Leita í fréttum mbl.is

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása

Orðið ljósmóðir er eitt það fallegasta í íslenskri tungu og að mínu mati er starf ljósmóður eitthvað það merkilegasta sem hægt er að hafa með höndum.  Í mínum huga eru þessar konur mikið meira en bara heilbrigðisstarfsmenn, þær eiga alveg sérstakan stað í hjarta mínu og ég er full þakklætis í þeirra garð.

Hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk spítalanna nýtur líka sérstakrar virðingar í mínum huga, það er eitthvað svo stórt og merkilegt við fólk sem vinnur við að bjarga lífi annarra og annast um okkur þegar við erum veik og aum. 

Ég gæti líka talið upp endalaust af fólki sem sinnir öðrum og hefur það að lífsstarfi.  Leikskólakennarar, fólkið sem sinnir öldruðum og á endanum allur sá aragrúi kvenna sem þrífur skít í öllum þeim stofnunum sem sjá um manneskjur.  Þið vitið hvað ég meina.

Og ég er þreytt á að sjá lítilsvirðinguna sem "hið opinbera" sýnir þessu fólki þegar kemur að því að greiða því fyrir vinnuna sína.

Hver króna er talin eftir, það er reynt að blóðmjólka starfskraftana og nú er yfirvofandi brotthvarf ljósmæðra úr starfi vegna launa sem ég persónulega skammast mín fyrir að séu greidd þeim sem taka á móti börnunum okkar og hjálpa foreldrunum með fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu.

Ég er svona við það að springa.

Það er svo ekki á það bætandi þegar einn einn stjórinn og það stjórinn á Lsp. fær 25% launahækkun, fer upp í 1.618.56 á mánuði.

Hann stjórnar batteríinu og fyrirgefðu maður/kona sem ert í djobbinu, finnst þér ekkert siðlaust við þetta fyrirkomulag á meðan fólkið á "plani" fær ekki það lítilræði, sem það á svo sannarlega rétt á, fyrir að halda þessari stærstu heilbrigðisstofnun okkar Íslendinga gangandi?

Ég er svona uþb. að fá endanlega nóg af þessari jakkafatahugmyndafræði sem tröllríður þjóðfélaginu.

Mat á mikilvægi í þessu þjóðfélagi er svo karllægt að það er að verða óþolandi að horfa upp á forgangsröðunina í launamálum og öðrum málum líka reyndar.

Fífl.  Aljgörir jeppar til höfuðsins þetta lið.


mbl.is Laun forstjóra Landspítala hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hjartanlega sammála þér. Og hún ríður ekki við einteyming, jakkafatahugmyndafræðin, gekk alveg fram af mér þegar íslenska Ol. liðið gekk inn á völlinn á setningarhátíðinni - í jakkafötum. Karlaveldi íþróttahreyfingarinnar kom þar berlega í ljós.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.8.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ja hérna. Afhverju kemur þetta ekkert á óvart?

Jóna Á. Gísladóttir, 11.8.2008 kl. 09:11

3 Smámynd: Kolgrima

Ekki ertu að tala um kynbundinn launamun, kona? Þessi hækkun forstjórans er eins og blaut tuska framan í ljósmæður og allar hinar sem vinna á spítulum.

Gerir ríkisstjórninni dálítið erfitt fyrir að tala um að nú sé ekki rétti tíminn til að hækka laun!

Kolgrima, 11.8.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sammála þér! Það kraumar í mér reiðin!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Hulla Dan

Sammála hverju orði og finnst þetta siðlaust.

Mér finnst að þeir sem passa það dýrmættasta í lífinu okkar... börnin, þeir sem vinna við að bjarga lífum, hjálpa nýjum lífum inn í þennan heim og þeir sem annast foreldra okkar og ættingja þegar þeir eru ófærir um það sjálfir... eigi að fá laun samkvæmt því. 

Knús á þig Jenný

Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 09:34

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Alveg er það furðulegt, hvað menn geta verið blindir á svona lagað og GERSAMLEGA TAKTLAUSIR.

Hvernig í ósköpunum getur það gerst, að einmitt í miðju kafi launaviðræðna, bæði við lækna, hjúkrunarfólk, ljósmæður og í raun flesta starfsmenn í umönnunarstörfum, hvar MARGÍTREKAÐ ER SAGT AÐ EKKI SÉ TIL FÉ og að til að senda EKKI misvísandi skilaboð út í þjóðfélagið, --hækki æðsti stjórnandi Landspítalans svona ÓFORVARENDIS um 25% í launum miðað við forvera sinn?????????????????

Svona GERA menn EKKI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Miðbæjaríhaldið

hissa,--nei,--- gersamlega bit.

Bjarni Kjartansson, 11.8.2008 kl. 09:49

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér með þessa jakkafatadýrkun.  Ofurlaunagaurar versus öskubuskur.  Andstyggilegt bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 09:49

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Er eiginlega sammála með þarna jakkafatatilvitnunina.

kv

Ljósfaðir með jeppadellu.

Þröstur Unnar, 11.8.2008 kl. 09:49

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Flott orð: jakkafatahugmyndafræði. Sá sem fær stöðuna klæðist einmitt jakkafötum.

Sigrún Óskars, 11.8.2008 kl. 10:09

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Helvítis ósvífnin ríður ekki við einteyming....

Jónína Dúadóttir, 11.8.2008 kl. 10:26

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ljósmæður annarst fyrst og fremst konur og börn, ergo: Ekki þess virði.
Nýr forstjóri Landspítalans þarf að fá vel borgað fyrir að greiða sem best fyrir einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar, ergo: Mikils virði.

Eða hvað? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:29

12 Smámynd: Emma Agneta Björgvinsdóttir

ljósmóðir er mjög fallegt orð og að sjálfsögðu ætti að virða starf þeirra og hækka launin

Emma Agneta Björgvinsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:32

13 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Andstyggð.

Edda Agnarsdóttir, 11.8.2008 kl. 10:40

14 Smámynd: Einar Indriðason

Svei!  Fólkið á "planinu" má éta það sem úti frýs... Annað dæmi um svona, er lögreglan.  SVEI!

Einar Indriðason, 11.8.2008 kl. 10:44

15 identicon

Fussum svei. Lára Hanna hittir naglann á höfuðið, get ekki orðað þetta betur.

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:56

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er fyllilega sammála þér, utan þess að kalla þetta karllægt. þetta er einfaldlega hreint og klárt siðleysi og ég tel siðleysi ekki fara í kyngreiningarálit.

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 11:48

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar ég tala um "karlaheim" og "karlæga" hluti er ég ekki að beina sjónum mínum að karlmönnum almennt heldur því viðhorfi sem ríkir í þjóðfélaginu sem er stjórnað og uppbyggt af körlum.

Þetta er spurning um hugmyndafræði.  Ekki persónur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 11:52

18 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 11.8.2008 kl. 12:17

19 identicon

Samála þér í öllu nema því að þetta sé karllægt, mín reynsla er nú sú að konur eru konum verstar. Er kona og hef þessa reynslu.

Skotta (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 13:26

20 identicon

Algjörlega sammála þér, er hjúkrunarfræðingur og er nýbúið að semja um launin mín. Þar sem hluti af okkar hlunnindum geðhjukrunarfræðinga var saminn burt til að hækka upp heildarlaunin???  og Yfirvinnukaupið okkar lækkað líka ?? Þetta er svo mikið andskotans svindl alltaf að ég er alltaf að springa úr reiði yfir þessu öllu. Og þetta kemur eins og blaut tuska undin uppúr klósettinu framan í okkur umönnunarstéttirna sem þurftum að hóta verkfalli til þess að talað væri við okkur og svo var það ekki einu sinni af viti. Er líka reið út í verkalýðsfélagið mitt sem gat ekki staðið sig betur í þessum samningaviðræðum.

Laufey Andrea Emilsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 16:43

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ó hvað þetta er flott færsla...takk"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.8.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.