Laugardagur, 2. ágúst 2008
Pirrrrr
Húsvíkingar eru bálillir út af ákvörðun umhverfisráðherra um að láta meta umhverfisáhrif á fyrirhuguðu álversskrímslinu á Bakka og raforkuframkvæmdir því tengdu sameiginlega.
Halló, þetta er ekki einkamál í héraði gott fólk. Öllum heiminum kemur við hvað við erum að bardúsa í þessum málum. Og sem Íslendingur kemur mér þetta álver í hæsta máta við.
Áfram Þórunn.
Annars bý ég í Seljahverfinu og ég er líka bálill eins og Húsvíkingar.
Út í nágrannann með borinn. Ég er kominn á þá skoðun að hann sé að bora fyrir vatni. Kannski að norðan helvítið á honum?
Í dag hef ég verið búin að koma mér fyrir í sófa með bók, búin að byrgja mig upp með vistum fyrir langa og hreyfingarlausa legu í mínum eðalsófa.
Og þá byrjar martröðin... brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Og svo hætti það um stund og ég var að sofna svo sæl með bókina yfir andlitinu og þá kom það aftur, brrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr
Nú bíð ég með símann í höndunum og bíð eftir að klukkan verði 22. Ef hann svo mikið sem hreyfir rafmagnstannburstann eftir þann tíma - já þá hringi ég á lögguna.
Úje
Húsvíkingar reiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hann pabbi minn sem er nú eðalkall og Húsvíkingur, segir að það þýði bara ekkert að láta svona, það þurfi heildarmat og menn verði bara að sætta sig við það, það þarf að vera orka til staðar og einhver heildstæð vitneskja um hvernig málin muni þróast í framtíðinni. Ég trúi alltaf pabba mínum og ég er viss um að kallinn með borinn er ekki að norðan, heldur alveg örugglega aðkomumaður, já eða kannski þessi andsk. margumræddi Erill sem alltaf er að trufla fólk á verstu tímum, skil pirring þinn, það býr fólk fyrir ofan mig sem á marga stóla og skó með hælum og það er oft mikið að ske. Hafðu það gott í kvöld.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 21:37
Nú eða bara umhverfisráðherrann og hún umhverfist yfir þessu ónæði. En að öllu gamni slepptu, varðandi þessa ákvörðun ráðherra, þá lítur málið þannig út að Landsvirkjun ætlar sér að virkja jarðhitann á Þeistarerykjum hvort sem verður reist álver eða ekki. Ef ekki verður neitt álver þarf þá ekki nýtt umhverfismat fyrir virkjanirnar vegna þess að þetta umhverfismat var hengt á álver og ekkert annað? Gáfulegt eða þannig.
Gísli Sigurðsson, 2.8.2008 kl. 21:43
Ég er líka alveg öskuill ! Út í ósvífni sumra stjórnmálamanna, sem leyfa sér að láta eins og lífið sé annaðhvort: Álver eða Dauðinn. -
Þetta er eins og þegar við krakkarnir vorum lítil í bófahasar og öskruðum: Upp með hendur - niður með buxur. -
Ég meina Ameríkanseraðir Íslendingar nýkomnir út úr torfkofunum í bófahasar. - Hvað áttum við að öskra? - Frjálshyggjan framar öllu.? -
Við erum ekki komin lengra en við vorum þá. - Nema Þórunn! - Og Jenný! - Áfram Þórunn!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 22:03
Mikið væri gaman ef þið þetta fólk sem haldið virkilega að alframleiðsla sé svona rosalega mengandi kynntuð ykkur nú hvað er mengun. Veistu t.d. hvað einn bensínbíll með 8 cylendra vél mengar dags daglega? Farðu á heimasíðu orkuseturs www.orkusetur.is og lestu þér til um staðreyndir málsins áður en þú ferð í loftið með endemis bull
Benedikt Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:14
það er gaman að fara í berjamó. tína upp í sig sæt og góð bláberin. það kalla ég sko almennilegan umhverfismat.
Brjánn Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 22:26
Brrrrrrrr........!!!!! Ég segi þér ekki hvaðan hljóðið kom, GLÆTAN
Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 22:27
Ég Húsvíkingurinn tel Þórunni hafa gert það hárrétta...
Hólmdís Hjartardóttir, 2.8.2008 kl. 22:31
Skil ekki að fólk láti blekkjast af þessari sýndarmennsku. Álverið verður reist hvort sem þetta fer í heildarmat eður ei. Það er búið að vinna alla undirbúningsvinnu og hún verður framkvæmd eins og til stóð.
Þetta útspil Þórunnar breytir þar engu um. hún er aðeins að reyna bæta ímynd Samfylkingar sem er með allt niður um sig í umhverfismálum. Fagra ísland og allt það. Þetta er sviðsettur gjörningur og umhverfisráðherra á að skammast sín fyrir að mismuna landshlutum. Það var kvittað upp á Helguvík athugasemdalaust.
Afsökunin um að það ferli hafi veri komin of langt heldur ekki vatni. Það var aldrei látið reyna á það. Hins vegar fær Helguvík forskot varðandi losunarheimildir fyrir vikið en Bakki verður trúlega að kaupa sínar auk þess sem heildarmatið verður til þess að raforkuframleiðendum á Þeystareykjum og í Kröflu er nauðugur einn kostur þ.e. selja orkuna til álversins á Bakka.
Komi til aðrir orkukaupendur eru orkusalar með bundnar hendur. Þetta er nú allur ávinningurinn af gjörðum Þórunnar.
Víðir Benediktsson, 2.8.2008 kl. 22:42
Víðir: Ég held að tíminn verði að leiða það í ljós hvort heildarmatið leiðir eitthvað í ljós sem hefur áhrif á lokaniðurstöðuna. Ég er ósammála þér um sýndarmennskuna. Mér finnst aftur á móti með ólíkindum hvernig stjórnmálamenn eins og Kristján Þór, Valgerður, Guðni og fleiri bregðast við. Ef sýndarmennskan er einhvers staðar þá er hún hjá þessu fólki. Það veit nefnilega sem er að Þórunn sem fagráðherra umhverfismála þarf að gæta ákveðinna hagsmuna og er að gera það með þessari ákvörðun. Þessir þingmenn eru fastir í gamaldags hugsunarhætti þegar kemur að atvinnuuppbyggingu í byggðarlögum. Þeir hafa engar hugmyndir aðrar en álver til að leysa atvinnuvandann og eru ekki þekktir af því að hugsa mikið um áhrif þeirra á umhverfið. Og þau orð sem núna eru látin falla hjá þessum þingmönnum eru til þess hugsuð að reyna að tryggja pólitíska stöðu sína í eigin kjördæmi. Þessar upphrópanir þeirra hafa þann tilgang einan. Og Húsvíkingar kokgleypa agnið og klappa þeim á bakið og blóta fagráðherranum í umhverfismálum fyrir það að viðhafa vandaða stjórnsýslu. Enn og aftur segi ég: Hér er hlutum snúið á haus.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 23:28
En af hverju þarf að spyrða saman orkugjafann og álverið? Ef Alcoa ákveður svo eftir 10 ár að fara til Brasilíu, því þeir geti fengið ódýra kolakynta raforku... þá stendur eftir lítt mengandi orkuver hérna, sem hefur því miður fengið slæman stimpil af því að það var spyrt við álver. Og fyrst umhverfisráðherra ákveður að Landsvirkjun verði að tengja orkuver við kaupanda, af hverju er það þá ekki gert með álverið? Í hvað fer álið? Hernað? Bílaframleiðslu? Hvað?
Því miður... samfylkingin valdi manneskju í þetta embætti sem að mínu mati ætti fremur að sópa miðbæinn um helgar!
Ég (IP-tala skráð) 2.8.2008 kl. 23:43
Heyrðu Jenný. Er þetta kannski útlendingur sem er að bora í nágrenninu hjá þér, eða kannski flóttamaður? Trúi ekki að Húsvíkingar bori með þessum hávaða, nota þeir ekki loftbora annars?
Vitanlega þarf að horfa á alla myndina varðandi álverið, dálítil þversögn í þessu þarna fyrir norðan, gríðarleg uppbygging í ferðamennsku, sem gerir "nota bene" út á að fara með tugþúsundir hvert ár út á skjálfanda að upplifa hreina náttúru, og þurfa af öllum stöðum að troða álveri inn í myndina. Hlýtur að vera hægt að koma þessu fyrir með öðrum hætti.
Er ekki það mikil mannvitsbrekka sjálfur að segja á eða af með álver per se. Get þó sagt að ég hef séð fegurri sýnir en álverin, hef skilning á því líka að við þurfum atvinnu og framfærslu, ekki bara spilaborgir ofurgræðginnar, heldur eitthvað sem brauðfærir lýðinn.
Hef meiri áhyggjur af þeim sem eru að missa vinnuna núna, við hrun spilaborganna, finnst það afar leitt. Umhugsunarefni að álverin skrölta þó samt
En "öll ég birtir upp um síðir"sagði Páll Ólafsson.
kveðja úr Norðursjónum innan um borpalla Norðmanna.
Einar Örn Einarsson, 2.8.2008 kl. 23:47
Jenný: þessi með borinn er hugsanlega frá Seifing Iceland og er að reina að bora eftir heilbrigðri skynseminni í þeim samtökum sem virðast eins og hjá sumum vera grafin ansi djúpt þó ekki sé tekið dýpra í árinni, hvaðan heldur þú að hitinn í ofninum þínum komi, eða rafmagnið í íbúðina þína, eða vatnið sem rennur úr krananum þínum, fyrir hvern heldur þú að þú sért að vinna þegar öllu er á botninn hvolft, ég hef mínar efasemdir um að umhverfisráðherra geri sér ekki mikla grein fyrir því sem að framan er talið, aðrir taki þetta til sín sem telja sig eiga, góðar stundir Magnús
Magnús Jónsson, 2.8.2008 kl. 23:58
Magnús: Get over it. Álverksmiðjur eru ekki upphaf og endir alls. Hvað er að ykkur gott fólk sem látið eins og álið sé Íslands eina von?
Einar Örn: Kveðja á þig.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 00:00
Jenný : það sem ég átti við er að það er ekkert sjálfgefið, orka er það sem við eigum, við eigum ekki mikið annað, ef við notum hana ekki þá töpum við einfaldlega af lestinni, það er ekkert til að "Get over" því miður, það sem við blasir er "ekkert" það dugi skammt að segja hungruðum að við skulum bara lifa á einhverju öðru, þú verður að koma með raunhæfar og nothæfar hugmyndir en ekki staglast endalaust á eitthvað annað þó svo að það virðist duga heilum stjórnmálaflokkum hérlendis, sem segir meira um þá sem þá kjósa en flest annað að mínu mati
Magnús Jónsson, 3.8.2008 kl. 00:19
Ekki Álver. Hvað þá? Þetta er spurning númer 2 hér á blogginu. Ætlar þú ekki að svara henni? Hvaða hugmyndir hefur þú til að byggja upp atvinnuveg fyrir Íslendinga?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:24
Með hverju Jón Arnar.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:32
Þar sem þú ert svo fróður Jón Arnar. Hvernig eigum við Íslendingar að byggja upp okkar atvinnuvegi m.a. út á landi þar sem hefur verið mikill fólksflótti. Hefur þú einhver ráð til að halda þessu fólki í heimabyggð?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:39
Hverjar eru þínar tillögur að atvinnu fyrir þetta fólk?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:41
Jón Arnar mér sýnist að þú búir í Danmörk. Hvernig í ósköpunum ert þú að dæma það sem er að gerast á Íslandi. Þú ert ekki í sporum þeirra sem búa út á landi og hafa enga atvinnu. Skömm sé þér. Eins og sumir sögðu hér þá er ósköp þægilegt að sitja í sínum Lazy-boy og dæma og dæma en ef þeir hinir sömu stæðu í þeim sporum að hafa ekki atvinnu þá kæmi annað hljóð í strokkinn. Þið ættuð að skammast ykkar.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:51
Kannski með þínum aðferðum og VG þá flýja allir Íslendigar frá Íslandi og þá verður landið loksins alfriðað eins og þessir vitleysingar vilja. Og hver myndi nenna að koma hingað, allavega ekki ég. Fólk skilur nefnilega ekki að Guð bjó til löndin fyrir okkur til að lifa af þeim en ekki öfugt.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 00:56
En ég hafði spurningu til síðueiganda. Hver er þín tillaga að atvinnu-uppbyggingu á landsbyggðinni?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:03
Er ekki alveg að fatta hvað þú ert að skrifa Jón Arnar.
þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:05
Hallgerður kom með spurningu kl. 22.04. Ég kom með spurningu kl. 1.03 til síðueiganda. Þú hefur ekki svarað, kannski áttu ekkert svar.
þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:16
það kemur mér ekkert á óvart að fá ekki svar. Meirihluti þjóðarinnar heldur að peningurinn verði til í bankanum. So Stupid. En svona eru víst Íslendingar fatta ekki hvaðan peningarnir koma.
þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:26
Fatta þig ekki ennþá Jón Arnar. Hvað ertu að meina?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:28
Við vitum öll að tilbúinn matur og skyndibiti er nánast alltaf mjög óhollur. Það sama á við um gamaldags tilbúnar, skyndibita niðursuðu hugmyndir líkt og álvæðingin er. Auðvitað er landsbyggðarflóttinn vandamál sem ber að takast á við, en við verðum aðeins að slappa af áður en við önum út í það að gera vitleysu. Hver sagði að álið væri eina málið? Síðast þegar ég athugaði var nú til gott úrval atvinnuvega, og álið er aðeins einn líkt og grafísk hönnun eða tannlæknir.
Við meigum ekki tapa okkur í tískuubólu. Einu sinni þóttu axlapúðar málið, en nú þykja þeir hörmung. Nú er álið málið, eftir 20 ár munu allir vera sammála að um hörmung sé að ræða. En munurinn er þó sá að hægt var að taka axlapúðana úr flíkinni, en það á ekki við um álverið.
Hildur Ása (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:43
Jón Arnar samkvæmt þinni eigin sögn þá flúðir þú Ísland. Sjálfsagt vegna þess að atvinnutækifæri voru ekki fyrir hendi fyrir þig. Þú flúðir til annars lands. Ég er svo mikill Íslendingur í mér að ég vil hvergi búa nema hér á Íslandi. Þess vegna vil ég búa svo að á Íslandi að sem mest tækifæri séu á vinnu. Við eigum að nýta þær orkulindir sem við eigum til hins ýtrasta til þess að svo megi verða. Því mesti auðurinn sem við eigum í þessu landi er Mannauðurinn.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:48
Hildur afsakaðu ál er ekkert gamaldags. Hvaða hugmynd hefur þú til uppbyggingar atvinnuvegar út á landi?
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 01:53
Voðalega gott að búa í öðru landi og eiga hitt ósnortið. Þú verður að gera þér grein fyrir því að hér býr fólk (ennþá) sem þarf að hafa atvinnu í sínu landi. Nauðsynlegt er fyrir okkur sem búum hér að nýta okkar það sem landið gefur af sér. Hvort sem það heitir fiskur eða annað það skiptir ekki máli því við þurfum að lifa af. Annars endum við eins og "Rottur sem flýja sökkvandi skip"
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:14
Síðuhaldari á engin orð, Hildur á engin orð, Jóni Arnari óska ég alls hins besta. Þetta eru lokaorð mín í kvöld. Lifið Heil og Mannauðurinn lengi lifi!
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:27
Komdu með tillögu Jón Arnar.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:40
Kæri Jón Arnar
Þú býrð í Danmörku. Getur þú leiðbeint okku fávísum Íslendingum hvernig við eigum að efla okkkar atvinnumál á Íslandi. Öll ráð væru vel þegin.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:47
Hey Hildur Ása ég hef ekkert heyrt frá þér!
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 02:55
Góða nótt Jón Arnar. Veit ekki með vindmyllur, ekki viltlaus hugmyd. En það þarf að gera eitthvað til að efla vinnu úti á landi.
Þóra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 03:20
Þóra; Það að ætla það og halda það að álver sé það eina sem við Íslendingar getum gert og kalla það "val" um atvinnu er ákaflega grátleg afstaða. Það er ekki fræðilegur möguleiki að íslendingar eigi eftir að vera í meirihluta starfa í þessum álverum þegar þau loksins eru komin upp. Kannski til að byrja með, en það verður ekki framtíðin. Við flytjum inn fólk frá austur Evrópu til að vinna í fiskinum afþví að við nennum því ekki, það er ekki nógu fínt fyrir okkur. Afhverju ættum við að vilja vinna í álveri frekar?
Það er enn meiri skítavinna heldur en fiskvinnsla og með skítalaunum. Frekar færi ég í fiskinn, af tvennu illu.
Ég er algjörlega sammála því að við eigum að nýta orkuna okkar til hins ýtrasta... taktu eftir orðalaginu til hins ýtrasta. Það þýðir ekki að ég vilji, né samþyki þá stefnu stjórnvalda að þeir taki náttúruna mína og þína, og allra sem búa í landinu og selji hana á einhverju lágmarksverði til glæpamanna í útlöndum.
Það er algjörlega borðleggjandi þegar maður skoðar hvaða lönd það eru sem þessir menn (aloca t.d) sækjast eftir að reisa verksmiðjurnar sínar í. Það er nánast alltaf 3heims lönd, lönd í Suður-Ameríku, Karíbahafinu, Afríku og svo... Ísland. Fyrirgefðu en er ekki eitthvað rangt við þessa upptalningu?
Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} -->Ég vil ekki að glæpamenn frá útlöndum eignist náttúruna mína fyrir ekkert. Þar fyrir utan þá eigum við ekki að vera í þessari bananalýðveldishugsun sem stjórnvöld eru enn föst í. En það er svosem skiljanlegt, það er svo stutt síðan við urðum sjálfstæð þjóð. (64 ár er ekki neitt).
Við erum ennþá föst í þessari bananalýðveldis hugsun að við eigum að vera í því að framleiða hráefni, vera í hráefnisframleiðslu. En láta síðan einhverja aðra vinna úr hráefninu fyrir okkur.
Það er ekki eins og við séum sjálf að búa til álfelgur eða álpappír eða hvað sem er gert úr áli. Við erum ennþá að gera það sama og einhverjar verksmiðjur niðrí Tævan eða Tæland, sem eru í því að suma Nike-skó fyrir aura á tímann, síðan eru skórnir sendir til Bandaríkjanna og þar er þetta hannað almennilega og sett í kassa og svo framvegis og þar er allur peningurinn.
Allur peningurinn verður því eftir í öðru landi heldur en því sem vinnur sjálfa vinnuna. Við erum enn í þessum áliðnaði í hráefnisframleiðslu og það er fucked up.
Ef það væri einhver heildarhugsun sem lægi að baki öllum þessum virkjanaframkvæmdaframkvæmdum. Ef það væri semsagt bara þannig að það væri bara sagt; Ok nú skulum við bara gera þetta þannig að það sé að skila jörðinni eitthvað.
Því öll hugsun nú til dags þarf að vera þannig útaf allri þessari mengun og global warming og svo framvegis. Öll hugsun okkar verður að vera þannig að við séum í alvörunni að pæla í afleiðindum þess sem við gerum. Við eigum ekki að ana útí svona hluti bara "afþví bara" og að það sé ekki neitt annað í boði, því það er bara rugl. Við höfum endalausa möguleika með alla þessa orku okkar annað en þessi álver. Og afþví að það er verið að kalla eftir tillögum að öðrum atvinnuvegi en álveri... T.d vetnisframleiðsla fyrir vetnisbíla, eða rafmagn fyrir rafmagnsbíla T.d. Það er líklega framtíðin, afhverju ekki að huga að henni? Það er jú það sem við eigum að vera að gera anyways. En ekki alltaf að hugsa bara fram að næsta kaffitíma.
Þar fyrir utan þa´eigum við bara möguleika á að gera nákvæmlega, hvað sem okkur sýnist þegar kemur að þessum hlutum. Því við höfum allt til þess.
En þegar við erum farin að niðurgreiða rafmagnið til einhverra útlendinga út í heimi til þess að reisa hér mengandi iðnað í hráefnisframleiðslu í öllum fjörðum og þorpum, þá finnst mér að við eigum aðeins að stoppa og hugsa málið í rólegheitunum yfir eins og svo einum kaffibolla. Ég meina, það er ekki eins og að grænmetisbændur í Hveragerði eða eitthvað séu að fá sama díl á sínu rafmagni eins og einhver stóriðja frá útlöndum. Viljum við gefa rafmangið okkar í áliðnað?
Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-parent:""; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:"Times New Roman"; mso-fareast-font-family:"Times New Roman";} @page Section1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.Section1 {page:Section1;} --> Finnst fólki það t.d í lagi að kynna Ísland sem hreint land, hreina náttúru og svo framvegis og svo er það það fyrsta sem útlendingar sjá þegar þeir koma frá keflavík er þetta tinna-geimskip í straumsvík og svo öll þessi álver sem er búið að troða niður útum allt? Í alvörunni?
Það er nefnilega hægt að markaðsetja Ísland á svo snjallan hátt. Það sem Ísland á að vinna að er hugvit. Við erum búin að vinna stærstu sigrana, bara í okkar markaðssetningu, okkar ímynd. Það er í hugviti, svona eins og Össur er að gera t.d eða bara Marel. Við getum ekki verið eins og eitthvert Austurevrópu land í einhverjum þungaiðnaði. Það er 2008, við nennum ekki að vinna í því. Við erum vel menntuð þjóð. Það er enginn sem vill vinna í álveri.
Við eigum að vera, eftir 20 ár þekkt fyrir hugvit. Hvorki ég né börnin mín (ef maður lætur sig dreyma um að eignast slíkt..) koma til með að vilja vinna í álveri. Bara ekki séns. Þar fyrir utan, eins og ég hef svosem bent á áður. Þá er álið engan vegin framtíðin. En þetta er orðið ansi langt svo ég læt staðar numið hérna
(Sorry Jenný... ég er í alvörunni að reyna að hætta þessum langlokum... )
Signý, 3.8.2008 kl. 03:52
hmmmm veit ekki hvað kom fyrir kommentið mitt?...... það er fullt af einjhverju stuffi sem ég skrifaði bara ekki.... svei!
Signý, 3.8.2008 kl. 03:53
vona ad borinn sé thagnadur.... ótholandi svona trufl...
María Guðmundsdóttir, 3.8.2008 kl. 04:44
Ég hefði viljað hafa mynd af reiðum húsvíkingi með fréttinni til að geta aðgreint þá eru reiðir reiðum Húsvíkingum frá reiðum Húsvíkingum.
Annars er ég á þínu bandi Jenný mín, það er skelfilegt til þess að hugsa að örlítill þrýstihópur skuli vera setja öll áleggin í sömu körfuna. Í framtíðinni þarf því bara einn neikvæðan stjórnarfund í einu fyrirtæki í Amaríki til að leggja af efnahag þjóðarinnar og senda okkur í torfkofana aftur.
Við erum rollur. Það sannast betur með hverjum deginum. Rollur, jarmandi á leið í sláturhúsið.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.8.2008 kl. 08:27
Það er verið að tönglast á þvi að ef fólk eigi að finna sér atvinnu og ef það finnur hana þá á það að finna sér eitthvað annað samkvæmt reglum alvitringanna fólkið valdi að byggja álver og við eigum að virða rétt þess til að taka ákvörðun um sína framtíð hvort sem að við teljum hana ranga eða rétta. Það er líka athyglisvert að engin hefur komið með aðra tillögu að uppbyggingu
Jón Aðalsteinn Jónsson, 3.8.2008 kl. 09:13
Dæmisaga: Húsvíkingar fá álverið sitt. Þar koma ca. 400 störf. Allir á Húsavík voða glaðir því nú geta allir unnið þar og fengið pening. Svo verður Palli nágranni voða glaður því hann getur haldið áfram að reka matvörubúðina sína. Nú og svo getur hann auðvitað stækkað við matvörubúðina sína afþví það er góðæri á Húsavík og hann opnar húsgagnaverslun með öllu því flottasta sem er til. Búðin hans verður mega vinsæl, og líka hárgreiðslustofan á móti. Allir með bros útað eyrum.
En svo nennir Jóhann ekki að vera í álinu lengur. Þar er ekkert nema skítur og drulla, plús að það er stórhættulegt og hann gæti nú brennt sig. Og hann Jóhann er nú aðeins of fínn til að vinna í svoleiðis, eins og hann var of fínn til að vinna í fiskinum hér um árið. Afþví Jóhann er svo rosalega fínn og töff ákveður hann að vinna á hárgreiðslustofunni.
Klara kærastan hans er líka rosalega töff og meikar ekki að skemma flottu gelneglurnar sem hún var að fá sér. Svo fer áverið svo illa með hárið hennar líka. Hún ákveður að vinna frekar í hæusgagnabúðinni hans Palla.
Og svo framvegis.
Íslendingar (og Húsvíkingar falla augljóslega í þá katagoríu) eru þekktir fyrir þennan hégóma sem gerði útaf við fiskvinnsluna. Ég get sagt ykkur það að það er ekkert posh að vinna í álveri og þeir Íslendingar sem vinna þar gera fátt annað en að tuða. Og svo hætta þeir eftir tvö ár.
En hey, þetta verður allt í lagi - við látum bara Pavel og Ivanoff og Ruslönu vinna álverinu svo við getum sjálf unnið í húsgangabúðinni og bankanum. Svo verðum við voða hissa þegar Pavel, Ivanoff og Ruslana koma EKKI að versla húsgögn og einhver útskýrir fyrir okkur að það séu bara ekki allir jafn shallow og við sem þurfum allt það flottasta í latest design.
Síðan verðum við bara ýkt fúl afþví að allt er fullt af útlendingum á Íslandi.
Mér finnst að Húsvíkingar ættu að spyrja sig hversu tilbúnir þeir eru til að sinna þessu blessaða álveri sínu áður en þeir rjúka upp til handa og fóta. Sagan segir sitt.
Kristrún (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 09:42
Kæra Jenný, ég get ekki séð betur en að þú og fleiri séu með dauðhreinsað og gerilsneytt heilabú.Þið eruð á móti því að atvinnulíf á Norðausturlandi sé rifið upp með álveri,þið hafið hinsvegar engar hugmyndir um önnur úrræði.Ykkur er sennilega alveg sama þó að fólk á þessu svæði þurfi að flýja,allslaust frá verðlausum eignum sínum.Jón Arnar,sem ekki treystir sér til að búa á Íslandi svarar þegar hann er spurður um aðrar lausnir,"bara eitthvað annað en álver".Þetta er svar rökþrota manns,það er ekkert svar að segja "af því bara".
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 3.8.2008 kl. 10:10
Það er ekki satt að við sem vorum með Kárahnjúkavirkjun, höfum ekki séð neitt nema álver, við fundum hinsvegar ekkert annað frekar en þið hin, allavega ekkert sem einhver var tilbúin að fjárfesta í , ekkert heimafólk er svo stöndugt að geta komið með eitthvað annað, þó svo það væri nú mikið smærra í sniðum. Og þar til eitthvert ykkar er tilbúið að koma með ykkar krónur og fjárfesta hér á landsbyggðinni eru orð ykkar algjörlega tóm og falla dauð og ómerk niður. Góðar stundir
(IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 10:46
Kæra Þóra. Af öllum þessum lestri hér að ofan að dæma finnst mér þú yfir aðra (mis athyglissjúka aðila (nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn í nafni þess athyglissjúkasta er Jón Arnar)) hafin. Þetta fólk er ekki þess virði að þú eyðir þinni orku í það. Notaðu orkuna þína og gáfur á einhverjum vígstöðum þar sem þú hefur erindi sem erfiði. Það er ekki á þessum vettvangi (allavega ekki þessari tilteknu bloggsíðu).
Bó, 3.8.2008 kl. 11:00
Álverin rísa nú og stækka á Suðvesturhorninu sem aldrei fyrr. Þá dettur einhverjum sveitavargi í hug að byggja álver utan hins heilaga Suðvesturhorns. Þetta álver hefur að auki þá sérstöðu að ekki stendur til að sökkva sveitum fyrir uppistöðulón, færa fallvötn eða skemma fossa til að sjá því fyrir raforku. Ísland á eftir losunarkvóta svo allir ættu að geta verið ánægðir. En hvað gerist.
Jú, á Suðvesturhorninu byrja menn á öðru álveri án þess að hafa unnið nokkra undirbúningsvinnu. Umhverfisáhrif álversins hafa verið könnuð, ein sér, og byggingarleyfi komið frá sveitarfélaginu. Ekki hefur verið tryggð raforka, ekki tryggt stæði undir raflínur o.m.fl. En menn hamast við að byggja til að reyna að tryggja sér losunarkvótann sem eftir er. Á meðan byrja Húsvíkingar á réttum enda og vinna skipulega að rannsóknum og samningum en byggja ekki meðan það er ófrágengið.
Svo tekur umhverfisráðherra þá ákvörðun að í fyrsta skipti á Íslandi skuli meta umhverfisáhrif álbræðslu með umhverfisáhrifum annarra mannvirkja sem henni tengjast. Þar er átt við raflínur, virkjanir o.þ.h. Þetta er fyrsta álverið á Íslandi sem hefur þurft svo víðtækt umhverfismat. Næsta augljóst er að umhverfisráðherra er að reyna að tefja fyrir Norðlendingum til að gefa vinum sínum á Suðvesturlandi enn betra svigrúm til að tryggja sér losunarkvótana.
Í dag segja menn að ríkisstjórnin styðji áfram álver á Bakka og reyna að telja Húsvíkingum trú um að það verði byggt. En vindar blása úr mismunandi áttum og þegar til kastana kemur mun ríkisstjórnin annað tveggja vera fallin eða það koma í ljós að ríkisstjórnin "getur ekki" haft áhrif á athafnir fyrirtækja á frjálsum markaði" og því verður Helguvíkurálverið á undan.
Sannarlega er álver á Bakka ekkert einkamál í héraði. Það er hins vegar undir heimamönnum komið, hvaða atvinnufyrirtæki þeir setja upp í heimabyggð, að landslögum uppfylltum. En þeir verða að fá að njóta jafnræðis við aðra landsmenn, hvað varðar skilyrði, og engin sanngirni í því að umhverfisáhrif álvera á Norðurlandi skuli metin með öðrum hætti en umhverfisáhrif slíkra verksmiðja á Suðvesturlandi.
HE (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:36
alltaf jafn gaman að sjá hvernig umræður á þinni siðu kalla fram skoðanir manna.
Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2008 kl. 12:05
Takk fyrir þessa fjörugu umræðu sem hér hefur átt sér stað.
En hvaða borgarstjóraheilkenni er að vaða hér uppi. "Síðueigandi" þetta og "síðueigandi" hitt. Nafnið mitt er hér á síðunni og ber að notast.
Ég hef engin fullnaðarsvör um hvað sé best að gera. Það er eins og sumir geti ekki hugsað út fyrir kassann og sjá bara reykspúandi álver sem upphaf og endi alls.
Takk fyrir umræðuna þetta mál liggur greinilega þungt á fólki í báðar áttir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 12:06
Ég er hjartanlega sammála þér Jenný - þetta er ekki einkamál Húsvíkinga.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.8.2008 kl. 12:23
hún Ásta Svavars er með snilldargreiningu hér.
Svo hefur náttúrlega verið bent á hitt og þetta annað, netþjónabú og koltrefjaverksmiðja, til dæmis, eitthvað af þessum efnum og svo spurning um að finna leiðir til að nýta orku innanlands og minnka innflutning á olíu.
Það er alrangt að álver á suðvesturhorninu rísi án nokkurra mótmæla. Hafnfirðingar kusu til dæmis gegn stækkun Straumsvíkurversins, Sól í Hvalfirði tapaði fyrir Grundartanga, hellings mótmæli við Helguvík líka. Hættið að ímynda ykkur landsbyggðarhatur, það fer ykkur ekki vel.
(auðvitað hefði Helguvík átt að fara í umhverfismat samt, ekki mótmæli ég því)
Bara ekki setja öll egg landsins í sömu körfu, við höfum brennt okkur á því allt of oft. Núna virðist karfan vera úr áli.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.8.2008 kl. 13:04
Hildigunnur: Takk fyrir linka. Það er ekki bara karfan sem er úr áli, heilarnir á bak við plottið eru álslegnir líka sýnist mér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.8.2008 kl. 13:18
Já snilldar greining hjá Ástu, hún telur að fólk vilji ekki búa út á landi af því bara, segir fólkið hafa það bara nógu gott og ekkert síðra en við í Reykjavík, vá hún er algjör snillingur að komast að þessari niðurstöðu. Getum við ekki bara flutt alla til Reykjavíkur og haft restina af íslandi til að horfa á ? Mér fannst þetta hrokafullt hjá henni ástu að segja að landsbyggðin hafði það jafngott og við í Reykjavík.
Svo eru þessar lausnir sem Hildigunnur er að benda á eru ansi orkufrekar og stórt netþjónabú þarf t.d. orku á við meðal álver.
Þannig að ég spyr; Er í lagi að virkja orku landsins ef hún fer ekki í álframleiðslu ?
Svo ef við ætlum að fara minnka innflutning á olíu þá þurfum við að fara keyra minna og veiða minni fisk, önnur orka sem við notum er endurnýjanleg vatnsafls- eða gufuaflsorka.
Svo að þetta komi okkur jafn mikið við og húsvíkingum þá langar mig að segja sögu: Á sjötta og áttunda áratugnum hófst bylgja á vesturlöndum, sem er upphaf náttúruverndarbylgjunar sem er í gangi núna. Þá var aðalmálið að bjarga regnskógum og viltum dýrum sem voru að mati manna í útrýmingarhættu. Vesturlandabúar þrýstu t.d. á ríki í afríku að stofna þjóðgarða þar sem væri hægt að vernda dýrin fyrir vondu veiðimönnunum(sem flestir voru innfæddir frumbyggjar). Vesturveldin sem gerðu náttúru þessara landa að sínu einkamáli gleymdu því að í þessum þjóðgörðum bjó fólk. Þeir "vernduðu" því náttúruna fyrir þessu fólki sem þarna bjó og var að eyðileggja náttúru fyrir okkur á vesturlöndum, náttúru sem við höfðum aðeins séð í sjónvarpsþáttum eins fræðslumyndum David Attenborough. Það gleymdist alveg að finna eitthvað í staðin fyrir þetta fólk til að lifa af. Frumbyggjar sultu heilu hungri, en vesturlandabúum var alveg sama að' því að núna gátu þeir friðaða samvisku sína með því að segja að þeir hafi bjargað náttúrunni þarna frá "villimönnunum" sem bjuggu í henni. Þessir frumbyggjar fóru svo aftur að veiða dýr í óþökk okkar vesturlandabúa. Vesturlandabúar sögðu, "hvernig geta þeir gert þetta við náttúruna, vita þeir ekki að hún er í hættu ?" Frumbyggjunum var alveg sama af því að þeir vildu frekar deyja á morgun en í dag.
Mér finnst þetta minni mig á umræðu okkar um Húsvíkinga, kannski er þetta ekki þeirra einkamál en þetta kemur þeim sko miklu meira við en okkur. Fólki vantar vinnu, það hefur það ekki jafn gott og við í Reykjavík og þessvegna vill það fá fjárfestingar á svæðið til að bæta samkeppnistöðu þeirra gagnvart höfuðborginni, en við viljum ekki leyfa þeim það af því að okkur er svo annt um náttúruna sem þeir búa í.
Á meðan það eru ekki aðrar hugmyndir uppi á pallborðunum sem færa jafn stóra fjárfestingu á svæðið þá er álver besta lausnin. Kannski ættu umhverfissinnar að fara vinna í því að auglýsa landið fyrir annarskonar iðnað í stað þess að berjast á móti álvinnslu.
Bjöggi (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 13:54
Ég hef aldrei skilið hvernig þær þjóðir brauðfæða sig sem hvorki hafa hreina orku né álver. Þó er mér sagt að þær séu til en hef nú mesta trú á að það sé ein kommalygin. Og af hverju haldið þið að Rómarveldi hafi liðið undir lok?
Auðvitað vegna þess að þeir höfðu ekki vit á að koma sér upp álverum!
Ríkið á að hugsa fyrir fólkið og segja því við hvað það eigi að starfa. Sovétríkin byggðu upp áætlunarbúskap en hann gekk nú reyndar ekki upp. Íslensk stjórnvöld hafa lengi verið svolítið skotin í þessu sovéska forræðiskerfi og hafa talið að þar hafi ekki verið fullreynt með árangur.
Ég trúi betur kommunum í Sjálfstæðisflokknum sem vilja hugsa fyrir fólkið, en helvítis ösnunum í V.G. sem vilja láta reyna á frelsi einstaklingsins til athafna á eigin forsendum. Og vilja láta ríkið sjá um að einstaklingurinn fái það viðskiptaumhverfi sem hann þarfnast.
En meðal annara orða: Ef við byggjum ekki álver, á hverju eigum við þá að l i i i ifa?
Árni Gunnarsson, 3.8.2008 kl. 18:06
Hahahahahaha Árni þakka þér fyrir! Á eftir að lifa á þessu "kommenti" mjög lengi! Alveg hreint tær snilld. Geggjað!
Unnsteinn
Unnsteinn (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 00:35
VG vilja að ríkið hafi puttana í öllu. Allt gott og blessað með það. En þá verði þið að vera það klár að þið getið tekið ákvarðanir fyrir alla. Vandamálið er bara að þeir sem gera ekkert allan daginn nema að hugsa um sjáflan sig klúðra því oft og koma sér í vandræði. En auðvitað er hégóminn hjá ykkur miðstjórnarliðnu að þið vitið betur en allir hinir. Ekki ætla ég að draga úr ykkur metnaðinn.
Úr því að við íslendingar viljum að stjórnvöld reddi okkur vinnu þá eru stjórnmálamennirnir á fullu í að reyna að standa undir væntingum.
Það er ekki auðvelt. Ef það er álver þá er það ekki hægt vegna þess að það mengar svo mikið. En það hefur þann kost að álveri fylgir lítil áhætta. Það er alltaf sá möguleiki að heimurinn hætti að nota ál eða álverð lækki niður úr öllu valdi.
Svo er það DeCode, það er alveg glatað vegna þess að það er svo áhættusamt. Svo er það uppbygging fjármálakerfisins, það má ekki heldur. Bara af því að Hannses, the pirate of communist memors, lagði til að skatta væru lækkaði svo við gætum geymt peninga útlendinga a la sviss.
Mín lausn er að sjálfsögðu að leggja niður Seðlabankann, miðstjórnarappparat dauðans og hætta ríkisafskiptum af atvinnuuppbyggingu.
En ef VG vill það ekki, hvað atvinnuuppbyggingu vilja þeir.
Ekki hátækni, of áhættusöm, ekki bankastarfsemi, það eru bara plat verðmæti.
Hvað þá?
Evil (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.