Föstudagur, 11. júlí 2008
Martraðarkenndir ættingjar
Ég horfði á fréttir Stöðvar 2 á hlaupum enda í ábyrgu umönnunarhlutverki með tvö börn.
Ég er ekki svo viss um að sumt eigi maður að taka alvarlega hvað þá heldur ræða um það en ég get ekki orða bundist. Að eiga ættingja í líkingu við þá sem Paul Ramses á hér á landi hlýtur að vera martröð hvers manns.
Af hverju koma þau í fréttir og segja að það sé ekki satt að Paul sé í hættu?
Það má sjá á veraldarvefnum að ástandið er ótryggt fyrir pólitíska andstæðingar stjórnarinnar.
Burtséð frá því þá er ég að velta fyrir mér tilganginum með þessu hjá ættingjunum ljúfu.
Þeir og Paul hafa ekki verið í sambandi frá því að hann kom hér. Gæti verið að það ríkti ekki vinátta þar á milli?
Manni hlýtur að vera illa við einhvern ef það er hægt að fá mann í fjölmiðlaviðtal með svona óábyrgt slúður sem nánast ómögulegt er að sanna.
Þvílíkur vináttuvottur og frændsemin blómstar.
Með svona ættingja kysi ég heldur að vera algjör einstæðingur.
Ég á ekki orð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987325
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
aha einmitt það sem ég hugsaði þegar ég heyrði þessa frétt
Dísa Dóra, 11.7.2008 kl. 22:00
Mér finnst þetta ótrúleg frétt. Fréttastofan að elta uppi ættingja sem skíta svo manninn út. Það er sko ekki gott að eiga svona fjölskyldumeðlimi. Til fjandans með svona kærleik. Kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 22:00
Paulmálið og Lúkasarmálið eru náskyld eða stormur í vatnsglasi. Maðurinn er ekki merkilegri en svo að ættingjarnir bakka hann ekki upp og þeir þekkja manninn betur en þú eða ég
gylfi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:01
Ansi skrýtin frændsemi. Sammála þér, betra að vera einn en eiga svona fólk að.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:06
Þakka þér fyrir þennan pistil Jenný, ég horfði líka á þessar fréttir og hlustaði á viðtalið við þessa furðulegu "ættingja" ef ættingja skyldi kalla (eins og konan sagði).
Og furðulegri vitnaleiðslu hef ég aldrei á ævi minni séð, og hefði ekki grunað að ég ætti eftir að sjá. -
Mér varð svo um að ég hreinlega missti matarlystina, sem væri í góðu lagi, ef þetta væri ekki svona "alvarlegt mál" sem þarna á sér stað.
Og alvarleg gjörðin sem fólst í orðum þeirra sem leidd voru fram eins og vitni í þessum furðulega gjörningi, sem var framreiddur af illrum hug, ljótri hugsun, jafnvel hefnd. Dulbúið sem viðtal.
Tókstu eftir því að "frænkan" Frú Björnsson sagðist hafa talað við bróður Pauls í gær eða fyrradag (hún mundi ekki hvorn daginn það var) en hún mundi glöggt, að bróðir Pauls hafði sagt að það væri ekkert alvarlegt ástand í landinu.
Mér þætti gaman að fá að vita hver upplýsir hvern, og hver stjórnar þessari atburðarrás, sem í gangi er gegn aumingja manninum, konu hans og ungabarni.
Ég á erfitt með að trúa að nokkur Íslendingur sé svona illa upplýstur og illa innrættur, að geta tekið þátt í svona gjörningi.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:23
Ég bloggaði einmitt um þetta sama, með óbragðið í munni. Þar sem ég hef búið í Kenýa, þekki spillinguna og menninguna þarna veit ég að þessu mætti líkja við að reyna að koma greyið manninum fyrir kattarnef. Ég veit fyrir víst að ekki reynist betri tími, en á "friðartímum" til að koma andstæðingum fyrir kattarnef á "snyrtilegan" og dulbúinn hátt í því landi. Þá er hægt að láta það líta út fyrir að vera allt annað en það er. Morð. Uss bara. Svona ættingja vildi ég ekki eiga svo mikið er víst.
Bjarndís Helena Mitchell, 11.7.2008 kl. 23:05
Sá ekki fréttina og veit í rauninni mjög lítið um þetta mál. En mér finnst skelfilegt að lesa þetta.
Verslings fólkið. Guð veri með þeim.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:56
eins og talað út úr mínum munni Jenný....ég verð ekki oft kjaftstopp en ég varð það þegar þessi frétt birtist í sjónvarpinu.....hvað gengur þessu fólki til??
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.7.2008 kl. 01:57
Hef ekki séð þessa frétt en vil benda á að hún hefur ekkert að gera með kjarna málsins sem er; marg brotin lög og einstrengingsleg og siðferðislega röng framkoma íslenskra yfirvalda gagnvart Poul Ramses og fjöldskyldu hans.
Hörður Torfason (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:17
Hvernig væri að fara að taka mark á og treysta okka frábæru mönnum einsog Birni, en ekki alltaf að trúa gróusögum.
Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 02:23
Sá ekki fréttina, en þetta er hræðilegt að heyra. Svo hefur maður verið að heyra leiðindakjaftasögur um manninn, er það ekki týpiskt. Er þetta kannski gert til þess að almenningur gleymi aðalkjarna málsins? Það er auðvelt að láta fólk fá vantrú og þar af leiðandi gleymist allt annað.
Elísabet Sigurðardóttir, 12.7.2008 kl. 02:44
ég hef þetta fyrir satt. rannsóknarblaðamaður Bergmálstíðinda, þess útbreidda málgagns alþýðunnar, telur sig hafa komist að hinu sanna.
að Paul Ramses, heiti alls ekki Paul Ramses, heldur Yukki Äkonnen og er frá Finnmörk. maðurinn mun vera albínói og ku hafa boðið sig fram gegn bjarndýri í kosningum þar nyrðra.
ég skil vel hann sé í lífshættu! hver vill mæta Bjössa Bjaddna?
Brjánn Guðjónsson, 12.7.2008 kl. 02:58
Vita allir allt um PR? - og líka allir allt um meðferð máls hans/þeirra hérna?
Mér finnst ég ekki vita mikið þótt ég horfi og hlusti á flestar fréttir. Erum við virkilega í stakk búin að taka afgerandi afstöðu? Þarf "bókhald" ekki að hafa ÖLL gögn og smámiða? Bara svona spur.
Beturvitringur, 12.7.2008 kl. 04:30
sá ekki thessa frétt, en spyr bara, átti thetta mál samt sem ádur ekki ad fá málsmedferd hér á landi?? burtséd frá hvort vinum eda ættingjum finnist alvarlegt ástandi i heimalandinu? held thad sé bara verid ad reyna ad slá reyk i augu thess fólks sem stód upp og mótmælti thessari afgreidslu á málinu.
eigdu gódan laugardag Jenný
María Guðmundsdóttir, 12.7.2008 kl. 04:42
Jú það má nú kannski velta sér upp úr þessum ættingjum hans og tilgangi með þeirra hlut í þessarri frétt sem Ramses er orðinn. En hvað vitum við í raun um þennann Ramses sjálfan? Er hann eitthvað merkilegri pappír? Eru meintar ástæður fyrir "samskiptaleysi" ættingjanna kannski einhverjar hans megin? Mér finnst stundum of auðvelt að ákveða nánast einhliða hvernig í pottinn er búið án þess að hafa fyrir því nokkrar staðreyndir. Nú ætla ég ekki að efast um að ástandið er slæmt í heimalandi hans, en hverjar eru hans raunverulegu aðstæður heima fyrir og hvað vitum við um þær?
Árni Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 05:38
Þegar ég pæli í því og hvernig menningu þetta fólk er alið upp í þá læðist að mér grunur. N.B. grunur ekki vitneskja, að frændinn er að hugsa um hina ættingjana í heimalandinu, sem liggja beinast við höggi. Kannski er búið að hóta lífi og limum ættingja, ef hann/þau opinberlega "hylma" yfir með Paul Ramses eða hjálpa honum á nokkurn hátt. Annað eins er mjög þekkt fyrirbæri þarlendis og eru einu rökin sem útskýra hvatann við opinbera viðtalið, í mínum huga. En, ég þekki ekki fólkið, alla málavexti eða neitt. Finnst bara vera skítalykt af þessu öllu saman.
Eigið góða helgi
Bjarndís Helena Mitchell, 12.7.2008 kl. 09:03
Maður velur sér vini, ekki ættingja...
Jónína Dúadóttir, 12.7.2008 kl. 10:05
Mér dettur í hug það sama og Bjarndís Helena nefnir - að þessi undarlegi vitnisburður ættingjanna sé einmitt til vitnis um það að maðurinn sé í hættu staddur, og að þau þori hreinlega ekki að styðja hann, af ótta við að það komi niður á þeim sjálfum eða öðrum í fjölskyldunni.
En hvað gengur fjölmiðlum til að taka svona viðtöl?
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.7.2008 kl. 13:57
Voru ættingjarnir keyptir til að tjá sig?
Hólmdís Hjartardóttir, 12.7.2008 kl. 15:13
Það var sérkennilegt að heyra ættingjana segja annarsvegar að þeir vilji endilega að Paul fái að búa hérlendis og þau óski þess heitt að fá að vera í sem mestum samvistum við hann. Hinsvegar fullyrtu þau að hann sé ósvífinn og útsmoginn lygari sem beiti öllum brögðum til að blekkja fólk og pretta.
Jens Guð, 12.7.2008 kl. 16:37
Þetta með eiga svona ættingja er ekkert grín. Ég er kunnug slíku.
Guðrún Magnea Helgadóttir, 12.7.2008 kl. 17:39
Hver þarf óvini sem á svona ættingja?
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 17:42
Vorum við að horfa á sömu frétt eða er það bara ofstækið sem brenglar svona sjón og heyrn hjá sumum?
Ættingjunum fannst að fjölskyldan ætti að fá dvalarleyfi en fannst óþarfi að þau fengju stöðu flóttamanna og væru þar með á framfæri ríkiisins um ókomin ár. Er þetta einhver mannvonska?
GK (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:22
Sammála GK hér fyrir ofan. Mikið óskaplega finnst mér þið bloggarar margir fljótir að dæma og draga ályktanir án þess að hafa nokkuð fyrir ykkur í því sem er satt og rétt. Eruð þið virkilega EKKERT búin að læra af reynslunni sbr. Lúkasarmálið og aumingja hvolpinn sem fannst urðaður lifandi út á Reykjanesi? Finnst þið mörg mættuð alveg aðeins fara í smá naflaskoðun og telja upp á tíu áður en þið skeiðið út á "cyber-ritvöllinn".
Gerdur (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 20:15
Takk öll fyrir að taka þátt í umræðunni. Líka þið öfáu sem vaðið áfram í villu og svima.
Gerður: Ég er bloggari í eintölu og hef bloggaði ekki um Lúkas þegar það gekk yfir né heldur hundinn á Reykjanesi. Gjörsvovel að vera ekki með svona staðhæfingar hér.
GK: Sama segi ég við þig og að auki þá sé ég ekkert að því að grípa til mótmæla þegar í ljós kemur að hér eru flóttamenn í löngum bunum ekki afgreiddir heldur sendir til baka. Það er ekki sæmandi.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.7.2008 kl. 20:45
Jenný! Óþarflega frekjulega svarað hjá þér finnst mér. Ég var EKKI að vísa beint á þig, heldur í kommentin frá öllum þeim sem kommenta við þetta blogg hjá þér og bara almennt það sem ég hef séð inn á bloggsíðum undanfarið. Þ.a.l. bloggarar í fleirtölu. Ég kann mannasiði og hefði ávarpað þig beint ef það hefði átt við.
Gerdur (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 22:21
Ég sé enga ástæðu fyrir ættingja Ramseis að ljúga þessu og því ætla ég að taka þau trúanlega. Ég sé aftur á móti ástæðu fyrir Ramsei að ljúga því sem hann er að segja, meira að segja margar ástæður.
Eins og staðan er í dag þá finnast mér ættingjar Ramseis vera trúanlegri en hann.
En ef að fólk eins og Jenny fengi að ráða hverjir kæmu inn í landið þá þyrfti ekki meira en hjartnæma sögu til að fá dvalarleyfi, það myndi ekki skipta neinu máli þótt hún væri lygi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:43
Ég get alveg sett fram fullyrðingar að ættingjar Paul sé trúanlegri en hann. Sagði alldrei að hann væri að ljúga heldur sagði að ég tæki ættingja hans trúanlegri.
Að sama skapi er þú þá einarEinar, að meina að ættingjar Paul séu að ljúga. Það er því furðulegt að þú sért að setja slíkar fullyrðingar fram þar sem þú veist ekkert um það.
Ættningjar Pauls hafa enga ástæðu til að ljúga en hann hefur það. Það lítur allt út fyrir það að hann hafi verið að reyna ljúga sér leið inn í landið og mér finnst allt í lagi að honum sé bannað að koma hingað. Ef konan og barnið vilja hitta hann þá verða þau bara gjöra svo vel að flytja einhvert annað. Hef heyrt að Svíþjóð sé tilbúin að taka á móti þeim.Bjöggi (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.