Leita í fréttum mbl.is

Þjófar og annað skítapakk

Ég er að flytja að heiman, bara sí svona.  Svona geta hlutirnir gerst.

Matarboðið sem ég var með fór nú ekki alveg eins og ætlað var.

Elsta dóttirin og sú yngsta ásamt fjölskyldum voru að koma í mat. (Týnda miðbarnið ásamt barnabarni og manni enn í London).

Helga Björk, Björn og Jökull mættu á svæðið.

Leifsgötufjölskyldan hringdi í ofboði.  Það var brotist inn í bílinn þeirra rétt á meðan þau brugðu sér inn að gera börnin klár fyrir boðið.

Veskinu hennar Söru var stolið og já bílinn var læstur og hún brá sér inn augnablik.  Hliðarrúðan á bílnum möskuð.

Og þau eru að fara í hálfsmánaðarferð til Svíþjóðar í nótt.  Skemmtilegt að lenda í svona.

Það er nokkurn veginn vitað hverjir voru að verki.  Það skiptir ekki máli, tilfinningin að láta skemma og eyðileggja fyrir sér er vond.

Þannig að nú flytjum við húsband okkur á Leifsgötuna. Og gætum óðalsins næstu tvær vikunnar.

Matarboðið var haldið án fórnarlambanna en af því við erum svo frábær hérna í upphæðum, þá fórum við með allan matseðilinn á Leifsgötuna og gáfum þessum elskum að borða.

Jenný Una sagði:  Amma, nú getir ég ekki sofað mjög lengi hjá ykkur.  Ég ætla að sofa hjá farmor och farfar.

Og svo sagði hún bless.

Litli tækifærissinninn.

Og ég mun blogga af vettvangi á morgun.

Úr glæpagötunni, og sumir mega vara sig.Devil

P.s. Flokkar maður innbrot og sollis undir "viðskipti og fjármál"?Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, afhverju ekki?? andskotans vesen var þetta annars.  Skil að þú sért fokkings vond   Grrr  Grrr  ég væri bjráluð.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þegar brotist er inn hjá fólki er það ekki endilega sjálfur skaðinn sem það tekur mest nærri sér, heldur að einhver ókunnugur skuli hafa ruðst inn á þeirra yfirráðasvæði og gramsað í þeirra einkaeignum. Þetta á nú reyndar meira við um innbrot á heimili.

Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:48

3 Smámynd: Himmalingur

Sjálfsbjargarviðleitni lítilmangans í ört þverrandi manngæskuþjóðfélagi sem vitaskuld lendir á okkur hinum! Leitt að heyra (lesa ) þetta Jenný mín! Í húsi við hlið mér var hreinsað út um daginn, og sú skrítna tilfinning er komin hjá manni að það kæmi ekki á óvart ef einhvern daginn væri búið að brjótast inn hjá okkur! Oft þegar við höfum verið að heiman og erum að koma heim, þá kemur upp kvíði fyrir því að koma að heimilinu og öllu búið að stela!Ömurlegt að þora varla orðið að fara að heiman af ótta við innbrot: Þjófar hafa verið að tæma hús um miðjan dag! Nágrannagæsla er það sem ég mæli með!!

Himmalingur, 23.7.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Signý

Oh, þetta er alveg glatað! Það var brotist inni í bílinn minn fyrr í sumar, en það var hinsvegar ekkert verðmætt í bílnum. Eina sem var tekið voru sígaretturpakkar og skrifaðir geisladiskar. Þjófurinn hafði líka húmor því hann skildi eftir eina sígarettu handa mér, og kveikjarann. Mjög hugulsamt...

Skemmdi samt bílinn minn helvískur

Signý, 23.7.2008 kl. 22:14

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bölvuð svínin - ofan í ruslatunnu með þetta skítapakk og keyra þá á ruslahaugana!

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 22:18

6 identicon

Óþolandi að lenda í svona.Góða ferð til Jennýjar Unu og co.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Talandi um þjófnaði, þá stal ég þessari húla-hopp dömu fyrir þig:

Hula-hoop 

Ég skal leggja álög á þjófana .... þeir munu koma emjandi með illa fengið góssið til baka. Ojbara þvílíkt pakk.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 23:26

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Óþolandi að geta ekki fengið að vera í friði með eigur sínar fyrir svona lýð

Huld S. Ringsted, 24.7.2008 kl. 00:05

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff...það var brotist inn í bakhúsið hérna hjá mér um daginn og hreinsað út úr því!
Viss um að innbrotsþjófarnir hafi séð mig einhvern tímann á vappi hérna í óðu-götu og ekki þorað inn til mín

En Jenný... þú verður sem sagt nágranni minn :) Kanntu að vaska upp?

Heiða B. Heiðars, 24.7.2008 kl. 00:07

10 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Æi en leiðinlegt að lenda í þessu.

En hvað var í matinn?

Einar Örn Einarsson, 24.7.2008 kl. 00:16

11 Smámynd: Ragnheiður

Ömurlegt að lenda í svona.

Við köllum (i vinnunni minni) þessa götu sem þú ætlar að flytjast á Murderstrasse....

Ragnheiður , 24.7.2008 kl. 00:23

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jamm... Leifsgatan er sú gata á Íslandi þar sem framin hafa verið flest morð

Ertu viss um að þú viljir ekki bara vera í óðu-götu Jenný mín

Heiða B. Heiðars, 24.7.2008 kl. 00:26

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þeir sem að mizelda lambalæri um of með bláozdi, kallar svona hreinlega yfir sig & famelíuna í leiðinni.  Ég prísa mig nú sælann yfir aö vera ekki í þínu ættartréi, (Vottað af ættfíknum bloggvinum mínum, Jóni Val & Önnu vélztýrðari), sé þig fyrir mér eta brasið sjálf, pína ofan í Vilberginn með, & troða svo matseðlinum pennaskrifaða á 80 gr. ljósritunarpappír, ein A4 á kvennezkju, ofan í afleggjarana þína.

Ekki skrýtið að þínir nánustu flýji land!

Nah, grínlaust er þetta hundleiðinlegt fyrir viðkomandi, fá mína fínu fríu samúð enda hef sjálfur lent þrisvar sinnum í þessu, & skil svekkelsið vel.

Steingrímur Helgason, 24.7.2008 kl. 00:27

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi enn og aftur, komið upp lokaðri meðferðarstofnun, takið fíklana af götunn og fækkið innbrotum.  Þetta er reyndar ekkert flókið mál. Meðan löggan er á fullu að reyna að finna nullkomaeitthvað grömm í vasa vesalinga á götunni, en hefur svo ekki tíma til að reyna að ná í skottið á raunverulegum glæpamönnum, þá getum við bara gleymt þessu öllu, bílunum, græjunum, heimiliinu, what ever.  Krefjum stjórnvöld um nei heimtum lokaða meðferðarstofnun, þar sem fíklarnir eru dæmdir í  meðferð.  Og við munum sjá stórlækkun á innbrotum og þjófnuðum.  Það er mín skoðun, og by all means I know the problem by first hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 00:34

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steingrímur: Þú hefur aldrei borðað hjá mér.  Bíddu bara.

Heiða: Ég vil hvergi annarsstaðar vera en á Leifsgötu það sem hlutir gerast.

Ragga: Á efri hæðinni gerðist það.

Takk öll fyrir kveðjurnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 00:34

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Steingrímur þú ert yndislegur.

Samúðarkveðjur til fólksins á óðalinu við Leifsgötu. Þetta er náttúrlega ömurlegt. Vona að þau njóti vistarinnar hjá farmor og farfar, samt sem áður.

Ótrúlega skemmtileg tillitssemi sem Signý segir frá þarna.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2008 kl. 00:35

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

hand átti þetta að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2008 kl. 00:35

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heiða: Þú vaskar upp og kemur svo í kaffi á Leif.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 00:35

19 identicon

Það hefur hvissast út að innbrotsþjófar séu nú farnir að vera ansi iðnir við að lesa blogg. Þar er hægt að sjá hverjir eru að fara í frí og hvenær þeir sömu ætla að koma tilbaka. Í ljósi þess er það því síður en svo góð hugmynd hjá þér Jenný að auglýsa það hér að þú verðir að heiman næstu tvær vikurnar.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 01:16

20 identicon

...nei...þetta er bara út af því að ég hengdi út þvottinn í dag.....

nei...segi bara svona, virðast vera einhver álög á snúrunni hjá mér og uppáhengjuferðum

...ömurlegt þegar svona geristEn commentið hér fyrir ofan...jeremías..eruð þið ekki að grínast í mér...lesa blogg til að ath. með hvenær og hvar hægt sé að framja innbrot...þetta er auðvitað bilun en mikið trúi ég þessu upp á kauðana...

Hafðu það gott í miðbænum næstu dagana!!

alva (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 02:37

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Leiðinlegt að lenda í svona atburðum! Vona að þetta skemmi ekki ferðina til Sverige fyrir þeim.

Gangi þér vel að passa hús og hýbýli :) 

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 08:56

22 identicon

Æi hvað það er leiðinlegt að heyra að Sara þín og Erik hafi lent í þessu.

Arrgggg - ég reyti hár mitt af reiði þegar ég les allar þessar fréttir af innbrotum í bíla og hús.  Ég neita að trúa því að þessum glæpum hafi ekki fjölgað. Það er allavega á hreinu að þetta er orðin skipulögð glæpastarfsemi þar sem hópur sér um að stela og fá sitt fyrir (líklega dóp). Aðrir sjá svo um að koma þýfinu í verð. - Og nota bene, einhverjir eru tilbúnir að kaupa þýfi til að nota sjálfir eða selja áfram. Hvaða brenglaða siðferði er eiginlega í gangi þar? Þetta er bara ömurlegt. 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 09:44

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Anna mín: Gott að sjá að þú ert komin heim, heil á húfi.  Og svo er ég hjartanlega sammála þér.

Hrönn: Þau voru hin hressustu í býtið þegar húsbandið keyrði litlu fjölskylduna á flugvöllinn.  Jenný var æst.

Sigurður: Takk fyrir ábendinguna, en þetta er allt í góðum höndum.

Ásthildur: Ekkert þung í mallakút?

Jóna: Já þetta með þjófinn hennar Signý ætti að vera öðrum slíkum til eftirbreytni. Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.7.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband