Leita í fréttum mbl.is

Geitungar í mýflugumynd

Með stírurnar í augunum eða nærri því settist ég við að lesa Moggann.

Mér brá alveg upp á eitthvað á mæli þegar ég sá þessa frétt.

Mér sýndist nefnilega standa að íslenski geitungastofninn væri að ná sér á strik.  Það hljóp hland fyrir hjartað á mér.

Sjúkkkkitt að það voru geitur.  Þær eru krútt.

Ég er reyndar búin að vera að leita út um allt að viðtölum við skordýrafræðinga vegna geitungavandamálsins.  Sko vandamáls geitunganna sem mér sýnist að sé verulega stórt í ár vegna þess að ég hef varla séð kvikindi.  Einn forljótur andskoti var hér á svölunum um daginn og svo sá ég einn hjá mömmu og pabba á föstudaginn.

Upptalið.  Eru þessir óvelkomnu innflytjendur ekki óvenjulega fáir í ár?

Og hunangsflugurnar hef ég varla séð nema í mýflugumynd.  Ji hvað ég er fyndin.  Hahahahaha.

Auli.

En án gamans; finnst ykkur ekki lítið um þessi kvikindi í ár?

Ég man nefnilega eftir geitungafaraldrinum fyrir nokkrum árum, þegar ekki var hægt að vera úti í görðum, það voru starfræktar heilu morðsveitirnar hjá tegundinni.

En að alvöru lífisins.  Vinsamlegast skrifið undir mótmælalistann vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.  Hann er opinn fram eftir vikunni.

Og koma svo.

Bizzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


mbl.is Geitastofninn er að ná sér á strik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jú, mér finnst óvenjulítið af kvikindunum í ár - ennþá. Er með tvær "sætindaskálar" á svölunum eins og í fyrra. Þá endaði þar líf sitt talsverður fjöldi geitunga en enginn hefur enn sést í ár. Kannski þeir komi ekki fyrr en seinnipart sumars, eða hvað?

Búin að skrifa á listann og er að safna heimildum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:21

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er eins hér, hef varla séð geitung í ár og mjög lítið um moskító sem betur fer.  Ef til vill hafa þessi kvikindi bara tekið sér frí í ár.

Búin að skrifa á listann

Ía Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég sé töluvert af geitungum hérna, ekki heilu morðsveitirnar samt

Löngu búin að skrifa

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 10:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lítið um geitunga hér í gömlu austurborginni.....en kannski eru þeir að undirbúa árás í ágúst.

Búin að skrifa á listann. 

Sigrún Jónsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:36

5 Smámynd: M

Það var alveg nóg af þeim í náttúrunni í bústaðnum. Frekar fyndið að sjá smá sem stóra hlaupa undan þessu kvikindi. Svo svaf maður ekki heilu né hálfu næturnar fyrir helv.... húsflugunni. HVað eru þær að sækja í ? Saltbragð hörundsins ?

M, 7.7.2008 kl. 10:38

6 Smámynd: Ragnheiður

Búin að skrifa en ég hef ekki séð einn einasta geitung í sumar, var einmitt að velta þessu upp hjá mér um daginn og nokkrir komu með þá ábendingu að þeir kæmu ekki fyrr en seinna í sumar. Ég hef rifið af dagatalinu með kvíðahnút í maganum síðan, en í alvöru er ég farin að hallast að því að skakkaföll síðustu tveggja ára (mikill kuldakafli að vori) hafi útrýmt að mestu þessum innfjytjanda.

Skoðaðu framan á fréttablaðið í dag í sambandi við Paul ..ég vil ekki fagna strax en eitthvað "virðist" ISG vera að gera. (Jesús hvað ég treysti henni samt ekki)

Ragnheiður , 7.7.2008 kl. 10:38

7 identicon

Ég "hitti"2 geitunga fyrir austan fjall um helgina.Við Apavatn hehehehehe.Löngu búin að skrifa mig á mótmælin

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:54

8 Smámynd: Fríða Eyland

hef séð helling af geitungum í sumar, búin að skrifa á listann...

kveðja 

Fríða Eyland, 7.7.2008 kl. 11:04

9 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Bara búin að sjá 3 stk. og einn komst inn til mín fyrir viku síðan.  Ég er ennþá að jafna mig.

Búin að kvitta á listann.

Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 11:15

10 identicon

Get ekki dæmt um fjöldann, en nóg er af þessum ófögnuði hér í Klettaborg, hér er líka snigillinn ógurlegi, og hann er meira til ama en Mýflugnamyndargeitungar.

Sit hér í sólinni og hef það gott, enda engir geiturngar á sveimi í mínum garði, en gatan fyrir neðan mig, það er allt annað mál.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:48

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, þið eruð fyndin.  Ég er alveg á því að það sé mun minna um geitunga í ár.  Reyndar eru flestir sem ég hef talað við sammála mér um það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 12:44

12 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Ég hef séð tvö stykki.  Einn á 17. júní hér í Kópavogi og einn flaug inn til mín í gær og svo beint út aftur!  Mér er meinilla við þá en held samt að ég sé skárri en ég var.

Þórdís Guðmundsdóttir, 8.7.2008 kl. 11:17

13 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tvö stykki svo virðist sem stofn geitunga hefur hrunið.

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.7.2008 kl. 11:32

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Alexander: Vei, djö... sem ég er fegin.

Þórdís: Þetta virðist ætla að verða dásamlegt sumar.  En spyrjum að leikslokum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband