Leita í fréttum mbl.is

Fjölleikahús Rigor Mortis

fire_meaney

Það er bara eitt í þessu lífi sem við getum algjörlega haft á tæru en það er sú staðreynd að við endum öll lífið með sama hætti, við deyjum.  Vá hvað mannkynið á margt sameiginlegt!

Ég hef stundum hugsað út í þetta með að deyja og svo iðnaðinn í kringum það.

Við verðum rosalega mikilvæg fyrir nokkur fyrirtæki í líkgreininni þegar við geispum.  Sorglegt.

Líkkistusalar eru þeir einu sem fyrirsjáanlega munu ávallt búa við atvinnuöryggi, ekkert í sjónmáli sem bendir á samdrátt í þeirri grein.Devil

Afgangurinn af manni verður mældur, kista valin sem kostar eins og meðal einbýlishús, jafnvel þó þú ætlir að kveikja í henni.  Dýr sprek og allt það.

Svo eru það blómin, meiköppið á hylkinu, kistulagning, prestur og skemmtiatriði, húsnæði fyrir erfisdrykkju og allur pakkinn.

Svo er verið að tala um að fermingarveislur kosti peninga.  Er erfisdrykkja ekki dálítið síðbúið partí fyrir hönd þess sem dó?  Mér finnst gáfulegra að halda veislur meðan maður er enn á meðal oss til að taka þátt í þeim.

Mig langar ekki til að láta eftirlifendur, sem mér er tiltölulega hlýtt til, punga út stórum fjárhæðum til að koma mér í gagnið í fæðupýramídanum. 

Ekki vil ég leggja inn á bók fyrir útförinni.  Mér finnst það ógeðslega morbid.  Peningar eiga að notast til að lifa af ekki til að deyja fyrir.

Ég vil láta taka af mér afganginn, brenna hann í einföldum og endurvinnanlegum umbúðum.  Vil ekki að heilum skógarlundi sé fórnað af tilfeninu. 

Mér hugnast sú tilhugsun að hverfa í reyk.

Síðan getur fólk haldið áfram að lifa lífinu sem best það getur, án sorgar og eftirsjár en væntanlega með mig sem góða minningu í hjartanu.

En ef væntanleg lík fara að vera með kröfur um að deyja á ódýran og einfaldan hátt, á eftir að hvína í Fjölleikahúsi Rigor Mortis, og ég sé það ekki gerast.

Þannig að ég gefst upp.  Bissnessinn verður að lifa. 

Þó við gerum það ekki.

Og svo má ekki gleyma minningargreinunum.  Þeir sem hafa eitthvað fallegt við mann að segja, ættu að lufsast til að drífa í því á meðan maður heyrir, sér, finnur og gleðst.  Annars eru líkurnar á að þú talir fyrir daufum eyrum í Mogganum.

 


mbl.is Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Sammála þér með að ég vil helst verða brennd og í sem ódýrustu umbúðunum.  Ef fólk vill endilega minnast mín og halda veislu má það bara fara út að skemmta sér og dansa - það er mun meira í mínum anda en að sitja og drekka kaffi og meðí og tala um hve ofboðslega góð kona ég var haha (er maður ekki alltaf svo ótrúlega flottur eftir dauðann?).

Dísa Dóra, 23.7.2008 kl. 09:17

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Eru þessar dauðans vangaveltur eitthvað í framhaldi af Heimskringlu?

Þröstur Unnar, 23.7.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

það er ekki venjulegt hvað það er dýrt að jarða, kostar augun úr.....systir var rukkuð fyrir geymslu á syni sínum....djöfuls ósvífni, þetta er ólöglegur gjörningur, hún hringdi í þá og kvæsti út úr sér hvort borin hefði verið fram morgunverður......nóttin var dýrari en á hóteli....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.7.2008 kl. 09:24

4 identicon

Ég vissi ekki betur en að hluti af kirkjugarðsgjaldinu væri geymslan á "hótelinu".FXZ#"%$ .Þetta er svo ósvífið.Þú hefðir átt að heyra í mér þegar ég "átti orð"við framkvæmdastjóra líkhússins.Ég var ekki rukkuð aftur .Góðan dag annars

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:21

5 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Holy smoke!

Sammála því. Norðmenn eru með pappakistur úr endurunnum pappír, til líkbrennslunnar, finnst það doldið gott hjá þeim.

Annars er þetta útfarabrölt hérna komið út í öfgar, segi ekki meir.

Hefurðu lesið bókina hennar Steinunnar Sigurðardóttur, hinsta orðið? Hún er skrifuð eins og safn minningargreina, alveg óborganlegur húmor, á til að brosa út í bæði við lestur minningargreina eftir að hafa lesið þá bók

Kveðja á þig mín kæra, nýentur á Fróni. Hafið bláa á morgun. Skál í kranavatninu.

Einar Örn Einarsson, 23.7.2008 kl. 10:49

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þegar ég geispa endanlega golunni munu mínir nánustu halda villt ABBA og BO partý. Víst lítil hætta á að þú mætir þar

Jóna Á. Gísladóttir, 23.7.2008 kl. 12:22

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

 Vissi að það er dýrt að deyja, enda "maðurinn með ljáinn" iðinn með eindæmum á mínum vinnustað (öldrunarheimili).  En að það kostaði að gista "steindauður", fyrir greftrun, vissi ég ekki.  Taldi það vera innifalið í blessuðu kirkjugarðsgjaldinu. 

Sigríður Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Ragnheiður

Ég held að þetta "gistigjald" hafi ekki verið í annars svimandi háum reikningi -vandlega sundurliðuðum þó-sem barst stuttu eftir útför Hilmars.

Eins morbit og það þó annars er þá ætla ég að eiga fyrir þessu rándýra "himnaferðalagi" svo ættingjarnir geti þó allaveganna sloppið við himinhátt gróðursetningargjald.

Nóg er nú samt sem þarf að borga !

Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 12:37

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga: Mér finnst þetta ferlega ósmekklegt með "gistigjaldið" og eins gott að það sé ekki sundurliðað á reikningum.  Auðvitað er mér umhugað um að fólk þurfi ekki að punga út stórum fjárhæðum fyrir mig.  Þess vegna set ég pistilinn svona upp.

Annars getur Jóna verið róleg, ég mæti í hennar lifandi eða dauð.

Þið eruð frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.7.2008 kl. 12:43

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hún Lára var aldrei lens,
lifa vildi ef væri það séns,
dó þar í friði,
í dollu af miði,
en kella var fryst í kistu Siemens.

Þorsteinn Briem, 23.7.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 2987256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.