Leita í fréttum mbl.is

Svo dúllulega sjálfhverft

woman-computer-heart 

Ég er að fara að halda matarboð í kvöld og ég hef alveg nóg að gera.  Nóg til þess að vera ekki að blogga eins og mófó.  En sumir dagar eru bara bloggdagar í æðra veldi.  Það renna inn ástæður fyrir skrifum. 

Ég skrifaði um húmorsleysi áðan varðandi auglýsingu Iceland Express og ég skil ekki hvað er að verða með húmorinn okkar Íslendinga fyrir sjálfum okkur.  Ég er nefnilega á því að það sé einfaldlega ekki hægt að komast í gegnum lífið án sjálfsíróníu hæfilegs húmors fyrir hlutunum í kringum okkur.

Ég fór svo að undirbúa í eldhúsinu eins og sú eðalhúsmóðir sem ég er.

Þetta varð svo til þess að ég engdist úr hlátri alla leið upp á nýtt.  Er verið að hafa mann að fífli?

Þegar Guðjón Bergmann, sá væni maður, skrifaði tilkynninguna um að hann væri ekki á leiðinni út í lönd, fannst mér það alveg hryllilega krúttlegt og auðvitað smá hallærislegt. 

Ég gat að sjálfsögðu ekki sleppt tækifærinu og bloggaði um yfirlýsinguna eins og hún kom mér fyrir sjónir.  Sjá hér.

Ég neita því hins vegar að hafa verið að ráðast með illkvittni að Guðjóni en ég hef ekki lesið nein önnur blogg um þetta svo ég muni.  Það má því vel vera að fólk hafi verið eitthvað vont við karlinn, en ég sé ekkert að því að við gerum smá grín að hvort öðru í lífinu.

Ætli maður hafi ekki fengið sinn skammt og vel það og það sem meira er að í mínu tilfelli hef ég gert mig að fífli oftar en ég hef tölu á. 

En Guðjóni er ekki hlátur í hug.  Leiðinlegt.

Yfirlýsingin var svo dúllulega sjálfhverf eitthvað.

Písandpahappíness mæmen.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Jams....hvað er verið að elda , mig vantar hugmynd af kvöldmat, þegar kemur að eldamennsku þessa dagana á þessum bæ eru alveg öll ljós kveikt og enginn heima !

Sunna Dóra Möller, 23.7.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

...þú ert nú meiri dúllan...bloggari í fullu starfi...he he....

Auðvitað eigum við að hafa húmor fyrir sjálfum okkur...annars væri ekkert gaman....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.7.2008 kl. 14:27

3 identicon

Já, hvað er í matinn. Boðið mitt hefur týnst í pósti eða eitthvað...

Allavega. Mér vantar að láta bjarga mér - please save me eins og prinsessurnar myndu segja. Má ég vera prinsessa? Mig vantar sjálfhverfukaffiboð, fljótlega. Er ekki hægt að redda því?

Hver er summan af sex og átján? Ég er ekki í neinu megastuð fyrir svoleiðis yfirheyrslur en læt mig hafa það til að geta gaggað á blogginu þínu.

knús

Beta Ronalds (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með tengdó búinn að tantra of mikið,
og tólin þar nærri því missti fyrir vikið,
enn er þó hér,
ekki hann fer,
fyrr en með typpið fer þar yfir Strikið.

Þorsteinn Briem, 23.7.2008 kl. 14:58

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Shit hvað þetta er pathetic eitthvað!!!

Þetta var hallærisleg fréttatilkynning, hallærisleg umfjöllun og nú eru viðbrögð Guðjóns aftur hallærisleg. Punktur. Get over it Guðjón Bergmann!

Heiða B. Heiðars, 23.7.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Brynja skordal

Verð bara að seigja það að fólk með góðan húmor fyrir sjálfum sér og öðrum er fólk að mínu skapi  Ennnn hvað verður í matinn Forvitni.is

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 15:02

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gangi þér vel í matarboðinu þínu í kvöld.i

Kristín Katla Árnadóttir, 23.7.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er laus í afganga á morgun... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.7.2008 kl. 15:19

9 Smámynd: Kolgrima

ég er svo gapandi krossbit! Ég missti alveg af þessum óhróðri og grimmd (nema hjá þér, auðvitað). En maður er það sem maður hugsar

Kolgrima, 23.7.2008 kl. 15:27

10 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Alveg hárrétt hjá þér, þetta var hvergi nokkurs staðar nefnt hálfu orði. Bara hjá þér. Svo Guðjón er að barma sér undan þér og bara þér.

Grimma kona.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.7.2008 kl. 15:38

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Á þeim tíma sem að meint grimmd þín náði hámarki gagnvart mér, hefði mér átt að detta það snjallræði í hug að sækja 'sjálfshjálparnámskeið', eitthvert, hjá unhverjum gúrúanum.  Ætti 'bergmaðurinn' vita af því úrræði fyrir sjálfann sig ?

Steingrímur Helgason, 23.7.2008 kl. 15:42

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosaleg matargöt eruð þið!

Ég ætla að hafa grillað (í ofni) lambalæri með gráðosti og rósmarín.

Apeelsínugljáðar kartöflur ásamt nýjum íslenskum, rósakál, og brokkoli.

Gráðostasósu ala ég sjálf.

Í eftirrétt: Ávaxtasalat og límónusorbé

Og hana nú.

Lára Hanna: Það er svo gráðugt þetta fólk mitt að ég efast um að það verði afgangur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:06

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og salat dagsins auðvitað.  Hehemm.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:06

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi það er svo vont að vera svona öflugur motherfucker.  Allir að hníga í svað út af beittum penna mínum.

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:08

15 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég er ad missa mig hérna megin...ad madurinn skuli yfirhøfud vera ad vekja athygli á thessu...en kannski gargandi snilld..hann er alltaf i blødunum bara  øll umfjøllun betri en engin. íha.. 

María Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 16:11

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko fyrir aftan motherfuckerathugasemdina átti sko að koma og

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 16:14

17 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ég var heillengi að fatta hver þetta var, búin að steingleyma honum. Greinilega er verið að minna á sig á þinn kostnað Jenný 

Elísabet Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 16:29

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

þú ert að plata............ Lambalæri með gráðosti?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 17:01

19 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Hahhhha alltaf gaman að lesa bloggið þitt ,en er með spurningu Lambalæri með gráðosti???? hvernig bragðast það?? Er ógeðslega Itölsk og lambalæri er slurrrp með mikin hvítlauk og rósmarin.En er forvitinn um þína uppskrift.'A mötuneytinu sem eg neyðist til að borða finn ég alltaf ULLARBRAGÐ af rolluni já ógeðslegt,áhuginn minn á lambakjöti er að hverfa

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 17:10

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Með gráðosti já, hefur þú aldrei heyrt um það sveitakerling?

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 17:19

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú setur gráðost í rifurnar sem þú skerð á kjötið.  Setur þar ferskt rósmarín, gráðost, maldonsalt og grófan nýmalaðan pipar.  Pakkar inn í álpappír, nema síðasta korterið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 17:21

22 Smámynd: Brynja skordal

Je minn slef Lambalæri með gráðosti og gráðostasósa ala Jenný UPPSKRIFT takk eða er hún leyndó???? verð að fáana plísssss

Brynja skordal, 23.7.2008 kl. 17:25

23 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er slefandi yfir þessum matseðli hjá þér kona....ég er á danska skilurðu.. verandi með himinháa blóðfitu er víst ekkert annað í boði...

Fyrr má nú vera viðkvæmnin í Bergmanni 

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.7.2008 kl. 17:27

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Auðvitað er leiðinlegt ef fólk hefur verið með óhróður og hástemmd lýsingarorð um Bergmanninn á netinu. Við vitum nú hvernig það getur orðið. En ef maður setur svona yfirlýsingu í blöðin þá hlýtur að mega tala um það. Tilhvers væri annars tilkynningin?

Það er ekkert missed calls á símanum mínum . Sendirðu boð í matinn á meili? Ég hef ekkert fengið.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 17:47

25 identicon

Æi er kallinn eitthvað viðkvæmur.Ætli hann sé ekki duglegur í slökun?Slökun er allra meina bót er mér sagt.Leitt ef fólk er með óhróður um kallinn ,það er ljótt að gera svoleiðis.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 17:59

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að segja þér það Jenný min, hve mikil pempía ég er stundum.  Í gær var ég á hnjánum að reita gras frá plöntum sem höfðu verið slegnar niður nokkrum sinnum í sumar, hundblaut, köld og ill í puttunum, ákvað ég að mig langaði mest í..... saltkjöt og baunir hehehe, inn í samkaup, og þarna í kjörborðinu var sérvalið saltkjöt, ég tólk það í körfuna eins og ég væri að stelast, maður etur sko saltkjöt og baunir bara á sprengidag ekki satt.  ég reyni að láta sem minnst fara fyrir kjötinu og baununum í körfunni, og þegar ég slengdi þessu upp á borðið, vonaði ég að sem fæstir tækju eftir matarvalinu

Ég get svo svarið það, ég hló hátt og innilega þegar ég var komin út í bíl og fattaði hverslagt rófa ég eiginlega var þarna.  En súpan og ketið var alveg æði, og nú verður sko upphitað salkjöt og baunasúpa í kvöld.  Erum við ekki stundum algjörlega rosalegir pervertar í eðli og hjarta

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2008 kl. 18:25

27 identicon

assgoti er matseðilinn girnilegur hjá þér...nammmmmmmm.....

já...sumir eru viðkvæmari en aðrir, það er nokkuð ljóst..

vona að matarboðið gangi þrusuvel og allir skemmti sér vel

alva (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 20:38

28 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ ó mæ. var alveg búin að gleyma þessari hallæris yfirlýsingu um frestaða brottför, fannst þetta nördalega hallærislega fyndið á sínum tíma og man sko ekkert hvað þú skrifaðir, nema bara eitthvað svona Jennýjar legt held ég.  Hann vantar örugglega athygli núna þessvegna er hann að skrifa þetta, held hann ætti bara að halda áfram að tantra og þess háttar og reyna að hlægja með öðru fólki.  Maturinn hljómar geðveikt vel og ég er þakklát fyrir að hafa verið búin að fá mér brauðenda með skinku, læt það duga í kvöld.  Njóttu kvöldsins. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 20:40

29 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það hlýtur að ríkja fögnuður um allt þjóðfélagið vegna þess að Guðjón fer ekki fet.

Helga Magnúsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:46

30 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hverslags viðkvæmni er þetta í blessuðum manninum, fyrr má nú aldeilis fyrrvera.  Á ekki JÓGA að vera gott til andlegrar uppbyggingar?  Hann ætti kannski að kaupa sér svoleiðis tíma.

Verði ykkur maturinn að góðu

Sigrún Jónsdóttir, 23.7.2008 kl. 20:55

31 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ætlar s.s. ekki að hafa þetta einfalt og bjóða bara upp á ljós, ljósið mitt.  ..  Þetta hljómar nú allt mjög heilbrigt og gott slurp...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.7.2008 kl. 20:56

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Beta mín: Elsku dúllan, verð á Leifsgötunni næsta hálfa mánuðinn, eigum við ekki að blása til kerlingarsellu.  Ég tala við Jónuna, Eddu og hinar eitthvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.