Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Morgunþula
Ég vaknaði klukkan sex alveg óforvarandis og skildi ekki hvað var að gerast.
Var þetta aldurinn, eða af því mig dreymdi vatnsmelónur og jarðskjálfta sem aldrei ætlaði að ganga yfir? Nei, nei, það held ég bara ekki en ég vaknaði samt og mig langaði að lifa smá og eyða ekki tímanum til einskis.
Og ég hugsaði með mér hvað ertu að vakna svona kona fyrir allar aldir, ertu manísk eða hrædd við að missa af einhverju og já mér fannst það. Allt getur gerst snemma að morgni eins og t.d. það að meirihlutinn í borginni gæti sprungið annað eins hefur nú gerst og þá væri leim að sofa það af sér en svo er hitt að hann gæti sprungið um miðja friggings nótt þegar ég svæfi hvort sem er og hann gæti líka sprungið á meðan ég pissa þannig að í kringum það verður ekki komist. Svo gæti ríkisstjórnin sprungið úr aðgerðarleysi og ég vil ekki missa af því heldur.
Og þá fór ég bara að blogga.
Ég er alltaf svo meyr snemma að morgni ef ég vakna ekki útsofin. Verð væmin og dramatísk. Ég eyddi góðri stundu í að hafa áhyggjur af fólkinu í Kína sem var hent út heima hjá sér og ástandinu í Afríku sem ég get ekki gert neitt í.
Ég átti helvíti bágt þarna á tímabili ég sver það og það segir mér ákveðna hluti.
Að mér færi betur að sofa lengur í hausinn á mér í stað þess að mæla veggina og gera sjálfa mig sorgmædda algjörlega að nauðsynjalausu.
Vá ég er biluð. En það er til lækning við því.
Ég fer og sef aðeins meira og svo vakna ég og ríf kjaft fram eftir öllum degi. Ég væmnisjafna, einfalt mál.
Úje og góðan daginn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:21 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Knús knús og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.8.2008 kl. 09:57
æj dúllan.... og svo ertu veik líka ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 10:19
Úje, góðan daginn á móti
Ía Jóhannsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:22
Góðan daginn. Ég lenti í þessu um daginn, vaknaði klukkan hálfsex og ætlaði aldrei að sofna aftur. Var svo úrill og skrýtin allan daginn. þetta segir mér bara eitt, menn eiga að fá að sofa á morgnana. Vinnustaðir opna of snemma hér á landi.
Steingerður Steinarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:23
Góðan daginn. Ég svaf ekkert í nótt þar sem ég var á næturvakt. Eftir 4 tíma svefn (var að vakna) líður mér þunnt.
Annars vakna ég milli 5 og 6 dagsdaglega og líkar það munstur vel.
Elska annars að sofa.
Góðan bata
Hulla Dan, 6.8.2008 kl. 11:05
Já það er erfitt að vera með heiminn á bakinu, kannast við þetta
Mér dettur samt ekki til hugar að vorkenna þér . Bara það eitt að vakna inn í daginn án þess að hafa eytt kvöldinu áður í sull og sukk er gott. Og ef vandamálin eru ekki nær þér en niðri í ráðhúsi eða á Austurvelli, nú eða í Kína, þá ertu nú lukkunnar pamfíll.
það besta sem edrumennskan færir mér með árunum, er það að áhyggjur af pólitík, deilum og dægurþrasi ná ekki inn í mitt sinni. En svona rétt á meðan klakinn þiðnar og tilfinningarnar raða sér upp á nýtt í edrumennskunni þá á maður svona upplifanir eins og þú í morgun. Flensueinkennin minna á timburmennina, sem eru vonandi búnir að fá vinnu annarsstaðar en í mínum haus.
Hvað söng ekki kallinn um árið? " enn sá draumur, ég er ánægður með lífið eins og það er"
Einar Örn Einarsson, 6.8.2008 kl. 11:07
Þetta gæti verið eins vel skrifað um mig, eina undantekningin er, að eftir piss kl. 6 kúrði ég þangað til blöðin hrundu inn um lúguna og ég las í rúminu þangað til syfjan varð ofan á og náði hálftíma í viðbót.
Var að tala við Ingu, hún er alltaf á ferð og flugi, sumarbústaður á föstudag í Grímsnesi í eina viku og svo strax aftur eftir það á Barðaströnd í bústað og berjamó.
Vá, já það er dálítil bilun í þessu! En hva, eitthvað má maður nú með aldrinum.
Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 11:30
Vona að þú sért útsofin, áhyggjulaus og væmnisjöfnuð kona.
Elísabet Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 11:53
Og ég rétt ný sofnuð þegar þú ferð á fætur....það væri sko alveg sársaukalaust af minni hálfu ef þessu væri betur skipt á milli manna.
Fer þér ekki annars alveg að batna...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:01
Í guðanna bænum farðu og leggðu þig.
Linda litla, 6.8.2008 kl. 12:18
Ég vaknaði kl 7 legðu þig í smá stund.
Kristín Katla Árnadóttir, 6.8.2008 kl. 12:31
Æ elskan, mér finnst þú ljúf svona meir, vona að þu sért búin að hvílast smá meira í morgun, knús elskan
Ásdís Sigurðardóttir, 6.8.2008 kl. 12:48
"Væmnisjöfnun" - frábært orð...skrifa það hjá mér.
Hef ekki áður kvittað fyrir innlitið en hef samt verið að kíkja inn til þín. Finnst bloggið þitt sérlega áhugavert og umhugsunarhvetjandi....og hlakka til að lesa komandi væmnisjöfnun.
Anna Þóra Jónsdóttir, 6.8.2008 kl. 12:56
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.8.2008 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.