Fimmtudagur, 17. júlí 2008
"Hamingusamir" vændiskaupendur?
Þegar ég skrifaði fagnaðarfærsluna vegna hertra aðgerða sænskra yfirvalda til að fylgja eftir banni við vændi þá flippaði kommentakerfið mitt auðvitað út. Síðast þegar ég gáði voru komnar 171 athugasemd með mínum taldar.
Og sumir fara hamförum í innleggjunum sínum fyrir allan peninginn. Manni eru ekki vandaðar kveðjurnar frá þeim sem vilja geta keypt sér kynlíf eins og þeir kaupa í matinn. Frelsi segja þeir, frelsi til að kaupa frelsi til að selja.
En einhver velti upp ágætis sjónarhorni á umræðunni. Í staðinn fyrir að einblína á hvers vegna konur stunda vændi tölum nú í staðinn um hverjir það eru sem kaupa þjónustuna. "Sounds like a plan"?
(Jájá, ég veit að það eru til konur sem kaupa vændi, ég er ekki að fjalla um þær núna).
Hvaða menn eru þetta sem fara á límingunum ef minnst er á femínista?
Að gera vændiskaup refsiverð?
Um bann við nektardansi?
Hverjir verja "frelsið" til að vera konur geti verið í ánauð?
Ég get sagt mína skoðun. Ég held að flestir kaupendur vændis séu karlar sem ekki geta umgengist konur á eðlilegan hátt. Eru hræddir við þær. Kaup á konu krefst engra dýpri samskipta, ríða búið bless. Konan er hlutur, kynlífsverkfæri. Ég sé ekki þorskinn sitja á rúmstokknum og ræða við vændiskonuna um ástandið á stjórnarheimilinu eða spyrja hana hvað henni finnist um álver á Bakka.
Þetta eru menn sem finnst sér ógnað af konum. Einkum og sér í lagi konum sem vilja jafna valdahlutföllin í þjóðfélaginu. Það gerir þá brjálaða.
Þessir menn hljóta að vera með miðaldasýn á konur, maður kaupir ekki aðgang að líkömum fóks nema vera með viðhorf á við rotþró gagnvart viðkomandi.
En hvað veit ég?
En nú reikna ég fastlega með að þessir frelsisberar sem hafa tekið þátt í umræðum um "hamingjusömu" hóruna leggi af mörkum til umræðunnar að þessu sinni af sömu elju.
Og spurningin er:
Hvers konar karlmenn versla sér konur?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Femínistablogg, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þeir sem vilja styrkja gott málefni?
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 22:24
Þröstur: Auli.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 22:26
Endilega kíktu á umræðuna mína á blogginu hjá mér.
Lovísa , 17.7.2008 kl. 22:27
*Djók Jenný.
En þetta er fínasta spurnig og svarið örugglega ekki til. En ef ég væri kaupandi þá mundi ég óskandi hafa vit á því að láta greina sjálfan mig.
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 22:32
Ég vei Þröstur.
Lovísa ég kíkti og reyndi að kommenta en það gekk ekki. Nanna er nefnilega að tala um þessa færslu hér.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 22:38
Jenny þú þarft ekki að spyrja þessa spurningu. Við vitum öll svarið. Það fólk sem kaupir sér kynlífsþjónustu er úr öllu litrófi mannsflórunnar. Það veist þú líka.
Besti Pabbi í heimi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:41
Ég skil ekki í að sá sem kaupir vændi eða selur vændi hafi snefil af sjálfsvirðingu, en það er samt sá partur af manni sem gerir mann heilan og heilbrigðan.....tilfinninginn segir mér að það sé ákveðin týpa af fólki sem kaupir sér vændi...
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.7.2008 kl. 22:44
Get ekki svarað þessari en ekki get nokkurn tíman skilið að nokkur vilji borga fyrir að fá að ríða, ég er of rómantísk til þess.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:45
Ábbiggilega satt hjá þér Jenný. Menn sem greinilega eiga bátt með að tala við konur.
En gerir það ekki bara hóru starfið gefandi? Að hjálpa þeim sem eiga við vandamál að strýða?
Mundi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 22:46
BPH: Ég veit ekkert um það. Ég man ekki eftir neinum rannsóknum um þær manngerðir. Veist þú það? Og hvernig þá? Fieldtrips?
Krumma og Ásdís: Rétt og satt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 22:47
Kynlífsþörfin er sterk hjá okkur körlum og sumir held ég að líti á þátttöku konunnar í samförum sem einhvers konar greiðasemi! Ég sé það ekki fyrir mér sem sjálfgefið að karl leggist með vændiskonu með misneytingu að markmiði, fremur en neytanda keyptrar þjónustu. Þarna má ekkert alhæfa og ég tel mig hafa heimildir fyrir því að til séu konur sem líta á líkama sinn sem tækifæri í leit að vel launaðri aukavinnu. Hvort rétt sé að banna henni það er spurning sem ég er ekki tilbúinn að svara. Er þó í miklum vafa um að svo sé. En þetta er auðvitað allt annar kafli en þegar kona neyðist til vændis.
Ef forræðishyggju er beitt finnst mér fremur að henni ætti að stefna í átt til kaupanda þjónustunnar og refsingunni því samkvæmt.
Ég tel engan vafa leika á því að í flestum tilvikum stundi konur vændi af neyð og að þar þurfi að grípa til annara ráða en refsingar.
Í stuttu máli tel ég það niðurlægjandi fyrir karlmann að þurfa að kaupa kynlífsþjónustu. Þó geta þar verið frávik ef um fötlun er að ræða.
Árni Gunnarsson, 17.7.2008 kl. 22:52
Það er vitað að úr öllum stéttum koma kaupendur, ég held að spurningin sé, hvaða manngerðir kaupa. Hver eru lífsviðhorf þeirra og andlegt upplifelsi á veröldinni og mannskeppunni.
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 22:52
Árni: Takk fyrir þitt innlegg.
Þröstur: Ég var ekki að spyrja um úr hvaða stétt eða stöðum þeir væru, heldur því sem þú nefnir þarna, hvernig er sýn þeirra á konur, kynhlutverk og hvert er almennt lífsviðhorf þeirra.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 23:10
Samkvæmt mínum rannsóknum Jenný, þá eru þetta menn eins og þú lýsir svo vel hér í pistlinum þínum, ég get allavega ekki lýst þeim betur. -
En rannsóknir mínar eru byggðar á viðtölum bæði við konur og karla um þessi mál, og þau eiga það öll sameiginlegt að lýsa kaupanda vændis og vændisumbum í aðalatriðum eins og þú gerir.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:11
LG: Já ég hef talað við fjölmargar konur og menn líka og flestir eru sammála þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 23:12
Jenny í guðanna bænum ekki biðja mig að leita að skýrslum um þetta málefni. Nenni því bara ekki. Það er löngu vitað að þeir karlar sem kaupa þessa þjónustu eru á öllum aldri úr öllum stigum samfélagsins. Það vita amk. allar þær konur sem selja svona þjónustu. Erfiðleikarnir sem sumir glíma við hér er að hlusta bara ekkert á vændisfólk. Þeirra orð eru einskis virði að mati sumra hér.
Ég segi því enn og aftur. Virðum afstöðu og kröfu þessa fólks. Rödd þeirra er skýr. Svo ég vitni enn og aftur í þráð Evu á öðrum bloggþræði hér.
"Hérna http://www.iusw.org/node/1 eru nú t.d. 600.000 "sex-workers" sem vilja fá það viðurkennt að sumir velji sér þennan starfsgreira.
Eva Hauksdóttir, 16.7.2008 kl. 15:54"
Besti Pabbi í heimi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:17
Er vændi ekki búið að vera á þessu landi frá aldar öðli,heyrði um það rætt sem ung dama er nú orðin meira en 60 vetra.Ef konur vilja selja líkama sinn þá þær um það,ég held að það séu fleirri ÍSLENSKAR konur sem eru að selja blíðu sína en erlendar konur sem eru fluttar inn í nauðungarsölu.Ég held að það verði aldrei hægt að koma fyrir þessa iðju,hér á landi sem í öðrum löndum hvort það sé viðurkennt eður ey.
María Sveins (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:45
Jæja ég er farin að sofa. Þetta er að verða þreytandi umræða allt saman. Verð þó að fá að koma með lokaorð. Fyrirgefið að ég set það á þennan þráð.
Kaupendur og seljendur kynlífsþjónustu eiga fullan rétt á að fá að hafa þetta uppi á borðinu án þess að þurfa að þola fordæmingu samfélagsins, refsingu eða fangelsun. Þess vegna á þetta að vera löglegt en ákveðin vinna í gangi í samfélaginu til þess að halda þessu í lágmarki. Vinna sem snýst um að gera þessu fólki að minnsta kosti mögulegt að standa upprétt og bein í baki kjósi þau að vinna við þetta og vinna sem hjálpar fólki við að komast út úr þessu óski það eftir því.
Þetta er í stuttu máli það sem Sex Workers eru að fara fram á. Hið eina skynsamlega.
Besti Pabbi í heimi (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:53
Ég held að enginn vænti þess að svona umræða leiði til niðurstöðu. En það er nauðsynlegt að fólk hugleið þessi viðkvæmu mál og þessi vettvangur er beinlínis kjörinn til þess.
Þú átt heiður skilinn Jenný fyrir að opna þessa umræðu.
Árni Gunnarsson, 18.7.2008 kl. 00:03
VEit nú ekki gæskan hvort þú ert eða hefur verið að opna einvherja umræðu núna, þetta er svona eins og graftarbóla sem gýs alltaf reglulega upp og springur til skiptis!
En svosem allt ´lagi þó karlinum Árna finnist það.
Nema hvað, að mitt viðhorf er og hefur alltaf verið nokkuð skýrt og heilbrigt, kaup á kynlífi hjá vændiskonu er í langlestum tilfellum heilber AUMINGJASKAPUR þeirra sem slíkt gera, í einhverjum tilfellum þó sjúkleg tilhneiging, sömuleiðis sem vanhugsuð og vanþroska ákvörðun vegna forvitni og unggæðis líka!
Það heimskulega hjal sem haft hefur verið uppi hér sem víðar, nú sem fyrr, um einhver réttindi viðkomandi og fleira í þeim dúr, nenni ég hins vegar ekki að elta ólar við, ekki frekar en um einvher réttindi einhvers dópvesalingsins að eiga við "Salann" sinn!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.7.2008 kl. 00:52
Það eina sem ég sé eftir þessa umræðu hér og á fyrri færslu þinni er:
Varnir sérstaklega karlmanna og líka nokkurra kvenna eru byggðar á því að fólk eigi að stjórna sínu lífi sjálft. Varnirnar brotna um leið og hugsað er um í hverskonar ástandi það fólk er sem stundar þetta hvort sem það eru kaupendur eða seljendur, það fólk er undir áhrifum áfengis, eða fíkniefna. Ef það er ekki til staðar eru menn siðlausir í gegn - konur sem selja sig eru fórnarlömb ofbeldis á ýmsa vegu oftast frá því úr æsku og vel margir kaupendur eru líka fórnarlömb ofbeldis og eða langvarandi óreglu seð deyfir siðferði og sækja eftir einhverju sem er kinki. Konur sem stunda þetta í svokölluðum high class geta ekki einu sinni gert það opinbert, þ.e.a.s. þær lifa í lygi og felum með þessa stöðu! Hvað er eftirsóknarvert við það? Af hverju vinna þeir karlmenn sem eru hlynntir vændi og kaupa vændi ekki í þessum málum opinberlega svo hægt er að hafa einhverja mælistiku á vilja og þörf karlmann fyrir vændi? Af hverju eru karlmenn að pára eitthvað inn á athugasemdarkerfi um þessi mál nafnlausir og m.a. undir setningu eins og "besti pabbi í heimi" hver er sú tilvísun?
Ég hef aldrei haft vitneskju um það hvað við á litla Íslandi eigum mikið af siðferðislega brengluðu fólki fyrr en ég fór að lesa blogg - og ekki er laust við það að margir karlmanna bíði eftir að komast í þá stöðu að verða hórumangarar miðað við lestur hér og annars staðar þegar þetta efni ber á góma. Þetta eru kannski "bestu pabbar í heimi"?
Af hverju láta karlmenn almennt kynbræður sína æla siðleysinu út úr sér hvað eftir annað hér og annars staðar án þess að segja ekki neitt við þá?
Hvaða fyrirmyndir eru í smíðum hér fyrir börnin okkar og barnabörn?
Hvað haldið þið karlmenn að mikið af börnum okkar og barnabörnum hafi verið misþyrmt af karlmönnum kynferðislega - rísið upp og stoppið þennan jollý jollý leik karlmanna sem verður viðbjóðslegur gjörningur!
Edda Agnarsdóttir, 18.7.2008 kl. 01:10
Ef ég færi að kaupa mér kall til að ríða...þá mundi ég láta leggja mig inn á hæli og já, láta setja mig í einhverja greiningu eins og Þröstur Unnar segir...
Mér finnst það svo rosalega niðurlægjandi eitthvað að þurfa að kaupa kynlíf, þá nota ég nú bara frekar eggið...
Frábær umræða - haltu endilega áfram með hana.
Hvað þyrfti til, til þess að ég færi að selja líkama minn...ég mundi gera það ef börnin mín væru að svelta, þá gerði ég það hiklaust...annars ekki...en aldrei mundi ég kaupa mér kynlífsþjónustu...það er allt annar handleggur...
alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 02:40
Ég hef reyndar aldrei getað umgengist karlmenn á eðlilegan hátt en ekki dytti mér í hug að fara að borga fyrir þá... Nei, það er algerlega sjúkdómur útaffyrir sig. Ég er svo innilega sammála því að fólk sem kaupir vændi er fólk með issjú sem ætti að leita sér hjálpar.
Skrítið hvað fólki er mikið í mun að verja þessi "nauðslynlegu mannréttindi" Fólk er líka fífl. Frelsi my ass.
Laufey Ólafsdóttir, 18.7.2008 kl. 04:03
Góðan daginn. Var að vakna. Mörg og viðamikil verkefni sem bíða úrlausnar í dag. Verð að fá að skjóta þessu inn áður er en ég fer til vinnu. Þar mun ég hugsa alvarlega næstu skref í málinu er varða neðangreind atriði í innleggi mínu.
Edda Agnarsdóttir spyr og segir: "Af hverju eru karlmenn að pára eitthvað inn á athugasemdarkerfi um þessi mál nafnlausir og m.a. undir setningu eins og "besti pabbi í heimi" hver er sú tilvísun?"
Þetta er tilvísun í orð dóttur minnar ef þig langar endilega að vita það. Fjölskyldumál semsagt. Það gleður okkur hjónin að heyra hana segja þetta. Vinsamlega ekki vera að hæðast eða skipta þér af þessu. Þetta er málinu óviðkomandi.
Edda Agnarsdóttir segir enn fremur: "Ég hef aldrei haft vitneskju um Það hvað við á litla Íslandi eigum mikið af siðferðislega brengluðu fólki fyrr en ég fór að lesa blogg - og ekki er laust við það að margir karlmanna bíði eftir að komast í þá stöðu að verða hórumangarar miðað við lestur hér og annars staðar þegar þetta efni ber á góma. Þetta eru kannski "bestu pabbar í heimi"?"
Edda Agnarsdóttir, mér þykir leitt að þú skulir hafa þessa sýn á lífið. Ég er bara alveg miður mín eftir lestur á innleggi þínu hér að ofan. Mér þykir verulega að mér vegið. Ég er mjög ósáttur við framkomu þína hér.
Besti Pabbi í heimi (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 06:18
Sæl Jenný. Fáein orð í þennan belg.
Flestir sem nota vændisþjónustu skammast sín fyrir það. Samt eru flestir karlmenn því markinu brenndir að fái þeir tækifæri til að stunda tilfallandi kynlíf, án þess að það skaði þá eða orðstír þeirra, gera þeir það. Clinton,Spitzer og fleiri vel giftir og valdamiklir menn eru góð dæmi um það. Þeir eru vanir að fá það sem þeir vilja.
Þeir hafa oft náð talverðum árangri á öðrum sviðum lífsins með að taka mikla áhættu og finnst ekkert athugavert að hafa sömu afstöðu til kynlífs. Þeir borga ekki konum fyrir að vera með sér, heldur fyrir að fara. Orða og ábyrgðarlaust kynlíf af þeirra hálfu er það sem er verið að sækjast eftir. Þannig kynlíf er ekki tjáning ástar eða væntumþykju, heldur svölun losta og spennufýknar.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 09:00
Vá, mýtur dauðans! Karlar hafa svo mikla þörf, þetta er eðlilegt "frelsi" seljenda og kaupenda, afþví það eru svo margir þá þarf að "virða stöðu þeirra" (einmitt! banna mannsal og virða stöðu fólks í ánauð!). Getur fólk ekki verið aðeins meira original en að lepja upp svona mýtur. Það er ekki satt að karlmenn hafi meiri kynþörf en konur. Þetta er gömul og þreytt mýta. Frjálshyggja getur líka farið út í öfgar og hvar á hún að enda? Leyfum kaup á vændi. En barnavændi? Endar frjálshyggjan einhversstaðar? Hvar?
Hvað finnst ykkur um það að eiginmenn ykkar séu kaupendur vændis? Og að mönnum finnist það eðlilegt?
Í Hollandi sýna rannsóknir að lögleiðing vændis hefur EKKI minnkað smit, eða aukið öryggi vændiskvenna. Það eru ennþá nauðganir og vændiskonur eru oft í mikilli hættu. Málið er nefnilega það að vændi snýst ekki um kynlíf. Þessi hegðun er mikið flóknari en það. Inn í þessu eru flókin samskipti sem hafa með eignarrétt að gera, að kaupa eitthvað og geta stjórnað því.
En fyrir utan það, hvað segir afstaða fólks um stöðu kvenna og karla almennt? Að það þyki allt í lagi að svíkja sambönd sem búið er að mynda?
Linda (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:11
Það er þáttur um vændiskonur á skjá 1, þar getur þú fengið svör við einhverjum spurninga/vangaveltna þinna.
Ég er mjög ósammála þér í þinni afstöðu, enda hvorki vg. né feministi. Annaðhvort eru viðskipti (þú myndir væntanlega skrifa "viðskipti") lögleg eða ólögleg og þá er annað hvort hvorugur eða báðir aðilar saklausir eða sekir.
Ein afleiðing af sænsku leiðinni er sú að vændi hefur aukist í Dannmörku, önnur er sú að þetta hefur færst meira neðanjarðar og einnig er líklegt að kúnnahópurinn sem enn er í Svíþjóð hafi versnað allverulega - sumsé sóðalegri karlar.
Önnur gerð af vændi eru karlkyns vændismenn sem fá gjarnan karlkyns kúnna - etv. giftan karl sem á eftir að koma út úr skápnum. Það þarf að gera það ólöglegt líka, til að gæta samræmis. Ég sé ekki beint tilgang með því, frekar en hinu.
Í Dannmörku fá fatlaðir einstaklingar stundum styrk (frá sveitarfélagi held ég) til að kaupa vændisþjónustu. Ég googlaði eitthvað um þetta og fékk upp eftirfarandi link, sem bendir til þess að svipað sé einnig gert í Sviss. http://www.bt.dk/article/20071115/utroligt/71115044/.
Þrándur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:25
Þetta er meiri umræðan hjá þér, Jenný.
Í sambandi við kommentakerfið hjá mér þá þarf ég að samþykkja öll komment áðun en þau fara inn á síðuna mína svo það getur verið smá bið.
En mér finnst þetta nauðsynleg umræða og mér finnst Íslendingar ekki vera að fara rétta leið, heldur vildi ég frekar sjá eitthvað í ætt við sænsku leiðina hérna.
Lovísa , 18.7.2008 kl. 09:39
Ef marka má umræður um þetta mál hér á þessari bloggsíðu (þ.e. af kommentunum) þá virðist mér augljóst að vændiskúnnar eru menn sem láti aldrei rödd sína heyrast en eiga sér afskaplega marga málsvara.
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:40
Linda. "Hvað finnst ykkur um það að eiginmenn ykkar séu kaupendur vændis? Og að mönnum finnist það eðlilegt?"
Rangt, þó ég sé karlmaður. Ég hef heyrt og lesið að það sé litið öðrum augum í USA að skreppa út á horn og ná sér í mellu heldur en að "halda framhjá" með einhverri annarri "venjulegri".
Svanur. Ég lít ekki á mök við vændiskonu sem kynlíf, og kynferðislega spennulosun er hægt að öðlast á margvíslegan hátt og mun ódýrari.
Held að það þurfi að grafa eitthvað dýpra í heilann á mönnum og konum sem eru "vændiskúnnar".
Þröstur Unnar, 18.7.2008 kl. 10:05
Þröstur reit;
Þá hlýtur það að vera satt sem þú segir að þú og aðrir í Bandaríkjunum líta öðrum augum á vændiskaup. Clinton man ég héllt því fram að munnmök væru ekki kynlíf (sex) og það staðfestir þennan mun sem þú segir vera e.t.v. líka.
Svanur Gísli Þorkelsson, 18.7.2008 kl. 10:13
Þetta er þörf umræða. Það virðist vera ótrúlega mikið af furðulegum hugmyndum í gangi um vændiskonur og kaupendur vændis.
http://birtabeib.blog.is/blog/birtabeib/entry/594275/
Lovísa , 18.7.2008 kl. 10:27
Ég kemst ekki til að svara hverjum og einum alveg strax en ég mæli með að þið farið inn á linkinn sem Lovísa er með hér fyrir ofan.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 10:30
vændi er slæmt.
halkatla, 18.7.2008 kl. 10:39
Á bara ekki að banna karlmenn með lögum, nú eða þá að skera undan þeim skv. lögum. Mér sýnist að femínistar líti á alla karlmenn sem kynferðisofbeldismenn sem vilja hneppa konur í kynlífsánauð, því verður að fyrirbyggja svona kynferðisofbeldi, ef ekki með lagasetningu sem bannar tilveru þeirra, þá verður að gera þetta verklegt og hreinlega að skera undan þeim áður en að þeir valda skaða með þessu hræðilega tóli sem kynfæri þeirra eru. Ykkur femínistunum ætti að þykja þetta í lagi því þið hafið ekkert með karlmenn að gera, finnst þeir bara til óþurftar og skaða enda segið þið að allir karlmenn er brjálaðir kynferðisafbrotamenn.
Kannski mætti fara milliveginn og loka þá inni eins og húsdýr svo þeir ráðist ekki á konur. Verður þetta næsta Sænska leiðin.
Brjánn A. Karlsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:47
Menn sem kaupa sér vændi eru af öllum stærðum og gerðum. Sumum finnst þetta ekkert óeðlilegra en að kaupa sér hamborgara, þannig er það nú bara. Þó skal ég viðurkenna að aldrei hefur mér hugnast að kaupa þjónustu vændiskvenna, hef það ekki í mér né áhuga en fordæmi ekki þá sem það stunda. Þá á ég við þá menn sem kaupa þjónustu af vændiskonum sem líta á þetta sem vinnu en eru ekki í ánauð.
Umræðurnar eru fjörugar en allir geta verið sammála um að þessi bransi mun alltaf lifa, alltaf.
Pétur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:57
Mig langar að segja frá manni sem að ég hitti núna nýlega þegar ég var stödd erlendis í sólinni. Þessi maður var þar staddur á samt foreldrum sínum, hann er um 40 ára. þegar hann var á unglingsaldri lenti hann í slysi og er afmyndaður í framan og öllum hreyfingum en andlega er hann alveg heill. Hann sat einn við barinn á einni íslendingasamkomunni og fór ég að tala við hann. eftir dágott samtal þá sagði hann mér að hann væri ofboðslega sár út í örlög sín og væri oft reiður yfir þeim. Einu skiptin sem konur töluðu við hann væri þegar hann "keypti" sér konu. Heilbrigðar konur litu ekki tvisvar á hann. Þessi maður hefur sömu þarfir og aðrir karlmenn og konur. Hann þarf að kaupa sér "blíðu"
Ekkert nafn (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:03
Hef hitt nokkrar stelpur sem voru í vændi.Þær tala um perra-típur sem kaupa vændi.Og Perrinn(kúnninn) telur sig MEIGA GERA ALLT.Hann er jú búinn að BORGA FYRIR VÖRUNA.Ekki hef ég hitt hamingju sama hóru ennþá.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:05
Ekkert nafn: Finnst þér vændi réttlætanlegt vegna þessarar sögu?
Brjánn A.: Ef þetta er skoðun þín á femínistum og jafnréttissinum þá þarftu að láta laga á þér hausinn, en vonandi var þetta bara misheppnaður húmor.
Þrándur: Sá tvo af þessum þáttum á Skjá 1, en það sem vakti verulega athygli mína var hin s.k. "heimildarþáttur" sem var algjörlega eins og lofgjörð til vændiskvenna. Bara talað við konur sem fíluðu vinnuna í botn, af því þeim finnst svo gaman að gerða.
Rugl.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 11:09
Mér hefur ávallt verið fyrirmunað að skilja hvernig menn geta varið vændi jafnvel þótt kaupandinn sé fatlaður einstaklingur. Kaupum á vöru og þjónustu fylgir ævinlega sú krafa að kaupandinn fái það sem hann bað um og engar refjar. Kaupendur vændis eru því ekki í leit að skuldbindingalausu kynlífi heldur réttinum til að hafa aðra manneskju algerlega á valdi sínu um stund og gera kröfur á að hún sinni þeim á ákveðinn hátt. Það finnst mér ógeðfellt.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:12
Jenný, úr því að þú minnist á þáttinn á Skjá má bæta því við að það var ekki nóg með að þetta væri einber lofgjörð til kvenna sem fíluðu það víst í botn að selja sig, heldur þá talaði ein þeirra af mikilli fyrirlitningu niður til götuvændiskvenna. „Við erum sko ekki þannig,“ hnussaði hún.
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:14
Brjánn, ég er orðin þreytt á því að karlmenn eins og þú nota hvert tækifæri sem gefst til að drulla yfir feminísta. Ég er feminísti og ég elska karlmenn. Ég er ekki "uppþurrkuð" eins og sumir vilja meina, eini þurrkurinn sem ég lifi með er augnþurrkur á morgnana. Ég fæ drátt reglulega og elska eiginmann minn út af lífinu. Ég er ekki reið, ill, döpur eða bitur. Ég er hamingjusöm kona sem að vill að allir séu jafnir. Finndu aðra leið til að koma hugmyndum þínum til skila en að drulla yfir mig.
KL (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:17
Steingerður - EINMITT. Þetta snýst ekki um kynlíf, heldur vald.
KL (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:20
KL, það þýðir ekkert að móðgast yfir orðum Brjáns og álíka spámanna. Honum ferst að tala um karlahatur þegar það er HANN sem setur samasemmerki milli vændiskaupenda og karlmanna almennt.
Það vill nú svo til að það eru ekki allir karlmenn sem kaupa konur og við femínistarnir göngum eðlilega út frá því.
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:20
Einu skiptin sem konur töluðu við hann væri þegar hann "keypti" sér konu. Þessi maður hefur sömu þarfir og aðrir karlmenn og konur. Hann þarf að kaupa sér "blíðu"
Æj æj, greyjið? Á ég að gráta núna? Hversu margir eru félagslega einangraðir og eiga ekki vini? Er vændi allt í einu orðin lausnin þar líka?
Ef þetta snérist um líkamlegar "þarfir" þá gæti hann notað höndina. En þetta snýst ekki um þarfir, heldur vald.
KL (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:26
Til er fólk sem myndi aldrei kaupa sér vændi, bæði karlmenn og konur. Held að það sé virðing fyrir öðrum og sjálfum sér sem kemur í veg fyrir að maður fari og kaup sér vændi.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:32
Nei auðvitað er ég ekki að réttlæta vændi með þessari sögu ég er einungis að segja frá einni hlið á vændi. hvað finnst fólki um þetta? ég er alls ekki að réttlæta vændi svo við höfum það á hreinu. hann þráir að vera með konu og ég get ekki séð að höndin komi í staðinn fyrir konur. þröngsýni.
Ekkert nafn (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:39
Ef maður þráir að vera með konu, hvernig væri að byrja á því að finna eina sem að langar að vera með honum? Ég skil ekki rökin hjá þér. Ég get ekki ímyndað mér að það fylli þarfir hans að vera með manneskju sem að þarf að selja sig í neyð. Þar hann ekki frekar að ganga til sálfræðings en vændiskonu?
KL (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:47
Þó þú eigir bágt máttu ekkert koma illa fram við aðra.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:54
Nanna, hann er ekki að koma illa fram við manneskjuna. heldur að borga henni fyrir ákveðna þjónustu. Rétt eins og þú borgar, rafvirkja, pípara eða pizzasendlinum. Borgar fyrir þjónustuna. Hættið að stinga höfðinu í sandinn og vera svona þröngsýnar. Sættið ykkur við að það eru konur sem eru í þessu af fúsum og frjálsum vilja. Þröngsýni ykkar og fordómar gagnvart þessu fólki er ástæða þess að umræða um þessi mál er ekki á skynsamlegu nótunum.
Pétur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:30
Pétur þú hlýtur að vera grínast er það ekki?
Hallgerður kynkvöt karla er ekki sterkar en okkar kvenna er kannski bældari.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:09
Er ekki að grínast.
Ertu að fullyrða að það séu ekki til konur sem eru i þessum bransa af fúsum og frjálsum vilja? Eru menn ekki að kaupa af þeim þjónustu? Sé ekki alveg grínið og hvað það rök frá þér ágæta Nanna.
Sá myndina Lilja 4ever og þar er ég sammála að um sé að ræða ofbeldi af sinni grimmustu mynd. Við erum hinsvegar að tala um hinn hlutann, konur sem eru í þessu af fúsum og frjálsum vilja, jafnvel sáttar einhverjar, giftar og starfa við að selja líkama sinn og horfa á það sem ákveðna þjónustu. Málið er einfalt, ef þær kjósa svo af hverju að banna það ??
Boð og bönn leysa ekki upp vændið. Það verður alltaf til markaður fyrir þessari "þjónustu". Nanna hlítur að taka undir það
Pétur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:18
Nei með að líkja þessu við pizzustarf og pípara.
Varðandi konur sem fara í þetta af fúsum vilja, þá er það bara brota brot.
Það verður alltaf til markaður meðan til er fólk sem kaupir vændi, því miður. Það þýðir ekki að við gefumst upp og bara samþykkjum þetta.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:26
Ég hef enga trú á því að kynhvöt karla sé meiri eða sterkari en kvenna. Enda held ég að vændiskaup snúist um vald eins og einhver benti hér réttilega á.
Dæmigert annars að bloggfærslan fjallar um vændiskaupandann og umræðan er farin að snúast um konur sem "vilja selja sig". Hvernig væri að fólk héldi sig við umræðuefnið og fjallaði um vændiskúnnana?
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:30
Pétur, fyrst að þér er svona annt um rétt þeirra fáu kvenna sem að "vilja" selja sig (fáránleg rök, en ok. Og skítt með þær hundruðir þúsinda sem eru neyddar í þetta, þér er greinilega ekki eins annt um rétt þeirra) segjum svo að þetta yrði lögleitt og að mýtan um hamingjusömu viljugu gröðu hóruna verði allt í einu að raunveruleika. Hvernig myndir þú bregðast við ef að eiginkonan kysi þetta sem atvinnu? Dóttir þín? Að þær báðar myndu jafnvel taka sig til saman og selja sig?
Svo er það hitt. Fólk tönnslast á því að karlmenn hafi meiri kynþörf en konur (ekki satt, en erfið mýta að losna við því hún er svo mikilvæg til að halda þessu pro-vændis rugli í gangi). Á sama tíma er þetta sama fólk að tönnslast á því að konur fari í þetta af frjálsum vilja, og jafnvel að sumar hafi svo hrikalega mikla kynþörf að þær bara VERÐA að selja sig (ehem). Mótsagnirnar eru vægast sagt rosalegar.
KL (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:50
Held að "vændiskaup" eða "vændissala" hafi ekkert með kynhvöt að gera. Hef ekki orðið vör við annað en að kynlíf sé "gefið" eða "veitt" af fúsum og frjálsum vilja þegar sú hvötin ræður ferð og báðir aðilar eru samþykkir.
Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 13:54
Það er ekki hægt að svara spurningunni hvaða karlmenn kaupa vændi. Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir, og hafa væntanlega allir sína ástæðu, hvort sem að hún er rétt eða röng
Gummi (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 13:55
Góð spurning, Jenný!
Kolgrima, 18.7.2008 kl. 14:17
Oft er talið að konu geri körlum greiða með því að sofa hjá þeim. Í því sambandi má nefna orðtakið að þær "hleypi upp á sig". Virkilega ömurlegt. Svo eru fordómar í gangi gegn vissum stéttum í þessu efni. Maðurinn minn var sjómaður og sigldi til Þýskalands einu sinni í mánuði með aflann. Ég var oft spurð hvort ég væri ekki hrædd um að hann keypti sér hórur. Mitt svar var nei. Maður systur minnar vann í tölvufyrirtæki og fór að minnsta kosti jafnoft og minn maður til útlanda. Hún var aldrei spurð að þessu. Sem sagt sjómenn voru taldir líklegir kaupendur vændis en bissnessmenn ekki.
Helga Magnúsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:44
Hreint og klárt viðskiptaviðhorf:
Þar sem engin eftirspurn er, er ekkert framboð.
Hvað verður um eftirspurnina ef skrúfað er fyrir framboðið???
Yrði fróðlegt að gera smátilraun með það...
Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:00
Karlmenn hafa ekki sterkari kynhvöt en konur. Fólk hefur mismundandi mikla kynhvöt án tillits til kyns. Það er heldur ekki rétt að karlmenn verði að fá það hvað sem það kostar, þeir eru ekki dýr og þurfa ekki að ráðast á næsta skráargat vegna þess að greddan er að yfirbuga þá. Allt þetta eru mýtur.
Það skiptir engu úr hvaða stétt þorskarnir koma, þeir sem kaupa vændi hafa ranghugmyndir um konur og kynlíf. Þeir líta á konur sem neysluvöru og eru þess vegna tilbúnir til að kaupa þjónustuna.
Sama element er á bak við kaup á klámi, líka barnaklámi.
Grein af sama meiði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 15:04
Nauðgun í öllum myndum er valdbeiting. Ekki kynlífsupplifun. Nauðgarar fá sjaldnast sáðlát og flestir þeirra hafa aðgang að eðlilegu kynlífi.
Nauðganir, misnotkun á konum, klám, vændi, og heimilisofbeldi. Allur þessi pakki er valdbeiting og drottnunargirni fyrst og fremst.
How about that?
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.7.2008 kl. 15:06
Sorrý Jenný, en af því að þér finnst þetta vera svona gerir það ekkert endilega satt.
Halli Dóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:18
Ég er algerlega sammála því sem þú segir í þínum kommentum hér að ofan Jenný.
Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:23
Halli Jenný er ekkert að segja eitthvað sem henni finnst, heldur eru fullt af rannsóknum sem styðja þetta.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:24
Bentu mér á eina rannsókn sem að bendir á þetta: "Nauðganir, misnotkun á konum, klám, vændi, og heimilisofbeldi. Allur þessi pakki er valdbeiting og drottnunargirni fyrst og fremst."
Halli Dóra (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:26
já t.d. hér
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:33
Þetta er nýleg rannsókn á íslandi. Svo er bara google, þar finnuru alltaf þetta sama alveg sama á hvaða rannsókn þú lendir.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 15:34
Hverjir eru vændiskúnnar?
Þetta er það sem ég held: Menn sem líta á kynlíf sem þjónustu kvenna við karla og að þeir eigi á einhvern hátt rétt á að kaupa vændi. Þeir skammast sín þó innst inni fyrir siðleysið og viðurkenni því sjaldan eða aldrei að þeir séu vændiskaupendur. Hins vegar verji þeir vændiskaup með kjafti og klóm með tilvísun í hamingjusömu hóruna og ólukkans aumingja mennina sem eiga svo bágt að enginn sofi hjá þeim sjálfviljug. Þess vegna þurfi þeir á vændiskaupum að halda.
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 15:38
Hárrétt Jenný, þeir sem kaupa vændi hafa ranghugmyndir um konur og kynlíf
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:08
Hvers konar karlmenn versla sér konur? Og vísar væntanlega í kaup á kynlífi.
Mín tilfinning er sú að þetta sé alls konar karlmenn. Held að greining þín sé röng að þetta séu karlmenn sem geti ekki umgengist konur á eðlilegan hátt því margoft hefur komið fram að þetta séu giftir menn, fjölskyldumenn, í mörgum tilfellum.
Ég skil ekki heldur hvernig þú getur fullyrt að þessir menn séu hræddir við konur en segir síðan að vændiskaup snúist um valdbeitingu líkt og nauðgun. Það hljómar eins og mótsögn.´
Miklu áhugaverðari spurning væri: Hvers vegna kaupa menn sér vændi?
Mitt svar við því er t.d.:
1.Menn sem vilja upplifa spennu af því að sofa hjá einhverri nýrri.
2.Menn sem eiga erfitt með að útvega sér kynlíf vegna ýmissa orsaka, t.d. útlits, tímaskorts o.fl.
3.Menn sem vilja stunda afbrigðilegt kynlíf sem þeir halda að konur almennt hafi ekki áhuga á og þora ekki að biðja um það.
4.Menn sem eru fastir í sama farinu og vilja tilbreytingu.
5.Ungir menn sem vilja hækka tölu rekkjunauta.
6.Strákar sem vilja missa sveindóminn.
7.Menn sem vilja hafa stjórn á öðrum og eru í raun að kaupa sér vald.
o.fl, o.fl.
Karma (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:29
Ég sem vinstri kona og feministi hef alltaf haldið þessu fram: Fangelsum alla menn sem kaupa vændi. Þetta er viðbjóður.
ghk (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:35
En konur ghk? Vegna þess að á íslandi virðist vera mjög svipað af konum og körlum sem selja sig.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:37
Mikið er þetta þröng sýn á málið Jenný mín. Það er eflaust rétt að sumir karlmenn geta ekki ungengist konur á "eðlilegan" hátt (líka konur menn), eru klaufar að koma sér inn á hitt kynið og freistast því til að kaupa sér vændi. Það er til fjöldi fólks af báðum kynjum sem líður fyrir feimni eða vanhæfni í kynlífssamskiptum. Mér finnst það ekki til þess að gera fólk að einhvejrum sökudólgum með fyrirlitningu. Það er ekki sama að hafa ranghumgmydnuir um konur og kynlíf og eiga erfuitt með að komast ´æi kynlífskynni við þær. Annars held ég að þessir menn séu ekki helstu kaupendur vændis heldur þvert á móti giftir menn á einhverjum aldri sem ekki flokkast undir menn sem eru endilega hræddir við konur. En í umræðu um vændi finns tmér ekki gott að herja á þá sem freistast til að kaupa sér vændi vegna vanhlæfnis í mannlegum samskiptum og gera þá að meiri háttar andfeminustum. Jæja, þá er ég búinn að segja þetta og á víst von á góðu. Kannski verð ég talinn forsvari vændis og allt það versta sem konur geta hugsað sér varðandi menn. En éwg held að vændisheimurinn sé kannski ekki eins einfaldur og oft er af látið fremur en mannlífið.þ
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 16:37
Einhver hér að ofan spyr mig út í það hvað ef konan mín eða dóttir kysu að starfa við vændi. Það kemur málinu akkúrat ekkert við og er aumur útúrsnúningur. Aumur.
Vil ekki að konan mín starfi við þetta né dóttir eða sonur. Tel þetta subbulega iðju og alveg eins og ég vill ekki að fjölskylda mín starfi í kolanámu. Hvað sem því veldur fordæmi ég ekki þessi störf og þeir sem kjósa þetta sem lifibrauð hafa á því fullan rétt. Hef oftar en ekki viðurkennt að sú starfsemi sem tengist vændi, þar sem konur eru neyddar í þetta er ógeðfellt. Það viðurkenna allir. Hinsvegar er ekki hægt að banna þeim sem KJÓSA að starfa við þetta og kúnnum þeirra.
Svo að snúa út með því að spurja hvað um þær hundruðir þúsunda vændiskvenna sem eru neyddar út í þetta eða hvort mér sé sama að fjölskyldan starfi með þetta...... þetta er svo bjánalegt. Það er vissulega vandamál í gangi með mannsal í heiminum, fátækt og margt annað. Án efa eru fleiri hórur sáttar með sitt en t.d kolanámu verkamenn. Það held ég amk en hvað veit ég...ég er bara karlmaður.
að vændiskaup snúist um valdbeitingu líkt og nauðgun...án efa í einhverjum tilfellum en langt því frá öllum. Feministar þurfa aðeins að sjá það bjarta í heiminum líka, ekki bara það dökka og neikvæða.
Pétur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:52
Mér finnst ekki í lagi að líkja kynlífsþrælkun við einhverskonar aðra þrælkun.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 18.7.2008 kl. 16:56
Pétur, óskarðu semsagt konum sem þú þekkir ekki einhvers sem þú myndir aldrei óska eiginkonu þinni, móður eða dóttur? Af hverju?
Ég minni líka á að þú varst ekki spurður hvað þér fyndist ef kona þín og dóttir KYSU að stunda vændi. Þú færir varla að styðja þær í því? Eða viðurkennirðu að líkurnar á því að þær færu að kjósa að liggja undir hverjum sem er gegn peningagreiðslum?
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 16:58
Afsakið, það vantaði aftan á síðustu setninguna sem á að vera svona:
Eða viðurkennirðu að líkurnar á því að þær færu að kjósa að liggja undir hverjum sem er gegn peningagreiðslum, séu afar afar litlar?
Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:01
Ég segi nú bara eins og sagt hefur verið hér áður:
Ef dóttir mín eða einhver mér nákominn fer í vændi og ég fæ ekkert að gert þá að sjálfsögðu er ég ekki ánægður með það. En fái ég ekkert að gert þá vil ég að hún stundi vændið í landi þar sem það er löglegt heldur en í landi þar sem það er ólöglegt. Það hljóta flestir að vera sammála um.
Svo mætti rifja upp eftirfarandi sem ekki hefur fengist svar við enn:
Mundu þær konur sem hér hafa skrifað frekar vilja stunda vændi í landi þar sem það er ólöglegt heldur en í landi þar sem það er löglegt?
Áhugamaður (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 17:13
þessi mismunandi viðhorf varðandi fólk í neyð og frelsi einstaklingsins til að ráða yfir eigin líkama verður fólk seint eða aldrei sammála um.
ég er ekki viss um refsingar myndu leysa nokkurn vanda. fremur væri að gefa fólki kost á aðstoð. bæði seljendum og kaupendum vændis. báðir hóparnir hljóta að hafa brotna sjálfsmynd.
ég tel að kaupendur vændis hljóti að vera skertir sjálfsvirðingu.
hvað sjálfan mig varðar gæti ég aldrei hugsað mér að kaupa vændisþjónustu. jafnvel þótt þar væri um að ræða hina 'hamingjusömu' hóru sem stæði í vændi bara því henni finndist það svo skemmtilegt. það væri fyrir neðan mína sjálfsvirðingu. mér finnst ekki aðeins nauðsynlegt að finna til löngunar gagnvart konu sem ég á kynlíf með. ég þarf að finna gagnkvæma löngun hjá henni. annars gæti ég allt eins snúið mér að reiðhjólunum.
Brjánn Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 19:16
Af hverju er kynlífsþrælkun eitthvað verri en önnur þrælkun Nanna? Hvílikur þvættingur.
Pétur (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:54
Sælt veri fólkið.
Ég hef átt vændiskonur sem vinkonur. Var ógiftur, ungur og starfaði erlendis og þetta var mín leið til kynlífs án of mikillar ábyrgðar. Svona eins og skyndikynni. Gat ekki bundið mig vegna vinnu minnar og langað bara ekkert til þess. Þekkti 5 yndislegar vændiskonur í Hamburg sem urðu félagar mínir og vinir í um 4 ára skeið. Mér þótti og þykir enn þetta ekkert verri leið en sumir stunda á börum Íslands um helgar í leit að skyndifélaga. Nú er ég vel og hamingjusamlega giftur og á 2 grislinga. Vændiskonurnar eru hættar störfum fyrir löngu síðan og komnar í sama pakka og ég. Bara gott mál. Það er nefninlega þannig að flestar vændiskonur gera þetta tímabundið og hverfa svo inn í fjölskyldur og göfulli störf. Það gerði ég líka.
En ef sænska leiðin hefði gillt í Hamburg þá væri ég sennilega búin að sitja í fangelsi nokkuð oft. Allt ónýtt. Sennilega engin kona og engin börn. Líf mitt væri bara ömurlegt held ég bara.
Hvað varðar óþvingað vændi að þá er gott að eftirfarandi komi fram: Sá sem fer til vændiskonu veit að vændiskonan setur mörkin. Hún ræður ferðinni. Þannig er oft hægt að sjá að vændiskonan er ekki þvinguð. Sá sem fer til vændiskonu erlendis td. veit líka að vændiskonan getur látið drepa þig ef hún kærir sig um. Það er eins og ég segi þær ráða ferðinni og setja mörkin. Þú getur komið með óskir en það er hún sem segir já eða nei. Hún hefur valið, Það er alveg klárt. hún getur hætt við og látið henda þér út langi hana til þess. Þær hafa töluverð völd yfir viðskiptavininum. Þær koma sér sjálfar í sambönd til þess að fá þá vernd sem þær gætu þurft. Því oft njóta þær ekki verndar kerfisins vegna þess að oft er vændi ekki löglegt. Þetta er dæmigerð lýsing á aðstöðu vændiskvenna í amk. V-Evrópu, það vita allir sem hafa farið til vændiskvenna þar.
Vegna þessara verndartengsla sem þær koma sér upp gætir oft misskilnings hjá baráttuhópum gegn vændi. Þeir túlka þetta sem skipulagt vændi þar sem að karlar gera út konur. Sem er náttúrulega alrangt vegna þess að vændiskonan stofnar sjálf til þessara verndatengsla til að gera starf sitt öruggara. Þó það nú væri. Skipulagt vændi er annars eðlis.
Þær vændiskonur sem ekki hafa nein mörk og ekki val um já eða nei við óskum kaupandans og ráða ekki yfir kaupandanum eru hugsanleg fórnarlömb mansals eða þvingunar. Tala nú ekki um ef að þriðji aðili kemur og tekur við greiðslunni. Í sumum löndum getur kaupandinn hringt í grænt númer og látið vita af hugsanlegu mansali komi upp td. áður nefnd einkenni mansals. Hefur þetta reynst vel að mér skilst í Tyrklandi. En séu kaup á vændi gerð refsiverð er öruggt að enginn kaupandi tilkynnir neitt.
Mundi einhver kona hér vilja vinna sem vændiskona alveg ein í landi þar sem kaup og sala vændis er ólögleg og njóta engrar verndar? Það er nefninlega akkurat aðstæðurnar sem sænsk stjórnvöld eru að bjóða uppá. Þó að sala vændis sé lögleg í Svíþjóð og kaup ólögleg að þá lifa vændiskonur án allra verndartengsla því ógerlegt er fyrir þær að koma þeim upp vegna þessara laga.
Vegna tæknilegra lagalegra atriða á þá er vændi í raun með öllu bannað í Svíþjóð segja lögfræðingar. Samt sem áður segja skýrslur þar að mansal þar í landi hafi aukist eftir upptöku þessara ólaga.
Það er alveg hægt að greina á milli mansals og venjulegs eðlilegs vændis. Maður hefur nú alveg séð þegar stjórnvöld og lögregla eru með crackdown á mansal í Bretlandi. Þeir fara bara og sækja búnka af stelpum þegar þeir vilja virðist vera. Þeir virðast alveg vita hvar þær eru hverju sinni. Þeir vita alveg munin á venjulegu vændi og mansali. Þeir er mjög klárir að gera greinarmun á þessu. Þetta er bara dýrt fyrir lögreglu og í raun enn og aftur spurning um frjármagn.
Æi fyrirgefið þessa djöfuls langloku hjá mér. Bestu kveðjur.
Fagri Blakkur (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:52
Fyrir allmörgum árum síðan spurði ég frænda minn, sem þá var þekktur og mjög virtur í viðskiptum á íslandi, hvers vegna hann væri ekki giftur eða í sambúð. Svarið sem ég fékk var á þá leiðina að hann hefði einfaldlega ekki tíma í fjölskyldulíf eins og staðan væri hjá honum þessa stundina.
Næsta spurning sem hann fékk var sú hvort hann væri þá ekki duglegur í næturlífinu um helgar svo hann gæti náð sér í stelpur. Svarið var svohljóðandi: Nei ég hef ekki áhuga á næturlífinu eins og það er hérna. Þar fyrir utan ef maður ætlaði að gera það þá mundi maður enda heima með einhverri fullri stelpu, sem vissi ekkert hvað hún væri að gera, og maður fengi ekki frið frá henni næstu daga eða vikur.
Svo hélt hann áfram. Þegar ég er graður þá eru háklassa vændiskonur hérna sem ég er í sambandi við og ég get heimsótt með stuttum fyrirvara. Það er mun betra að gera þetta svoleiðis heldur en að reyna að pikka einhverjar stelpur upp á djamminu. Ég veit hvað ég er að fá, hún veit að ég borga og læt hana í friði þangað til náttúran kallar næst og allir eru ánægðir.
Þessi maður er í dag fjölskyldumaður og er enn mjög virtur í viðskiptum og atvinnulífi á íslandi.
Skemmdi ég nokkuð perraímyndina sem þið viljið hafa af karlmönnum of mikið?
Hin Hliðin, 21.7.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.