Fimmtudagur, 3. júlí 2008
Ekki lúkas, hvað þá heldur björn!
Í morgun hef ég lúslesið netmiðlana og hvergi hef ég fundið staf um mál Keníamannsins og nauðarflutninga íslenska ríkisins á honum úr landi. Hvorki í Mogga né Visi.
Ekki eina einustu bloggfærslu hef ég séð um málið, þrátt fyrir að umfjöllunin í fréttum beggja sjónvarpsstöðvanna hafi verið ítarleg og sjokkerandi í gærkvöldi.
Nú spyr ég?
Hvar eru allir lúkasarnir og birnirnir? Þessir sem hrópuðu hvað hæst yfir örlögum dýranna, ekki að ég sé að gera lítið úr því. Engin viðbrögð við að senda lifandi fólk í yfirvofandi dauða?
Hér er maður sem er tekin frá konu og nýfæddu barni og sendur úr landi, umsókn hans um pólitískt hæli ekki einu sinni svarað og hann látinn dúsa í fangelsi í nótt.
Ég vil hvetja ykkur til að blogga um þetta og senda bréf á utanríkis- og dómsmálaráðuneytið.
Hvar er Solla?
Ég á svo erfitt með að sætta mig við að svona geti gerst með félagshyggjuflokk við stjórnvölinn.
Hér er fyrri færslan mín um málið og hér er umfjöllun RÚV um manninn í gærkvöldi. Sjáið líka hér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987163
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn útlendingamála. Ráðuneytið setur þær reglur er Útlendingastofnun starfar eftir og gilda um heimild útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér á landi. Ákvarðanir Útlendingastofnunar eru einnig kæranlegar til dómsmálaráðuneytisins."
http://www.utl.is/utlendingastofnun/
Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 09:48
Takk Steini, en ég vil að utanríkisráðherra verði látin vita, hún ætti að geta beitt sér í málinu.
Þetta var ég að sjá inni á visi.is núna í þessum skrifuðum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 09:51
Furðaði mig líka á þessu í morgun. Hvar eru allir góðu pennarnir okkar sem ættu að geta fylgt þessu máli eftir. Ég bara trúi því ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu að maðurinn hafi verið sendur úr landi í morgun.
Solla er örugglega að bjarga einhverju í Austurlöndum, veistu ég er pínu fúl út í hana, hvernig væri að líta sér nær!
Ekki veit ég hvar Björn er eða Geir bara í ,,berjamó" eins og þú komst svo skemmtilega að orði hjá mér í gær.
Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 09:56
Brissó er með þetta. Ætla að vísa í hana.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 09:57
Aha sem sagt þeir létu verða af því að senda hann úr landi. Þetta er ekki okkur Íslendingum til sóma.
Ía Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:01
Jú, jú. Um þetta hefur verið bloggað - ekki nóg en eitthvað samt.
Hmmm. Ekki eru heimturnar miklar, en vonandi að fólk haldi þessu áfram á lofti - enda sérdeilis ömurlegt mál sem ekki má gleyma.Mín færsla
Jónas
Haukur
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:09
Ég sendi meil á báða ráðherra. Þrátt fyrir að maðurinn sé farið úr landi þarf ekki annað en að annar hvort ráðherrann lyfti símanum og sjái til þess að maðurinn fái að koma heim til konu og barns.
Ía: Ég er búin að þekkja hana Sollu lengi og hef verið einn af heitum aðdáendum hennar. Ég get ekki sagt að ég sé happí með hana eins og er.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 10:09
Það er stór umfjöllun um málið á bls. 2 í Mogganum í dag.
Edda Agnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:09
Þetta er hið hræðilegasta mál. Ég er ekki stolt af því að vera Íslendingur núna.
Elísabet Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 10:21
Ég lýsi furðu minni á þessu máli. Fólk rýkur upp til handa og fóta út af hvölum og hundum og fleiri dýrum en svo þegar menn sem eru í lífshættu af því að þeir hafa "rangar skoðanir" biðja um hjálp, þá er það bara ekki "okkar mál". Ég er miður mín að heyra um þetta
Ég bý ekki á Íslandi, en mundi trúlega ekki gera mikið í málinu, svo ég er samsek og skammast mín ofboðslega mikið, fyrir mig og mína þjóð.
En almenningi er ekki gefinn mikill tími til að bregðast við þessu, sagt er í fréttum að menn hafi hlaupið út á flugvöllinn í mótmælaskyni, en nú eru þeir dæmdir sem glæpamenn (you loose if you do and you loose if you don´t)
Margrét (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 10:21
Nokkrir skeleggir hlupu út á flugbrautina til að mótmæla brottflutningi Pauls. Þeir höfðu ekki hljótt um skoðun sína á málinu, þó svo að hún næði ekki að komast í fréttina: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/03/hlupu_ut_a_flugbrautina_a_keflavikurflugvelli/
Brissó B. Johannsson, 3.7.2008 kl. 10:30
Dómsmálaráðherra ræður þessum málum einn, þar sem ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald. Hver og einn ráðherra ræður því sínum málaflokki, endi þótt ríkisstjórnin fái sér kaffi og kleinur í Stjórnarráðinu. Ráðherrar kynna sín mál á fundum ríkisstjórnarinnar en þeir þurfa ekki að taka við neinum fyrirmælum frá ríkisstjórnarfundum og forsætisráðherra hefur ekkert vald yfir fagráðherrum.
Lög um útlendinga nr.96/2002:
46. gr. Réttur til hælis.
Flóttamaður, sem er hér á landi eða kemur hér að landi, á samkvæmt umsókn rétt á að fá hér hæli. Þetta gildir þó ekki um flóttamann sem: ...
c. komið hefur til landsins að eigin frumkvæði eftir að hafa hlotið vernd í öðru ríki eða eftir að hafa dvalist í ríki eða á svæði þar sem hann þurfti ekki að sæta ofsóknum og hafði ekki ástæðu til að óttast að verða sendur aftur til heimalands síns, ...
Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd.
http://www.althingi.is/lagasofn/nuna/2002096.html
Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 10:38
Þetta er ótrúlegt mál, sá ekki fréttirnar um þetta í gærkvöldi og skil ekki þögn netmiðlanna. Þetta er algjör mannvonska, ég get ekki trúað þessu upp á Íslendinga, algjör viðbjóður!
Ég sendi tölvupóst áðan (of seint, veit) á Björn og Ingibjörgu. Sjáum til hvort þau hafi vit á því að beita sér, held að þjóðin myndi fyrirgefa þeim margt annað ef þau hjálpa nýbökuðum föður til að vera hjá konu sinni og barni, í stað þess að fara "heim" þar sem hans bíður bara dauðinn. Ég er öskubrjáluð yfir þessu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:47
Ég bloggaði um þetta í morgun. Var of reiður í gærkvöldi til að gera það. http://www.markusth.blog.is/blog/markusth/
Markús frá Djúpalæk, 3.7.2008 kl. 10:55
Búin að setja inn færslu vegna mótmælanna á flugvellinum!
http://eddaagn.blog.is/blog/eddaagn/
Edda Agnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:02
Búin að blogga um þetta líka og vísaði í leiðinni á þig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:11
mér finnst þetta svo hræðilegt... ég er að frétta af þessu fyrst núna, það er eins og stjórnvöld og fjölmiðlar hafi staðið saman í að neita okkur um upplýsingar svo við gætum ekki mótmælt fyrr enn þetta væri yfirstaðið... ríkistjórnin starfandi í skjóli myrkurs að senda ofsóttan mann í burtu frá barni og konu án þess að taka umsókn hans til meðferðar, mér verður stundum flökurt þegar ég hugsa um þetta land sem maður býr á, um að gera að hafa landið galopið fyrir erlenda verkamenn, en pólitískir flóttamenn fá hvergi stað til að halla þreyttu höfði... skammarlegt!
Íris (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:13
ég segi eins og thú, nógu margir hlupu upp til handa og fóta yfir ísbjarnardrápum en ekki heyrist múkk i mørgum yfir thessu. Flott hjá thér Jenný og ykkur hinum sem hafa vakid athygli á thessu,ég sá thetta fyrst hér hjá Jenný.Bara trúdi ekki ad madurinn yrdi sendur i opinn daudann án minnsta hiks,bara trúi ekki ad ekkert sé hægt ad gera,ad ekki sé hægt ad snúa thessu og hann fái ad koma tilbaka til sinnar fjølskyldu.
María Guðmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:31
Reyndar skilst mér að ekki sé verið að senda hann í opinn dauðann í Kenýa, heldur til Ítalíu þaðan sem hann kom. Það gerir aftur á móti þá lúalegu framkomu íslenskra stjórnvalda, sem við okkur blasir, neitt betri!!
Markús frá Djúpalæk, 3.7.2008 kl. 11:36
Þetta er bara gott mál. Hann á að fara. Það gilda hér lög og reglur.
óli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:40
Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki séð neitt um hans mál fyrr en þessi frétt kom í dag. Virkilega sorglegt og leiðinlegt mál. Okkur til skammar.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:41
Óli. Jamm, það er sjálfsagt að fara hér eftir lögum og reglum:
Lög um útlendinga nr. 96/2002:
Ekki skal endursenda flóttamann til annars ríkis skv. c-, d- og e-lið 1. mgr. ef hann hefur slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd."
Viðkomandi flóttamaður á hér eiginkonu og barn. Það er því ljóst að sjálfur dómsmálaráðherrann braut hér lög, en hann á að fara eftir lögunum í einu og öllu og vera hin besta fyrirmynd okkar í þeim efnum.
Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 12:03
Ætli það sé Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið sem ræður þessu eitt eða koma fleiri að þessu. Eg veit ekki, en þetta lítur svo illa út og er svo ljótt að orða er vant. En að vísu er eg allavega með svo litla trú á Ísl. yfirvöldum að maður er svosem ekkert rosalega hissa í sjálfu sér.
Hin sömu stjórnvöld veittu svo tengdadóttur ráðherra ríkisborgararétt með ljóshraða fyrir stuttu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.7.2008 kl. 12:04
Ég hef hitt marga flóttamenn sem hafa brennt fingur sína og tætt með hnífum, þar til fingraför eru með öllu horfin til að sleppa við að vera sendir aftur til Ítalíu og Grikklands. Það segir segir e.t.v. eitthvað um ástandið í þeim ágætu löndum. Af því ástandi vita íslensk stjórnvöld að sjálfsögðu.
Það að stjórnvöld megi senda fólk aftur til þriðja lands, merkir ekki að þau eigi að gera það.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:08
Útlendingastofnun er ein af undirstofnunum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og starfar samkvæmt Lögum nr. 96/2002 um útlendinga og Reglugerð nr. 53/2003 um útlendinga. Útlendingalöggjöfin gildir um heimild útlendinga til að koma til landsins og dvelja hérlendis, og útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari.
Þorsteinn Briem, 3.7.2008 kl. 12:24
Mikið er gott að eiga svona hauk í horni sem gefur sér tíma í að skoða lagabókstafinn. Ég er að tala um Steina Briem.
Edda Agnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:36
Það er eitthvað rotið við þessa aðgerð. - þar sem valdabarátta innan Íslenska Stjórnkerfisins er sett ofar virðingu fyrir mannslífi. -
Augljóst er að þeir hafa undirbúið aðgerðir vel og lengi, þeir hefja aðgerðir í skjóli nætur, handtaka Manninn og láta hann dúsa í fangaklefa, flytja hann síðan að morgni beint út á flugvöll í flug. -
Þarna er passað að enginn tími verði fyrir Mannréttindasamtök né aðra velunnarra mannréttinda, að undirbúa mótmæli.
Né að þeim gefist tími til að stoppa þessar óhugnanlegu aðgerðir, með því að láta vita út í heim hvað er að gerast í Lýðræðisríkinu Íslandi í dag.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:39
Verð að taka undir með ykkur, þetta er okkur til skammar sem þjóð, takk fyrir að vekja athygli á málinu, það hefur eitthverra hluta vegna farið fram hjá mér líka. Sendi líka meil á ráðherrana dóms og utaríkis.
rut sumarliðadóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:12
Þú hefur varkið verðskuldaða athygli á málinu eins og þín var von og vísa. Ég fylgist með umræðum á ýmsum bloggum, en skil ekki hversvegna þessi framkvæmd var gjörð að því er virðist í þögn. Hvað er málið*??
Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:45
Ahhh....ég skil Steini, takk fyrir það. Ég hafði í hausnum að hann hefði komið ásamt konu sinni og barni - og kona+barn fengið dvalarleyfi.
Hvað um það. Skítamál hvort heldur sem er - og þá sennilega ólögleg aðgerð í þokkabót.
Íslensk stjórnvöld þurfa verulega að hysja upp buxurnar.
Baldur McQueen (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:58
Ég fékk einstaklega elskulegt svar frá utanríkisráðherra rétt áðan við bréfi mínu í morgun. Þar kom fram að hún hafði ekki hugmynd um þessar fyrirhuguðu aðgerðir fyrr en í gærkvöldi í fréttunum, eins og þú og fleiri.
Nú þurfum við að herja á Björn Bjarnason, ekkert svar hefur borist frá honum enn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:08
Ég er líka búin að fá svar frá Sollu, var bara að bíða eftir rauðu ljósi til að segja frá því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 14:27
Ég meina grænu ljósi, ég er í kasti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 14:27
Kasti? hvernig kasti?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:31
Hvaða græna ljósi ?
Ef hún hefur skrifað þér sem embættismaður þá máttu gera nokkurn vegin það sem þér sýnist við það sem hún sendi þér og þarft ekki leyfi hennar til að birta það.
Fransman (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 14:34
Maðurinn er farinn. Skyldi birtast frétt um það þegar hann verður drepinn í heimalandinu. Varla. Því ekki getum við neitt að því gert - eða hvað?
Helga Magnúsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:36
Auðvita er hægt að gera eitthvað, svona má ekki láta kyrrt liggja, í versta falli getum sýnt fjölskyldu hans að við styðjum ekki svona og að þjóðin er ekki með þessari ákvörðun.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:40
Ég var í hláturskasti yfir rauða ljósinu.
Fransman: Ég ákveð sjálf hvernig ég vinn með mín meil. Ég hef það fyrir reglu að vitna ekki í né birta það mér er sent í ímeili, nema að ég hafi leyfi til þess. Finnst það sjálfsögð kurteisi.
Helga: Ég ætla að vona að Íslendingar bjóði manninum til baka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 15:10
Var að koma heim úr vinnu og þetta er í rauninni það eina sem ég veit um málið. Það sem ég hef lesið í gegnum þig s.s.
Ég er ekki glöð og fynnst fáránlegt að hann hafi bara verið sendur í burtu. Bara skil þetta ekki.
Þessir ráðamenn hljóta að sjá að sér og bjóða honum tilbaka. -eða ekki- grrrrrrrrrr
Hulla Dan, 3.7.2008 kl. 16:09
Á ekki að senda hann til þess lands sem hann kom hingað frá, Ítalíu? Ekki verður hann tekinn af lífi þar, er það?
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 16:53
Gunnar: hann verður sendur til baka til Kenía og hann kemur ekki frá Ítalíu heldur millilennti hann þar, því eins og þú kannski EKKI veist eru engin bein flug frá Afríku til Íslands...
Minni á mótmæli út af þessu fyrir utan Dómsmálaráðuneytið milli 12 - 13
Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:33
gleymdi að segja Á morgunn:) elsku Jenný takk fyrir að vera svona dugleg að skrifa um það sem skiptir máli...:
Birgitta Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:34
Takk fyrir að láta mig vita af mótmælunum Birgitta. Ég mæti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 19:47
Nú, ég hélt að það ætti að senda hann til Ítalíu
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 22:05
Kæra Jenný takk eina ferðina enn fyrir að vekja athygli á þessu, hef sjálf sent bréf. Hér er úrdráttur úr meili sem ég fékk sem segir hvað gæti skeð þegar hann lendir á Ítalíu.
"Það sem gerir aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að losa sig við Paul með því að senda hann til Ítalíu enn alvarlegri er að Ítalía er annað af tveimur Evrópulöndum sem senda flesta flóttamenn sem koma til þeirra frá öðrum löndum beinustu leið heim. Í tilfelli Pauls er það að senda hann í opinn dauðann"
linda E (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 23:45
Vil vekja athygli ykkar á því að mótmæli verða daglega,amk. til 10 júlí, við Dómsmálaráðuneytið kl. 12.00. Látið fólk vita og fjölmennið. Látið sjá ykkur og takið til máls. Skrifið ykkur á mótmælalistann. Látum málið ekki koðna og gleymast.
Höðrur Torfason (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.