Leita í fréttum mbl.is

Bakslag í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi

Borgarstjórnarflokkur VG lýsir yfir vonbrigðum með nýútgefna umsögn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um rekstur á nektardansstaðnum Goldfinger.

Þar segir m.a.

tilkynningu VG segir, að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft mikið að segja í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi allt frá því hann hóf störf, og þar með sýnt rannsóknum og reynslu af þessum málum skilning og tekið á þeim mark. Í fyrri umsögn sinni um Goldfinger hafi lögreglustjórinn lagst gegn leyfisveitingu en nú virðist sem hann hafi verið þvingaður til að breyta afstöðu sinni til málsins."

Ég er sammála þessu.  Lögreglustjórinn hefur verið betri en enginn í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og því er það furðulegt að hann skuli hafa breytt afstöðu sinni.

Ég er paranojuð þegar þessi mál ber á góma og ekki að ástæðulausu.

Hver er í karlaklúbb með hverjum hérna?

Er erfitt að fá þetta lið allt saman til að skilja að nektardansstaðir ýta undir kynbundið ofbeldi og það er brýnt að koma í veg fyrir starfsemi af þessu tagi.  Eins og VG réttilega benda á þá er lokun þessara staða liður í baráttunni gegn hlutgervingu kvenna, gegn kynbundnu ofbeldi og fyrir jafnrétti kynjanna. 

En Geiri og sumir strákanna geta sennilega hrósað sigri.

Lögrelustjórinn í Reykjavík hefur með þessari umsögn fært jafnréttisbaráttuna nokkur ár aftur í tímann.

Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

P.s. Og Alexander Kristófer, rólegur, ég veit hvað þér finnst.


mbl.is Lýsa vonbrigðum með nýja umsögn um Goldfinger
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég veit bara að sýsli minn hefði ekki gefið þetta leyfi.  Kveðja af koddanum  Girl In Bed  Girl In Bed Girl In Bed 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 14:39

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Samt ætla ég að segja það, þetta er sigur fyrir kvenréttindi og tap fyrir kvenhatandi íhaldssina

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.8.2008 kl. 15:03

3 identicon

Þeir sem vilja að farið sé eftir lögum geta hrósað sigri núna, fyrri umsögn var ógild vegna þess að hún hafði enga lagalega stoð.

Gulli (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Dísús hvað verður hressandi þegar strippbúllunum verður útrýmt að fullu, ef maður lifir það þá.

Ég færi líklegast á svona búllu væri ég kvenhatandi íhaldssinni.

Þröstur Unnar, 1.8.2008 kl. 15:37

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Íhaldssinar eru á móti stripbúllum eins og Jerry Farwarll, John Hagee og fleiri

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.8.2008 kl. 16:29

6 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ekki má gleyma því að mestu íhaldssíður á netinu eru á móti stripbúllum eins og worldnetdaily,concuil for consertive citiziens,morality in media og fleiri skemmtileg öfgahægri og öfgavinstri samtök  þessi stefna sem sem þessar síður halda uppi ásamt jenfo heldur uppi er kölluð social consertvism (félegast íhald)

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.8.2008 kl. 16:38

7 Smámynd: MacGyver

Ég hélt að jafnréttisbaráttu kvenna snerist um að konur ætti fá sama frelsi og karlmenn til þess að hreyfa sig á vinnumarkaði og stjórna sín eigin örlög.

 Það virðist eins og feministar eru skiptir í tvo hópa; fólk sem styður rétt kvenna til þess að hreyfa sig á vinnumarkaði og stjórna sig eigin örlög OG fólk sem styður rétt kvenna til þess að hreyfa sig á vinnumarkaði og stjórna sig eigin örlög NEMA þegar konurnar vilja vinna við eitthvað sem stangast á við þær staðalímyndir sem þetta fólk hefur um konur og hvað þær ættu að vinna við.

MacGyver, 1.8.2008 kl. 16:49

8 Smámynd: Hulla Dan

 Góða helgi.

Hulla Dan, 1.8.2008 kl. 17:08

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 17:52

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var að hlusta á Steingrím J. ég fæ alltaf pínu í hnéin þegar ég heyri hann tala, hann er svo down to earth og skynsamur og hreint út sagt yndislegur, vildi að flestir í hans flokki væru eins þá mundi ég sko kjósa hann, hef einu sinni talað við hann feis tú feis og það var æði, hann er sko frábær, varð að deila þessu með þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 18:01

11 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Góda helgi Jenný

María Guðmundsdóttir, 1.8.2008 kl. 18:24

12 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvernig hefur þetta fært jafnréttisbaráttuna aftur um nokur ár?

Brjánn Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 19:31

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brjánn: Jafnréttisbaráttan fer afturábak þegar það er leyfilegt að kaupa sér konu (og karla ef það væri inn í myndinni).  Nokkuð ljóst að leyfi til nektardansklúbba er ekki beinlínis skref í átt til að útrýma kynbundnu ofbeldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.8.2008 kl. 20:47

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ótrúlega fornaldarleg umræða í gangi hér í dag..  Banna banna banna .. og bara drekka kaffi.. ég meina Jenný hvað má ?  Mér finnst þú stundum vera á móti flestu því sem venjulegt fólk tekur sér fyrir hendur.. það sést bara ef maður les bloggið þitt og það geri ég nær daglega.. en þú skrifar helvíti vel stelpa.

Varðandi kvenréttindinn þá finnst mér þau að mestu snúast um lúxus kvenréttindi sem er ekkert annað en forréttindi..  

Óskar Þorkelsson, 1.8.2008 kl. 21:22

15 identicon

Sælt veri fólkið hér.

Ég vil nú bara byrja á því að hrósa lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins fyrir þessa breyttu ákvörðun.  Hann þorir að breyta um skoðun og sýnir þar með að hann fer að lögum og reglum í starfi sínu frekar en pólitískum þrýstingi hagsmunasamtaka feminista og vinstri manna.  Þetta er honum til mikils sóma og ekkert annað.

Svona lögreglustjóra þurfum við að hafa.  Mann sem setur lög og reglur æðri eigin skoðunum og þrýstingi hagsmunasamtaka.

Þessi breytta afstaða hjá honum er ekkert annað er hárrétt ákvörðum hugsandi manns sem skilur hlutverk sitt í starfi.

Hvað öðru nemur að þá er hún nú alveg ótrúleg þessi yfirlýsta skoðun vinstri manna um að útrýma starfsemi nektardansstaða og hreinlega reyna að fá þá bannaða með öllum tiltækum ráðum þ.á.m. með lagasetningu frá Alþingi ef marka má orð Svandísar Svavarsdóttur í fréttum kvöldsins.  Nektardans er hvergi bannaður á vesturlöndum, ekki einu sinni í feministalandinu Svíþjóð.  Þessi starfsemi er bönnuð í Mið-Austurlöndum og þriðja heiminum.  Ég veit eiginlega ekki hverskonar útópíu-ríki þetta fólk telur sig vera að búa til á Íslandi.  Það er von mín að þetta fólk komist seint eða aldrei til valda á Íslandi.

Breyskleiki á ekki að vera lögbrot.  Kynferðisleg löngun á ekki að vera skömm.

Mikið held ég að stelpurnar á Goldfinger séu ánægðar með þessa ákvörðun lögreglustjóra.  Líklega er Ísland besti áfangastaður þessara kvenna til að starfa í þessum bransa.  Atvinnuástand á almennum vinnumarkaði á Íslandi er gott þ.á.m er atvinnuleysi með því lægsta í heiminum.  Þess vegna má gera ráð fyrir því að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir þessar konur til að komast út úr bransanum og inn á almennan vinnumarkað kjósi þær það.

Við skulum ekki skemma þennan möguleika þeirra með því að banna nektarstaði.

Jóhannes (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:24

16 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.8.2008 kl. 21:26

17 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Rangt jenfo að banna nekterdans er skref aftur ábakvið í anda íhalds kristna í bandaríkjunum sem dreymir um að banna klám og stripdans rétt eins og þú jenfo,kaldhæðni að þú tekur málstað mestu  rasísku öfgahægri kristna hópa bandaríkjana eins og Council of Conservative Citizen

www.adl.org/learn/ext_us/CCCitizens.asp


Alexander Kristófer Gústafsson, 2.8.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.