Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Er allt falt fyrir peninga á Íslandi?
Ég er að safna mér fyrir sumarbústað eða væri að því ef ég ætti peninga til að leggja til hliðar.
Segjum nú að ég myndi vinna í lottói (verð þá að muna að taka þátt), eða með einhverjum hætti eignast peninga afgangs og ég færi í sumarbústaðagerð.
Þá fýsir mig að vita hvar er hægt að kaupa lóðir á Þingvöllum, helst inni í þinghelginni á Valhallarstíg þar sem þyrlur sveima þessa daga með byggingarefni fyrir glæsihýsi auðugra eiganda?
Get ég pantað mér eitt stykki lóð, bara út á mitt alþýðlega fas?
Og getur einhver sagt mér hver sér um úthlutanir á lóðum í þjóðgarðinum?
Ef við Íslendingar eigum nóg að einhverju þá er það landrými, getur þetta lið ekki byggt annarsstaðar en þarna?
Hvern andskotann er verið að leyfa einhverju forréttindaliði að byggja ofan í þinghelginni, á stað sem við væntanlega viljum öll geta heimsótt án þess að okkur mæti girðingar og varnarvirki ríka fólksins.
Mikið rosalega er mér heitt í hamsi.
Mikið fjári er ég leið á að láta segja mér að ég jónajóns eigi að herða fjandans sultarólina, lifa á loftinu ef ekki vill betur á meðan hin þjóðin í landinu byggir í MÍNUM þjóðgarði og notar til þess þyrlur í kreppunni.
Það er eitthvað asskoti mikið að.
Og veit einhver hvert ég á að snúa mér með fyrirspurnir?
ARG
Þyrlur sveima yfir þjóðgarði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Nákvæmlega!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2008 kl. 17:59
Davíð getur örugglega reddað þér lóð Jenný, en spurning hvort þú þyrftir ekki að gefa sálina þína í staðin.
Ætlaði einmitt að rífast pínu út af þessu, en auddað sérð þú bara um það fyrir okkur, takk fyrir það.
Þröstur Unnar, 9.7.2008 kl. 18:02
Já, ég held að ansi margt sé falt fyrir peninga! Góður pistill!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:09
Ég tek undir þetta með þér Jenný.
Veit um eitt dæmi þar sem einn ríkisbubbinn lóðsaði undir sig gamlan bústað við Þingvelli sem fylgdi stórt land með því að hringja stöðugt í eigandann sem var orðin fjörgömul, bauð, að því gömlu konunni fannst vera fúlga. Gamla konan varð aðeins treg í taumi og þá var hellt yfir hana svívyrðingum og hún kölluð kerlingahró og annað enn verra. Aumingja gamla konan lét undar í lokin án þess að ráðskast við börnin sín sem auðvitað urðu æfareið yfir þessu.
Í dag er verið að byggja þarna risa villu og auðvitað án allra tilskilinna leyfa. Svei þessu pakki!!!!!
Ía Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 18:43
Það virðist allavega flest vera falt, ef þú átt bara nógu andskoti mikið af peningum jóna mín jóns...
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 18:44
Heyrðu... er búin að vera að skoða "gamlar" bloggfærslur... s.s síðan... áðan eða í gær. Og veistu að þú átt ógó flotta fjölsk... náttúrulega bara mega krútt sjálf. Sá þig í sjónvarpinu hérna úti ( net.tv) og ómg bara dúllan sem mig langar að eiga og strjúka áður en ég fer að vinna á morgnana. Það er það sama með t.d jólasveininn.
Styð allt þetta Paul mál út í aumustu fingurgóma. Get bara varla bloggað um það sjálf, því ég er svo mikill eymingi að ég fer bara að væla.
Knús á þig
Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 18:46
já það er allt falt fyrir peninga ekki bara veraldlegar eigur heldur einnig stjórnmál og fréttir svo einkvað sé tekið og af peningum á enginn meir en bankinn og hann á þig skuldlaust. ef þú tekur frá bankanum allt sem hann á en skilur eftir vald hans til að búa til nýja peninga (í formi skuldar) mun hann með einu pennastriki búa til nógu marga peninga til að kaupa allt saman aftur svona virkar peningar sem eru algjör glæpur eins og við þekkjum þá í dag.
Aron Ingi Ólason, 9.7.2008 kl. 20:16
Þetta er þvílík djö.. vitleisa hél að þjóðgarðurinn væri eign okkar allra og engum heimilt að selja þar eitt né neitt en það er vist allt fallt þegar framapotararnir vilja kaupa
Eyrún Gísladóttir, 9.7.2008 kl. 20:56
Æ þetta vekur manni reiði. Helv... pakk, skítapakk sem veður yfir allt og alla. En það gerist ekkert fyrr en við skiptum um ráðamenn, og mokum sjöllunum út, þeir eru meinið í íslensku þjóðlífi, því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.7.2008 kl. 21:05
Eigim við ekki öll Þjóðgarðinn? ættum þá öll að fá úthlutað sumarhúsalóð þarna en ekki bara þeir sem *skíta* peningum
Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:12
held að þeir sem eigi sumarhúsalóðir við Þingavallavatn séu þeir sem hafi keypt þær meðan þær voru falar, fyrir áratugum síðan, eða erfingjar þeirra. langi þig í lóð þarna þarftu að þefa uppi einhvern lóðareigandann/erfingjann og bjóða uppsprengt verð. annars eru lausar lóðir á vesturlandi.
Brjánn Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 23:21
Brjánn: Vill enga sumarbústaði í þjóðgarðinum. Rosalegur gleypugangur er þetta í fólki.
Já og takk fyrir komment. Auðvitað vekur þetta reiði og ég persónulega er búin að fá nóg af þessu bílífi hjá þyrlupöllunum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 00:00
Auj bara, þetta er siðlaust pakk. Fæ ógeð.
Elísabet Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 09:20
Besta "fáránlega" svarið er það sem ég fékk hjá Símanum eitt sinn þegar ég spurði í forundran, hvort Síminn væri undanþeginn landslögum. Svarið var á þessa leið: Að sjálfsögðu ekki, en við höfum okkar vinnureglur og þær eru okkar eigin.
Hef notað þetta mikið síðan.
Kveðja
Leifur Ugluspegill
Þórleifur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:08
Hvaða,hvaða hæga nú. Nú blöskrar mér sú umræða sem á sér stað hérna.
Persónulega hef ég notið þess að fara í bústað þarna um árabil, þekki nokkuð til eigenda aðra sumarhúsa þarna og þessar framkvæmdir sem eru í gangi eru margar hverjar stórglæsilegar og ekkert nema gott um þær að segja. Svæðið er glæsilegt og hver sem þangað kemur nýtur þess. Ekki þennan öfundartón, það er ekki fallegt. Hvort sem menn eiga meira milli handanna en aðrir þá gerir það menn ekki verri fyrir vikið.
Það er vissulega farið ansi frjálslega með reglur þarna á svæðinu, þær amk teygðar og beygðar en þetta er nú ekki svo alvarlegt. Fallegar byggingar á þessu stórbrotna svæði er jákvætt.
Pétur (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.