Leita í fréttum mbl.is

PR- liðið samt við sig

 camping

Erill vinur minn hefur ferðast eins og motherfucker um landið yfir helgina.  Gert usla hér, annan þar, algjörlega eins og af honum er ætlast.  Þessi náungi lætur mann aldrei verða fyrir vonbirgðum.

Annars er Erill karlinn samnefnari fyrir ólæti, ofbeldi, drykkjuæði, rúðubrot, ælur á víðavangi og aðra viðurkennda fylleríishegðun á útihátíðum.

En að máli málanna.  PR-mennsku þeirra sem standa fyrir útihátíðum.  PR-mennskuna má sjá í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna yfir verslunarmannahelgina.  Þeir sem tala geta ekki lofsamað dýrðina á sinni hátíð nógsamlega. 

Í fyrra var ferilskrá Erils skrautleg víða um land.  Þegar ég bloggaði um það fékk ég óða eyjamenn og akureyringa á bakið.  Ég var að tala niður þeirra heilögu hátíðar.

PR-mennskan verður aldrei öflugri en EFTIR helgina.  Þá eru sjálfboðaliðarnir margir sem vilja útbreiða hversu vel heppnuð þeirra hátíð hafi verið.

Og ég efast reyndar ekkert um að svo hafi verið fyrir flesta.

En..

tvær skráðar komur á neyðarmóttöku nauðgana er mikill og stór fórnarkostnaður

níu líkamsárásir í eyjum og fólk enn með ólæti þar í nótt kveikjandi í tjöldum

slattar af fíkniefnamálum, smávægilegum, hvað sem það nú þýðir

einhver laminn í höfuð með flösku hér, annar kjálkabrotinn þar.

Ég ætla að leyfa mér að finnast þetta of mikill og hár fórnakostnaður.

Hvað sem sjálfskipaðir ímyndafræðingar hafa um það að segja.

En fólk stendur með sinni hátíð.  Það er nokkuð ljóst.

Alveg er mér andskotans sama hver gerir hvað í hvaða þorpi.  Þetta er allt að gerast á Íslandi.

Vantar í mig hreppagenið?

En ég sendi Margréti Blöndal og hennar fólki hamingjuóskir með ágætlega unnið starf.  Þetta hefði getað orðið svo miklu verra.

Amen.

 


mbl.is Erill hjá lögreglunni í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert bara öfundsjúk af því að þú ert hætt að drekka!

Gummi (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gummi minn: Asskoti kemurðu með góðan punkt þarna.  Heldurðu að það geti verið svona skoðanamyndandi?  Jahérna hér.  Djúpur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála, ein nauðgun er allt of stór fórn.  Ég hef engan áhuga á að fara á útihátíð hvort sem hún er fjölskylduvæn eða ekki.  Finnst ég vera eins og kind í rétt, fæ bara innilokunarkennd.  Alls ekki þess virði að elta hjörðina.

Elísabet Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Amen Techy

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 11:47

5 identicon

Hvers vegna hafa ekki atferlis- og mannfræðingar löngu rannsakað þetta árlega fár þjóðarinnar að rigga upp útihátíð á hverri tá landsins? Einu sinni var útihátíð í Viðey. Fékk góða umfjöllun og allt. Fjöldi? Tvö tjöld og 6 manns. Fyrirbærið er óþekkt á öðrum stöðum enda enginn árnijónssenar í útlandinu.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:59

6 identicon

Að nenna þessu röfli

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nema svona smásukk-samkomur eins og í Glastonbury og í Hróarskeldu, Gísli B.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Hulla Dan

Ég er margmennis fæla og hef því ekki taugar til að stunda svona samkomur. Fer heldur ekki í skrúðgöngur

Hulla Dan, 5.8.2008 kl. 12:22

9 identicon

Þetta hljómar nú bara eins og nokkuð venjuleg helgi í Reykjavík, kannski ætti að banna auglýsingar á fyrirtækjum í miðbæ Reykjavíkur.

Gulli (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 12:30

10 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég var nú einmitt að spá í það eins og Gulli hvort þetta væru ekki svona almenn atvik um hverja helgi niður í bæ.

Steinn Hafliðason, 5.8.2008 kl. 12:34

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinn og Gulli: Jú það er aldeilis rétt, ástandið í bænum um helgar getur orðið skelfilegt enda hafa margir og þám ég marg bloggað um það.

Ólöf: Að benda á tvær nauðgunarkærur og líkamlegt ofbeldi telst ekki vera röfl í mínum bókum.  En þetta er hlutlægt mat hvers og eins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.8.2008 kl. 13:37

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er svo innilega sammála þér Jenný...það má ekki segja eitt neikvætt orð um þessar blessuðu útihátíðir sem eru orðnar svo fastar í sessi að fólk trúir því að um náttúrlögmál sé að ræða ,ótrúlegur andskoti.......en sem betur fer þá var helgin á Ak með besta móti....ég gat meira að segja sofið smá..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 2986875

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband