Leita í fréttum mbl.is

"Alleg" eins og mamma sín ;)

 20080708123024_2

Ég er á leiðinni að heiman í þessum skrifuðum.

Hef sjálfsagt ekki mikinn tíma til að bloggast en ég sé til með það.

Í gær var Jenný Una í stóru útisundlauginni sinni og henti í hana grasi.  Mamman skammaði barn og barn sagði fyrirgefðu og var greinilega að segja það fyrir siðasakir.  En mamman sagði já og þær kysstust. Stuttu seinna þegar verið var að grilla í garðinum átti sér stað eftirfarandi samtal.

Jenný Una: Ég var smá óþekk áðan en nú er ég mjög góð.

Mamman: Já þú varst óþekk og þú mátt ekki henda óhreinindum í sundlaugina Jenný mín.

Barn stórhneykslað: Ertu að grínast í mér??? Ertu enn að talumetta?

(Hér grunar mig að barn hafi tekið staðlað svar móður sinnar undir vissum kringumstæðumHalo)

Ég tek fram að Jenný Una er þriggja ára.

Og svo var hún að leika sér með regnhlífina einhverra hluta vegna.  Og braut hana.  Mamman sá það og sagði höst:

Jenný, ég var búin að banna þér að leika með þetta.  Nú er regnhlífin ónýt.

Jenný (háheilög í framan): Ég gerðiða ekki það var Lilleman sem gerðiða!

Mamman: Jenný það er ljótt að skrökva upp á litla bróður þinn, hann getur ekki brotið neitt.

Jenný Una: Fyrirgeððu, það var dúkkan sem gerðiða.

I rest my case.

Og nú er ég farin að pakka.

20080708123058_8

Síjúgæs.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Blessuð börnin!

Þórhildur Daðadóttir, 11.7.2008 kl. 09:37

2 Smámynd: M

Þessi dúlla, langar að knúsa hana

Hafðu það gott að heiman

M, 11.7.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Hulla Dan

Frábært stelpuskott.
Og lilliman bara sætastur

Rosalega er hún skýr... bara 3ja ára
Hún á sko eftir að verða eitthvað stórt!!!

Knús til þín og eigðu geðveikt góðan dag.

Hulla Dan, 11.7.2008 kl. 10:20

4 identicon

Ó mæ god. Krúttkast...

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha hún er frábær þessi stelpuskotta

Dísa Dóra, 11.7.2008 kl. 10:51

6 identicon

Hahahahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:57

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hafðu það gott 

Marta B Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Oooo - dúllan.  

Hafðu það gott í fríinu kæra Jenný og ekki vera of lengi í burtu frá blogginu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.7.2008 kl. 11:22

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

góda helgi.

María Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Enn eitt krúttkastið , þvílíka dúllan í "sakleysi" sínu.

Bjarndís Helena Mitchell, 11.7.2008 kl. 11:38

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

elska'na. Ég meina það.

hvert ert þú að fara?

Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2008 kl. 11:47

12 Smámynd: Brynja skordal

Krúttsnúlla en mikið verður gaman hjá ykkur að vera með litu krílunum hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 11:48

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fór nú ekki langt, bara niður á Leifsgötu í sólarhring.  Auðvitað tók ég lappann með mér.  Hm...

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2008 kl. 11:50

14 Smámynd: Ragnheiður

æj sætust, til hvers að eiga smábróðir ef ekki má kenna honum um neitt ?

Hafðu það gott skvís

Ragnheiður , 11.7.2008 kl. 11:51

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það held ég að sé gaman hjá þér núna! - Þvílík dásemd hún nafna þín ! Og lillemann sætur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 12:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha dásamlegt barn.  Þessi svör koma mér ekki á óvart, því þau hljóma alveg eins og hjá Hönnu Sól.  Þá gerði Ásthildur það, eða Brandur, afi eða bara hver sem hendi er næst.   Knús á þig Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 12:34

17 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Sú er dugleg, alger gullmoli.  Þau eru svo falleg.   

Knús á þig og skemmtu þér vel.

Elísabet Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:06

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg þessi börn þín,  væri ekki hægt að virkja þau sem lækningu við þunglyndi??  þvílíkir molar og Jenný Una einstök.  Hafð það gott skott 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 13:51

19 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 14:52

20 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún er sko Gullmoli hún Jenný Una, hafðu það gott Jenný mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 16:27

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

....  "Ertu að grínast í mér??? Ertu enn að talumetta?" ..  ég fæ kast..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2008 kl. 16:53

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi þér vel........

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 16:56

23 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Þvílíka perlan...gamgi þér vel að rökræða við hana næsta sólarhringinn...hún rúllar þér upp...he he...

Bergljót Hreinsdóttir, 11.7.2008 kl. 17:25

24 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góða skemmtun og hættu svo að "talumetta"

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 17:39

25 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

dúllan.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.7.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband