Fimmtudagur, 17. júlí 2008
Skúbb hjá Svani
Krúttið og hrukkudýrið hann Ronnie Wood hunskaðist í meðferð í gær. Gremlingurinn er búinn að vera á fylleríi síðan á frumsýningu myndarinnar um bandið "Shine a light".
Við alkarnir eigum ekkert að vera að tuða um hver er verstur en það fara ekki margir í sporin hans Ronnie nema ef vera skyldi glæsilegasta mannflak í heimi; Keith Richard.
Ég var að ræða Ronnie við húsband í gærkvöldi en bæði erum við heitir aðdáendur Stones.
Ég sagði við húsband að það ættu að vera lög sem bönnuðu tjásugreiðsluna hans Ronnie style 197ogeitthvað. Hann og Roddinn (Stewart) fóru á sömu hárgreiðslustofuna í London og Ronnie hefur ekki enn látið breyta um stíl.
Húsband: Hvaða máli skiptir það þó hárið á honum sé túperað er það ekki músíkin sem gildir?
Ég: Nehei, ekki bara músíkin, lúkkið dregur þessa menn hálfa leið. Sjáðu mannflakið, Keith sem er að gera sig þrátt fyrir að nályktin finnstist langar leiðir og hann hafi tekið pabba sinn í nefið.
Og við eyddum dágóðum tíma í að ræða útlit og klæðaburð tónslistarmanna fyrr og síðar. Beethoven kom við sögu og Franz List. Jájá. Og svo mundi ég eftir því að Keith barði Ronnie til edrúmennsku, mannflakið svo milt eitthvað.
En einn af mínum uppáhalds bloggurum er hann Svanur sem bloggar frá Englandi. Í gær skrifaði hann færslu um Ronnie, hann hafði nefnilega hitt manninn á kaffihúsi í fyrradag. Þetta er skúbb. Ég held að það hafi ekki margir séð þessa færslu og þið sem viljið vita hvað Ronnie var að segja í fyrradag farið hingað og lesið.
En annars er ég góð bara.
Farin að dansa.
Ron Wood í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég les líka bloggið hans Svans og sá þessa færslu. Hann lýsir atburðum mjög skemmtilega.
Ekki fannst mér verra að fundur þeirra fór fram í Bath - en þangað langar mig mikið að koma. Kannski Svanur bjóði okkur í heimsókn...
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 10:57
Mig dreymir líka um að fara til Bath, eigum vér að skella oss?
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 10:58
Jú það er ekki hægt að segja annað en að þetta er sérstakt - en mikið svakalega var gaman að sjá myndina Shine a light, ég hef sjaldan haft eins unaðslega stund í lúxussætum með popp og cola eins og mann lystir! Ég fékk þennan unað í afmælisgjöf í vor frá manninum og svo fékk ég tónlistardiskinn afmælisgjöf frá elsta syni mínum sem er dúndur!
Edda Agnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:00
Já stelpur mig langar líka til Bath! Finnst ykkur það skrýtið? - Búin að langa lengi.
Eigum við ekki bara að stofna Bath ferðasjóð?
Edda Agnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:03
Skemmtileg upplifun hjá Svani að komast í tæri við svo frægan mann. En fjarskalega gengur sumum illa að sætta sig við aldurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2008 kl. 11:04
Já og svo ráðum við Svan sem leiðsögumann!
Edda Agnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:04
Nú má Svanur fara að vara sig... og undirbúa komu okkar!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 11:08
Svanur verður að fara að stækka við sig búi hann ekki í höll. Verst að hann veit ekki af þessu.
En án gríns, bloggaferð til Bath, unaðsleg tilhugsun.
Gerum eitthvað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 11:11
Ásthildur, Ronnie hefur nú alltaf hegðað sér svona, frá því að ég kynntist honum. Hann tekur gott fyllerí fram yfir allt. Hefur farið oft í meðferð og hrunið jafnóðum í það aftur. Kallbeyglan...
Markús frá Djúpalæk, 17.7.2008 kl. 11:17
Ronne og Rodinn svipað krumpaðir Gott að kauði fer í meðferð.Er líka góð enda að koma hádegi.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:18
Þetta er Bath...
Markús frá Djúpalæk, 17.7.2008 kl. 11:20
Hey, Ronnie Wood ekki skift um hárgreiðslustofu!!!!!!
Ekki hef ég séð Rod Stewart með aðra hárgreiðslu heldur síðan, ekki neitt svona, Rod er ekki hótinu skárri en Ronnie, hvorki hvað varðar bjór brennivín eða kvennfólk,
Er alveg til í að fara til Bath með ykkur.........hvar er annars þetta Bath?
Eigið svo góðann dag......það ættla ég svo sannarlega að gera
Sverrir Einarsson, 17.7.2008 kl. 11:23
Are you going to Bath og are you going to take a Bath with Ronnie and wash his hair? .. ..
Þessir krumpukallar eru annars krútt .. holding on to old times and haircuts ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.7.2008 kl. 11:35
Það er alveg satt hjá Svani að Ronnie er þrællíkur indíána. Mér finnst það eina sem vantar vera fjaðraskrautið á höfuð hans.
Svava frá Strandbergi , 17.7.2008 kl. 11:48
verið að bjóða með í bað?
Brjánn Guðjónsson, 17.7.2008 kl. 12:10
Sverrir slakaðu þér kallinn. Á þetta ekki að vera Femmaferð?
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 12:39
Æ hann er svo halló að það er næstum því dúllulegt.
Bath hljómar vel.
Elísabet Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 12:55
Þeir sem hafa áhuga geta kynnt sér borgina Bath hér.
Þröstur... Femmaferðir eru náttúrulega skemmtilegastar en hver veit nema þér verði leyft að fara með ef þú biður fallega...
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:05
Já Svanur er frábær bloggari og enn skemmtilegri í persónu....ég kem auðvitað með í ferðina
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:29
Jamm við ættum að stofna reikning og Krumma/Hrabba eins og Svanur kallar þig, þú sambandar hann og spyrð hvort hann vilji gæta (ekki gjæta) okkur og lætur hann koma með tillögur að samanstað og lengd tímans. Alls ekki lengi.
Svo drífum við í þessu og allir með!
Edda Agnarsdóttir, 17.7.2008 kl. 13:43
Ég ætla að vera gerræðisleg, ég vil enga karla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 13:57
Jebb, vissi´ða Jenný.
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 14:10
Förum bara á rúntinn strákar og sjáum hvort við finnum ekki eithvað sem kostar undir 10 þús kall.
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 14:12
Þrölli: Hvað ertu að meina undir 10. þús. kall?
Og stelpurferðir eru einfaldlega skemmitlegastar, þorrí
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 14:34
Bara, það er allt orðið svo óggislega dýrt.
Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 14:48
Innlitskvitt
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 14:50
Ég væri sko til í að koma með til Bath.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.7.2008 kl. 15:36
Bath er eiginlega eina borgin í Bretlandi þar sem er að finna heitt vatn í jörðu og hér er nýbúið að taka í gagnið nýtt "spa" . Það væri nú ekki amalegt að fá eins og fáeina íslendinga í heimsókn í smá dekurferð. Ég get lofað ykkur bestu fáanlegu leiðsögn um væðið og alla leið til Stonehenge og Glastonbury ef þið komið alla þessa leið hvort sem er. Sem sagt, til þjónustu reiðubúinn :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.7.2008 kl. 15:53
Ég vil ekki deyja fyrr en ég er búin að sjá Stonehenge. Stelpur förum að safna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 16:07
rugludallar
Jóna Á. Gísladóttir, 17.7.2008 kl. 17:19
Ok hver nennir að kanna með verð og sollis???
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.