Leita í fréttum mbl.is

Af Neðurblökum og karpúlettum

20080708133051_7 

Húsband hentist í búð til að ná í nýjar kartöflur í dag.  Hagkaup í Smáralind er fyrsta búð frá vinstri við mig og sjá, ekki ein einasta kartafla til af íslenskum uppruna.

Við grétum hástöfum enda elskum við þessar íslensku.

Auðvitað fór sendingin í Nóatún, nema hvað.

En hér er lítil stúlka í heimsókn.

Hún fékk stappaðar karpúlettur með smjöri og salti (Maldon) eins og svo oft áður, að borða.  Hún tilkynnti mér að hún elskaði saltið mitt, það væri mikið betra en heima hjá henni.

Barn elskar alla hluti þessa dagana.

Einar er drátthagur maður og stundum biður hún hann um að "tattúa" sig og þá teiknar hann á handlegginn allskyns fígúrur og flottheit.

En nú var hann að vinna.  Barn bað ömmuna um að "tattúa".

Og amman tattúaði leðurblöku með grænum penna.

Barn: Þa vantar augun.

Amman teiknaði þau og krúsídúllaði leðurblökuna svolítið.  Barn virti fyrir sér listaverkið nokkuð glöð á svip og sagði svo:

Amma; ég elska N-eðurblökur.

Ég ætla ekki að segja ykkur í hvers lags kasti ég er núna.

En þið megið geta ykkur til.

Annars sefur hún í litla rúminu sínu og það rétt glittir í hana fyrir tuskudýrastóðinu sem hún raðaði í kringum sig áðan.

Jájá.

P.s. Myndina tók mamma hennar um daginn þegar Jenný mótmælti því kröftuglega að fá ekki að sofna í rúmi foreldranna og lagðist á gófið - og sofnaði.


mbl.is Íslenskar kartöflur í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mikið átt þú nú líka gott að eiga 'drátthagann' mann.

Steingrímur Helgason, 15.7.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallgerður: Jamm.

Steingrímur: Don´t even go there

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.7.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Steingrímur "drepur" mann.  Litla Jenný er örugglega lík stóru Jenný, yndisleg og ákveðin.

Sigrún Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Steingrímur!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 22:25

5 identicon

Hún er krútt. Mér finnst komment Steingríms líka fyndið  Og mér finnst kartöfluást eitthvað svo mikið sænskt fyrirbæri. Veit ekki af hverju ????

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Maldon er best.

Ég var svo heppin að fá að heyra rödd forstokkuðu prinsessunnar í kvöld í gegnum símann... og hláturinn. Meira krúttið þessi krakki.

Steingrímur er ansi berorður en ég er nú líka svo mikil dama 

Jóna Á. Gísladóttir, 15.7.2008 kl. 23:38

7 identicon

Þarf að fara að ná mér í Maldon salt greinilega, allir að tala um þetta góða salt...  nammsnamms, get ekki beðið eftir nýjum íslenskum!!

Ákveðin ung stúlka þarna á ferð sé ég, hahaha.

Steingrímur

alva (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 00:01

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:05

9 Smámynd: M

Finnst kisi frábær á myndinni Þarf ekki nefna það að stelpuskottið er krútt

Nota líka Maldon

M, 16.7.2008 kl. 00:31

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hélt að allir væru farnir að nota Maldon saltið   Frábær færsla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 01:24

11 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Hún er svoooo mikið krútt þessi stúlka, ég er allavega í krúttkasti eftir þessa lesningu .

Maldon??? 

Er fyrst að heyra um þetta hérna . Ég er sko farin að kaupa mér Maldon, verð að prufa. Ég sem hélt að salt væri bara salt.

Elísabet Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 09:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jenný ég sit hér í krúttkasti, yndislegt alveg, þvílík dúlla sem þetta barn er, og þá sakna ég minna dúlla, vona að þær fari að koma heim til ömmu sín.  Amma ég er fjögrárra sagði Hanna Sól við mig um daginn þegar ég hringdi í þær.  Og ég er einn meter... Hehehehe.  P.S: ég elska líka neðurblökur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:29

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.7.2008 kl. 10:55

14 identicon

Maldon er málið.Algjört krútt þetta barn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:58

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Algjörar krúttalíur - I love you but I don´t love  what Steingrímur is writing 

Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:15

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Maldon salt er best og Jenný Una er sætust.

Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:18

17 identicon

rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:45

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir skemmtileg innlegg.  Prinsessan var að fara með mömmu sinni eitthvað út í sumarið, en við vorum komnar á róló kl. 8,30 í morgun ég og hún.  Amman búin á því.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 12:52

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 16.7.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband