Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Bootkamp í framkomu og góðum siðum
Einu sinni var til fyrirbæri sem hét því eðla nafni Tízkuskóli Andreu. Jájá.
Í skólanum þeim voru kenndir mannasiðir, boðrðsiðir og örugglega hirðsiðir, án þess ég viti það og svo var eitthvað um að skólinn þjálfaði módel. Ein vinkona mín fór í Tízkuskólann.
Ekki ég, enda engin ástæða til. Ég er alin upp hjá sjálfmenntuðu alþýðufólki sem kunni sig. Bæði til munns og handa.
Amma mín var eðaltöffari sem reisti mikinn ágreining við stöðugar hneigingar í skólanum, fannst það ekki kurteisi heldur æfing í undirlægju. Hún bannaði mér að hneigja mig en auðvitað hlýddi ég því ekki, var svo mikil hópsál og hugleysingi sem barn.
En að málinu.
Nú eru stjórnmálamennirnir okkar orðnir dálítið pirraðir (dæmi). Það gefur á þjóðarskútuna, ár er liðið frá myndun ríkisstjórnarinnar og það er farið að glitta í ergelsi vegna stöðugra eftirgangssemi fjölmiðla til að fá svör sem brenna á þjóðinni. Þetta á t.d. við um efnahagsmál, umhverfismál og fleiri málaflokka sem skipta fólk sköpum á þessu landi.
Og nú ber svo við að hver indælismanneskjan á fætur annarri og auðvitað líka sumar sem aldrei hafa verið annað en dónalegar, sýna pirring og hroka þegar fréttamenn reyna að fá þær til að svara.
Reyndar vildi ég ekki vera fréttamaður þessa dagana, stöðugt verið að hundskamma þá eða taka á þá þagnartrítmentið. En hvað um það.
Tízkuskóli Andreu er fyrir löngu liðinn undir lok enda Íslendingar löngu hættir að hrækja á gólfið og ropa í fínum veislum. En er ekki Heiðar snyrtir og sollis fólk til að taka ríkisstjórnina, amk. suma í henni, og kenna þeim mannasiði?
Svona bootkamp í framkomu, ha?
Ég legg það til og svei mér þá.
Guð fyrirgefi mér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Góð!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 21:31
Góð hugmynd !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:36
Mér finnst þessi framkoma þeirra orðin embarrassing dæmi. Er þetta lið allt saman að fara á taugum? - or what!
Líst vel á bootkampið
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 22:10
það er kominn skjálfti í ríkisstjórnina, bara tímaspursmál hvenær gýs? Það er ekki langt í það. Og að geta ekki svarað spurningum sem þjóðin á rétt á að fá svör við er til skammar. Það er ekki hægt annað en að taka undir með þér, þau þarfnast hjálpar í framkomusiðum!
tatum, 10.7.2008 kl. 22:21
Besta hugmynd sem ég hef heyrt lengi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 22:24
Tískuskóli Andreu var starfandi í Miðstræti minnir mig.Ég er alin upp í næstu götu við skólann.Það gagnaðist mér lítið hahahahaha.Ég held að Heiðar gæti hjálpað mörgum með að bæta framkomuna,en sumum verður ekki bjargað
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:21
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:46
Já Jenný mín ég fyrirgef þér
Jóna Á. Gísladóttir, 11.7.2008 kl. 00:51
Skólinn var í Miðstræti 7 og þar var líka að finna málaskóla Halldórs lengi vel, eða alveg þangað til þau hjón seldu húsið sitt. Þar var áður fallegasti garðurinn í götunni. Hann var útsýnið mitt og ég sakna hans pínu.
Jenný þú ættir e.t.v. að kanna hvort að svona tísku-framkomu-skóli sé ekki alveg tilvalinn sem hluti af stjórnmálaskóla flokkana. Viss um að það er ekki verri hugmynd en litgreining.
Kristín Dýrfjörð, 11.7.2008 kl. 01:44
Alveg brilljant hugmynd hjá þér Jenný, svo er hægt að útfæra þetta í raunveruleikaþátt, fá að fylgjast með BB, Geir, og Sigurði kLára og öllum hinum og sjá hver tekur mestu breytingunum og hafa kostningu og já og hafa svona gamlar kempur ,eins og Davíð Odds með og svo gefur t.d Vala Matt öllum rós, nema einum sem dettur út í hverjum þætti og hann fær svona refsingu...sem er að fara í alvöru bootcamp..þá kannski færi að léttast á þeim brúnin...þegar þeir færu að taka aðeins á því í ræktinni...múahahahaha og við fengjum að sjálfsögðu að fylgjast með þeim púla þar líka, hvað annað....en nú segi ég; góða nótt....ætti að vera löööngu sofnuð, þar sem ég er að fara á Ak-k-ur-u-eyrina að sækja dóttur mína..
alva (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:52
ekki slæm hugmynd thetta Heidar gæti tekid thetta lid i nefid alveg einntveirogpallischnell.....
María Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 04:40
Mér líst þrælvel á þessa hugmynd
Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 07:27
Kannski tökum við okkur til og opnum siðaskóla fyrir stjórnmálamenn stelpur. Mér sýnist á öllu að við myndum hafa nóg að gera.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.7.2008 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.