Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Óli algjör sveppur
Ég er að pakka niður hérna á milli hverfa.
Margt sem þarf að taka með.
Við vitum ekki með Bördí, hann er svo viðkvæmur og undarlegur fuglinn sá, held að hann færi yfir um við flutningana. Þannig að ég kem til með að vera hérna heima hluta úr degi og þá get ég auðvitað bloggað sem aldrei fyrr. (Ég verð selskapsdama fugls. Það er rétt ég á ekkert líf).
En.. Svo er það forsetinn. Hér varði ég manninn þar til ég var að niðurlotum komin, og svo fær maður heldur betur að kyngja því hráu.
Mér fannst og finnst reyndar enn að Dorrit og hann megi eiga alla þá vini sem þau kjósa í heiminum, þar með talda Mörtu Stewart. Mér finnst það algjörlega þeirra einkamál hverjum þau fara með út að borða. En nú er Ólafur að setja niður sína síðustu kartöflu í mínum garði ef þetta er satt, sem ég efast reyndar ekki um.
Hin ástæðan fyrir brottrekstur úr mínum kartöflugarði er að Óli er að fara á Ólympíuleikana að snobbast og derra sig með morðingjunum í Kína.
Reyndar fær enginn íslenskur stjórnmálamaður að athafna sig í mínum matjurtagarði sem þangað fer og sendir mannréttindabaráttu í heiminum fokkmerki. Étið þið úldna skötu bjánarnir ykkar.
Og svo eru það húsráðin.
Ég veit hvernig maður fær páskagul egg upp úr pottinum. Bara skella ystu lögunum af gulum lauk með í pottinn. Ég stóð á öndinni í mörg ár út af þessu undri sem finnsk vinkona mín kenndi mér.
Já og að setja brauðsneið í púðursykurspokann þegar sykurinn er orðinn glerharður. Voila og daginn eftir er sykur sem nýr (en þið verðið að henda brauðinu, það verður allt undarlegt eitthvað. Dem).
En hvernig hef ég farið að án þess að fatta þann vinnusparnað sem felst í því að skera sveppi og jarðaber í eggjaskerara? Vá, veit umheimurinn þetta og ég bara svíf um í ingnoransínunni?
Farin á Leif.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góðan daginn ! Sammála þér með Ólaf.....en þetta síðasta að skera jarðaber og sveppi eggjaskera , ég hef aldrei heyrt þetta og mér finnst þetta tær snilld.....ætla aldeilis að prófa !
Góða ferð á Leifsgötuna !
Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 09:51
Æ Óli ... búinn að missa sig tótallí ... .. Takk fyrir holl húsráð!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.7.2008 kl. 09:55
Ég leitaði hér dyrum og dyngjum að mínum eggjaskera um daginn! Fann hann ekki - hefur líklega gengið í vegg í skelfingu í jarðskjálfta! Ég varð að nota gamla móðinn og draga fram beittan hníf....
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 10:13
Þegar ég var barn notaði ég eggjaskera heimilisins sem hljóðfæri. Spilaði ódauðleg nútímaverk með undarlegum og tilviljanakenndum tónum. Ég hafði ekki hugsað út í að það væri hægt að skera með þeim. góð hugmynd
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 24.7.2008 kl. 10:44
Finnst þér ekki yndislegt að geta leikið Mörthu S. á íslensku bloggi!
Verð alltaf jafn spæld yfir því að ég skuli ekki hafa fundið upp þessi guðdómlegu húsráð, vissi allt nema með jarðaberin sem er algjör snilld!
Knús á þig ljúflingur.
Edda Agnarsdóttir, 24.7.2008 kl. 11:05
Mér finnst Ólafi og Dorrit algerlega frjálst að bjóða heim til sín þeim sem þeim þóknast. Svo finnst mér að það eigi ekki að blanda pólitík saman við Ólympíuleikana, þetta á að vera ópólitískur vettvangur fyrir þjóðir heims að koma saman og keppa í íþróttum.
Helga Magnúsdóttir, 24.7.2008 kl. 12:07
Er það ekki líka spurning hvort að þessar veislur séu á kostnað embættisins eða úr hans eigin vasa.....mér finnst það þurfa að koma fram !
Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 12:13
Sunna: Þeim var boðið til Bessastaða þessu fólki. Mér finnst það út úr kú.
Helga: Lífið er pólitík, það er ekki hægt að horfa fram hjá mannréttindabrotum Kínverja af því það hentar okkur vegna íþrótta. Ég hef ekkert á móti Ólafi og frú en þau eru að fara yfir strikið þarna.
Edda: Algjör Martha. Meila þér á eftir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 12:51
Hallgerður: Ég legg mig fram um að vera ekki gagnrýnislaust með eða á móti ráðamönnum. Þannig er nú það. Nú fær eggjaskerarinn nýtt hlutverk á íslenskum heimilum.
Matta: Helvíti ertu listræn.
Hrönn: Láttu tryggingarnar borga nýjan. Muhahaha.
Jóhanna: Yess.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 12:53
Ég er algjörlega sammála þér Jenný, þetta er algjörlega út úr kú og úr takti við allan íslenskan raunveruleika þetta skref hjá forseta vorum! Mig langar bara að vita hvort að þjóðin borgaði þessa ríkra manna veislu !
Sunna Dóra Möller, 24.7.2008 kl. 12:55
Ég vil gjarnan fá að vita það líka, þ.e. hver borgar brúsann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 13:19
Þetta með eggjaskerarann er eitthvað sem ég mun nýta mér. Ætla ekki að tjá mig um hitt ;) Ég hefði viljað hitta Mörtu og láta hana kenna mér að framleiða mat eins og hún gerir nam,nam. Svo er hún er frábær að gera upp gamla hluti sem ég gæti nýtt mér líka ;) Býð henni heim næst og þér með
Kossar til þín
Brynja Nordquist (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:26
frábært húsráð þetta með eggjaskerann......ég er pínu spæld með Ólaf og Doritt....það eru einhvernveginn allir að bregðast í dag....ég verð fyrir vonbrigðum með hvern stjórnmálamanninn á fætur öðrum og núna forsetann.....það er fokið í flest skjól.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 24.7.2008 kl. 14:05
Bíddu nú við, varst þú á Bessastöðum með Mörtu? Þetta eru frábær húsráð, skil ekkert í mér að hafa ekki fattað upp á þessu sjálf!
Kolgrima, 24.7.2008 kl. 14:13
Kolgríma: Var að fatta að ég brá mér í Mörtulíki þarna. Hafði ekki áttað mig á því. Frábært.
Krumma: Satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 14:51
..hmm takk fyrir húsráðin.
Hann Ólafur er ættaður úr minni sveit og var góður drengur lengi framanaf ævinni :)
Marta B Helgadóttir, 24.7.2008 kl. 16:38
Óli Grís að snobba eru gamlar fréttir. Húsráðin sum kunni ég.Takk fyrir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:43
Hef stutt forsetann hingað til, er ekki viss hvort ég held því áfram.Að mínu mati eigum við ekki að senda íþróttamenn á þessa ólimpíuleika og stjórnmálamenn eiga halda sig heima.
Sveitakona (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:48
hmm, eggjaskeri eyðileggst á stuttum tíma á sveppum, en jarðarber, það er sniðugt :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.