Leita í fréttum mbl.is

Fljúgandi um á bikiníi í norðangarranum

 hiti

Ég er svo fávís varðandi himinhvolfið og alla útreikninga, stöður tungls og stjarna.  Ég glápi bara upp í loftið og nýt þess sem ég sé og það nægir mér.  En ég sá ekki sólmyrkvann fyrr en á þessu myndbandi hér.

Ég er líka ansi fáfróð um allt sem heitir "global warming" en ég veit hvað ég upplifi á sjálfri mér og svo er ég með heilbrigða skynsemi sem gerir það að verkum að það er hægt að leggja saman tvo og tvo.

Þegar ég fluttist heim frá Svíþjóð 1985 sá ég að humlur og geitungar voru komin á undan mér.  Ég brjálaðist og hélt ég væri farin að sjá ofsjónir.  Ónei, kvikindin voru komin til að vera.

Þegar ég var að alast upp voru randaflugur það eina með vængi sem hægt var að fá móðursýkiskast yfir á Íslandi.  Ergó: Það voru breytingar á lofstlagi í gangi.  Nokkuð ljóst þó það væri vart merkjanlegt.

Og sumur bernsku minnar sem auðvitað voru alltaf sólrík í minningunni voru köld.  Í Reykjavík var alltaf næðingur í sól.  Á unglingsárunum þurfti maður að ríghalda sér í svalahandrið í sólbaðinu, ef maður vildi ekki láta fjandans norðanáttina rífa sig upp með rótum á bikiníi, sólgleraugum og öllu setöppinu.

Ég hékk í Nauthólsvíkinni undantekningarlaust skjálfandi úr kulda.  Það var ekki hægt að striplast.

Það var ekki út af feimni sem litlar stelpur hérna í denn drógu teppin yfir sig í sólbaði, þær voru að drepast úr kulda.

Og nú eru dagarnir svo heitir að maður leitar í skuggann.

Jöklarnir eru að bráðna.

Það eru göt á lofthjúpnum.

Tíðni húðkrabbameins hefur aukist.

Ísbirnir vaða um fjöll og firnindi.

Trúir einhver að ekkert af þessu sé af mannavöldum?  Af áníðslu mannisins á jörðinni og himinhvolfinu?

Þá er bara ekki í lagi með fólk.

Ég vil ekki fokka upp náttúrunni fyrir afkomendum okkar.

Halló, vöknum.

ARG með veggjakasti. Biggtæm veggjakasti.


mbl.is Nærmyndir af sólmyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég trúi því, eftir að hafa skoðað og fylgst með þessum málum um tíma, að þetta sé bæði manninum og náttúrunni sjálfri að kenna, hnötturinn hagar sér mestmegnis eftir eigin geðþótt, við erum bara stödd hérna núna og erum að upplifa þetta, eftir 200 ár verður svo eitthvað allt annað í korunum, ef við skoðum jarðsöguna þá er ljóst að við erum algjörlega háð duttlungum alheimsins.  kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já ég held ad thetta séu allt hættumerki..thad er nottlega alls EKKI normalt ad hitastig í Reykjavid og á fleiri stødum á Islandi fari langt yfir 20 stigin, hátt i 30 jafnvel..uss..list ekki á thessa thróun..

eigdu gódan sunnudag

María Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég man vel eftir slíkum hita á Húsavík á árunum 1960-65 svo það er langt frá því að þetta sé einsdæmi. Árið 1974 var 25 stiga hití á Húsavík í byrjun maí.  Í apríl 1981 breyttust skíðaferðir til Húsavíkur í sólarferðir, hitinn var þá í tvo daga um 24 gráður.  Það er ekkert óeðlilegt við svona toppa.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 14:03

4 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? skrifaði nóbelinn.

það er spurningin.

Vitanlega erum við að nauðga þessari jörð. Að neita því er líkt og að pissa í skóinn sinn. Við erum flest fullgildir þátttakendur í því.

Hefur fólk hugsað um öll hreinsiefnin sem við erum að nota á heimilinum? Til dæmis er búið að sýna fram á að það er nóg að láta sléttfulla teskeið af þvottasóda í uppþvottavélar, það skilar ekkert betri þvotti að setja fullan bolla. En sá sem selur og framleiðir telur okkur trú um annað.

Var ekki rannsókn í London að sýna fram á að lífverur á Thames svæðinu væru margar ófrjóar vegna hormóna sem skiljast út með þvagi þeirra sem taka getnaðarvarnarpillur?

Leiðum við hugann að því hversu mikil orka fer í að framleiða allan óþarfann sem við erum að kaupa, skranið og ruslið?

Það að sitja líkt og Rympa á ruslahaugnum í öllum óþarfanum, líkt og við gerum flest okkar, og sjá bara flísina hjá hinum, og syngja svo hástöfum í neyslukórnum er ekki að skila okkur miklu, á meðan við erum að karpa um álver á Bakka eða í Helguvík, förum við í bílunum okkar nokkra metra út í búð að fylla ísskápana, hluta af því hendum við þegar við uppgötvum að það er komið fram yfir síðasta neysludag.

það eru gríðarlegar breytingar í lífríkinu, við sjómenn sjáum að straumakerfið við Ísland er að breytast mikið og það er grafalvarlegt mál. Allt lífríki hafsins virðist vera að breytast verulega, allt hangir þetta á sömu spýtunni.

Ég vil meina að hvert og eitt okkar getum gert heilmikið með því að reyna að vera meðvitaðri um hvað við erum að gera dags daglega í algleymi allsnægtanna. Dropinn holar steininn.

Svo er það laukrétt hjá Ásdísi að jörðin hefur sína hentisemi líka, alheimurinn fer sínar eigin leiðir, og hefur gert það frá örófi alda.

Sorry Jenný ætlaði ekki að blogga heilt blogg á síðuna þína, er bara að hugsa upphátt hérna í þokunni í Thorshavn í Færeyjum.

Einar Örn Einarsson, 3.8.2008 kl. 14:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásdís: Ég er ekki að tala um toppana sem koma reglulega og hafa alltaf gert.  Ég er að meina almennt þá eru Reykvísku sumrin ekki eins bitur og þau voru.

Síðan er það merki um hlýnun þegar nýjar skordýrategundir eins og humlur og geitungar taka sér bólfestu.

Annars eruð þið frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 15:53

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Örn: Þú og allir aðrir megið blogga sem best þið getið á minni síðu.

Kveðja til Færeyja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 15:53

7 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er nú ekki fróður um þessi mál en get alla vega lýst sjálfan mig saklausan af ófrjósemi fiska hvar sem er í heiminum þar sem ég hef aldrei notað umrædda pillu.

Víðir Benediktsson, 3.8.2008 kl. 16:16

8 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Jenny, thad er líka merki um globaliseringuna thegar ný skordýr og kvikindi flytja á milli landa., Ekki thar med sagt ad thad séu ekki breytingar í vedurfari.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987163

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband