Leita í fréttum mbl.is

Af skýjuðum himni og afmælisbrönsj

20080708131933_3

 

Ég er ekki ein af þeim sem hríslast um í spennu bíðandi eftir að sjá veðurspá dagsins og oftast er ég nokkuð sátt við það veður sem er vegna þess að ég annað er einfaldlega ekki í boði.

En ég varð pínu glöð áðan þegar ég sá að það ætti að þykkna upp í dag.

Ég er nefnilega orðin eins og sólþurrkaður tómatur að utan og innan.

Aðallega að innan þó því að utan er ég nokkuð "indjánísk" í útliti eftir sólböðin undanfarið.  Það eru mínir frönsku duggaraættingjar sem skilið hafa eftir sig sporin í húðlitnum á mér.

Af því að ég er alin upp við árstíðir og snöggar veðrabreytingar þá fer mér að líða beinlínis illa ef sama veður helst of lengi í einu.  Í gærkvöldi eftir þennan sólríka dag var ég nauðandi í veðurguðinum um að svissa yfir í rigningu og auðvitað var ég bænheyrð.  Ég bið ykkur sóldýrkendur afsökunar.

 Elsta barnabarnið mitt hann Jökull Bjarki, verður 14 ára á morgun og við erum á leiðinni í brönsj hjá væntanlegu afmælisbarni á eftir.

Jökklinn minn er frábær drengur, fallegur og góður.  Svo er hann svo ári hæfileikaríkur drengurinn.

Hann var að klára I. stig í gítarnáminu sínu og brilleraði á prófunum í Hagaskóla. 

Ég er heppin kona í öllu tilliti.

Góð bara.

Later.

P.s. Ég bið ykkur að kíkja á þetta gott fólk.

 


mbl.is Þykknar upp vestantil í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með strákinn...húðliturinn segirðu ´já...ég er með svona frönsk duggaraspor en heppnust í heimi. Misjafn smurt út þannig að ég verð alvarlega flekkótt, eins og ég sé skítug !

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 11:14

2 identicon

Til hamingju með strákinn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 til hamingju med drenginn, dugnadarstrákur greinilega .  Ég gledst ef thad thykknar upp hjá thér...hehe..thá kemur sólin til mín og ég er farin ad sakna hennar..búid ad vera alltof thykkt yfir hérna megin...

eigdu gódan sunnudag

María Guðmundsdóttir, 20.7.2008 kl. 13:17

4 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með strákinn....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 20.7.2008 kl. 13:48

5 Smámynd: Hugarfluga

Jeminn, fallegir ömmustrákar!! Kongratúlasjónir með afmæli þess eldri, ma cherie!

Hugarfluga, 20.7.2008 kl. 15:04

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með strákinn.  Það er víst svona duggublóð í mínum æðum en bara smá, það er úr mömmu ætt, langa-lang afi var franskur kafteinn sem kom á land í Eyjavvirði og var fjandi kalt.  Ég er samt öll úr pabba ætt þannig að það er lítið franskt við mig nema þá helst rómantíkin.  Njóttu dagsins indíáninn minn Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:06

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú hefur aldeilis verið bænheyrð því von á leifum af fellibyl á morgun með ausandi rigningu.

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er byrjað að dropa hér í fleirum en einum skilningi - var að tala við dótlu mína og hún er ekki alveg að höndla það!

Annars allt gott hér og nú er best að fara laga til inni hjá sér eitthvað sem ég nenni ekki að gera í sólinni.

Til hamingju með ljúflinginn þinn- var eiginlega að fatta það að hann og Sandra María eru jafngömul og það eru svo miklar pælingar í þeim sem þau ekki flíka!

Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:53

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hér á að koma rigning líka í kvöld eða nótt.  Það er svo sem ágætt fyrir gróðurinn.  Flottur strákurinn þinn hann Jökull.  Knús á þig elskulegust mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.7.2008 kl. 18:07

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til lukku með Jökul Bjarka! ..

Var í tjaldi í nótt og hefði frekar viljað að himininn færi að leka en vindsængurdrusl....   ekki mikið sofið.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.7.2008 kl. 20:03

11 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með flotta strákinn Jökul

Sigrún Jónsdóttir, 20.7.2008 kl. 20:12

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

 Til hamingju með strákinn 

Huld S. Ringsted, 20.7.2008 kl. 20:33

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með drenginn og regnið...... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 20:49

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk dúllurnar mínar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.7.2008 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband