Leita í fréttum mbl.is

Í morgun gerðist það

hælaskór

Ég vaknaði í morgun, teygði úr mér, svipti gluggatjöldunum frá, söng óðinn til gleðinnar (fyrsta vers) og sveif fram í eldhús berfætt og unaðsleg.

Og það hafði gerst.  Mér var kippt niður úr teiknimyndasettöppinu sem ég hafði komið mér í og  sjá - mér var ógeðslega kalt á tánum. 

Það var þá sem ég brosti allan hringinn (blíðlega ekki illyrmislega) og ég vissi að sumarið er um það bil að víkja fyrir haustinu.  Auðvitað eru vikur í það en þetta var fyrsta áminningin og hún var sláandi fyrir fæturna á mér.

Jenný hundskastu í innskó þegar þú vaknar á morgnanna.  Naktir fætur eru nónó. 

Og að Eric Clapton.  Sem er heitur í alla staði og ekki orð um það meir.  Þessum manni tókst án þess að hafa fyrir því að safna 99% allra sem ég þekki á einn stað í gærkvöldi og það var ekki hægt að ná í kjaft.  Ef ég hefði nú dáið!!!

Miðað við þann sundurleita hóp fólks sem ég þekki og elska er það kraftaverk að hafa holað liðinu á einn og sama staðinn á sama tíma.  Friggings kraftaverk.

Ég, fumburðurinn (sem var að passa Oliver), Jökull og Leifsgötufólkið voru þau einu sem ég veit til að hafi verið heima hjá sér.  Jú og mamma og pabbi en þau eru pre-Clapton.

En Clapton getur gert fólki hluti þannig að ég næ þessu.

En Grímur Atlason er í vondum málum ef hann ætlar að reyna að toppa sjálfan sig.

Nú dugir ekkert minna en Stones og þá skal ekki standa á mér að mæta.

Jafnvel þó ég verði að kaupa miðana á strjálgreiðslum.

Og já, meðan ég man.  Góðan daginn aularnir ykkar.

Úje.

P.s. Eins og sjá má af mynd er ég stax komin í hlýjan fótabúnað.


mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú góðan daginn tú jú túOg hver er Grímur Atlason ?

Jónína Dúadóttir, 9.8.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég brjálast, var búin að senda laaanngt svar sem allt þurrkaðist út í andartaks vitleysu.  Ég ætla að senda link á pistilinn þinn til kortafyrirtækja því "strjál" er mun sjaldnar en "rað" og ég vil strjálgreiðslur fyrir alla.  Clapton kom sá og sigraði. Húsbandið mitt fór og er sáttur, óþarfi að vera í fílu eftir tónleikana enginn neiddi fólk á svæðið. Það eru bara örfáir snillingar eins og ég og þú sem hafa vit á að horfa á kallinn úr sófahorninu í Tónlistarhöll öreiganna og getum valið lögin sjálfar.  Eigðu ljúfan dag yndið mitt, love U girl.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Grímur Atlason er umbinn, sveitastjóri Búðardalshrepps, fyrrverandi bæjarstjóri Bolungarvíkur, gítarleikari , þriggja barna faðir og giftur eða ógiftur HelguVöluHelgadóttur laganema, leikkonu, blaðamanns, þáttastjórnanda og varaþingamanns og margrabarna móður.

Takk fyrir pistil Jenný.

Edda Agnarsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góðan dag ! Ég er líka til í Stones á "strjál-greiðslum".  - Þú ert þá væntanlega núna að velja þér skó fyrir Gleðigönguna á eftir ? Svo það er ekki vert að trufla þig meira 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: M

Góðan fótkaldan dag

M, 9.8.2008 kl. 12:57

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Metallica fékk 15.000 manns í Egilshöll um árið og voru fjölmennustu tónleikarnir Íslandssögunnar, skilst mér. Ég fór! Flott að ná 12.000 í gær. Ekki nennti ég, enda með eindæmum löt í slíkt eftir að ég flutti á Skagann. Farðu nú í ullarsokka, stelpa!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:59

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vona að bankarnir innleiði "strjálgreiðsluformið".  Þú ert snillingur í orðasmíði Jenný.

Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 13:02

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe já hann er hlýlegur þessi fótabúnaður og þú greinilega vel undirbúin undir göngutúra í frosthörku og fellibyljum.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 13:11

9 Smámynd: Himmalingur

Jenný mín: Ég var að velta því fyrir mér með þennan SÖNG þinn: Er ekki full af húsnæði þarna nálægt þér til sölu á slikk, eða hafa nágrannar ekki boðist til að kaupa handa þér höll utan alfararleiðar? Annars bara kveðja!

Himmalingur, 9.8.2008 kl. 13:18

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki fara í lopasokkana strax !  Þá er sumrinu lokið og það en engan veginn tímabært.

Sjálf þráast ég einmitt líka við að ganga berfætt eins lengi og unnt er -og lengur.   Þetta er þvílík þráhyggja að ég gaf Clapton miðann minn í gærkvöldi v.þ.a. ég sá ekki fram á að geta verið berfætt í sandölum, með nýlökkuðu táneglurnar (skærgrænar; ógisslega kúl) innan um þrettán þúsund stílettur og hermannaklossa í ham.  Lausnin var einfaldlega að vera bara berfætt heima. 

Lítil fórn fyrir heilagan málsstað Berfætlinga.

Baráttukveðjur, HHS 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 14:31

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Gætum við fengið hljóðdæmi frá þessum morgunaríum þínum????

Bergljót Hreinsdóttir, 9.8.2008 kl. 15:46

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bergljót: Ef húsband fær einhverju ráðið þá enda ég á disk.  Ég er ekki að djóka.  Mun senda ykkur aðdáendum mínum í listinni eintak.  Jájá.

Hildur Helga: Ekki þarf nú mikið að koma upp á til að málstaðurinn sé svikinn, en ég skil þig alveg er óggissla labíl sjálf þegar kemur að fótabúnaði..  Ó ég las vitlaust, þú varst heima, OMG djö.. ertu sterkur og prinsippfastur karakter.  Ég elska yður.

Stelpur og Himmi: Við förum öll á Stóns og greiðum fyrir það á gleymgreiðslum.  Game?

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.8.2008 kl. 16:07

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, gaman af þessu,en Grímur mun nú seint í alvöru TOPPA sjálfan sig, dvergarnir í STones hefðu ekkert í það að gera, maðurinn er nefnilega 205 CM. á hæð "aðeins"!

svo verð ég nú aðeins að leiðrétta elskuna hana Gurrí, sem bráðum nær blómlegum aldri, það voru nefnilega mun fleiri sem sóttu tónleikana með Metallica, eða u.þ.b. 18000!

og svona bara í lokin ef þið skilduð ekki vita, þá er Metallica MIKLUMIKLU betri sveit en Rolling Stones!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.8.2008 kl. 18:34

14 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hoppa með í gleymgreiðslurnar, við mætum á Stones

Einar Örn Einarsson, 9.8.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.