Leita í fréttum mbl.is

Takið Óskar, takið okkur

Að fylgjast með borgarmálunum í borginni minni er eins og að hafa innbyrgt hugbreytandi efni og horfa á Fellinibíómynd afturábak í einu. Sækadellik motherfucker takk fyrir kærlega.

Það verður ekki ruglaðra.

Meirihlutinn er auðvitað minnihluti og borgarstjórinn hefur engan stuðning á bak við sig.

Það er staðreynd.

Fólk heldur niðri í sér andanum.

Svo er sagt að Óli Eff ætli ekki að láta neinum eftir borgarstjórastólinn enda sér hver maður að karlinn er á valdaflippi og nýtur þess í botn.  Hann er einn af örfáum sálum sem eru glaðir með borgarstjórann.

Og nú biðlar Guðni til íhaldsins, takið Óskar, takið okkur.  En Óskar þó ágætur sé hefur 2,1% á bak við sig þannig að ekki er það björgulegur "meirihlutakostur" heldur.

Þorsteinn Pálsson kallar eftir Framsókn og Óskari.

Kommon, þegar staðan er ónýt þá er hún ónýt og plástrar og sárabindi bjarga litlu sem engu.

Þessi sjúklingur verður að fara í aðgerð og meðferðin við meininu verður ekki löguð með heimsókn á slysadeild.

Ég legg til að meirihlutinn sem er í raun minnihluti sitji uppi með skömmina og ástandið þar sem ekki er hægt að kjósa aftur.

Auðvitað er til möguleiki í stöðunni þó ég sjái hann ekki gerast.

Íhaldið gæti viðkurkennt að þetta valdarán með fulltingi Ólafs var mistök og bömmer.

Og beðið 100-daga meirihlutann visamlegast um að taka aftur við stjórntaumunum.

Jeræt, það mun ekki gerast.

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

En framsókn er með helmingi fleiri atkvæði en Óli  







Hólmdís Hjartardóttir, 12.8.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Tína

Persónulega finnst mér skömm að því að ekki megi kjósa aftur, því ekki er hægt að bjóða fólki upp á þessa vitleysu endalaust.

Annars kramkveðjur á þig krúslan mín

Tína, 12.8.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Jenný mín, ekki ertu með áhyggjur af þessu rugli öllu á þessum fallega degi?

Á aðeins eitt orð yfir það ORKUSÓUN.

Sama hvað ég myndi fjasa um þetta, það breytir engu í þessu máli.

Kveðja á þig.

Einar Örn Einarsson, 12.8.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það á að kjósa undir eins. Fulltrúar sveitarfélaganna í landinu eiga að beita áhrifum sínum til bjargar borginni okkar úr þessari klemmu.

Edda Agnarsdóttir, 12.8.2008 kl. 13:03

5 identicon

Ef Sjálfstæðismenn fá Óskar-inn þá held ég að þeir gangi endanlega frá pólitískri tilveru sinni í borginni. Í raun eru þeir klúðrararnir sem hafa spilað á metnaðarflautu stjórnmálamanna. Ég fengi mér góðan vegg til að kasta mér í ef ég byggi í (höfuð)borginni.
Hún hefur tapað höfðinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 13:08

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sko, mín kæra.

ÞAð þýðir ekkert að fílósófera um þetta, frekar en það gagnaði Ingjaldsandsfíflinu forðum, við myllusteininn.

Við hefðum átt að eigast í fyrri meirihluta, líkt og ég lagði til, semsé, D+VG= sönn ást.

Það er miklu miklu fleirra sem sameinar okkur en VG og Samfó brrrrr, hugsaðu bara um hvað það yrði leiðinlegt hjá ykkur, notuð af Degi , svona daglig Dags en eftir kosningar, (sem hann ætlar að sigra) verður ykkur á haug varpað og ekki einusinni þakkað frekar en ofurölvi stúlku fyrir greiðann af útlendum sailor.

Millum Hönnu og ykkar frauku er gott samband, nú er tíminn til að rækta það.

hilsen

 Miðbæjaríhaldið

með grasið í skónum, líkt og unglingur í sveit um háslátt.

Bjarni Kjartansson, 12.8.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Kolgrima

Ég fer svo hryllilega hjá mér í hvert sinn sem borgarmál ber á góma, að ég vil helst ekkert af þeim vita! Stinga bara borgarmálefnadeildinni í svartan poka og grafa hann í Sahara á meðan þetta er að ganga yfir. 

Það er ekki hægt að boða til kosninga og enginn leikur í stöðunni. Það er ekki hægt að mynda meirihluta í borginni án sjálfstæðisflokks eða Ólafs (sem er í guð má vita hvaða flokki).

Tillaga Guðna og Þorsteins um að sjálfstæðismenn taki aftur við Framsókn (svo þeir geti látið Ólaf róa) er bara djók. Framsókn sprengdi fyrstu borgarstjórn kjörtímabilsins og ber stóra ábyrgð í þessu máli.

Og eftir þennan tíma með Ólafi í borgarstjórn, væri það pólitískt óráð fyrir Vinstri græna og/eða Samfylkingu að mynda bandalag með Sjálfstæðisflokki. Það hefði átt að gerast um leið og Ólafur sprengdi borgarstjórnarsamstarfið á sínum tíma. Nú er það of seint.

Þannig að....  nema að Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Vg ákveði að bjarga borginni í sameiningu? En þá er það stóra spurningin - hver fær að vera borgarstjóri og hver fær að vera forseti borgarstjórnar?

Þannin að það er ekkert annað að gera en bara að bíða og bíða!

Kolgrima, 12.8.2008 kl. 14:43

8 Smámynd: Lolitalitla

Er málið bara ekki að láta Borgarstjórann í friði og leyfa honum að klára sinn tíma í ró og næði áður en fólk fer á flippinu? Auðvitað hefði þessi skammarlega samkunda aldrei að komast að en fyrst hún er við völd þá er málið bara að leyfa þeim að gera sín mistök í friði því þeir uppskera í næstu kosningum.

Lolitalitla, 12.8.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gat nú verið að Frammarinn guggnaði, ég man ekki betur en að allir aðilar 100 daga stjórnarinnar hafi sagt:  "Gerið svo vel, þið komuð ykkur sjálf í þessa aðstöðu, þið munuð sitja uppi með gaurinn restina af kjörtímabilinu" þegar sjálfstæðismenn áttuðu sig á því hvers lags borgarstjóra þeir sátu uppi með. 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:44

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góður pistill ! Algjörlega frábærpistill!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.8.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.