Leita í fréttum mbl.is

Fokkings Dyflinarsamningurinn

Mér var  í alvörunni brugðið þegar ég horfði á 10 fréttir RÚV í gærkvöldi og sá viðtal við Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.  Ísland er eina landið í Evrópu sem nýtir sér ákvæði í fokkings Dyflinnarsamningnum sem kveður á um að senda megi hælisleitendur til baka til þaðan sem þeir komu án þess að taka fyrir umsókn um hælisvist.  Eiríkur segir að þetta sé hin almenna vinnuregla.

Það er ekki nema von að Birni Bjarnasyni og skósveinum hans sé tíðrætt um Dyflinnarsamninginn þessa dagana.  Þeir eru að fela grímulausa mannvonskuna á bak við fjandans samninginn.

það er að renna upp fyrir mér að við þessi friðelskandi þjóð, við sem viljum fara með formennsku í Öryggisráðinu og við sem þykjumst svo miklir mannvinir, högum okkur eins og sóðar þegar flóttamannavandi heimsins kemur á borðið erum með glerharða og ómannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna. 

Björn Bjarnason felur sig á bak við samning.  Það tekur ekki í burtu skömmina sem felst í því að snúa fólki frá, fólk sem er í lífshættu vegna ástands í heimalandinu.  Flóttamannapólitíkin á Íslandi lyktar verr en úldinn hákarl.

Ég vissi reyndar að við erum eftirbátar landana í kringum okkur hvað varðar innflytjendamál en mig grunaði ekki að ástandið væri svona slæmt.  Hvað eru alþingismenn og ráðherrar að hugsa?  Allir sáttir við þessa stefnu?  Það hlýtur að vera, ég hef ekki heyrt kvartanir né tillögu að breytingum frá neinum flokki.

Hvað er Solla að gera?

Hvar eru mínir menn í VG?  Steingrímur, Ögmundur og allir hinir?

Ég hvet ykkur til að sjá viðtalið við Eirík Bergmann, það er ansi fróðlegt svo ekki sé meira sagt.

Og Birgitta er búin að setja upp undirskriftalista þar sem farið er fram á að Paul Ramses verði kallaður hingað aftur og um mál hans fjallað. UNDIRSKRIFTALISTINN

Skrifið undir gott fólk. 

Við getum að minnsta kosti reynt að hafa áhrif á þessa nörda í pólitíkinni.

Mótmælin verða svo fyrir utan Dómsmálaráðuneytið milli 12-13.

Komasho


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Mér finnst í góðu lagi að við höfum harðari innflytjendapólitík en nágrannalönd okkar, því þau eru mörg hver að fara ansi flatt á því að hafa opnað löndin sín eins mikið og þau hafa gert. Hins vegar finnst mér þetta tiltekna mál ómanneskjulegt og ég trúi því varla upp á íslenska stjórnmálamenn, þótt ég trúi ýmsu upp á þá (!!), að ætla að láta þetta viðgangast. Þeir halda bara áfram að skíta í bleyjulausar buxurnar, endalaust.

Ég myndi mæta í mótmæli, en er að njóta lífsins í Köben núna..... skrifa þó pottþétt á undirskriftalistann. Hins vegar nenni ég aldrei að hlusta á Eirík Bergmann, mér finnst hann ekki segja margt af viti og finnst hann leiðinlegur.

Flott hjá þér að vekja athygli á þessu, Jenný. Ég er sammála þér í grundvallaratriðunum.

Lilja G. Bolladóttir, 4.7.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég er búin að skrifa mig á listann og er að hugsa um að mæta á mótmæli í fyrsta sinn á æfinni ! Ég ákvað að vera í fríi í dag, ja fram að vakt og nú er mér meira en nóg boðið !

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 09:00

3 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Búin ad skrifa á listann, vonandi kemur helvitis hellingur af fólki í mótmælin,sýnid thessum bjálfum hvar dabbi keypti ølid svona lídur almenningur á islandi ekki, lágmark ad FJALLA UM MÁLID fyrst en ekki sparka fólki bara burtu. Eitt ad hafa harda innflytjendapólitík , thetta er allt annar handleggur held ég.

eigdu gódan dag Jenný

María Guðmundsdóttir, 4.7.2008 kl. 09:27

4 identicon

Ekki gott nei mín kæra og skaðin virðist skeður með þetta mál því miður!

En fyrirsögnin þín bætir nú heldur ekki úr skák,átt ekki að nota svona orðbragð eins og einhver óþroskaður unglingsstrákur Jenný, hæfir ekki ráðsettum frúm!

Magnús Geir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Þakkir fyrir skeleggt blogg um málið, Jenný. Ég missti einhvern veginn af þessu máli í fréttunum en blogg og tilvísanir bæta úr skák. Jafnvel þótt maður þekki ekki málið vel þá virðist hægt að fordæma ferilinn í málinu - að geyma bréf í þrjá mánuði. Málsmeðferðarreglur eru nefnilega ekki bara formsatriði, þær eru til að tryggja fólki möguleika á að verja sinn málstað.

Magnús Geir: Af hverju mega óþroskaðir unglingsstrákar frekar nota "fokkings" en "ráðsettar frúr"? 

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2008 kl. 10:08

6 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Og við þetta má bæta að ég hélt að mál tengdadóttur Jónínu myndi verða til þess að innflytjendapólítíkin myndi breytast. Öðru nær skv. þessu!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 4.7.2008 kl. 10:09

7 identicon

Mæti ekki en þetta mál er skammarlegt.  Tek hatt minn ofan fyrir þér Jenný að skjóta á eigin flokksmenn, sjaldséð í islenskri pólitík.

Tek undir með Lilju hér að ofan að við eigum að vera ströng á innflytjendalögum einfaldlega til þess að stjórna flæðinu svo hlutir fari ekki úr böndunum.  Við getum því miður ekki hjálpað öllum.  Hinsvegar ber okkur sú skylda að hjálpa eins mörgum og hægt er, eins mörgum og bolmagn er til.  Verðum að taka vel á móti og hjálpa þessu fólki á fæturna.  Þá vil ég fá inn til landsins færri flóttamenn en hlúa mikið mun betur að þeim og búa til stolta og nytsama íslenska þegna.

Þessi maður virðist vera gæðablóð og illskiljanlegt að þetta hreyfi ekki við Birni Bjarna.  Nú er ég frekar á hægri vængnum en skammast mín fyrir svona vinnubrögð.  Tek undir þér með..."hvar eru allir stjórnmálamennirnir..."  verður gaman að sjá hverjir þeirra mæta á eftir í mótmælin?

Vonandi verða mótmælin friðsöm, en Jenný taktu með þér nokkur egg ef Björn skyldi vera nálægt.... ekki ís-björn heldur Bjarnason

Pétur (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:13

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur: Ég reyni að fylla töskuna af eggjum.  Jájá.  Híhí.

Ingólfur: Ég hélt líka að Jónínumálið myndi einhverju breyta en óekki.  Erum við svona útlendingafjandsamlegir Íslendingar?

Magnús Geir: Ég verð aldrei ráðsett frú og stundum þarf maður einfaldlega að láta það fjúka.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 10:16

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skítablesar

Brjánn Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 10:33

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú stendur þig vel í þessu máli elsku Jenný. Ég vona svo innilega að mótmæli okkar allra skili árangri svo þessi litla fjölskylda geti lifað í friði í því landi sem þau vilja vera (Íslandi) Helgarkveðja

Sá að þú varst númer 14 á undirskriftarlistanum 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 11:50

11 Smámynd: Brynja skordal

þú ert frábær kona Jenný hafðu ljúfa og góða helgi mín kæra

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:00

12 identicon

Var maðurinn flóttamaður? Kom hann ekki hingað frá Ítalíu?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:21

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hann er svosem sleipur og háll sem áll hann Eirikur.

Hann passar sig MJÖG vel á því, að FULLYRÐA ekkert afgerandi, heldur notar ,,að því er virðist" og að því er mé rsýnist" á þeim köflum í áróðursræðu sinni,sem hvað viðkvæmastir gætu verið.

Þau lönd sem eru svonefnd nágrannalönd okkar, hafa sum hver notað þessi ákvæði og að halda því fram, að þetta sé eitthvað séríslenskt, er auðvitað bull og vitleysa.

Menn eru svosem vanir að hlusta á bullið íviðkomandi ,,fræðimanni" þannig að menn uppveðrast nú ekki mikið við frekara bull í honum.

Sumt sem hannhefur haldið fram í áróðri fyrir ESB er nærtækt í því sambandi.

En í tilfinnignarmálum eru sleggjudómarnir harðastir og hitinn hvað mestur.

Jenný er krútt og hún má alveg mín vegna segja fokkins friggings og allt það sem hennar blíði hugur girnist.

Við erum ekki sammála í þessu máli en það eru afar mögr sem við horfum líkt á og erum svipaðs sinnis.

Ég tel varhugavert, að skapa fordæmi utan re´ttar, bara vegna þess, að umkomuleysi einhverra stingur mann í hjartað.

ÞAð er stundum kalt og sárt en því miður oftar en ekki alger nauðsyn.

Sumir hafa svarað mér um sfstöðu til Ítala og brúkað hroka um þeirra hjartalag og sleggjudlmt þá sem níðinga og varmenni, þó svo að þeir brúki svosem önnur orð, er merkingin söm.

Íatalir , Spánverjar, Portugalir og sum önnur Evrópuríki, sem eru í samgöngufæri við Afríkulönd sem vargöld er, hafa ÖLL hert verulega innflytjandalöggjöf sína svo og Frakkar.

Það er EKKI af mannvonsku, heldur nauðsyn, sem það er gert og af fenginni reynslu mýkri aðferða.

ÞEtta er sárt að segja en er jafn satt fyrir því.

ÉG geri me´r grein fyrir þessu en tel mig ekkert verri mann eða kaldrifjaðri en hver annar.

Með hluttekningu og virðingu

Miðbæjaríhaldið

virðir skoðun annarra og vill biðja um ditto.

Bjarni Kjartansson, 4.7.2008 kl. 12:46

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að undirrita.  Átti í einhverjum vandræðum með að senda og endaði sem Jónsdóttir, Sigrún.

Sigrún Jónsdóttir, 4.7.2008 kl. 13:15

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Guðmundur G. Hreiðarsson og Bjarni Kjartansson.

Paul er frá Kenía og kom hingað til Íslands með millilendingu á Ítalíu, þar sem ekki er hægt að fljúga hingað beint frá Kenía, og sótti hér um hæli um áramótin sem pólitískur flóttamaður vegna ástandsins í Kenía, þar sem hann hafði verið í framboði í lok síðastliðins árs.

Paul hafði og hefur sérstök tengsl við Ísland, þar sem hann bjó hér fyrir nokkrum árum og hann hafði hér vinnu. Og á grundvelli þessara sérstöku tengsla við Ísland sótti Paul Ramses hér um hæli.

Lög um útlendinga nr. 96/2002:

46. gr. Réttur til hælis.

Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.

Hér gilda ofangreind íslensk lög í þessum efnum, sem Útlendingastofnun ber að fara eftir í einu og öllu í sínum störfum, og í þessum lögum hefur nú þegar verið tekið tillit til Dyflinnarsamningsins, sem ekki er lög hérlendis, heldur staðfestur af Alþingi og birtur í C-deild Stjórnartíðinda.

Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dómsmálaráðuneytisins og dómsmálaráðherra ber ábyrgð á öllum ákvörðunum Útlendingastofnunar, enda þótt hægt sé að kæra þær til ráðherrans.

Að senda Paul til Ítalíu er því klárlega brot á íslenskum lögum.

Þorsteinn Briem, 4.7.2008 kl. 13:23

16 Smámynd: 365

Þökk sé Dyflinnarsamningnum.  Ef hann væri ekki til staðar væri hér allt fullt af fólki sem myndi líða illa hér á klakanum.  Í þessum málum eins og öðrum þarf að taka á af festu, eða vilja menn eitt nýtt Gervasoni mál í umræðuna?

365, 4.7.2008 kl. 13:38

17 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála Jenny, það er ömurlegt að skýla sér á bak við Dyflinarsamninginn. Paul er með engar rætur á Ítalíu, hann varð einfaldlega að lenda þar til að komast til Íslands. Hann var hér sem skiptinemi og hefur því sterk tengsl við landið. Það var virkilega lúalegt að læðast heim til fjölskyldunnar í skjóli nætur án þess að gefa Paul nokkurt tækifæri til að áfrýja þessari ákvörðun. Ég hef lýst því yfir á bloggsíðu minni að ég mun berjast gegn kjöri Íslands í öryggisráð SÞ verði þessi gerræðisákvörðun ekki leiðrétt. Land sem sendir lögreglu á föður nokkurra vikna barns og rífur hann úr faðmi fjölskyldunnar á ekkert erindi í öryggisráðið.

Guðmundur Auðunsson, 4.7.2008 kl. 13:44

18 identicon

Já hann Paul er mikið gæðablóð eins og fólk sem hefur upplifað hörmungar er oft, ólíkt okkur dekurrófunum á vesturlöndum!

 netfangið mitt er kristin_jonak(hja)yahoo.com ég klikkaði víst á að skrifa það, þér er velkomið að senda mér póst.

Kristín (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:13

19 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sá þig og manninn!

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 14:35

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sá þig að mótmæla og ætlaði að heilsa upp á þig en þá varstu farin!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 15:28

21 Smámynd: Andrea

Er ekki hægt að beita Dyflinarsamningnum á svona fólk eins og "365" og Björn sem eru að tjá sig í kommentakerfinu þínu

Andrea, 4.7.2008 kl. 15:40

22 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Mér er gjörsamlega misboðið. Búin að skrifa mig á listann en komst ekki á mótmælin vegna vinnu. Var samt með í huganum og vonandi verða þetta ekki einu mótmælin vegna þessa ömurlega máls.

Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:52

23 identicon

Mótmæli fyrir utan Dómsmálaráðuneytið á morgun, laugardag 5 júni, klukkan 12.00. Látið það berast.

Hordur Torfason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 17:14

24 identicon

Verst er álagið á móðurina með 6 vikna barn.

Elías (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 17:42

25 Smámynd: AK-72

Langar að benda á þetta athyglisverða blogg um Dyflinnar-samninginn, sem Andrés Jónsson á Eyjunni rakst á.

AK-72, 4.7.2008 kl. 17:51

26 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gott hjá þér Jenný.

Er búinn að skrifa undir mótmælinn. Þetta er gömul saga með okkur Íslendinga. Við sendum gyðinga miskunnarlaust úr landi í kringum seinni heimstyrjöldinna út í opinn dauðan og oftar en ekki voru það okkar "nýlendukúgarar" Danir sem sáu til þess að þeir ekki fóru áfram til Þýskalands og komust lífs af.

Er svo sorrý yfir háttalagi íslenskra stjórnvalda að ég veit ekki hvað ég á að segja, mér finnst þetta bara sorglegt...

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2008 kl. 21:14

27 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk öll fyrir innlegg.

Takk Hörður fyrir að minna á morgundaginn.

Elías: Já við tölum nú ekki um það einu sinni, skelfilegt að horfa upp á móðurina með nýfætt barn.

Sigurður: Sá þig þegar ég vara að fara, hraðferð á mér auðvitað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband