber ábyrgð og hvort var á undan, hænan eða eggið?
ég, eins og flestir aðrir karlar, var alinn upp af móður minni rétt eins og af föður mínum. ég el síðan upp dóttur mína, rétt eins og móðir hennar elur hana líka upp.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 02:46
sorrí, orðið feðraveldi datt út.
átti að vera: „eða fara að tala um feðraveldi, eins og Guðrún gerir“
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 02:48
Brjánn. Ertu sem sagt að neita því að feðraveldið sé til og hafi verið til?
Að karlmenn hafi stjórnað samfélaginu í þúsundir ára og þeirra hugmyndir og hugsanir hafi mótað menninguna?
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 09:21
já, konur hafa mótað menningu okkar ekki síður en karlar.
meira hefur þó borið á körlum í mannkynssögunni. kannski það sé vegna þess að konurnar voru of uppteknar heima við, að ala karllægan hugsunarhátt með börnunum
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 10:41
Brjánn. Held að þú þurfir þá að fara að lesa þér til í mannkynssögu ef þú ætlar í alvörunni að fara að neita því að karlar hafi stjórnað heiminum í árþúsund.
Ég hélt í alvörunni að þetta væri ekki eitthvað sem fólk væri að deila um ennþá.
Og varðandi konurnar, heldur þú að hugmyndir um konur og "kvenleika" etc. séu komnar frá konum. Nei. Þær eru komnar frá körlum.
Lestu t.d bækur frá Forn-Grikklandi. Þar koma greinilega fram hugmyndir um kynin. Karlmennska vs. kvenleiki. Hugmyndir þeirra um karlmennskuna eru sláandi líkar þeim hugmyndum sem enn eru við líði um karlmenn, þ.e ekki sýna tilfinningar, vera töff etc.
Um konur var hugsað sem svo að þær væru annars flokks manneskjur sem hefðu ekki hæfileika til að hugsa rökrétt því þær væru of miklar tilfinningaverur og væru best geymdar í eldhúsinu og í barnauppeldi. Þessar hugmyndir um konur lifðu góðu lífi á vesturlöndum lengi vel og það var ekki fyrr en á síðustu öld sem konur fengu að mennta sig svo einhverju næmi.
Eru þetta hugmyndir sem eru komnar frá konum? Nei. Þetta eru hugmundir frá körlum. Hugmyndir sem heftu konur og komu í veg fyrir að þær gætu sýnt hvað í þeim byggi.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 11:17
Takk Guðrún fyrir þitt frábæra innlegg.
Takk allir fyrir að taka þátt.
Brjánn þú ert bara að reyna að pirra mig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 11:44
Guðrún, ég skil vel hvað þú ert að fara en þetta er of mikil einföldun.
rétt eins og ég sagði, þá hafa karlmenn verið meira áberandi í mannkynssögunni. Já og jafnvel stjórnað leint og ljóst. þú talar um fornar bækur og þau viðhorf sem þar koma fram. hvaðan koma þau viðhorf? já, ok. frá körlum segir þú, því bækurnar voru skrifaðar af körlum.
en hvaðan komu viðhorf karlanna sem skrifuðu bækurnar. ég held þú sért ekki að skilja spurningu mína með hænuna og eggið. þótt karlar hafi skrásett viðhorf hvers tíma er ekki þar með sagt að viðhorfin séu upphaflega komin frá þeim. einhver hlýtur að hafa mótað þeirra viðhorf. þá líklega mæður þeirra ekki síður en feður.
þykir þér pælingin kannski of djúp?
Jenný mín, ég er ekki að reyna að pirra þig hinsvegar þykir mér þessi umræða oft á tíðum of grunn. svolítið eins og að skjóta sendiboðann, að kenna skrásetjurum sögunnar um viðhorfin sem þeir lýsa.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 12:30
Brjánn. Ertu ekki að djóka? Ertu í alvörunni að halda því fram að það hafi verið konur sem héldu því fram að þær væru of miklar tilfinningaverur til að geta hugsað rökrétt? Að það hafi verið konur sem sögðu að þær gætu ekki lært?
Að það hafi verið konur sem settu þá reglu að konur mættu ekki vinna? Að þær mættu ekki erfa neitt? Að það væru feður/bræður/frændur sem réðu því hverjum þær myndu giftast?
Eins og ég hef áður sagt, lestu þér aðeins til í mannkynssögu.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 12:44
já, konur hafa mótað menningu okkar ekki síður en karlar.meira hefur þó borið á körlum í mannkynssögunni. kannski það sé vegna þess að konurnar voru of uppteknar heima við, að ala karllægan hugsunarhátt með börnunum
Þetta er náttúrulega alveg hárrétt hjá Brjáni. Ekki nokkur maður, þó karlmaður sé, tekur sér meiri völd í samfélagi en honum eru gefin. Að sjálfsögðu hafa konur tekið fullan þátt í að gefa körlum völd! Ekki spurning.
Konur eru enn að efast um eigin getu Guðrún.
Allt þetta eru afleiðingar aldagamalla hugmynda og tekur tíma að breyta þeim
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 13:06
Enda hefur enginn talað um að áhrif karlaveldisins séu horfin. Auglýsingarnar sem Jenný er með við þessa bloggfærslu sýna það glögglega.
Og konur eru ennþá að efast um eigin getu vegna þess að samfélagið hefur ekki breyst það mikið að við séum komin út úr feðraveldinu. Við erum ennþá að lifa eftir reglum þess.
Og ég veit fullvel að konur hafa lifað eftir þessu kerfi enda hvernig áttu þær að geta annað? Þær höfðu engin völd. Þær gátu ekki neitað að fara eftir þeim reglum sem þær voru settar því hvernig áttu þær að gera það? Fara að heiman? Fara frá mönnunum sínum og lifa á götunni? Því ekki máttu þær vinna. Þær erfðu auk þess ekki neitt. Þannig að framtíð þeirra var algjörlega í höndum karlmanna, eiginmanna, feðra, bræðra etc. Ef þær ætluðu ekki að enda á götunni þá þurftu þær að fylgja reglunum.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:29
Það er algjörlega ótækt að skella allri skuldinni á "samfélagið". Við erum samfélagið alveg jafn mikið og karlmenn eru samfélagið. Og reglur samfélagsins endurspegla bara fólkið í því.
Það eru t.d ekki bara karlmenn sem haga uppeldi barna sinna eftir fyrirfram ákveðnum kynjahlutverkum
Og ég veit fullvel að konur hafa lifað eftir þessu kerfi enda hvernig áttu þær að geta annað? Þær höfðu engin völd.
En það gerðist samt að þær fengu "leyfi" til að mennta sig, vinna og hafa völd
Einhvern veginn hófst það. Þannig að "að geta ekki" er ekki málið. Málið er "að gera"
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 13:48
Við þetta má svo bæta að ættir skiptu auðvitað mjög miklu máli. Og ef kona ákvað að fara frá manninum sínum (eða hann frá henni) vegna þess að hún neitaði að sjá um heimilið etc. þá var hún auðvitað búin að valda fjölskyldu sinni skömm.
Það voru því tvöföld bönd á konum: Þær höfðu ekki aðgang að fjármunum og voru því upp á karlmenn komna og svo voru þær bundnar af "skyldum" sínum gagnvart fjölskyldu sinni.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:48
Þær "fengu" leyfi til að mennta sig, vinna og kjósa eftir mikla baráttu. Þetta var allt fengið í gegn með baráttu. Baráttu hugrakkra kvenna sem voru tilbúnar til að leggja mikið á sig til að fá þetta í gegn.
En það þýðir ekki að sagan hafi ekki verið eins og hún var. Bara vegna þess að konur fengu að læra á síðustu öld þýðir ekki að þær hafi ekki búið við feðraveldi.
Konum var haldið niðri af samfélagi sem var stýrt af karlmönnum. Núna hefur það breyst mikið en við eigum samt mjög langt í land.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 13:53
Æi Guðrún... ég er orðin svooooo leið á því að hlusta á þetta "einu sinni vorum við fórnarlömb"
Alveg sammála þvi að það var fyrir baráttu hugrakkra kvenna sem þetta breyttist.... en það er akkúrat engin ástæða til að velta sér upp úr þessu lengur.
Þess vegna endurtek ég;
Það er algjörlega ótækt að skella allri skuldinni á "samfélagið". Við erum samfélagið alveg jafn mikið og karlmenn eru samfélagið. Og reglur samfélagsins endurspegla bara fólkið í því.
Það eru t.d ekki bara karlmenn sem haga uppeldi barna sinna eftir fyrirfram ákveðnum kynjahlutverkum
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 13:59
svo sammála með þetta fórnarlambatal.
ein pæling þó, svona fyrst allt var svo hræðilegt í gamla daga og konur voru bara núll og nix. hvernig komst það sýstem á, til að byrja með?
eins og Heiða réttilega nefnir; enginn fær meiri völd en honum eru veitt. höfðu konur kannski hvorki sjálfsvirðingu né metnað í gamla daga?
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 14:16
Umræðurnar bara aftur komnar í gang. Frábært innleggið frá Guðrúnu.
Brjánn, það veldur mér vonbrigðum það sem þú ritar hér. Það segir mér bara eitt og það er, hvað við konur eigum langt í land. Ef að uppeldi karla á dætrum sínum er í líkingu við lýsingar þínar á uppeldi dóttur þinnar, þá megum við heldur betur skera upp herör.
Þessi orðræða um karllæg gildi og kvenlæg gildi ásamt feðraveldi fortíðar og nútíðar á greinilega ekki upp á pallborðið hjá þér og viðkvæmni þín og eða óskiljanleg vörn þín kemur í veg fyrir að hægt sé að halda henni áfram nema ef vera kynni að það kæmu ný heiti yfir hugtökin sem fara svona fyrir brjóstið á þér.
Það getur ekki verið að þú hafir nákvæmlega eins áhrif á dóttur þína eins og móðir hennar! Eða að þú hafir orðið fyrir nákvæmlega eins áhrifum af móður þinni og föður! Eru þá konur og karlar eins eða með sömu þarfir?
Ég get líka séð þetta með þínum augum ,þ.e.a.s. ef að tvær konur hefðu alið þig upp, þá gætu þær aldrei haft eins áhrif þá þig, eða hvað?
En þar sem líffræðilegur munur er á kynjunum og erfðafræðilegur líka þá eru kynin ekki eins og allt aftur til steinaldar var það karlinn sem átti og réð yfir konunni og en í dag erum við að berjast gegn eignarhaldi karla yfir konum. Þótt við séum sem betur fer í öðrum menningarkima en þar sem eignarhald er í gangi. Það er ekki hægt að stroka yfir fortíðina eins og hægt er að stroka út með strokleðri. Þetta er arfleifð okkar sem við verðum að vinna með og breyta og það gerum við ekki með þöggun og líta þannig á að uppeldi og fræðsla sé eitthvað jolly jolly og allir foreldrar séu jafnhæfir í uppeldinu af náttúrulegum hvötum eins og mér finnst oft vera skilaboð samfélagsins.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:23
Það er alveg ofboðslega þægilegt að sitja í dag við tölvuna með öll þau réttindi sem konur hafa í dag og tala eins og konur hafi a) fengið þau réttindi upp í hendurnar og b) að þær hafi verið of miklir aumingjar hér áður fyrr til að berjast fyrir réttindum sínum.
Ástæðan fyrir því að ég er að "velta mér upp úr þessu" eins og þú orðar svo smekklega Heiða er sú að við getum ekki afneitað sögunni þegar við horfum á samfélagið okkar. Hvers vegna ákveðnir hlutir eru eins og þeir eru t.d Af hverju eru konur t.d taldar eldast verr en karlar? Af hverju eru konur notaðar sem kyntákn í auglýsingum? Af hverju eru konur taldar druslur þegar þær stunda kynlíf en karlar eru "kvennamenn"? Og svona mætti áfram telja.
Þetta eru hugmyndir sem urðu ekki til í ár heldur fyrir mörg þúsundum ára og hafa viðhaldist allan þennan tíma.
Þess vegna er einmitt svo mikilvægt að horfa á söguna þegar við tölum um hvers vegna hlutir eru eins og þeir eru.
Og það hefur enginn talað um að konur ali ekki börnin sín upp eftir fyrirfram ákveðnum kynjahlutverkum. Við erum öll sek um það að lifa lífinu okkar eftir kynjahlutverkum.
Því eins og Jenný hefur bent á snýst þetta ekki um að karlmenn séu vondir heldur að við lifum eftir ákveðnu mynstri, ákveðinni menningu, sem hefur áhrif á það hvernig við lítum á hlutina, hvaða ákvarðanir við tökum í lífinu etc. Þetta mynstur varð til fyrir árþúsundum og það er í okkar verkahring að komast út úr þessu mynstri.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 14:39
Heiða, þú ætlar þó varla að mótmæla því að flest samfélög í heiminum eru stýrð af karlmönnum?
Hvernig er hægt að vera leiður á því sem er fakta?
Hvernig eigum við konurnar að hafa áhrif og koma okkar að í samfélagi KARLA og kvenna ef við blásum svona léttúðugt á það eins og mér finnst þú gera núna?
Þetta er alvöru mál, það er ekki held ég sagt lengur af konu í dag hér á landi, ég kýs það sem maðurinn minn kýs! En veistu það er ekki langt síðan konur almennt sögðu það. Nú eru þær hættar að segja það og bera sig betur og segja alla vega ekki frá því að þær kjósi það sem maður þeirra kýs.
Ég ólst upp við það að mamma mín sem í rauninni var róttæk í eðli sínu, en mjög mikið á forsendum karllægra gilda. Hún sagði t.d. alltaf, "maðurinn minn segir..." og hún sagði líka við mig og systkini mín þegar við spurðum hana af einhverjum fróðleik eða í tengslum við námið, "spurðu pabba þinn hann veit þetta miklu betur"
En hún gerði það ekki þegar hann var ekki heima. Hvað segir þetta manni?
Jú, sem betur fer hafa foreldrar ekki eingöngu áhrif á börn sín. Ég og mínar systur urðum fyrir áhrifum frá kvennabaráttu sjöunda og áttunda áratugarins og á meðan áhrifin síuðust inn hjá okkur höfðum við áhrif á móður okkar. Henni dytti aldrei í hug að segja þessar setningar í dag, hún lærði það af okkur. Þannig að stundum eru það eggin sem kenna hænunni og ekkert að því.
Þetta kalla ég þróun.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:43
Edda. ég hef hvergi lýst uppeldi dóttur minnar, nema hvað ég sagði að hún væri alin upp af mér og móður hennar. sama á við um son minn sem og flest önnur börn. reyndar eru mín börn mun meira alin upp af mömmu sinni en mér, en ég fæ víst engu um það ráðið þótt ég vilji.
umræðan á alveg upp á mitt pallborð. annars væri ég ekki að taka þátt í henni. hinsvegar hefur hún þróast hér í eitthvert tal um fórnarlömb feðraveldis. því er eðlilegt að spyrja hvernig standi á því að konur eru/voru svo mikil fórnarlömb. eiga/áttu þær ekki sjálfar stóran hlut að máli að koma sér í það hlutverk?
ég endurtek það sem komið hefur fram, að enginn öðlast meiri völd en honum er gefin.
þú kemur inn á eitt sem oft vill gleymast í umræðunni um jafnrétti kynjanna. karlar og konur hafa nefnilega ekki sömu þarfir. ekki frekar en neinir tveir einstaklingar hafa eins þarfir, án þess ég sjái hvernig það tengist því sem ég hef sagt að framan.
þegar ég talaði um áhrif föður og móður á börn sín, var ég að benda á að það er fráleitt að ætla að kenna körlum um hvernig samfélagið hefur þróast gegn um aldirnar. samfélagið mótast af þeim sem í því búa. konum jafnt sem körlum. hafi verið alin upp þessi karllæga hugsun hjá börnum gegn um tíðina, er alveg jafn mikið um að kenna mæðrum þeirra eins og feðrum.
því er fáránlegt að tala um karllæga hluti í því sambandi. þeir eru allt eins kvenlægir.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 14:44
lýsing þín á móður þinni, Edda, er ekki einsdæmi. það er sko alveg rétt. ég staldraði við spurningu þína „En hún gerði það ekki þegar hann var ekki heima. Hvað segir þetta manni?“
þetta er lýsing á meðvirkni. getur verið að konur hafi verið svona veðvirkar upp til hópa, gegn um tíðina? það gæti skýrt margt.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 14:54
Brjánn, en af hverju voru þær meðvirkar?
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 14:59
því get ég ekki svarað. kannski þú vitir það betur en ég?
en það má alveg örugglega finna leið til að kenna körlum um það, eins og annað.
kannski málið sé fyrir konur að hætta að leita að sökudólgum fyrir eigin stöðu og líta ögn í eigin barm? yfirleitt fer best á því að byrja á að taka til í sjálfum sér.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:05
Brjánn,það getur verið að ég hafi misskilið það sem þú átt við uppeldið á þér og dóttur þinni, þar sem ég skildi það þannig að þú værir alin upp af foreldrum þínum nákvæmlega eins af þeim báðum og þú hafir gert það sama með móður dóttur þinnar. Þess vegna fer ég út í þær vangaveltur um áhrif uppalenda.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:05
Ef þú sérð til þess að annað kynið sé valdalaust þá er ekki hægt að segja að bæði kynin hafi jafn mikil áhrif á samfélagið. Og konur voru svo sannarlega valdalausar. Þær réðu ekki að neinu leyti yfir sér sjálfar. Þær máttu ekki vinna, þær réðu ekki hverjum þær giftust, þær máttu ekki erfa neitt, þær máttu ekki mennta sig etc. Þær voru beisíkallí valdalausar.
Það er því ekki hægt að halda því fram að þær hafi haft jafn mikil áhrif á samfélagið og karlar.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:10
ok, skil. það sem ég átti aðeins við er að sé einhver alinn upp í karllægum hugsunarhætti er líklegast að móðir hans beri jafn mikla ábyrgð á því og faðir hans.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:12
Brjánn þetta er ekki kerfi "meðferðar" þótt það sé gilt og gott.
Þetta er kerfi valdbeitingar, stjórnunar, kúgunar, hefða, reglna og laga sem sett voru af karlmönnum. Þessu erum við að breyta og ætlum okkur að halda áfram að breyta. Een við þurfum á karlmönnum líka að halda til þess, en þeir eru klókir og hafa meir á sinni hendi bæði peninga og völd. Þeir eru ekki alveg tilbúnir að sleppa því eða jafna. Þannig að, þess vegna verður umræðan í gangi þangað til við náum árangri sem er ásættanlegur.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:13
en Guðrún. hvert er þá svarið við spurningunni; hvernig urðu konur valdalausar til að byrja með?
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:15
ég get alveg fallist á það Edda. ég er heldur ekki að mæla því mót að við tökum til í samfélaginu. ég er einfaldlega að mótmæla því þegar konur gera karla einhliða ábyrga fyrir hvernig mál hafa þróast gegn um aldirnar og því að tala um karllæga hluti, sem eru einfaldlega afleiðing af því hvernig þjóðfélagið hefur þróast, jafnt á ábyrgð kvenna sem karla. það er grátlegt að horfast ekki í augu við „eigin“ ábyrgð og gera sig þannig að fórnarlambi.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:25
Ef þú sérð til þess að annað kynið sé valdalaust þá er ekki hægt að segja að bæði kynin hafi jafn mikil áhrif á samfélagið. Og konur voru svo sannarlega valdalausar. Þær réðu ekki að neinu leyti yfir sér sjálfar. Þær máttu ekki vinna, þær réðu ekki hverjum þær giftust, þær máttu ekki erfa neitt, þær máttu ekki mennta sig etc. Þær voru beisíkallí valdalausar.
Ég er að tala um nútímann. Mér finnst hann skipta meiru máli en að velta sér upp úr því hvernig þetta var.
Eina sem við þurfum að gera er að draga lærdóm af gömlum tímum. Það er mögulegt án þess að vera að draga hann endalaust inn í umræðuna.
Það sem skiptir máli er staðan núna og hvað við, konur og karlar, getum gert sem einstaklingar og sem heild til að jafna veraldlega og huglæga stöðu beggja kynja
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 15:25
nákvæmlega og meðan fólk reynir hvað það getur að vera í fórnarlambshlutverkinu, mun ekkert breytast.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:30
Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvernig það gerðist fyrir þúsundum ára að karlmenn urðu ráðandi aðilinn. Það eina sem skiptir máli er að þeir urðu það og þeir hafa verið það allan þennan tíma.
Því þarf að breyta.
Og ég hef svarað þér Brjánn varðandi næst síðasta innlegg þitt. Svar mitt er:
Ef þú sérð til þess að annað kynið sé valdalaust þá er ekki hægt að segja að bæði kynin hafi jafn mikil áhrif á samfélagið. Og konur voru svo sannarlega valdalausar. Þær réðu ekki að neinu leyti yfir sér sjálfar. Þær máttu ekki vinna, þær réðu ekki hverjum þær giftust, þær máttu ekki erfa neitt, þær máttu ekki mennta sig etc. Þær voru beisíkallí valdalausar.
Og eins og ég sagði áður þá höfðu konur ekkert val um hvort þær lifðu eftir þessu kerfi eða ekki. Valið var að búa við þetta eða lifa á götunni. Og ef þær völdu götuna þá voru þær að setja sjálfar sig í slæmar aðstæður en það sem meira er, fjölskyldu sína og ætt. Þær voru því þrælbundnar.
Og það er enginn að tala um fórnarlömb. Það er bara einfaldlega verið að benda á að sagan hefur áhrif á líf okkar í dag. Það þýðir ekki að afneita sögunni og láta eins og þau viðhorf sem giltu hér áður fyrr lifi ekki mörg hver góðu lífi í dag.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:41
Til þess að breyta í núinu þarf maður að skilja fortíðina.
Það eru t.d. engir mannsaldrar síðan að konur fengu rétt til að kjósa.
Brjánn það er mikill misskilningur ef þú telur að það sem Edda og fleiri eru að segja hér sé eitthvað tengt fórnarlambshlutverkinu. Það er svo langt því frá og ég skil ekki hvernig þú færð það út úr því sem hefur verið skrifað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 15:41
Heyr, heyr Guðrún.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 15:42
Guðrún. þú hefur ekki svarað spurningunni.
„Ef þú sérð til þess að annað kynið sé valdalaust þá er ekki hægt að segja að bæði kynin hafi jafn mikil áhrif á samfélagið. Og konur voru svo sannarlega valdalausar. Þær réðu ekki að neinu leyti yfir sér sjálfar. Þær máttu ekki vinna, þær réðu ekki hverjum þær giftust, þær máttu ekki erfa neitt, þær máttu ekki mennta sig etc. Þær voru beisíkallí valdalausar.“
þetta svara ekki spurningunni um hvernig valdaleysi kvenna á að hafa komist á.
og Jenný. það að sjá ekki bjálkann í eigin auga og kenna bara karlmönnum um vesældóm kvenna fortíðarinnar, er ekkert annað en að leika fórnarlambshlutverk.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:48
Ég er alveg sammála þér Heiða að við eigum að sinna nútímanum, en nútímanum er ekki hægt að sinna nema að sagan sé sögð.
Þar með erum við komin að upphafinu að þessum skrifum og það er fyrirsögn Jennýjar sem reit pistilinn sem umræðan hefur snúist um, "Er þetta eðlileg sýn á konur?"
Þar vísar hún í myndefni af konum sem hlutgerðar eru í auglýsingum.
Ég spyr því sjálf, er þetta eðlileg sýn á konur?
Og þetta er í nútímanum.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 15:50
og það er nákvæmlega þetta sem torveldar femínistum nútímans að áorka hlutum. þær eru pikkfastar í fórnarlambshlutverkinu.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:50
hvað er eðlilegt, Edda?
er eðlilegt það sem mér finnst, eða það sem þér finnst, eða er eðlilegt viðhorfið sem þjóðfélagið hefur mótað, burt séð hvort mér og þér þyki það eðlilegt?
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:53
Brjánn. Lestu fyrsta hluta innleggsins hjá mér þá svara ég þessari spurningu frá þér.
En ég get svo sem svarað henni aftur:
Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvernig það gerðist fyrir þúsundum ára að karlmenn urðu ráðandi aðilinn. Það eina sem skiptir máli er að þeir urðu það og þeir hafa verið það allan þennan tíma.
Því þarf að breyta.
Og hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að segja að konur hafi verið með vesældóm hér áður fyrr?
Það er kannski rétt sem Jenný sagði hérna fyrr í kommentunum:
Þú ert hérna til að pirra.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:54
mér þykir ekkert óeðlilegt við að einstaklingur, af hvoru kyni sem er, hlutgeri sig sé það hans vilji.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:55
Edda. Nei þetta er langt í frá eðlileg sýn á konur.
Hlutgerfingin algjör.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:56
alls ekki. ég tek gjarnan þátt í fjasi um mál sem mér eru hugleikin, en pirringur á ekki upp á mitt pallborð
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 15:57
Nákvæmlega....við eigum að læra af mistökum fortíðar. Við virðumst ekkert vera neitt sérlega góð í því sbr auglýsingar oþh
En það sem ég er að reyna að segja hérna er að það er ekki undir karlmönnum komið að það breytist.
Það er fyrst og fremst undir okkur konum komið. Við þurfum að hrista af okkur þessar staðalímyndir sem tilvera okkar virðist hafa alið af sér. Ef við gerum það ekki þá gerir það örugglega enginn fyrir okkur
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 16:00
Guðrún. þú segir fyrst „Ef þú sérð til þess að annað kynið sé valdalaust“ þar ertu klárlega að gefa í skyn að konur hafi verið gerðar valdalausar. síðan segirðu að það skipti ekki máli hvernig það gerðist, þegar þú ert beðin að útskýra mál þitt. kannski þú vitir upp á þig/kvenþjóðarinnar skömmina?
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 16:01
Fyrsta skrefið gæti t.d verið að konur beittu sér í alvöru fyrir því að fegurðarsamkeppnir yrðu úr sögunni ;)
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 16:01
ég tek undir með Heiðu.
væri nær að fara gera eitthvað meira en bara að jagast í okkur körlunum.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 16:03
Brjánn þú hefur þá væntanlega lesið Jóhannes?
http://joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/613888/#comment1625885
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:10
já, ég var búinn að lesa hann
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 16:13
en ég get með engu móti haldið fram að eitthvað óeðlilegt sé við það sem Ásdís Rán hefur sjálf valið að gera við sitt líf.
none of my business.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 16:15
Brjánn. Nei við skulum endilega ekki nefna það að karlar hafi ráðið hér öllu í árþúsundir. Nei því það er jú jag samkvæmt þér.
En þú mátt auðvitað segja að konur hafi verið með vesældóm hér áður fyrr. Því það er jú ekki jag.
Guðrún (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:24
Brjánn, hvorki ég, Jenný, Guðrún eða aðrir sem hafa skilgreint og gagnrýnt hlutgerfingu kvenna hafa verið að jagast í karlmönnum!
Ekki nema þú upplifir það að þegar við segjum að við viljum vinna með karlmönnum sé jag?
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:30
Ég get nú bara ekki verið sammála því að konur hafi verið valdalausr í gegnum tíðina og ekki lagt neitt af mörkum til mankynssögunnar, svona eins og þið virðist vilja meina. Ég hef MIKLU meira álit á kvennmönnum og framlagi þeirra til mannkynssögunnar. Ég er farinn að halda að þetta vanmætti sé einhver tilbúningur í femínistum. Fullt af mætum konum sem hafa breytt mankynssögunni og haft mikil völd og haft sitt að segja um hvernig hlutirnir hafa þróast.
Konur þurfa að hætta spila sig sem vanmáttug fórnarlömb illsku og mannvonsku, mér finnst þetta hljóma eins og mesti aumingjaskapur. Konur þið virðst hafa lítið álit á eigin kyni, jafnvel minna en verstu karlrembur. Kannski er orðtakið satt;"konur eru konum verstar"
Svo hef ég líka verið að velta fyrir mér hvað er þessi blessaði karllægi hugsunarháttur og hvernig er hann öðruvísi en kvennlægur ???? Ég get t.d. ekki séð að það sé karllægt að hlutgera hitt kynið sem kynlífsíkon. Get heldur ekki séð að það sé karllægur frekar en kvennlægur hugsunarháttur að vera það sem miklar "tilfinningaverur" kalla að vera grimmur/grimmm.
Mér finnst að með þessu tali sé verið að stilla karllægum hugsunarhætti upp til samanburðar kvennlægum og þetta séu hlutir á sitthvorum pólnum. Svona eins og svart og hvítt eða vont og gott. Þetta er algeng rökvilla hjá fólki að gera þetta. Mér finnst eins og karllægum hugusnarhætti sé stillt upp sem slæmum og kvennlægur þá sem góðum. Ég veit að femínistar hafa gagnrínt þennan tvípóla hugsunarhátt sem konum hefur verið still upp á móti körlum eins og slæmt á móti góðu, þá hafa konur átt að vera slæmar en karlar góðir.
Er ekki verið að gera nákvæmlega það þegar "kvennlægum" og "karllægum" hugsunarhættir er stillt upp svona ????
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:33
Ég veit það ekki en mér finnst bæði þessi færsla og síðasta kellingafærsla Jennýar brjóta mörg af grunnhugmyndum femínsta og femínsks hugsunarháttar. Jenný hefur notast við eðlishyggjukenningar og hefur still upp kvennlægum hugsunarhætti upp sem andstæðu karllægs hugsunarháttar. Á svipaðan hátt hafa karlrembur sem eru á móti femínistum stillt upp röksemdarfærslum sínum.
Kannski það þurfi að fara bjóða bloggurum upp á námskeiðið feminism 101
Svo langar mig líka að benda á, séstaklega henni Guðrúnu, að réttlæti heimsins er ekki hægt að mæla á vogarskálum. Ég á við að réttlæti virkar ekki þannig að ef annar upplifir meira óréttlæti að þá sé hægt að setja meira réttlæti á vogarskálina hjá þeim eða taka af hinni og þá verða allir jafnir. Hlutirnir eru svolítið flóknari en það.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:40
Það er líka eitt í sambandi við svona orðræðu og hún er sú að það verður að aðskilja umræður um persónur og það sem persónur gera, Ásdís t.d. er að gera hluti sem mér finnst bara "prump" en það er ekki þar með sagt að hún sé ekki líka að gera eitthvað rétt og mikil ósköp hún er falleg og eflaust gaman að horfa á hana fyrir marga.
Ég er ekki sammála þeim leiðum sem hún notar sér til framdráttar og viðurværis. En ég er ekki að dæma han sem persónu.
Eins er það með þegar ég tala um karlaveldið, þetta þýðir ekki að allir karlar séu slæmir eða valdasjúkir eða hvað það nú er sem mér mislíkar í hefðum karla. Þeir eru eins mikil fórnarlömb þessa kerfis eins og konurnar, en afþví að kerfið er þeirra og þeir hafa völdin er það hlutskipti kvenna að nálgast það á sinn þátt með hjálp karla.
Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:40
Takk fyrir innleggin nánast öll.
Líka þér Bjöggi þó þú ráðist hvað eftir annað að persónu minni með ljótum hætti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 16:50
Nú er ljótt að tala um að þú virðist ekki vera mikil femínist þegar maður fer að pæla í því. Mér finnst þú ekkert sérstaklega femínsk ef ég á að segja ssatt. Hvað annað hef ég sagt um þig ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 16:58
Practise what you preach !
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:00
Hérna kemur aftur það sem ég hef sagt um þig.
"Ég veit það ekki en mér finnst bæði þessi færsla og síðasta kellingafærsla Jennýar brjóta mörg af grunnhugmyndum femínsta og femínsks hugsunarháttar. Jenný hefur notast við eðlishyggjukenningar og hefur still upp kvennlægum hugsunarhætti upp sem andstæðu karllægs hugsunarháttar. Á svipaðan hátt hafa karlrembur sem eru á móti femínistum stillt upp röksemdarfærslum sínum."
Eina sem ég geri þanna er að gagnrína röksemdafærsluna hjá þér, eitt orð sem gæti farið fyrir brjósti á þér, það er feitletrað, en ég notaði það þar sem að þetta eru ekki femínskar færslur heldur kvennrembu eða kellingafærslur sem hafa ekkert með kvennréttindi eða femínisma að gera.
Hvernig stendur á þessum viðbrögðum hjá þér við eitthverju jafnsaklausu, er ég að hitta á viðkvæma punkta, er kannski eitthvað til í þessu hjá mér???
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 17:10
það sem ég kalla jag, er ekki að halda því fram að karlar hafi haft völdin gegn um tíðina. það er útúrsnúningur að halda því fram.
ég kalla jag, að kenna körlum alfarið um hver staða kvenna var og er, í stað þess að konur líti sér nær.
Brjánn Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 17:18
Konunni með brjóstin fjögur í mjaltavél er að vísu ekki ætlað að selja eitt eða neitt. Frekar er verið að hvetja fólk til að kaupa ekki ákveðnar vörur, nefnilega erfðabreytt matvæli: http://www.scoop.co.nz/stories/PO0310/S00003.htm.
Þossi (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 19:45
Það er tvennt sem er sértstaklega athugavert við þessar auglýsingar.
1. Þær virðast bera árangur þar sem þær selja (karllæg hugsun?)
2. Konurnar á myndunum (nema þeirri sem er teiknuð) eru þátttakendur í þessu (kvenlæg hugsun?)
Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 08:53
Skemmtilegar og þarfar umræður hér í gangi !! Og greinilega finnst hverjum sitt,- en mér sýnist allir vera sammála því að enn í dag hafi kynin mismunandi virðinga/valdastöðu. Þá langar mig að pæla í: Hvernig breytum við því ? og með við á ég við okkur öll konur og karla !!
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 15.8.2008 kl. 12:33
Eðlileg sýn á konur? Spyr Jenný!
Nú væri kannski ágætt að skilgreina hvað telst eðlilegt í þessu samhengi hvort sem konur eða karlar eiga í hluti.
Og því ekki óeðlilegt að Jenný svari þeirri spurningu því henni virðist þetta mál hjartans hugleikið og ætti því að geta frætt mig á því hvað telst eðlilegt og hvað ekki. Einhvern vegin nær hún að halda því fram að þetta sé karllæg hugsun þegar konur séu sýndar á þennan hátt sem hún vísar til með dæmum úr auglýsingum. Ég held að það sama eigi við með þessar auglýsingar einsog flest annað að það má staðsetja þær á hinni svokölluðu normal kúrfu. Nú virðist Jenný hafa lagt sig fram við að finna auglýsingar sem að lítillækka konur hvað mest og/eða gera þær að eh kynlífsverum. Eðli málsins skv. þá verður alltaf eitthvað til hægri og eitthvað til vinstri á meðalkúrfunni rétt einsog í pólitíkinni og ekkert óeðlilegt við það. Mér þætti það allavegana í hæsta máta óeðlilegt ef allar auglýsingar væru sbr. skilgreindan standard saminn af feministum. Þá væri nú ástandiið orðið vægast sagt skelfilegt. En hvað um það. Nóg af þessari langloku hjá mér og vonast til að fræðast af Jenný hvað teljist eðlilegt.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:24
Hvernig væri nú að reyna að ná til þeirra kvenna sem sitja fyrir og leika í slíkum auglýsingum? Er þetta ekki alveg jafn mikið þeim að kenna og körlunum,, ég bara spyr?
Það er eitthvað sem segir mér að þær hafi ekki verið nauðpíndar til að leika í þeim.
Jóhann Kristjánsson, 15.8.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.