Föstudagur, 4. júlí 2008
Viðhorf sem sökka
Nú sendir Útlendingastofnun frá sér yfirlýsingu sem tilraun til að klóra yfir skítinn sinn.
Ekkert kemur fram í yfirlýsingunni sem segir mér að rétt hafi verið að senda Paul Ramses úr landi.
Sjónarmiðin eru skýr, við berum ekki ábyrgð.
En það er nákvæmlega það sem við almenningur viljum sjá gerast.að gert. Við viljum að Íslendingar taki ábyrgð á því fólki sem hingað leitar sem pólitískir flóttamenn og fjalli um umsóknir þess.
Við viljum sjá mannúð, ekki eitthvað andskotans yfirklór og reglugerðafargan.
Það viðraði vel til mótmæla í dag og hópurinn var þó nokkuð stór miðað við stuttan fyrirvara. Liðlega 100 manns eða svo.
Ég hvet fólk til að skrifa sig á undirskriftalistann og bloggarar haldið málinu gangandi.
Við megum ekki springa á limminu.
Og mikið rosalega var þetta flottur og samstilltur hópur sem þarna stóð í dag.
Ég sá 2 þingmenn, Álfheiði Inga og Paul Nikolov, VG, ég ángæð með það en þar með var það upp talið nema að mér sé farin að förlast sjón og athyglin að skerðast.
Útlendingastofnun: Ramses var ekki handtekinn á heimili sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ég vill meina að þessi aðgerð sé ólögleg, sjá hér
Sævar Einarsson, 4.7.2008 kl. 18:17
Sammála þér Jenny. Að reyna að hanga á einhverjum paragröffum til þess að afsaka ómanneskjulega afstöðu og ákvarðanir er bara aumingjadómur.
Starfsmenn í Hitlers þriðja ríki voru líka bara að framfylgja lögum og tilskipunum og þóttust enga ábyrgð bera þegar upp var staðið.
Það er kannske ekki hægt að líkja þessu saman en þetta er sami hugsunarháttur. Hættulegur hugsunarháttur. Þegar við bar hengjum okkur á hvað sé leyfilegt samkvæmt lögum og gleymum því að vera manneskjur...
Jón Bragi (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:22
Þú færð nú yfir 100 manns ef þú auglýsir frían bjór ! !
Ég held að þessi tala "100 manns" sýni að áhuginn á þessu máli sé lítill og bara fáir hávaðabelgir sem standa fyrir allri "umræðunni".
Gott að ÚTL hafi flett ofan af rangfærslunum og útskýrt málið í heild sinni.
Fransman (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:24
jah, hvar er útlendingaeftirlitið þegar kemur að litháisku dópmafíunni sem veður hér uppi í borginni, dæmdum kynferðisglæpamönnum og hrottum sem koma hingað frá austantjaldslöndunum og áreita íslenska borgara? Hef meira að segja heyrt að þeir komi til landsins vegna þess að það sé svo frábært að dvelja í íslenskum fangelsum miðað við kjörin heima fyrir! Ekki hef ég séð að þeim sé meinaður aðgangur að þjóðfélaginu okkar, nei stjórnvöld taka þessum bagga þegjandi og hljóðalaust.....
Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:38
Þessu kúkur er búin að ljúga og ljúga síðan hann kom. Þetta er lygari sem hefur fávísa Islendinga af fíflum Og þá sérstaklega sumar konur sem fara á flot þegar þær sjá eitthvað dekkra enn kaffi með rjóma!
óli (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:41
takk fyrir linkin á undirskriftarlistann var að leita að honum
annars er ég sammála um aumingjaskap og mannfyrirlitningu hjá Íslenskum yfirvöldum
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:13
Sammála, búin að skrá mig.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 19:46
Þú tókst þig vel út á fundinum, varstu ekki þar annars, þetta varst þú sem ég sá.
Búin að skrá mig.
Knús og kærleik til þín Jenný mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 20:13
Er ekki hægt að hrósa þeim fyrir tímasetninguna á ákærunum á hendur Jóni Ólafssyni,nákvæmlega á sama tíma og mótmælin koma upp vegna mannréttindabrotanna á hendur Paul Ramses? - Til þess eins að kæfa athyglina á því máli.
Það er ekki hægt að segja annað en þeir hjálpist að þessir menn.
www.gaflarinn.net (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:17
Algjörlega óásættanleg framkoma.Ég mætti líka þarna í dag
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:02
Komst ekki en skráði mig, love you to peaces go girl
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:46
stundum skammast maður sín fyrir að vera íslendingur, þetta er eitt af þeim dæmum. Ég skrifaði undir hér einhversstaðar fyrr í kvöld, og mun gera það aftur ef þörf krefur, hvers lags fólk er þetta eiginlega sem gerir svona lagað. Ég á ekki orð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:59
Ásthildur: Vildi að ég hefði svar við þessu.
Takk þið sem eruð búin að skrifa.
Birna Dís: Sá þig ekki, hefði verið gaman að hitta þig.
Gaflarinn: Góður.
Óli: Mikið skelfing áttu bágt.
Fransman: Ég vil svo gjarnan geta skilið fólk eins og þig, en mebb, kemst ekki nálægt því.
Milla: Takk jú ég var þar.
Takk öll fyrir innlegg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 23:21
Jenný ég er bara orðlaus, maður lítur ekki glaðan dag fyrren maðurinn kemur hingað aftur. Við erum að tala um eitt andskotans flugfar! Þurfum við þjóðin að safna 30 milljónum fyrir ríkið og kaupa hann aftur hingað eða hvað? Þetta er hrein geðsýki hvernig fólk reynir að tala sig útúr þessu. Ég trúi ekki öðru en að einhverjir þingmenn séu að vinna og vinna í því að redda þessu. Sérstaklega fólkið sem er í vissum flokkum það er nú bara því ver og miður, þau eiga að drullast til að standa undir væntingum því það er nú eða aldrei. Ég nenni ekki að bíða mikið lengur
ég náði að mæta í bláendann á mótmælunum en bjóst við miklu fleirum þar, ég var nýkomin úr flugi en taldi þetta mesta prinsipmál ævi minnar nánast að mæta fyrst ég fræðilega gat það. Heimurinn á að stoppa eða amk hægja á sér þegar embættismenn fremja svona svívirðu!
halkatla, 5.7.2008 kl. 00:40
Útlendingastofnun segir í greinargerð um þetta mál í dag að Paul Ramses hafi ekki millilent á Ítalíu á leið hingað til lands en segir svo að hann hafi dvalist á Ítalíu örfáa daga og stofnunin veit að ekki hafa verið dagleg flug á veturna á milli Íslands og Ítalíu:
"Samkvæmt upplýsingum frá Paul ákváðu ítölsk yfirvöld að veita honum vegabréfsáritun vegna þeirrar aðstöðu sem hann var í í heimalandi sínu. Þessi áritun gilti frá 12.01.2008 - 20.02.2008. Paul kom til Íslands um miðjan janúar."
Paul Ramses sótti ekki um hæli sem póltískur flóttamaður á Ítalíu, enda þótt hann hafi fengið vegabréfsáritun þangað og mátt dvelja á Ítalíu samkvæmt þessari áritun frá 12. janúar til 20. febrúar síðastliðins, um 40 daga. Og milljónir manna frá öllum heimshornum hafa fengið vegabréfsáritun til Ítalíu án þess að vera þar pólitískir flóttamenn.
Eiginkona Pauls hafði og hefur enn dvalarleyfi í Svíþjóð til ársins 2012 en hún kom hingað til að vera hér með eiginmanni sínum og ala hér barn þeirra. Ítalía, Ísland og Svíþjóð eru öll á Schengen-svæðinu, þannig að Paul hefði allteins getað flogið frá Ítalíu til Svíþjóðar, eins og Íslands, og sótt um pólitískt hæli í Svíþjóð á grundvelli fjölskyldusameiningar. Og bæði komu þau löglega til Íslands.
Það er því út í hött að halda því fram að Paul hafi elt eiginkonu sína hingað til Íslands og sótt hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn, á grundvelli fjölskyldusameiningar, eins og Útlendingastofnun segir. Barn þeirra hjóna fæddist hér 26. maí síðastliðinn, þannig að eiginkona Pauls hafði gengið með barn þeirra í fimm mánuði þegar Paul sótti hér um pólitískt hæli í lok janúar síðastliðins.
Útlendingastofnun starfar samkvæmt Lögum um útlendinga nr. 96/2002 og Reglugerð um útlendinga nr. 53/2003:
http://www.utl.is/utlendingastofnun/:
Lög um útlendinga nr. 96/2002:
46. gr. Réttur til hælis.
Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.”
http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/2002096.html
Paul Ramses hafði og hefur engin sérstök tengsl við Ítalíu, hann er ekki pólitískur flóttamaður þar og vegabréfsáritun hans til Ítalíu rann út 20. febrúar síðastliðinn, samkvæmt Útlendingastofnun. Og mun nærtækara er að Paul Ramses fái vernd hérlendis en á Ítalíu, þar sem hann bjó hér fyrir nokkrum árum.
Útlendingastofnun segir aftur á móti að Paul Ramses hafi ekki nægilega mikil tengsl við Ísland til að fá hér pólitískt hæli og spyr hvort nægilegt eigi að vera að þekkja einhverja Íslendinga til að fá hér pólitískt hæli. Það er að út í hött að krefjast þess að útlendingar eigi hér ættingja til að þeir geti fengið hér pólitískt hæli og hafi þeir búið hér hafa þeir að sjálfsögðu nægjanlega mikil tengsl við landið.
Svokallaðri Dyflinnarreglugerð nr. 343/2003, sem byggð er á Dyflinnarsamningnum, hefur verið beitt hér frá 1. september 2003 en reglugerðin getur ekki þrengt rétt manna til að fá hér pólitískt hæli, samkvæmt íslenskum lögum:
http://eur-lex.europa.eu/smartapi/cgi/sga_doc?smartapi!celexapi!prod!CELEXnumdoc&lg=en&numdoc=32003R0343&model=guichett
http://www.utl.is/media/arsskyrslur/UTL_arsskyrsla2003.pdf
Niðurstaða: Þessi greinargerð Útlendingastofnunar er tóm steypa frá upphafi til enda og stofnunin braut íslensk lög þegar hún veitti Paul Ramses ekki hæli hér sem pólitískum flóttamanni.
Þorsteinn Briem, 5.7.2008 kl. 00:57
Greinarerðin er langt frá því að vera einhver steypa Steini Briem.
Hún skýrir nákvæmlega af hverju tekið var svona á málinu og heði þurft að koma fram miklu fyrr til að ekki hefði hvesst svona í vatnsglasinu því í ljós hefur komið að þetta er bara stormur í vatnsglasi.
Hann er með dvalarleifi í Ítalíu samanber eftirfarandi:
"Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli.
Hinn 11.02.2008 voru send tilmæli til Ítalíu, um að taka við beiðni Pauls um hæli. Ítalir samþykktu beiðnina 31.03.2008. Grundvöllur þessa er að Ítalir höfðu veitt Paul vegabréfsáritun inn á Schengen svæðið. Rangt er að Ítalir beri ábyrgð á málinu vegna millilendinga þar í landi eins og ítrekað hefur komið fram." Feitletrun er mín.
Aukþess getur hún sótt um hæli fyrir hann í Svíþjóð en þar er hún með dvalarleifi.
Maðurinn er í engri lífshættu og engar forsendur til að veita honum einhverja sérmeðferð frekar en tugum eða hundurðum annara flóttamanna sem gjarnan vildu fá hæli hér.
Landfari, 5.7.2008 kl. 02:30
Landfari. Ég held að þú ættir að lesa það sem ég skrifaði áður en þú byrjar að gapa hér eins og illa innrættur fáráðlingur, sem hefur ekki efni á að gefa hér upp eigið nafn.
1. Paul Ramses hefur ekki sótt um pólitískt hæli á Ítalíu, hann hefur ekki fengið pólitískt hæli þar og hann hefur engin sérstök tengsl við Ítalíu. Þar að auki rann vegabréfsáritun hans til Ítalíu út 20. febrúar síðastliðinn.
2. Paul Ramses sótti ekki um hæli hér á grundvelli fjölskyldusameiningar, heldur vegna sérstakra tengsla sinna við landið, þar sem hann hafði búið hér áður.
3. Útlendingastofnun bar skylda til að veita Paul Ramses pólitískt hæli hér á grundvelli laga sem stofnuninni ber að fara eftir í einu og öllu og segja að veita skuli útlendingi hæli hér vegna sérstakra tengsla sinna við landið. Þau segja ekkert um það að viðkomandi þurfi að eiga hér ættingja, enda þyrfti þá að nefna slíkt sérstaklega í lögunum. Lögin banna því að slíkur útlendingur sé sendur úr landi, þrátt fyrir að hann hafi komið fyrst til annars Schengen-lands:
Lög um útlendinga nr. 96/2002:
46. gr. Réttur til hælis.
Flóttamaður, sem er hér á landi eða kemur hér að landi, á samkvæmt umsókn rétt á að fá hér hæli. Þetta gildir þó ekki um flóttamann sem:
a. fellur undir undanþágur frá reglum um vernd í 2. mgr. 44. gr. og 3. mgr. 45. gr.,
b. veitt hefur verið hæli í öðru ríki,
c. komið hefur til landsins að eigin frumkvæði eftir að hafa hlotið vernd í öðru ríki eða eftir að hafa dvalist í ríki eða á svæði þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum og hafði ekki ástæðu til að óttast að verða sendur aftur til heimalands síns,
d. krefja má annað norrænt ríki um að taka við samkvæmt reglum norræna vegabréfaeftirlitssamningsins,
e. [krefja má annað ríki, sem tekur þátt í samstarfi á grundvelli samnings Íslands, Noregs og ráðs Evrópusambandsins frá 19. janúar 2001 um viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða ríki skuli fara með beiðni um hæli sem lögð er fram á Íslandi, Noregi eða í aðildarríki Evrópusambandsins, um að taka við],1)
f. synja má um hæli vegna krefjandi þjóðarhagsmuna.
Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd."
Þorsteinn Briem, 5.7.2008 kl. 03:20
Stini Briem. "Ég held að þú ættir að lesa það sem ég skrifaði áður en þú byrjar að gapa hér eins og illa innrættur fáráðlingur, sem hefur ekki efni á að gefa hér upp eigið nafn."
Ég byrja bara svarið mitt svona því það virðist vera planið sem þú vilt skrifa á. Ég skal gera undantekningu í þetta eina skipti og mæta þér í á þínu þroskastigi. Ég veit ekkert hvort þú ert að gefa upp rétt nafn og hef jafn mikla ástæðu til að efast um það eins og þú virðist efast að mitt sé rétt.
"Paul sótti um hæli á Íslandi 31.01.2008 og þann sama dag var tekin af honum hælisskýrsla hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Þar var honum gefinn 3 daga frestur til að andmæla framsendingu beiðnar sinnar um hæli."
Reglurnar eru bara þannig að sé sótt um hæli í þessu Shengen kerfi að þá er það fyrsta landið sem á að fjalla um málið. Svipað og ef þú þarft að borga eitthvað til ríkisins þá er það sýslumaður þar sem þú ert með lögheimili sem annast málið þó til skuldarinnar hafi verið stofnað í öðru umdæmi. Þess vegna er umsóknin send til Ítalíu nema við það séu gerðar athugsemdir sem ekki voru gerðar í þessu tilfelli samkv. ofangr. tilvitnun.
Samkv. lið b og c í lagagreininn sem þú vitnar til á því ekki að veita honum hæli hér. Það teljast ekki sérstök tengsl við landið að hafa búið hér um skaman tíma áður, samkvæmt því sem kom fram í kastljósinu í gær. Það var tekið fram að það væri túlkunaratrið og fróðlegt að vita hvað löng búseta þyrfti að vera fyrir hendi til að teljast sérstök tengsl. Einig væri frólðlegt að vita hvað hann bjó hér lengi.
Það að konan hans er hér hefði verið full tilefni til að veita honum hæli en því aðeins að hún sé hér löglega. Svo er ekki. Hún er hinsvegar með löglegt dvalarleifi í Svíþjóð því væri eðlilegast að hann sækti um hæli þar til að geta verið með sinni fjölskyldu.
Það er ekki langt síðan veittur var íslenskur ríkisborgararéttur á skjön við allt það sem flestum fannst rétur og eðlilegur farvegur slíkra mála. Þá varð all vittlaust og hneikslast,með réttu, á að verið væri að mismuna fólki.
Það er ekkert sem réttlætir að þessum hælisumsækjanda umfram tugum eða hundruðum annara sé veitt einhver sérmeðferð. Að undaskildri þeirri frestun sem hann fékk til að geta verið hér meðan konan hans ól honum barnið.
Landfari, 5.7.2008 kl. 09:55
Komið þið sæl,
Paul Ramses er í lífshættu í Kenýa, hann er á dauðalista stjórnvalda þar, aðrir sem eru/voru á listanum hafa annaðhvort verið drepnir eða flúið land. Ég veit að það hljómar fjarstæðukennt að það skuli eitthvað vera til sem heitir dauðalisti hér "svo langt frá heimsins vígaslóð" en þannig er það nú samt.
Áður en Paul kom til Íslands var hann pyntaður ásamt 24. öðrum karlmönnum sem höfðu verið virkir í kosningabaráttu stjórnarandstöðunnar á skelfilegan hátt, þeir voru barðir, margsinnis var sparkað í bakið á Paul og svo voru þeir pyntaðir. Þetta gerðist á lögreglustöð af lögreglumönnum. Þeim var oft hótað lífláti, vönun og að konur þeirra og börn væru hvergi nærri óhult. Þeim var svo sleppt eftir miklar hörmungar sem ég vil ekki útlista nánar.
Paul trúði því statt og stöðuglega að vegna sonar þeirra væru þau tiltölulega örugg með hæli hér á landi, því trúði líka Rauði Kross Íslands. Fyrirvari um handtöku hans var enginn þrátt fyrir að Paul hafði beðið um að ef hann yrði fluttur úr landi fengi hann tíma til að undirbúa sig vegna pyntinganna sem hann gekk í gegnum og einnig svo að konan hans gæti undirbúið sig en hún gekk í gegnum erfiða barnsfæðingu fyrir rétt um 6. vikum og er nú með barnið á brjósti.
Sl. miðvikudag fer Paul á Hagstofuna til að sækja fæðingarvottorð sonar síns, þau ætluðu svo að sækja um íslenskan ríkisborgararétt fyrir hann. Þar er honum sagt að það séu skilaboð (message) til hans á lögreglustöðinni við Hlemm. Þegar hann mætir þangar eru skilaboðin þau að það eigi að vísa honum úr landi. Svo furðulega vill til að bréfið sem honum er birt er dagsett 1. apríl en hann hafði ekki séð það fyrr en þá. Einnig er það í hæsta máti furðulegt að af 3. bls. löngu bréfi er klausa fremst (2. línur) sem útskýrir efni bréfsins stuttlega á ensku. Svo er einn lítil málsgrein á ensku aftast, bréfið sjálft er á flókinni lagalegri íslensku. Þetta getur ekki talist Útlendingastofnun til hróss!!
Eftir er bonum er birt bréfið er honum boðið að fara heim til sín í lögreglufylgd að sækja eitthvað af eigum sínum en hann afþakkaði það því hann hafði áhyggjur af viðbrögðum konu sinnar. Þess í stað hringdi hann í konuna sína og bað hana að hitta sig á lögreglustöðinni, þar fékk hann að útskýra fyrir henni í næði hvað væri að gerast. Seinna um daginn fór hann heim til sín í lögreglufylgd og sótti örfáa hluti sem hann fékk að taka með sér. Eftir þetta gisti hann fangageymslur lögreglunnar, þó skal taka það fram að íslenska lögreglan kom ekki illa fram við hann á neinn hátt, þeir voru bara að framfylgja skipunum.
Það virðist vera að aðgerðir Útlendingastofnunnar hafi verið löglegar en algjörlega siðlausar. Þegar þeir voru spurðir af því hvers vegna Paul hafði ekki fengið að sjá bréfið um brottför hans sem er ritað 1. apríl varð fátt um svör frá þeim.
Það sem hefur líka haft áhrif á þetta mál er að þeir aðilar sem Paul var í sambandi við og Útlendingastofnun virðast hreinlega ekki tala eða hugsa á sama tungumálinu. Rauði Krossinn stýrist af umhyggju fyrir einstaklingnum og mannúðarhugsjónum, Útlendingastofnun af lagabókstaf og, af því er virðist "losum okkur við alla sem við mögulega getum losað okkur við" hugsjónum. Það gefur augaleið að samskipti þessara aðila eru álíka auðveld og samskipti íslendings og kínverja sem báðir tala aðeins sína þjóðtungu!
kv. Kristín Jóna
kristin_jonak(hja)yahoo.com
Kristín (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:35
Sæl Kristín Jóna og takk fyrir upplýsandi skrif.
Hann er ekkert að fara til Kenýa er það. Af hverju vildi hann ekki sækja um í Svíþjóð þar sem hann á miklu betri möguleika á að fá hæli en hér vegna þess að konan hans er með dvalarleifi þar.
Er það rangt sem kemur fram í í greinargerð Útlendingastofnunar að umsókn hans um hæli, sem lögð var fram hér en fer sjálkrafa til Ítalíu nema athugasemd berist, hafi verið samykkt þar og hann því kominn með pólitíkst hæli í Ítalíu?
Það hefur komið fram að hann hafi áður dvalið á íslandi en hvergi hvenær það var og hvað lengi. Getur þú uppýst um það.
Landfari, 5.7.2008 kl. 12:59
Sæll,
Paul dvaldi hér árið 2005 á vegum alþjóðlegra ungmennasamtaka. Það hefur ekki komið fram í fjölmiðlum en frænka hans býr hér, þau eru systrabörn, og er hún gift íslending. Auk þess hafði Paul unnið með íslenskum hjálparsamtökum, ABC, að verkefni sem var stutt af íslenska ríkinu. Starfsfólk samtakanna, m.a. íslensk kona, getur borið vitni um frásögu Pauls og vottað það að hans sé enn leitað.
Ég veit ekki til þess að hann sé kominn með pólítískt hæli á Ítalíu og Paul sjálfur veit ekkert um stöðu sína á Ítalíu nema að hann mun dvelja á staðnum sem hann var fluttur á af flugvellinum í 3. vikur.Það lítur út fyrir að málið sé í biðstöðu. Ég veit hinsvegar að Ítalía nýtur þess vafasama heiðurs, ásamt Grikklandi, að vera það Evrópuland sem sendir flesta flóttamenn aftur til síns heima, óháð aðstæðum þeirra.
Ein af ástæðunum fyrir því að þau sóttu ekki um hæli saman í Svíþjóð var sú að þau voru lött til þess að íslendingum, þeim var sagt að vegna tengsla þeirra við landið væri það svo öruggt að þau fengju að vera hérna, ekki endilega til frambúðar en í einhvern tíma, að konunni hans var ráðlagt að sækja ekki um endurnýjun dvalarleyfisins, ég get ekki sagt nákvæmlega til um hverjir ráðlögðu þeim svo illa en ég veit að það voru m.a. íslenskir embættismenn.
Eitt af því sem er leiðinlegast við þetta mál, og sem Útlendingastofnun ætti að taka til alvarlegrar endurskoðunar eru samskipti þeirra við "skjólstæðinga" sína. Það er augljóst að stofnunin sýnir mikið sinnuleysi þegar kemur að því að tryggja skilning þeirra sem leita um hæli. Paul og Rosemary, og annar vinur þeirra, voru í einhverjum viðtölum og látin skrifa undir eitthvað en virðast aldrei hafa vitað almennilega hvað var að gerast. Fyrir utan hversu fáránlegt það er að senda fólki 5 blaðsíðna greinagerð á íslensku lagamáli, aftast fylgir svo texti á ensku sem er kannski þriðjungur úr blaðsíðu og þar á útlendingurinn að kvitta fyrir móttöku skjalsins. Þeim var ekki tryggður túlkur til að lesa skjalið með þeim og svo virðist sem enginn hafi nokkurn tímann útskýrt fyrir þeim hvað væri að gerast og hver staða þeirra væri.
kv. Kristín Jóna
Kristín (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:29
Það geta náttúrulega ekki talist mikil tengsl við landið að hafa búið hér hluta úr ári en þetta með náfrænkuna, ásamt hinu gætu nú frekar gert það.
Mér sýnist það þurfi nú að skoða þessa vinnuferla hjá stofnuninn ef þetta er allt satt og rétt sem þú ert að segja Kristín og ég hef enga ástæðu til að draga í efa. Það náttúrulega gengur ekki að láta menn skrifa undir eitthvað sem þeir skilja ekki. Mér er hinsvegar spurn úr því að hann á þessa frænku hér af hverju hann fékk hana ekki til að aðstoða sig ef svona mikið er í húfi fyrir hann. Nema náttúrulega að það sé ekkert samband þeirra í milli.
Það er hægt að kæra þessa afgreiðslu til dómsmálaráðherra og þá þurfa allir svona annmarkar á hinni fyrri framkvæmd að vera tíundaðir. Það virðist nokkuð ljóst að ekki hafi allir pappírar komsit til skila með réttum hætti á réttum tíma en það getur aldrei verið sterkur leikur í svona stöðu að vera ólöglegur í landinu. Það hljóta allir að sjá og þyrfti að finna nöfn þeirra embættismanna sem svo ráðlögu eftir því sem mér skilst á þér.
Það er náttúrulega feina dýrt að láta færa lögfræðina kafa ofan í svona embættisfærslur til að finna á þeim hnökra. Það virðist samt nokkuð augljóst að eitthvað hefur farið úrskeiðis, spurning hvort það er nóg til að breyta niðurstöðunni. Á það þarf bara að láta reyna.
Landfari, 5.7.2008 kl. 15:42
Landfari hinn nafnlausi. Ég horfði einnig á Kastljósið í gærkveldi og ef þú heldur að stjórnvöld hafi alltaf rétt fyrir sér ertu í vondum málum. En ef þú hefðir rétt fyrir þér í þem efnum væri hægt að sleppa stórum hluta af heilu fræðigreinunum í lögfræði, til dæmis Stjórnskipunarrétti.
Lög um útlendinga nr. 96/2002 segja í 46. grein að veita skuli útlendingi hæli hér ef hann hefur sérstök tengsl við landið, þrátt fyrir að viðkomandi hafi komið hingað frá öðru Schengen-ríki. Því er hreinlega bannað að senda slíkan útlending úr landi samkvæmt íslenskum lögum, ef hann hefur sérstök tengsl við landið. Þar sem um undanþáguákvæði er að ræða á hins vegar að túlka það með þröngri skýringu.
Í ofangreindum lögum er hins vegar ekki tekið fram að sérstök tengsl við landið merki hér einungis það að viðkomandi flóttamaður þurfi að eiga ættingja eða maka hérlendis, enda hefði þá beinlínis staðið í lögunum eitthvað á þessa leið: ”Hælisleitandi skal í því tilviki eiga maka eða ættingja hérlendis” í staðinn fyrir "hafa sérstök tengsl við landið".
Að þurfa að eiga ættingja hér er að sjálfsögðu mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi flóttamann, miðað við að "hafa sérstök tengsl við landið". Allt þetta skiptir máli við túlkun á viðkomandi lagagrein og hér nægir að sjálfsögðu að viðkomandi flóttamaður hafi búið hér áður til að hann teljist hafa sérstök tengsl við landið. Mestu tengslin eru að eiga hér maka eða ættingja og næstmestu tengslin eru að hafa búið hérlendis.
Ég hefði að sjálfsögðu sérstök tengsl við Ítalíu ef ég hefði búið í því landi. Hins vegar hefði ég engin sérstök tengsl við það land ef ég hefði einungis komið þangað sem ferðamaður í skoðunar- eða skemmtiferð, ætti ítalska pennavini eða hefði lært hér ítölsku í skóla.
Ég hef því engin sérstök tengsl við Ítalíu, þrátt fyrir að geta státað af öllu framangreindu. Paul Ramses er hins vegar pólitískur flóttamaður, sem hefur sérstök tengsl við Ísland, þar sem hann hefur búið hér. Það eru nú ekki margir pólitískir flóttamenn sem geta státað af því og ekki hægt að ætlast til að pólitískir flóttamenn hafi búið hér lengi.
Paul Ramses hefur þar að auki engin sérstök tengsl við Ítalíu, hann hefur ekki búið í landinu, einungis dvalist þar í örfáa daga á meðan hann beið eftir flugi til Íslands og vegabréfsáritun hans til Ítalíu rann út 20. febrúar síðastliðinn, samkvæmt Útlendingastofnun.
Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt í mars 2005 á grundvelli sérstakra tengsla sinna við landið, án þess að eiga hér maka eða ættingja, "eingöngu" vini. Hann hafði einungis dvalið hér í nokkrar vikur vegna heimsmeistaraeinvígis í skák í Reykjavík sumarið 1972 og hafði ekki dvalist hérlendis í rúma þrjá áratugi þegar hann fékk hér ríkisborgararétt. Fischer var hnepptur í varðhald í Japan sumarið 2004 og íslensk stjórnvöld ákváðu að hann fengi dvalarleyfi hér í desember 2004. En það dugði ekki til að Fischer væri sleppt úr varðhaldi í Japan.
Hins vegar eru ekki bein tengsl á milli máls Bobby Fischers og Paul Ramses, þar sem Bobby Fischer var veittur ríkisborgararéttur hér af Alþingi en Paul Ramses sótti hér um hæli sem pólitískur flóttamaður. Mál Bobby Fischers var hins vegar einnig af pólitískum toga, þar sem hann hafði teflt í Júgóslavíu, og hann hefði væntanlega farið í fangelsi í Bandaríkjunum ef hann hefði ekki fengið íslenskan ríkisborgararétt.
Við þurfum einnig að skoða hér lögskýringargögn og í greinargerð með frumvarpi um ofangreind lög er hvergi sagt að viðkomandi þurfi að eiga ættingja hérlendis til að hann geti átt rétt á hæli hér sem pólitískur flóttamaður. Slíkt er því ekki málefnalegt sjónarmið af hálfu Útlendingastofnunar, er íþyngjandi, á sér hvergi stoð og ekki í samræmi við ólögfesta meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar.
Paul Ramses og eiginkona hans komu hingað af Schengen-svæðinu, hann frá Ítalíu og hún frá Svíþjóð, og þau dvöldu hér löglega þegar hann sótti hér um pólitískt hæli 31. janúar síðastliðinn. Hún hefði getað fengið hér hæli sem eiginkona hans og Útlendingastofnun bar ekki skylda til að senda Paul Ramses til Ítalíu samkvæmt Dyflinnarsamningnum, enda er hann ekki lög hérlendis, heldur hefur verið tekið tillit til samningsins í ofangreindum Lögum um útlendinga nr. 96/2002:
http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/2002096.html
Reglugerð um útlendinga nr. 53/2003:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/053-2003
Svokallaðri Dyflinnarreglugerð nr. 343/2003, sem byggð er á Dyflinnarsamningnum, hefur verið beitt hér frá 1. september 2003 en reglugerðin þrengir ekki rétt manna til að fá hér pólitíkst hæli, samkvæmt ofangreindum íslenskum lögum, nr. 96/2002.:
http://eur-lex.europa.eu/smartapi/cgi/sga_doc?smartapi!celexapi!prod!CELEXnumdoc&lg=en&numdoc=32003R0343&model=guichett
Þorsteinn Briem, 5.7.2008 kl. 17:11
Steini, þu segir það sjálfur íþínum skrifum að það beri að túlka þetta undanþáguákvæði þröngt.:
"Lög um útlendinga nr. 96/2002 segja í 46. grein að veita skuli útlendingi hæli hér ef hann hefur sérstök tengsl við landið, þrátt fyrir að viðkomandi hafi komið hingað frá öðru Schengen-ríki. Því er hreinlega bannað að senda slíkan útlending úr landi samkvæmt íslenskum lögum, ef hann hefur sérstök tengsl við landið. Þar sem um undanþáguákvæði er að ræða á hins vegar að túlka það með þröngri skýringu."
Þess vegna er ekki hægt, þó þér finnist það sjálfsagt, að túlka tímabundna búsetu sem sérstök tengsl við landið. Þetta er að vísu alltaf matsatriði en eins og þú segir á að túlka það þröngt og því flokkast búseta hans ekki sem sérstök tengsl.
Það eru aðrir hlutir sem mér finnst virkileg ástæða til fara ofan í kjölin á og það er þetta sambandsleysi sem virðist vera milli Útlendingastofnununar og viðkomandi. Það er framvísað bréfum seð margra mánaða gömlum dagsetningum sem hann hefur aldrei séð. Hann er látinn skrifa undir bréf sem er á íslensku, án túlks. þannig að hann veit lítið um það sem hann er að skrifa undir. Enda kemur það í ljós að hann virðist enga hugmynd hafa um stöðu sína hér þegar hann mætir á lögreglustöðina.
Hér er einhversstaðar pottur brotinn og hugsanleg ástæða til að endurupptaka málið.
Hitt er annað að miðað við þær upplýsingar sem fram eru komnar er ekki að sjá að neitt rettlæti það að honum umfram aðra verði veitt hæli hér. Það eru hér á landi núna 40 manns að bíða eftir hæli og trúlega misjöfn staða þessa fólks.
Það eru misvísandi upplýsingar sem hann fékk, að mér skilst sem urðu þess valdandi að þau héldu að það yrði auðveldara að fá hæli hér en í Svíþjóð. Miðað við það sem fram er komið ætti að vera auðsóttara mál fyrir þau að fá hæli í Svíþjóð en hér vegna þess að hún er með dvalarleifi þar.
Landfari, 5.7.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.