Laugardagur, 19. júlí 2008
..sést ekki fyrir og dúndrast í vegg
Blásaklaus og yndisleg kíkti ég aðeins inn á Moggabloggið að gamni mínu, núna rétt í þessu.
Deginum hef ég eytt í sólbað og brauðbökun og mér leið eins og ég hefði keypt kjaftæðið í rómaðri bók sem heitir því fróma nafni: "Aðalaðandi er konan ánægð", en hún sló í gegn í USA á 6. áratugnum.
Þar sem ég í húsmóðuryndisleika mínum vippaði mér inn á vefinn svona rétt áður en ég fór í að verma inniskó eiginmannsins á ofninum og skafa pípuna hans, rakst ég á tvær færslur sem komu mér í brjálað skap.
Ég veit, ég veit, maður á ekki að láta kverúlanta úti í bæ pirra sig en stundum er heimóttarskapurinn svo yfirþyrmandi, plebbaskapurinn svo fyrirferðarmikill að ég sést ekki fyrir og dúndra mér í vegg.
Tveir Moggabloggarar eru ábúðarfullir vegna þeirrar fáheyrðu ósvífni að Dorrit skuli bjóða Mörtu Stewart í mat með þeim hjónakornum. Marta var sko dæmd fyrir eitthvað og þá má Dorrit greinilega ekki þekkja hana lengur af því hún er forsetafrú Íslands.
Halló, Marta á ekki upp á pallborðið hjá mér frekar en aðrir föndrarar í heiminum en kommon, má ekki bjóða henni í mat? Mega forsetahjónin ekki eiga vini nema að undangenginni lögreglurannsókn á viðkomandi? Ef konan væri hér í opinberri einkaheimsókn forsetans þá myndi ég örugglega garga mig hása, en það er fjandinn hafi það, lágmark að leyfa fólki að vera til á sínum eigin tíma.
Það mætti halda að við værum konungsríki og værum í stöðugum aðdáunarsleik yfir hallarbúum eins og þeir eru á Englandi. Með bókhald yfir hversu oft þeir pissa og kúka, ropa og fá sér te.
Stefán Friðrik skrifar lærðan pistil um forsetann og Mörtu, eins og hans er von og vísa. Ég segi ekki það sem ég er að hugsa núna. Sem er gott. Fyrir mig lagalega og fyrir Stefán tilfinningalega.
Og svo er það hinn frjálslyndi () Jón Magnússon, hann setur spurningamerki við hvort það sé passandi að Óli borði með Mörtu.
Verð ég eldri?
Varla ef þessi fíflagangur heldur áfram mikið lengur.
Ætli það væri minna hneyksli ef þau hefðu fengið sér kaffi á Hressó og ekkert með því?
ARG
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr
Athugasemdir
Hvað segirðu, var Óli með? Gvöð minn góður.
Ótrúlegt hvað kemur mikil helgislepja yfir marga í Frjálslynda flokknum á köflum og auðvitað suma aðra!
Edda Agnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 18:19
Jamm, frekar mikið nöldur í gangi. Sammála þér í þessu. Bretar móðguðust út í Kana fyrir að neita að hleypa Boy George inn í landið og hefndu sín með því að loka fyrir aðgang Mörthu til Bretlands. Bæði hafa komist í kast við lögin en bæði tekið út sinn dóm. Alveg er það mér að meinalausu þótt forsetahjónin bjóði til sín vinum og ég er viss um að Martha eyðir fullt af peningum hér í lopagarn sem hún kennir síðan Könum að búa til hægindastól úr ... eða eitthvað.
Ég á tvö dásamleg tímarit (keypt í USA 2002) sem heita "Is MARTHA STUART Living?" og gera hrikalegt grín að því hvað Martha Stewart er fullkomin. Alveg gargandi snilld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.7.2008 kl. 18:28
Ég man þá tíð, að frægir íslendingar máttu eiga sitt prívatlíf í friði. Ég man líka eftir fyrsta dæminu sem ég tók eftir um hið gagnstæða. Þá bjó Björk söngkona í London og kom af og til í heimsókn til Íslands. Hún sagði frá því í einhverju viðtali að sér þætti ómissandi að fara í Vesturbæjarlaugina í byrjum hverrar Íslandsferðar. Og viti menn: Næst þegar hún kom til landsins, beið pressan eftir henni í Vesturbæjarlauginni með kamerur og alles. Mér varð óglatt.
Laufey B Waage, 19.7.2008 kl. 20:11
Mikið svakalega er ég sammála þér kona, sá þetta en nennti ekki að eyða orðum á þá, finnst barnalegt að vera að skrifa um svona smámál, ekkert má nú. Vona að þrýstingurinn sé orðinn eðlilegur.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 20:54
Ég skil nú bara ekkert í fréttamönnum að vara að tala um hver borðar með Ólafi og Dorit. Ef þetta er ekki opinber heimsókn kemur okkur heimsóknin ekki við, og við sem Íslendingar eigum að viðhalda því viðhorfi. "Frægt" fólk á að geta komið hingað og upplifað "frelsi" án þess að vera með paparassa í eftirdragi! Með því hugarfari gætum við orðið "hvíldarnýlenda fræga fólksins" mjög umhverfisvænn iðnaður!
tatum, 19.7.2008 kl. 21:17
Shit ! er ég í stórhættu hér með vini nágrannans ? Ómæ god..hvers vegna hringdirðu ekki til að vara mig við þaddna kona ?
Maður verður nú að vita af stórglæpon í sínu eigins póstnúmeri....
Ragnheiður , 19.7.2008 kl. 21:37
Flokkast þetta bara ekki undir öfundsýki hjá körlunum?
Heidi Strand, 19.7.2008 kl. 22:14
Seint fer ég nú að gera Mörtu Stewart að leiðtoga lífs míns; geymi föndrið fyrir elliheimilið og stilli mig um að stinga milljörðunum mínum undir (lopa)stól. Flíka þeim reyndar alveg villt og galið...
Það veldur mér hins vegar engu hugarangri að forsetahjónin fái sér með henni selbita suður með sjó. Er konan ekki líka búin að greiða sína skuld til samfélagsins, eins og fleiri sem forsetahjónin hafa sest að snæðingi með ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 00:23
Ertu ekki margbrotin eftir dúndur og fleygingar í veggina heima hjá þér?
Ef Martha Stewart væri Árni Johnsen væri þetta líkast til kallað einelti - að minnsta kosti sums staðar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 02:46
Og miðað við viðbrögðin, er efni færslunnar álíka blásaklaust og yndislegt og þú að taka upp Moggann, alla vega miðað við lætin hjá þér undanfarið, kona!
Með bestu kveðju frá einni á unglingavakt. Er ég ekki orðin of gömul í það? Ætti ég ekki að vera löngu sofnuð og rétt ófarin á fætur?
Kolgrima, 20.7.2008 kl. 05:47
Ég er nú ekki að kippa mér upp við hvort Óli og Dorit borði roð úr söltum sjó með Mörtu matgæðing. Fyrr má nú vera afskiptasemi í fólki! Þurfa ekki allir að næra sig?
Knús á þig Jenný, ég er farin að hafa áhyggjur af veggjunum heima hjá þér, sko engar áhyggjur af þér skilurðu...
Ía Jóhannsdóttir, 20.7.2008 kl. 08:29
Allt er nú til sem hægt er að skipta sér af....
Jónína Dúadóttir, 20.7.2008 kl. 08:51
Þessi ofurhallærislega færsla hans Jóns hittir einungis hann sjálfan fyrir!
Linda María (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.